Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 56
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gastt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 -> Erfið fæðing tilnefninga í bankaráð Búnaðarbankans: Hörð átök fram á síðustu stundu Hörð átök voru milli stjómarflokk- anna fram á síðustu stundu í gær vegna tilnefninga í bankaráð Búnaðar- bankans fyrir aðalfund bankans sem haldinn verður í dag. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra annaðist mála- miðlanir við samstarfsflokkinn í sam- ráði við Valgerði Sverrisdóttur við- skiptaráðherra sem stödd var erlendis. Hún var væntanleg til landsins í gær- kvöld. Formið á tilnefningunum i banka- ráð hefur verið á þann veg að sameig- inleg tillaga hefur orðið til með sam- komulagi viðskiptaráðherra og full- trúa annarra hluthafa um skipan fimm manna í bankaráð. Tillaga við- skiptaráðherra á sér rætur í báðum stjómarflokkunum og stjómarandstöð- unni. Berist ein tillaga um bankaráð, svo sem tíðkast hefur, er það sjálfkjör- ið. Bankaráðið kýs sér sjálft formann en raunverulega er sú kosning hluti af samkomulagi viðskiptaráðherra og stjómmálaflokkanna um bankaráðið. Þjark stjómarflokkanna um skipan í bankaráðið hefur staðið í um tíu daga. Síðdegis í gær brá svo við að Framsóknarráðherrar tilkynntu tveimur fulltrúum að setu þeirra í bankaráði væri lokið. Það vom þeir i i i i i i i Bankastjórar og fráfarandi bankaráö Búnaöarbankans Mikil átök áttu sér staö um bankaráösfulltrúa fyrir aöalfund í dag. Haukur Helgason, sem setið hetúr í ráðinu fyrir Samfylkinguna, og Hrólf- ur Ölvirsson sem setið hefur í ráðinu fyrir Framsóknarflokkinn. Samkvæmt heimildum DV mun Valgerður hafa haft hug á að velja sjálf mann úr Sam- fylkingunni í bankaráðið. Þar með er brotin sú regla að flokkamir velji sjálf- ir sína fulltrúa. Með þessum hætti mun Valgerður hafa hug á að styrkja stöðu sína í ráðinu á þann veg að hún hafi yfir þremur mönnum að segja. Þá hafi hún undirtökin ef til frekari hreinsana í bankanum komi en eins og vitað er var hún ósátt við áffamhald- andi setu Sólons R. Sigurðssonar á stóli bankastjóra. I gær lýstu viðmæl- endur DV áhyggjum sínum af því hvaða áhrif þau átök og óvissa sem ríkt hafa undanfama daga og vikur í málefnum bankans myndu hafa á hlut- hafa, starfsfólk og hversu mikið þau myndu skaða bankann sjálfan hér heima og erlendis. -JSS Sjómannasamningarnir: Þraukað í Karphúsinu - og sér ekki fyrir endann á því Vorið kom til Reykjavíkur í gær og var fagnað vel af borgarbúum. Víðáttumikil lægð, sem liggur suð- ur af landinu, dælir hlýju lofti yfir landið og njóta vel flestir lands- menn þess ef frá eru skildir þeir sem búa á norðvesturhorninu. Þar er enn svalt. „Ef marka skal langtímaspár þá sér ekki fyrir endann á vorinu,“ sagði Siguröur Þ. Ragnarsson, náttúrufræðingur og veðurfrétta- maöur, sem sleikti sólina í gær líkt og aðrir sem tök höfðu á. „Við skulum hins vegar ekki gleyma því að marsmánuður er yfirleitt kaldari en febrúar ef tekið er með- altal slðustu 30 ára þannig að enn má búast við vetri þótt hlýlega blási nú.“ Hitinn náði tveggja stafa tölu viða á Suðurlandi í gær og að sögn Sigurðar er alls ekki ólíklegt að sú verði raunin víðar á landinu á næstu dögum. Vorfiðringurinn í fólkinu lýsti sér meðal annars í því að með öllu reyndist ókleift að verða sér úti um sumarbústaði stéttarfélaga og félagasamtaka á suðvesturhorninu. Þeir verða þétt setnir alla helgina. * -EIR „Það hefur nákvæmlega ekkert gerst þótt menn hafi verið á daglegum fúndum. Útvegsmenn, sem áður kvört- uðu undan því að ekki væri hægt að fá samningsaðila i einu lagi að samn- ingaborðinu, fóru fram á það að þeir gætu dundað með hveiju sambandi fyrir sig og það hefur verið gert í þrjá daga en það hefur engu breytt. Það gerist ekki neitt,“ sagði einn tals- manna sjómanna sem DV ræddi við í gær þegar enn einn samningafundur- inn var að hefjast í deilu sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara. Sjómannasamtökin, þ.e. Sjómanna- samband íslands, Farmanna- og fiski- mannasambandið og Vélstjórafélag ís- lands, sem oft hafa verið sundurleitur og ósamstiga hópur í viðræðum við út- vegsmenn, hafa að þessu sinni komið saman til samninga, eða þar til útvegs- menn, sem kvörtuðu oft undan því að þurfa að semja við þrjá aðila, fóru fram á það í vikunni að fá hvem aðila í einu til fundar við sig. Talsmaður einna af sjómannasamtökunum segir Morödómar þyngjast: Dómarar dæma 16 ár - fram- kvæmdavald styttir eftir föngum - óþolandi, segja lögmenn Meðaldómur yfir íslenskum saka- mönnum fyrir manndráp af ásetningi er 14,9 ára fangelsi sé miðað við 11 slíka brotamenn síðasta áratug - þetta eru þyngstu refsingar íyrir morð að meðaltali á Norðurlöndunum. Fæstir lögmenn og dómarar sem DV hefur rætt við telja að fangelsisdómar fyrir morð séu of stuttir hér á landi. Hins vegar benda menn á og segja „óþol- andi“ að dómsvaldið sé skert með því að heimila með lögum að fram- kvæmdavaldið, Fangelsismálastofnun, ákveði Jafnvel á bak við luktar dyr“ hina raunverulegu refsilengd. Árið 1994 fengu 2 af hverjum 3 fóngum reynslulausn eftir að hafa afplánað helminginn af þeim dómi sem þeir voru dæmdir í. Fyrir rétt rúmum áratug gekk mað- ur út á reynslulausn eftir 7 ára afplán- un á 14 ára dómi fyrir morð. Nokkrum misserum síðar framdi hann annað morð, þá auðvitað á reynslulausn. Þrátt fyrir að maðurinn hefði náð að taka tvö líf og bijóta skilyrði reynslu- lausnar féllst Hæstiréttur ekki á að dæma hann i ævilangt fangelsi eins og lög heimila. Á þeim tima, árið 1993, vildi einn dómari dæma manninn i ævilangt fangelsi - settur hæstaréttar- dómari. Sá dómari, Ingibjörg Bene- diktsdóttir, var nýlega skipaður fastur dómari við Hæstarétt íslands. -Ótt Sjá nánar úttekt á morðmálum á bls. 14 Fundaö an arangurs Gert er ráö fyrir stífum fundarhöldum í deilu sjómanna og útvegsmanna um heigina en myndin er tekin á fundi deiluaöila í gær. Þar var rólegt eins og sjá má á því aö Sævar Gunnarsson, formaöur Sjómannasambandsins, drap tímann með því að ieggja kapal. það engu hafa breytt, menn hafi farið yfir allt sviðið og nánast öll mál verið til umræðu en ekki samkomulag um neitt. Reiknað er með að sáttasemjari muni freista þess að halda mönnum við efnið í Karphúsinu um helgina enda ekki nema tæp vika til verkfalls. -gk DV-MYND HILMAR ÞÓR Blessuö sólin elskar allt Vellíöan skein úr hverju andliti í Sundlaugunum í Laugardal í gær. Vorið er komið i i i CER VALGERÐUR MEÐ PÁLMANN í HÖNPUNUM? SYLVANM SYLVANIA tilboösverö kr. 2.750,- Merkilega heimilistækið < Nú er unnt að " merkja allt á heimilinu, j kökubauka, spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport___ Rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.