Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Side 16
16 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Helgarblað DV menningarlegt gildi leikhúsanna. Eru léttvægari stykki á góðri leið með að verða burðarásinn í íslensk- um leikhúsheimi á kostnað þyngri verka? Eru markaðsmálin hægt og rólega að taka völdin? „Alls ekki. Markaðssetning er hins vegar af hinu góða og nauðsyn- legt að bjóða upp á gamanleiki i bland við dramatískari verk. Það er fullt af fólki sem færi ekki í leihús nema af því að leikhúsin bjóða upp á léttmeti. Svo eru hinir sem vilja þyngri verk og þá eru þau auövitað fyrir hendi. Á þessu leikári Þjóð- leikhússins eru t.a.m. einn söngleik- ur og eitt barnaleikrit og afgangur- inn er á dramatískari nótum þannig að ég held að þaö sé langt í frá að léttmetið sé að ná yfirhöndinni. Ég skildi til að mynda aldrei þeg- ar fjölmiðlafárið fór í gang og sagt var frá því á neikvæðum nótum að hinir og þessir leikarar væru að fara yfir í hin og þessi leikhús. Númer eitt, tvö og þrjú í þessu var aö mínu mati að það voru jákvæðir hlutir að gerast í íslenskum leikhús- heimi. íslenskt leikhús er orðið betra, leikhúsáhugi er að aukast og það er miklu meira líf og fjör í leik- húsheiminum.“ Stjörnupar Talið berst aftur að leikhúsferlin- um. Margir hafa orðið til að benda á samband Rúnars Freys og Selmu og líkt þeim við stjömupar. Er leik- húsheimurinn að reyna að breyta Selmu og Rúnari í stjörnupar leik- húslífsins? „Nei, þvert á móti. Ég held að ég hafi verið valinn í hlutverk Dons út af eigin verðleikum og Selma fékk sitt hlutverk sömuleiðis vegna eigin hæfileika." En hvemig er það fyrir þau sem par að búa og starfa saman? Að leika jafnvel í sömu uppfærslunni? Er innbyrðis samkeppni á milli þeirra? „Nei, alls ekki. Það gengur ágæt- lega að samræma hvoru tveggja. Rúnar Freyr Gíslason leikari fer meö aðalhlutverkið í Singing in the Rain Söngleikurinn Syngjandi í rigningunni, Singing in the Rain, verður settur upp á fjöl- um Þjóðleikhússins í apríl nœstkomandi. Rúnar Freyr Gíslason fer með eitt aðalhlut- verkanna en óhœtt er að segja að hann hafi náð að hasla sér völl og vakið verðskuldaða at- hygli fyrir frammistöðu sína á leiksviði þrátt fyrir stuttan leikferil. Á sama tíma og æf- ingar á Syngjandi í rigning- unni eru í fullum gangi er hann einnig að leika í Horfðu reiður um öxl eftirjohn Os- borne og fyrr á þessu leikári lék hann m.a. í Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespe- are og íAntigónu. Þá er fyrir- hugað að setja upp leikritið Maðurinn sem vildi vera fugl, Birdy, þar sem Rúnar Freyr fer með hlutverkið sem Nicholas Cage gerði ódauðlegt í samnefndri kvikmynd. Ein og flestir vita líka eru Rúnar og Selma Björnsdóttir söngkona par. Þau sungu saman i söngleikn- um Grease sem settur var upp í Borgarleikhúsinu við miklar vin- sældir og ætla nú að endurtaka æv- intýrið í Singing in the Rain. Ástfanginn af Kathy „Ég leik Don Lockwood, Þórunn Lárusdóttir leikur Línu Lamont, Selma leikur Kathy og Stefán Karl leikur Cosmo,“ útskýrir Rúnar Freyr og hrósar leikstjóra verksins, Bretanum Ken Oldfield, óspart fyrir frammistöðu sína. „Þetta er alveg meö ólíkindum. Hann er svo orkumikill og rífur okkur unga fólkið upp. Hánn er svo að segja búinn að setja verkið upp á fimm vikum. Nú er það bara undir okkur leikurunum komið að klára dærnið." Fyrir þá sem muna tímana tvenna gleymist snilldarleikur Gene Kellys í samnefndri kvikmynd frá 1952 seint. Söngleikurinn, sem ger- ist á þriðja áratugnum i Bandaríkj- unum, fjallar um kvikmyndaleikara þöglu myndanna í Hollywood og þau viðbrigði sem verða i lífi leikar- anna þegar talsettar myndir ryðja sér til rúms. Don spjarar sig ágæt- lega í talsettu myndunum en Lína Lamont hefur hræðilega rödd sem passar engan veginn í kvikmyndir. Á sama tima kemur Kathy til sög- unnar svo að úr verður ástarþrí- hyrningur þar sem Don verður keppikefli stúlknanna. Sjálfur segir Rúnar Freyr aö í raun sé ekki um baráttu að ræða þar sem Don og Kathy (Selma og Rúnar) séu ástfang- in strax í upphafí söngleiksins. „Þetta er í sjálfu sér svolítið skemmtilegt fyrir mig þar sem ég þarf voða lítið að leika. Ég er ást- fanginn af stelpunni sem Selma leikur og besti vinur minn í verk- inu, Cosmo, er leikinn af Stefáni Karli sem var með mér í Leiklistar- skólanum og er auk þess góður vin- ur minn.“ Hellidemba á sviðinu Uppsetning á jafn viðamiklum söngleik og Singing in the Rain kall- ar á mikinn undirbúning auk þess sem rúmlega tuttugu leikarar vinna að verkinu og átta manna hljóm- sveit sér um undirspil. Meðal annnars verður framkölluð heljar- mikil rigningardemba á sviöinu rétt eins og í kvikmyndinni þegar Gene Kelly söng titillagið, sveiflaði regn- hlífinni og steppaði í ógleymanlegu atriði. En ætlar hann aö leika atrið- ið eftir? „Ég hef ekki verið að horfa á myndina með Gene Kelly enda ekki ætlunin að apa hann eftir. Ég get það ómögulega. Hins vegar hef ég horft á margar kvikmyndir frá þess- um tíma, m.a. Pirates og Skytturnar þrjár með Gene Kelly. Fólk bar sig öðruvísi á þessum tíma. Fas manna var ööruvísi og formlegra að mörgu leyti,“ segir Rúnar Freyr og undir- strikar að í uppfærslunni leggi leik- stjórinn, Ken Oldfield, upp úr því að leikararnir nái þessu gömlu tökt- um. í stífu steppnámi „Ég er búinn að vera í mjög stífu steppnámi undanfarna mánuði og hef auk þess verið að æfa skylming- ar. Það má eiginlega segja að það sé stanslaus gleði og orka allan tím- ann. Það er mikill húmor í verk- inu,“ segir hann og lofar því að steppdanssporin verði komin á hreint fyrir frumsýninguna. „Þetta er ótrúlega erfitt en þetta er allt að koma. Stundum horfir maður fram fyrir sig og telur spor- in. Maður þarf að hugsa um svo marga hluti í einu,“ segir hann og lofar mikilli bleytu á sviðinu þar sem enginn er óhultur, hvorki leik- arar né áhorfendur enda hefur sér- Koppafeiti Rúnar Freyr í hlutverki Danny Zuko í Grease sem sýnt var viö miklar vin- sældir í Borgarleikhúsinu áriö 1998 Rúnar Freyr Gíslason Rúnar Freyr leikur Don Lockwood í Syngjandi í rigningunni. Unnusta hans, Selma Björnsdóttir, ieikur Kathy. Lærði steppdans og skylmingar stakur búnaður verið flutur inn til landsins til að tryggja að hægt sé að veita vatninu rétta leið án þess að leikhúsið fyllist af vatni. Fjölmiðlar neikvæðir Talið berst að flórunni i íslensku leikhúslífi og þeirri gagnrýni sem upp hefur verið borin varðandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.