Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2001, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 10. MARS 2001 Tilvera I>V frá sér bók sem hann nefnir The Book of Miracles. í bókinni reynir höfundurinn aö útskýra af hverju trúin á hiö ótrúlega er svona sterk og af hverju menn trúa á kraftaverk. Saga Bernadette McKenzie Bernadette McKenzie var tólf ára og þegar búin að gangast undir þrjá erfiða uppskurði þegar hún fékk það útskurð að hún mundi aldrei standa upprétt aftur. Hún þjáðist af sjaldgæfum mænusjúk- dómi sem hafði í íor með sér mikla verki og hún var oft rúmliggjandi vegna þess. Bernadette gekk í nunnuskóla í úthverfi Fíladelfiu og ákváðu nunnumar að biðja fyrir henni með því að leita fyrirbæna hjá látnum stofnanda reglunnar, Móðir Frances de Sales Aviat og var álitin dýrlingur. Bemadette bað sjálf til Guðs fjórum dögum seinna þar sem hún lá í rúmi sínu, kvalin af sárs- auka. Hún sagði Guði að ef hún yrði að lifa svona myndi hún sætta sig við það og hún bað Guð líka að senda sér tákn ef hún ætti eftir að ganga aftur - ef uppáhaldslagið hennar yrði spilað í útvarpinu næst væri það táknið. Lagið var spilað og Bemadette síóð upp úr rúminu og hljóp niður stigann til að segja fjöl- skyldu sinni frá kraftaverkinu. Gleðin var svo mikil að hún tók ekki eftir því að verkirnir voru horfnir. Sérfræðingar sem skoðuðu Bema- dette sögðu aftur á móti að það væri ekki fræðilegur möguleiki á því að þetta gæti gerst. Á síðast ári var bati Bemadette rannsakaður af fulltrú- um Vatíkansins sem hugsanlegt kraftaverk. Svarar Guð bænum okkar? Getur Guð orsakað að óútskýran- legir hlutir eins og kraftaverk eigi sér stað? Um páskana á hverju ári halda kristnir menn og gyðingar upp á stærstu trúarhátíðir ársins, upprisu Krists og frelsun ísraels- manna frá Egypta- landi. Báðir at- burðirnir eiga uppruna sinn í sögum af krafta- verkum en margir telja að þær séu ein- göngu goðsagnir. Millj- ónir manna um allan heim eru þó á öðm máli og trúa að kraftaverk séu raunveruleg. í hverri viku safnast trúaðir menn saman til að halda upp á atvik sem þeir telja til kraftaverka - afrek sem Guð, guð- ir, dýrlingar eða vitringar hafa unn- ið í þeim til heilla. Gyðingar, kristn- ir menn, hindúar, múslímar og búddatrúarmenn telja sig allir upp- lifað kraftaverk og eru sífellt að leita eftir nýjum sönnunum um þau. Trú og vantrú Margir eru vantrúaðir á sögur eins og söguna- um Bemadette og telja þær hjátrú eða tilviljanir. Hins vegar eru margir sem telja að kraftaverk geti átt sér stað og sam- kvæmt könnun sem tímaritið Newsweek lét gera trúa 84% fullorð- inna Bandarikjamanna því að Guð geri kraftaverk. Tæplega helmingur þeima, eða 48%, sagðist hafa upplif- að kraftaverk eða orðið vitni að slíku og 75% kaþólskra Bandaríkja- mannna sögðust biðja fyrir krafta- verkum. I hópi trúlausra sögðust 43% hafa beðið Guð um hjálp. Þeir sem biðja fyrir kraftaverkum biðja flestir um lækningu handa sjálfum sér eða ástvinum sínum. í áðumefndri könnun taldi helmingur þátttakenda að Guð hefði komið við sögu þegar fólk sem hafði verið úr- skurðað látið vaknaði til lifsins að nýju. í Vatíkaninu og hjá hópum múslíma og hvítasunnumanna hafa verið þróaðar aðferðir til að skera úr um hvort sögur af meintum lækningum séu kraftaverk eða eigi sér læknisfræðilegar skýringar. Kraftaverkin Heilagt vatn í Ganges Hindúar hafa mikla trú á lækningamætti Gangesfljóts, 9. janúar síöastliðinn var haldinn „Mala Kumbh Mela“ sem er dagur kraftaverkanna viö Ganges. Einn léttur í lokin Kraftaverkadagurinn við Ganges var runninn upp. Fyrsti sjúklingur- inn var blindur en í þriðja sinn sem honum var dýft í ána fékk hann sjónina. Næsti sjúklingur var með snúinn fót en í þriðja sinni sem honum var dýft í ána varð fóturinn alheill. Þriðja sjúklingnum var ýtt fram í hjólastól en í þriöja sinni sem hon- um var dýft í ána var stóliinn kom- inn með rafmagnsmótor. Byggt að hluta til á grein i Newsweek. -MA/kip(á)ff.is gerast enn - í þriðja sinn sem honum var dýft í ána fékk hann sjónina Fyrir skömmu var greint frá því í fjölmiölum aó lítil kanadísk stúlka hefði nœrri frosiö til bana í 24 stiga gaddi. Erika Nordby, sem er þrettán mánaöa, skreiö út heiman frá sér á bleiunni einni saman og var úti í frostinu í nokkrar klukkustundir. Þegar stúlkan fannst var líkami henna líkastur ísklumpi og henni ekki hugaó líf. Erika var vafin i hita- teppi og hjarta hennar tók að slá. Lœknar segja þaö kraftaverk að hún skuli vera lifandi eftir aö líkamshiti hennarfór niöur fyrir 16' C og hjart- aö hætti aö slá í aö minnsta kosti tvo tíma. Stúlkan er á batavegi og ekki er taliö aó hún hafi oröió fyrir heilaskaöa. Æöri kraftur aö verki Þegar við heyrum svona sögur er algengt að líta á þær sem sönnum um að kraftaverk geti átt sér stað og að einhver æðri kraftur sé að verki. Trúin á kraftaverkið er samoflð sögu trúarbragða í heiminum. Þegar menn trúa á kraftaverk skiptir ekki máli hvort það getur raunverulega gerst heldur hvort menn trúa á það. Kenneth L. Woodward sendi nýlega Kraftaverk Erika Nordby í fangi móður sinnar eftir aö hún vaknaöi úr dði vegna ofkælingar. María mey vitraðist við Fatima Áriö 1917 vitraöist María mey þremur börnum viö Fatima í Portúgal. Kaþ- ólska kirkjan hefur viöurkennt atburöinn sem kraftaverk. Jóhannes Pðll pðfí II. messaöi viö Fatima 13. maí 2000. Aftan viö hann stendur systir Lucia dos Santos sem er sú eina af börnunum sem er lifandi í dag. Tengjast trúarbrögðunum Meðal trúaðra er það ekki spum- ing hvort kraftaverk geti átt sér stað heldur hvort menn trúi að þau geti gerst. Þegar við heyrum sögur af atburðum eins og þegar Rauða- hafið klofnaði eða af einhverjum sem hefur fengið óskiljanlega lækn- ingu spyrjum við sömu spurningar- innar: „Er þetta raunverulega kraftaverk?" Við rannsóknir á kraftaverkum skipir mestu máli hvemig trúaðir menn líta á þau en ekki hvort þau gerðust í raun og veru. Það skiptir ekki máli hvort kraftaverkin hafa átti sér stað á ferðalagi til fyrir- heitna landsins fyrir 3000 árum eða í Reykjavík okkar daga. Sögur af kraftaverkum fela einkum tvennt í sér : Þær útskýra vegi Guðs fyrir þá sem trúa og veita þeim tækifæri til að upplifa kraftáverk. Til að átta sig á af hverju fólk trú- jr á kraftaverk verðum við að skilja hvað liggur að baki þeim og hvem- ig kraftaverk era skilgreind í mis- munandi trúarbrögðum. Öll trúar- brögð heims viðurkenna tilvist kraftaverka. Á Indlandi og í Miðausturlöndum eiga sér stað kraftaverk sem birtast í formi tákna eða ótrúlegra atburða. Þegar ótrúleg eiga sér stað kaUaði það fram óttablandna virðingu hjá fólki. Táknin eru ímynd hins mikil- fenglega valds Guðs eða guða. Þegar Búdda steig upp með því að skipta líkama sínum í hluta og sameinað- ist þeim aftur framkvæmdi hann kraftaverk og sýndi fóki fram á að hann hefði náö frelsun frá karma- lögunum. Múhameð kallaði fram vatn í eyðimörkinni og um leið sýndi hann ást Allah á liðsmönnum sinum. Jesús reisti LasRrus upp frá dauðum og sýndi fram á vald Guðs yfir dauðanum en um leið boðaði hann sína eigin upprisu. Jesús hermdi lika eftir gömlum krafta- verkum sem spámennirnir Elía og Elísa höfðu framkvæmt löngu áöur og lagði línurnar fyrir þvi að Pétur og Páll myndu endurtaka þau seinna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.