Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 43
I LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 DV _______51 Tilvera Eldurinn réðst að mér - við grillið í garðinum Ómar Einarsson „Ég verö aö viöurkenna aö ég geri lítiö aö því aö elda. Sú var tíö aö mitt sterkasta vopn til aö sanna mig viö matargerö vargrilliö. Síöan lenti ég „nett“ illa í því í sumar og hefekki grillaö síöan. “ Matgæðingur vikunnar að þessu sinni er Ómar Einarsson, fram- kvæmdastjóri Kasts. Fyrirtækið Kast sérhæfir sig í þráðlausri markaðssetningu (Mobile Marketing) og auglýsinga- leiðir þess hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. „Fólk ætti að þekkja nokkrar af- urðir Kasts, svo sem auglýsingar sem birtast á skjám GSM-síma en Kast hóf nýverið útsendingar slíkra auglýsinga. Það sem við erum að gera hefur vakið mikla athygli, ekki síst auglýsingaþjónusta sem tekur mið af staðsetningu þess GSM-síma sem auglýsingin er send í, sú lausn er þróuð sameiginlega af Kasti og Stefju hugbúnaðarhúsi," sagði Ómar Einarsson framkvæmdastjóri. En hefur hann tíma tO að elda? Lenti illa í því „Ég verð að viðurkenna að ég geri lítið að því að elda. Sú var tíð að mitt sterkasta vopn til að sanna mig við matargerð var grillið. Síðan lenti ég „nett“ illa í því í sumar og hef ekki grillað síðan. Þannig er mál meö vexti að ég og frúin höfðum boðið vinafólki í mat. Ég sparaði ekki yfirlýsingarnar þeg- ar ég sagðist sjá algjörlega um þetta matarboð þar sem annar gestanna (karlmaður) er alltaf að gorta yfir snilld sinni við grillið. Ég tók þessu sem áskorun og hélt af stað glaður í bragði að kaupa í matinn. Það var sko ekkert sparað á þeim bænum og ég fór i Gallerí kjöt og keypti þar úr- vals lambafillet, keypti allt það með- læti sem hugurinn girntist og ekki vantaði rauðvínið með matnum. Þegar ég kom svo heim sá ég aö konan brosti út í annað því hún hef- ur eflaust séð tilhlökkunina í mér að lækka nú rostann í félaganum. Gleymdi matargerðinni Ég lagði á borð eins og ég hefði ekki gert annað alla mína tíð, skreytti með kertum og flottheitum og gat hreinlega ekki beðið eftir þvi að elda þetta úrvals kjöt á grillinu. Þegar gestirnir svo komu fór ég út og kveikti á gasinu. Þá hringdi sím- inn og ég hljóp auðvitaö inn og gleymdi eldamennskunni smátíma. Þegar ég kom út aftur hélt ég svo áfram og kveikti neistann. Það síð- asta sem ég man var að það kom rosalega vond lykt, þvi miður var sú lykt af öllum hárum sem ég hafði verið með fyrir ofan háls. Eitthvað hafði gasmagnið á grillinu verið komið yfh' hættumörk og eldurinn gjörsamlega réðst að mér. Þarna stóð ég svo eins og „Kojak“ við grillið, illa brunninn og meira að segja augabrúnirnar fuku lika,“ seg- ir Ómar og hlær þegar hann rifjar þetta upp. •klj Spínat-lasagna 1- 2 laukar 2- 3 gulrætur 1 dós tómatar (Chunky w/garlic frá Hunts) 1 dós Paul Newman salsasósa 2 msk. tómatpuré 1-2 hvítlauksrif 1 pk. Mc spínat 400 g sveppir 500 g kotasæla Aðferð: 1. Mýkið lauk og gulrætur í olíu og setjið afganginn út í. Látið malla og kryddið (með timjan, salti og pipar og steinselju). 2. Steikið sveppi, setjið spínat út í (sjóðið fyrst spínatið skv. leiðbeining- um), notið svo kotasæluna. Notið fersk lasagnablöð og ostasósu (pakka). Setjið fyrst gulrótarblönduna og svo lag af spínatblöndunni og svo ostasósuna. Skötuselur meö villisvepp- um Fyrir 6 1 kg snyrtur skötuselur 1 dl hveiti salt og pipar smjör til steikingar ViÚisveppasósa 1/2 laukur 30 g þurrkaðir villisveppir 1 dós Campbell’s sveppasúpa 1/2 dl sérrí (þurrt) 3 dl fiskisoð (eða vatn og fiski- kraftur) salt og pipar kjötkraftur Meðlæti 1 haus spergilkál 30 litlar kartöflur 2 msk. söxuð steinselja 6 gróf smábrauð smjör til steikingar salt Nykaup Þar semferskleikitm býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Byrjið á að laga sósuna. Skerið skötuselinn í 2 cm þykkar sneiðar. Veltið honum upp úr hveitinu, kryddið með salti og pipar og steik- ið í smjörinu í 1/2 mínútu á hvorri hlið. Setjið í eldfast mót, hellið sós- unni yfir og bakið í 10 mínútur í 200” C heitum ofni. Færið upp á diska og leggið kartöflur og soðið spergilkál snyrtilega á diskana. Villisveppasósan Setjið villisveppina í sjóðandi vatn og látið standa í nokkrar mín- útur. Saxið laukinn og steikið í potti uns hann er orðinn glær. Veiðið sveppina úr vatninu og bætið þeim í pottinn. Setjið súpuna, soöiö og sérríið saman við og látið sjóða. Bragðbætið með kjötkrafti, salti og pipar. Meðlætið Skerið spergilkálið i stilka og sjóðið vel í söltu vatni uns meyrt. Steikið soðnar kartöflur í smjöri á pönnu og stráið ferskri saxaðri steinselju yfir. Hollráð í þennan rétt er líka mjög gott aö nota nýja lúöu. Soðiö af villisvepp- unum er mjög bragðmikið. Það má sía í gegnum dúk og frysta til síðari nota, t.d. í súpur og sósur. Lambageiri með fylltum kartöflum Fljótlegt og einfalt - við allra hæfi. Fyrirfjóra: 8 stk. lambageirar (700-800 g) 4 stk. grillpinnar Fylltar kartöflur 4 bakaðar kartöflur 4 sneiðar beikon 1 stk. vorlaukur (saxaður) 1 stk. rauðlaukur (saxaður) 1 stk. rauð paprika (söxuð) 1/2 tsk. paprikuduft 2 msk. sýrðar, saxaðar agúrkur 1 msk. sætt sinnep salt og nýmalaður pipar 50 g mozzarellaostur 1 dl sýrður rjómi 2 msk. dijonsinnep Lambageirarnir þræddir upp á grillpinna og grillaðir í 5-7 mínútur á hvorri hlið. Bakaðar kartöflur skornar í tvennt og skafið innan úr þeim. Beikonið er steikt á pönnu ásamt grænmeti, kryddað með salti og pipar og síðan kælt. Þessu er hrært saman við sýrðan rjóma, kartöflumaukiö, sýrðu agúrkurnar og kryddinu stráð yfir. Þetta er sett ofan í kartöflurnar og mozzarella- ostinum stráð yfir. Kartöflurnar eru síðan hitaðar upp í grillinu, en ekki of lengi því þá rennur rjóminn af. Meðlæti: Dijonsinnep og fylltar kartöflur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.