Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 12
12 Helgarblað LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 DV George W. Bush Bandaríkjaforseta dreymir um eldflaugavarnarkerfi í stað 30 ára gamals samnings: Skerum á tengslin við kaldastríðsárin Kiarnorkueldflauqavarnarkerfi Alorm Gcorgos W. Bush Bandaríkjaforseti) um að koma upp eldllaugavarnarkerfí, og fækka um leiö oínhliða i kjarnorkuvopnaburi BNA, or mesla broyling ;i kjarnorkustefnu landsins fr;i lokum kalda striösins. Bush sagðí a þriöjudag að ABM-samningurinn um fækkun langdrægra kjornuflauga Iru IS72 milll Washlngton og Moskvu þyrfli uð vikja fyrir kerfi som myndi vcrnda BNA og bandamenn fyrir árasum óvlnvoittra rlkja eöa slysaskotum. „Sonur Stjörnustriöa‘‘ - hvernig eldtlaugavarnarkerfíö kann aö virka (Tj Óvlnveitt blóö skvtur eldflauo táh Cí i (i Ovinveitt þjoð skýlur eldllaug að Bandarikjunum ( 2 Gerylhnettir með Innrauða nema skynja aö ovinaflaug hefur veriö skolið á loft. (3, Endurbættar ratsjárstoövar fylgjast meö cldflaugunum (4) Framvaröarstöðvar beita fullkomnum mcrkjavinnslu bunaöi til að fylgjast nánar mcö oldflaugunum. (5) Upplýsingum komið til stjörnstöðvar þar sem ákvöröun um að ráðast gegn eldflaugunum er t (6) Gagnflaug á jörðu n velur skotmark. (C,- Ovinaflauginnl (Í Gagnaöflun ákvarðar hversu aögerðin tókst. Staöreyndir um ABM-samninginn ■ Richard Nixon Bandaríkjaforseti og « Leoníd Brésnéf, leiðtogi Sovéríkjanna, undirrita samninginn í Moskvu 1972. ■ ABM-kerfi ráðast gegn kjarnaflaugum « á flugi og samanstanda af skotpöllum, gagnflaugum og ratsjám. BNAog Rússland leyfðu aðeins einn ABM-skotpall á eigin landi. Á hverjum ABM-skotpalli mega ekki vera fleiri 100 gagnflaugar og drægni má ekki vera meiri en 150 km. ■ Ekki má koma upp ABM-kerfum á sjó, í lofti eða hreyfanlegum á landi. ■ ABM-skotpalla má ekki vera hægt að hlaða í flýti og þeir mega ekki skjóta meira en einni flaug í einu. START-samningurinn um fækkun kjarnavopna STARTI START II STARTI Dagsetningar ■ Undirritaður í júlí 1991 (BNA og Sovétríkin) ■ Staðfestur í desember 1994 (Rússland, Hvíta-Rússl., Kasakstan og Ukraína) ■ Kominn til framkvæmda í desember 2001 ■ Undirritaður í janúar 1993 (BNA og Rússl.) ■ Staðfestur í janúar 1996 (BNA) og í apríl 2000 (Rússland) ■ í framkvæmd í desember 2007 ■ Samkomulag um undirstöðuatriöi milli BNA og Rússlands I mars 1997 ■ í september 1998 voru ítrekuð heit um að hefja formlegar samningaviðræður Skilmálar grundvallar niðurskuröar ■ Hvert land má eiga 1.600 tæki til að flytja kjarnaodda, svo sem langdrægar flaugar og sprengjuflugvélar. ■ 6.000 kjarnaoddar fyrir hvert land. ■ 3.000-3.500 kjarnaoddar hjá hvorum í desember 2007. ■ BNA og Rússland eiga aö gera sum flutningatækin, svo sem SS-18 og MX-flugskeytin, fyrir desember 2003. » Langdrægar flaugar mega ekki hafa marga kjarnaodda. ■ 2.000-2.500 kjarnaoddar fyrir hvort land á sama tíma og STARTII kemur til framkvæmda. Kjarnorkuvopnabúnaöur í fortíö, nútíö og hugsanlega framtíö (Kjarnaoddar til reiðu) Flutningstæki fyrir kjarnaodda Langdrægar flaugar (ICBM) Flaugar sem skotið er frá kafbátum (SLBM) Sprengju- vélar September 1990* (Til grundvallar) Janúar 2001“ (START I) Desember 2007 (START II) ■B Bi IH má b a 2.450 6.612 2.151 3.604 500 535 5.760 2.804 3.616 2.024 1.680 1.448 2.353 855 1.528 674 1.316 800 10.563 10.271 7.295 6.302 3.496 2.783 Desember 2007 (START I 300 1.008 700 385 920 568 Hámark vegna START-samnings 3.000-3.500 * Þar með talin vopn Hvíta-Rússl., Kasakstans, Rússl. og Úkraínu ** Aðeins vopn í Rússlandi og Úkraínu Heimild: Landvarnaráðuneyti BNA; Samtök um vopnaeftirlit 2.000-2.500 REUTERS & „Sólin kemur upp í gjörbreyttum heirni." Þessi fleygu orð hrutu af vörum Georges W. Bush Bandaríkjaforseta á þriðjudag þegar hann lýsti hug- myndum sínum og draumum um nýtt eldflaugavarnarkerfi sem hann vill að Bandaríkjamenn komi sér upp. Ekki til að verjast hugsanlegri árás gamla óvinarins í Moskvu, heldur smáríkja á borð við írak og Noröur-Kóreu, þar sem sitja á valdastólum menn sem kunnir eru fyrir annað en ást sína á Sámi frænda, þeir Saddam Hussein og Kim Jing II. Einhliða niðurskurður í ræðu sem Bush hélt í National Defense University í Washington sagði hann frá því að hann myndi jafnframt skera kjarnoruvopnabúr Bandaríkjanna niður einhliða. Sér- fræðingar segja að yfirlýsingar Bush séu þýðingarmesta tilraunin til þessa til að reyna að breyta kjarnorkuvopnastefnu Bandaríkj- anna frá lokum kalda stríðsins. Bush vill að eldflaugavarnarkerf- iö komi í staðinn fyrir þrjátíu ára gamlan samning um fækkun lang- drægra kjamaflauga, svokallaðan ABM-samning, sem hann segir vera barn síns tíma. Sá samningur var undirritaður í Moskvu af þeim Ric- hard Nixon Bandaríkjaforseta og Leoníd Brésnév Sovétleiðtoga þann 26. maí 1972. Bush sagði um þann samning að hann tæki ekki mið af nútímanum né heldur beindi hann okkur fram veginn, þetta væri samningur sem væri holdgervingur fortíðarinnar. Misjafnar undirtektlr „Við verðum að losa okkur út úr þeim takmörkunum sem 30 ára gamall ABM-samningurinn setur okkur. Hann viðheldur ástandi sem byggist á tortryggninni. Hann tekur ekki mið af grundvallartæknifram- forum undanfarinna þrjátíu ára. Hann kemur í veg fyrir aö við get- um kannað allar leiðir. Það verður að skipta á honum og nýjum ramma sem endurspeglar rof viö hina fjand- samlegu arfleifð kaldastríösár- anna,“ sagði Bandaríkjaforseti í ræðu sinni á þriðjudag. Hugmyndir Bush hafa fengið mis- jafnar undirtekir. Demókratar á George W. Bush Dreymir um kerfi til aö verjast eld- flaugaárásum óvinaríkja. Bandaríkjaþingi hafa lýst sig and- víga þeim. Kínverjar voru ekki sein- ir á sér að fordæma þær og sögðu þær ávísun á nýtt vígbúnaðarkapp- hlaup en ígor ívanov, utanríkisráö- herra Rússlands, sagðist vera reiðu- búinn að ræða við bandarísk stjórn- völd um nýtt alþjóðlegt varnarkerfi. Hann sagði þó að hann styddi ABM- samninginn sem lykilþátt í öryggis- kerfi heimsins. „Við erum reiðubúnir til sam- ráðs, við erum tilbúnir til aö greina frá afstöðu okkar,“ sagði ívanov á fundi með fréttamönnum. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á miðvikudag að Bretar yrðu að hlusta á hugmyndir Bush um eldflaugavarnarkerfið en talsmaður hans gekk skrefinu lengra og sagði aö breska stjómin styddi hugmyndina í grófum drátt- um. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, fagnaði yfirlýs- ingum Bandaríkjaforseta um sam- ráð við bandamenn hans í Evrópu en lýsti um leið yfir stuðningi sin- um við ABM-samninginn. Smáatriöin vantar Strax í næstu viku ætlar Bush að senda hersingu fulltrúa sinna út um allar trissur til aö skýra áformin út fyrir bandamönnum í Evrópu og Asíu. Fulltrúar forsetans munu einnig fara til Kína, Indlands og Rússlands í sömu erindagjörðum. Þá sögðu aðstoðarmenn Bush að vonir væru bundnar við að Banda- rikjaforseti og Rússlandsforseti, Vladimír Pútín, myndu hittast fljót- lega, líklegast einhvers staðar í Evr- ópu í sumar. Joseph Biden, öldungadeildar- þingmaður demókrata frá Delaware, og aðrir sem hafa gagn- rýnt hugmyndir Bush bentu á að forsetinn hefði greint frá fáum smá- atriðum um hugmyndir sínar sem þó væru nauðsynleg til að hægt væri að fara nánar ofan í saumana á draumakerfinu. „Það er dálítið erfitt að átta sig á hvað hann á við í raun og veru og hversu frábrugðin stefnan sem hann leggir til raunverulega er,“ sagði Biden, sem á sæti í utanríkis- málanefnd öldungadeildarinnar, í samtali við sjónvarpsstöðina CNN. Embættismenn og fréttaskýrend- ur segja að ástæðan fyrir því að ræða Bush hafi verið jafnloðin og raun bar vitni um hvers konar varnarkerfi hann vildi koma upp og hvenær, hversu mikið það myndi kosta og hve niðurskurðurinn á kjarnorkuvopnabúrinu væri mikill endurspeglaði mismunandi viðhorf innan stjórnkerfisins. Bill Clinton, fyrrum Bandaríkja- forseti, lýsti þvi fyrir nákvæmlega átta mánuöum að hann myndi láta eftirmanni sínum í Hvíta húsinu eftir að taka ákvörðun um eld- flaugavamarkerfi fyrir Bandaríkin. Clinton óx í augum sá tæknilegi vandi sem við er að glíma í fram- kvæmd slíks verkefnis. Ekki fulikomið kerfi Donald Rumsfeld, landvamaráð- herra í stjórn Bush og einn ákafasti stuðningsmaður eldflaugavarnar- kerflsins, er í grundvallaratriðum ekki ósammála þessari afstöðu, enda hefur hann sagt að kerfið þurfi ekki að vera hundrað prósent fufl- komið, og verði þaö áreiðanlega ekki í byrjun. „Sá sem heldur að kerfið verði fullkomið og fullþróað þegar i byrj- un vanmetur tækniörðugleikana," sagði Rumsfeld. Embættismenn innan bandaríska heraflans segja að ef fjárveitingum verði flýtt, svo og prófunum, gæti fyrsti hluti kerfisins verið til reiðu þegar árið 2004. Talað er um gagn- flaugar sem hægt yrði að skjóta á loft frá Alaska og frá herskipum sem hægt væri að senda hvert á land sem er, svo og frá Boeing 747 risaþotum í háloftunum. Þingmenn úr röðum bæði demókrata og repúblikana veltu vöngum yfir því hvemig Bush ætl- aði að lækka bæði skatta, eins og hann boðaði í kosningabaráttunni og hefur marglýst yfir síðan að hann ætlaði að gera, og verja jafn- framt að lágmarki 60 til 100 millj- örðum dollara í lágmarksvarnar- kerfi án þess að það bitnaði á öðr- um framlögum til hermála. Byggt á Washington Post, Reuters, Le Monde og New York Times.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.