Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 23
LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 23 DV Sviðsljós Jackson gerist svaramaður Gellers Gamalt mál- tæki segir: sækj- ast sér um líkir. Það gæti vel átt við vináttu þeirra Michaels Jacksons, söngv- ara og einfara, og Uri Gellers töframanns sem sumir kalla loddara. Geller varð frægur fyr- ir að fara hönd- um um teskeið- ar og matskeið- ar og beygja þær, að því er virtist án þess að beita neinu afli. Geller seg- ist geta stöðvað klukkur með hugarorku og beygt hnífapör heima i skúffum fólks án þess að vera þar nærri. Hvers vegna hann er svona upptek- inn af því að skemma borðbúnað hefur ekki fengist útskýrt en marg- ir telja Geller argasta loddara og trúð sem enga hæfileika hafi aðra en þá að skrökva að fólki. Allt um það eru þeir Geller og Michael Jackson góðir vinir og seg- ir Geller það vera einkum vegna þess að þeir skilji báðir hvernig það er að falla ekki alveg að hefð- bundnum við- miðum. Þessi vinskapur þeirra staðfest- ist í því að fyrir fáum dögum lét Geller gifta sig í einfaldri athöfn sem fór eigin- lega fram undir berum himni í bakgarði hans og hann fékk Jackson til þess að vera svara- mann. Athöfnin fór fram í Bretlandi þar sem Geller býr en Jackson var að haida fyr- irlestur í Oxford um velferð barna sem frægt er orð- ið. Eitthvað er tímaskyn Jacksons ekki nákvæmt því hann mætit tveimur tímum of.seint til svara- mannsembættisins en sumir vilja alltaf láta bíða eftir sér. Þess má að lokum geta að Gelier hefur talað frjálslega um vinskap þeirra Jacksons við breska fjöl- miðla og meðal annars sagt að Jackson sé nánast fullkominn nema hann fari offari í lýtalækningum og Michael Jackson Jackson tók aö sér embætti svara- manns í brúökaupi Uri Gellers á dögunum en mætti tveimur timum of seint. Johnson fékk ekki að auglýsa Við munum vel eftir Don John- son. Hann er frægur leikari eða var að minnsta kosti frægur leikari í mjög vinsælum sjónvarpsþáttum sem hétu Miami Vice og voru með- al annars sýndir hér á klakanum. Don giftist Michelle Pfeiffer leikkonu og kannski eru þau gift enn þá. Johnson á í sérkennilegum úti- stöðum við dagblaðið San Francisco Chronicle í heimabæ sínum, San Francisco. Blaðið hefur í tvígang birt fréttir af samskiptum Johnsons við konu nokkra sem hann á að hafa hitt á bar þar í bæ. Johnson steig, að sögn blaðsins, í vænginn við konuna og bauð henni fé fyrir félagsskap hennar um stund. Þessu undi konan illa og hafnaði Don og bar söguna í blaðið. Johnson vildi ólmur fá að bera af sér sakir þannig að eftir yrði tekið og vildi fá að kaupa heilsíðuauglýs- ingu í sama blaði til þess að básúna ætlað sakleysi sitt. Þetta vildi blað- ið ekki heyra á minnst og neitaði al- gerlega að selja kappanum auglýs- inguna. Johnson er ævareiður vegna þessa máls og telur að blaðið hafi Don Johnson leikari Johnson á í útistööum viö dagblaö í San Francisco út af fréttum af fylliríi hans. farið á svig við sannleikann og heft tjáningarfrelsi hans. Heilsiðuaug- lýsingin átti að kosta slétta milljón íslenskra króna en þetta mál tengist leikarasamfélaginu með þeim hætti að Phil nokkur Bronstein, sem er ritstjóri umrædds blaðs, er eigin- maður hinnar íturvöxnu leikkonu, Sharon Stone. akat Stsrð: L. 120 cm. B. 180 cm. H. 170 cm. Pallur, 60x180 cm. Fallegt hús fyrir börn í oarða, á leikvelli eða við sumarhúsið. Friðrik A. Jónsson ehf. Eyjarslóö 7 • 121 Reykjavík • Sími 552 2111 GSM 892 0703 og 896 5298 Lék Simpson í klámmynd? O.J. Simpson Næsta uppátæki kappans er aö fara í mál viö timarit sem segir að hann hafi leikiö í klámmynd Fótboltakappinn O.J.Simpson á ekki sjö dagana sæla frekar en endranær. Hann varð frægur að endemum þegar hann var ákærður fyrir morðið á eigin- konu sinni og unnusta hennar og var sýknaður. Margir hefðu glaðst en vand- inn var sá að enginn í Ameríku trúir á sakleysi hans og að auki missti hann al- eiguna í klær lögfræðinga í tengslum við réttarhöldin. Simpson var í fréttum vestra af held- ur óskemmtiiegu tiiefni nýlega en því var haldið fram að hann hefði leikið í klámmynd fyrir sjáifan sig við heldur frumstæðar aðstæður. Sagan snerist um að hann hefði fengið tvær konur til fylgilags við sig og saman hefðu þau öll þrjú gamnað sér næturlangt á hótelher- bergi en Simpson mun hafa verið sá eini sem vissi að öll þeirra atlot voru tekin upp með falinni myndavél. Simp- son var alls ekki skemmt þegar þetta varð heyrinkunnugt og verður það fyrst fyrir að leita á náðir lögfræðinganna sem áður rúðu hann inn að skinni og hefur með tilstilli þeirra ákveðið að fara í mál við blaðið sem flutti fréttimar. Það er hins vegar látið liggja miili hluta að sagan mun vera sönn. mu : Nú færðu sama góða Kaffitárið í nýjum og glaðlegum umbúðum. Þegar þú opnar pokann, lygnir aftur augunum og finnur ilminn dansa á móti þér, er gott til þess að vita að nýi límmiðinn nýtist sem poka- loka og þannig helst kaffið lengur ferskt í pokanum ^UtMpAnMi ^ott! www.kaffitar.is kaffitar@kaffitar.is L ■ ..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.