Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Bjöm Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Hátcekni-skatturinn Ýmsir skemmtilegir kostir opnast til skattlagningar í framhaldi af hugmyndaríkri reglugerð menntaráðherra um höfundagjald á auða geisladiska og diskabrennara á þeim forsendum, að hugsanlega verði þessi tækni notuð af einhverjum til að fjölfalda hugverk annarra. Nærtækast er auðvitað að skattleggja pappír, því að hugsanlegt er, að einhverjum detti í hug að nota þá tækni til að ljósrita þækur og önnur hugverk. Einnig mætti skattleggja farþega i millilandaflugi, af því að einhverjum þeirra kynni að detta í hug að smygla áfengi. Skatturinn á auða geisladiska og diskabrennara geng- ur lengra en aðrir skattar af slíku tagi, að tæknin er ekki bundin við eina starfsgrein, það er að segja afritun á tón- list og öðrum höfundaréttarvörðum hávaða. Þessi tækni er notuð almennt í hátæknigeiranum. Geisladiskar og diskabrennarar eru til dæmis notaðir til að varðveita gögn. Á fjölmiðlum eru geisladiskar orðn- ir algengasta leiðin til að varðveita gögn á borð við texta, myndir og síður. Ekkert af þessari starfsemi kemur höf- undarétti tónskálda eða annarra hið minnsta við. Margt gerræðið er smærra í sniðum en þetta gerræði menntaráðherra. Skatturinn á geisladiska hækkar verðið til þeirra, sem kaupa þá í miklu magni, úr 50 krónum í 70 krónur. í því tilviki er skatturinn 40%. í heild nemur skatturinn hundruðum þúsunda á mörg fyrirtæki. Við venjulegar aðstæður mundu DVD-diskar, sem rúma þúsundir megabæta, taka á þessu ári við af CD-R - diskum, sem rúma hundruð megabæta. Búast má við, að reglugerð menntaráðherra tefji þessa þróun, af því að skattur hans á fyrrnefndu diskana er tvöfalt hærri. Kjarni málsins er, að ráðherrann er að tilhlutan Al- þingis að skattleggja einn i þágu annars. Pólitíkusarnir gætu alveg eins tekið upp á að skattleggja kennara í þágu múrara og sjómenn í þágu bænda, ef einhver hagsmuna- hópur gerist nógu frekur og hávaðasamur. Menntaráðherra ver reglugerðina með tilvísun til þess, að svona sé farið að í Evrópusambandinu. Margt gott hef- ur komið þaðan, en ekki eru gæðin þó sjálfvirk. Vel get- ur verið, að sumt sé misráðið af því, sem mönnum getur dottið í hug í því annars ágæta sambandi. Hvort sem er á meginlandi Evrópu eða norður á ís- landi þá hefur reglugerð um skatt á hátækni í þágu höf- unda á öðru sviði þau áhrif að tefja fyrir þróun hátækni í þessum heimshluta, sem þó er einfær um að dragast aft- ur úr Bandaríkjunum án hins nýja skatts. Afstaða Evrópusambandsins skaðar okkur, af því að hún kemur sennilega í veg fyrir, að kærumál héðan verði tekin gild fyrir evrópskum dómstólum. Þess vegna verð- ur tæpast hægt í þessu tilviki að hnekkja gerræði ís- lenzkra stjórnvalda eins og oft hefur verið unnt. íslenzk hátækni og íslenzk gagnasöfnun munu því ekki leita réttlætis í Evrópu, heldur hugsa Alþingi og mennta- ráðherra þegjandi þörfina. Þessar stofnanir hafa sýnt for- gangsröðun sína, þar sem popparar eru ofarlega á listan- um en hátækni og gagnasöfnun neðarlega. Benda má ráðherranum á aðra frumlega leið til skatt- lagningar. Hún er sú, að tónabúðir tölvuskrái viðskipta- vini sína og síðan séu allir þeir skattlagðir, sem ekki eru á þeirri skrá, af því að hugsanlega gætu þeir verið að fjöl- falda hávaða heima í stað þess að fara í búðirnar. Ráðherrann lifir í gömlum hugarheimi, sem ekki hefur lagað sig að nýjum aðstæðum og getur ekki tekið við nýrri tækni án þess að hlaða steinum í götu hennar. Jónas Kristjánsson I>V Stríðsátök og ímyndir Þótt draga megi í efa aö nýtt stríð sé í uppsiglingu á Balkanskaga hefur spennan þar aukist til muna. Nú eru það Albanar sem verða fyrir gagnrýni, enda óttast stjórnir á Vesturiöndum að aðgerðir öfgahópa meðal þeirra geti dregið úr stöðugleika á svæðinu. Átökin á landamærum Kosovo og Makedóníu hafa ekki aðeins endur- vakið stríðshræðslu á Balkanskaga heldur einnig beint sjónum að grundvaliarspurningum um fram- tíðarskipan Sambandsríkisins Júgó- slavíu, sjálfstæðisbaráttu Kosovo- Albana og Svartfellinga. NATO hef- ur nú haft bein afskipti af skærun- um með því að hertaka þorpið Tanusevci á landamærum Kosovo og Makedóníu, en cdbanskir skæru- liðar hafa notað það til árása á stjórnarhermenn Makedóníu. í fyrsta sinn frá lokum Kosovo-stríðs- ins hefur NATO heimilað júgóslav- neska sambandshernum að athafna sig innan „hlutlausa öryggissvæðis- ins“ við landamæri Serbíu og Kosovo. Ljóst er að NATO er í sí- vaxandi mæli að taka málstað Serba eftir að Slobodan Milosevic var hrakinn frá völdum. Sjálfsmynd Albana Öll spjót beinast nú Albönum. Of- beldi þeirra gegn Serbum í Kosovo, hernaðaraðgerðir albanskra að- skilnaðarsinna (USPMB) í Presevó- dalnum í Suður-Serbíu (þar sem um 70 þúsund Albanar búa) og skæru- liða (UCK) í landamærahéruðum Makedóníu hafa gert það að verkum að alþjóðastofnanir og vestrænir fjölmiðlar draga nú upp mjög nei- kvæða mynd af Albönum. Þeir eru sakaðir um að stefna stöðugleika á Balkanskaga í hættu með skæru- hernaði sínum og fyrirætlunum um að sameina Albana í eitt ríki undir formerkjum Stór-Albaníu. Nú er spurt hvort það hafi verið réttlætan- legt að koma Kosovo-Albönum til hjálpar með hernaðaraðgerðum NATO árið 1999. Þessi mynd er ýkt: Ekkert bendir til þess að leiðtogar Albana i Kosovo, Makedóníu eða Albaniu styðji kröfur skæruliða um stofnun albansks ríkis sem tæki til Kosovo, hluta af Suður-Serbíu og Makedón- íu og jafnvel Albaníu. Engar vísbendingar eru um að meirihluti Kosovo-Albana sé á bandi skæruliða, enda óttast margir þeirra með réttu að aðgerðir öfga- manna grafi undan stöðu þeirra sjálfra. Stjórnvöld i Makedóníu og Serbíu telja að albanskir skæruliðar í Presevó-dalnum standi algerlega á bak við átökin í Makedóníu. En það er of einfold skýring. Um 25-30% íbúanna eru Albanar og í landamærahéruðum Makedóníu er sú skoðun viðtekin að stjórnarher- inn og lögreglan hafi komið illa fram við þá. Staðreyndin er sú að slavneski meirihlutinn óttast að innan fárra kynslóða verði Albanar komnir í meirihluta í Makedóníu, með þeim afleiðingum að þeir missi pólitískt forræði sitt. Af þeim sök- um leggja stjórnvöld í Makedóníu mikla áherslu á að „halda albanska minnihlutanum í skefjum". Sú ákvörðun að loka landamærum Kosovo og Makedóníu í vikunni gerði ekkert annað en að styrkja þessa ímynd af Albönum sem „vandræðamönnum". Framtíðarskipan Kosovo Ein ástæða þess hve albanskir skæruliðar eru virkir er sú að ekki hefur tekist að komast að niður- stöðu um framtíðarskipan Kosovo. Kosovo-Albanar munu aldrei geta sætt sig við að lúta Sambandsríkinu Júgóslavíu eftir þjóðernishreinsan- ir Serba í Kosovo. Áður en Kosovo- stríðið hófst var talið að 10% íbú- anna í Kosovo væru Serbar þótt hlutfallið hafi sennilega verið minna. Enn færri Serbar eru nú eft- ir í Kosovo, enda hefur NATO ekki tekist að stöðva ofbeldi gegn þeim, og margir óttast um öryggi sitt. Samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna, númer 1244, sem batt formlega enda á Kosovo-stríðið, átti ekki að hrófla við „fullveldi og landamærum Júgóslaviu“. Kosovo er nú verndarsvæði Sameinuðu þjóðanna. Ekki hvarflar að nokkrum að það eigi eftir að verða hluti af Serbíu - það mundi leiða til nýs stríðs. Eina leiðin til að komast út úr þeirri sjálfheldu, sem málið er í, er að veita Kosovo sjálfstæði. Eins og staðan er nú er það vonlaust vegna þess að Rússar og Kínverjar mundu leggjast gegn því í Öryggis- ráðinu. Auk þess hafa Bretar verið and- snúnir hugmyndinni á þeirri for- sendu að Kosovo geti ekki staðið undir sér sem sjálfstætt ríki. En það er vitaskuld tómt mál að ætlast til þess að Serbar og Kosovo-Albanar sættist eftir það sem á undan er gengið. Það mun taka áratugi. „Garður er granna sættir" sagði bandaríska ljóðskáldið Robert Frost og í þessu tilviki eru það orð að sönnu. Sjálfstæðisbarátta Svartfellinga getur komið málinu á hreyfingu en kosningar verða í Svartfjallalandi í næsta mánuði. Svartfjallaland er hluti af Sambandsríkinu Júgó- slavíu. Allt bendir til þess að flokk- ar sem berjast fyrir úrsögn úr ríkja- sambandinu beri sigur úr býtum. Samkvæmt skoðanakönnunum má gera ráð fyrir þvi að samþykkt verði í þjóðaratkvæðagreiðslu að stíga skrefið til fulls og stofna síðan sjálfstætt ríki. Þótt vestræn ríki séu gersamlega mótfallin þvi má draga í efa að þau geti komið í veg fyrir það. Þar með yrðu forsendur álykt- unar Sameinuðu þjóðanna brostnar: Sambandsríkið Júgóslavía, sem var ekkert annað en gervilausn til að bregðast við hruni Júgóslavíu, mundi leysast upp og Kosovo yrði því ekki lengur hluti af því. Og það eru söguleg fordæmi fyrir þessari niðurstöðu: Serbia og Svartfjalla- land voru viðurkennd sem sjálfstæð ríki á tímabilinu 1878-1918.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.