Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 14
14 Helgarblað LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 I>V Vaxandi grimmd í fíkniefnaheiminum: Peningana eða lífið - handrukkarar svífast einskis við innheimtu fíkniefnaskulda -tfSXs SsSgsSf.: Umles,ingar _ ■. segir kœrum íjölga þar som hútað or llfláti 0« neiru vcgna skuJda: Sleppt reldrar barna í fikni- . .ium „handrukkaðir" grfiw tll örþilfaniða og gretða hðtunarfólki meö þvi að taka lán Skotbardaginn í Breiðholti fyrr í vikunni hefur vakið upp spurn- ingar hvort ofbeldi og grimmd fikniefnaheimsins sé að færast i aukana hér á landi. Handrukkar- ar eru þekktir af öðru en vinaleg- um starfsaðferöum og undanfarin misseri hafa fréttir af grimmd slíkra manna skotið reglulega upp kollinum. Greinilegt er að íslenski flkni- efnaheimurinn er vel skipulagður og fjöldi fólks hefur ekki bara lent í þeirri hörmung að ánetjast fíkniefnum heldur hefur þetta sama fólk þurft að lifa í stöðugum ótta um líf sitt og eigur vegna skulda sem skapað hefur verið til vegna fíknar þess sjálfs, barna þeirra eöa annarra aðstandenda. Ekkert múður „Þaö kemst enginn upp með neitt múður - menn verða að borga skuldir sinar. Ef menn borga ekki strax þá er einfaldlega beitt þeim aðferðum sem duga; fyrst símahótunum og síðan of- beldi ef svo ber undir,“ segir við- mælandi blaðsins, sem þekkir vel til vinnubragða handrukkara hér á landi. Fíkniefnasalar munu oftar en ekki leyfa fiklum að stofna til mikilla skulda. Áhættan er lítil því öflug stétt handrukkara sér um að innheimta féð fyrr eða síð- ar. Heimildir herma að um þrjá- tíu manns vinni að staðaldri við handrukkun en í flestum tilvik- um er verið aö inn- Ferðamáti handrukkara Á árínu 1999 kom upp mál þar sem 17 ára piltur var numinn á brott í farangursrými bíls. Hrottarnir fluttu piltinn aö Vatnsenda þar sem þeir lömdu hann. Myndin er sviösett. V jórVr í h >cku\d inn iheitnt ‘r >- ■ DV heimsækm I j-: lijón á Saudárkróki CT_ __ _ -Æ._ sem hafa upplifad mll mm H ■ II É É'flTÍI ■ skelfingar frá þvi ' vjf 11111U111 hótaðlífláti Mörg mál Fréttir af grimmd hand- rukkara hafa veríö tíöar síöustu misseri. heimta fíkniefnaskuldir þótt ann- ars konar mál, til dæmis við- skiptasvik, komi einnig til kasta þessara manna. Fyrir tveimur árum varð veru- lega vart aukningar á svokölluð- um handrukkunarmálum en nær öruggt má telja aö kærð mál eru einungis toppurinn á ísjakanum, langflestir láta aldrei í sér heyra, hvað þá að leggja fram kæru, af einskærum ótta við hefndarað- gerðir. Hafnaboltakylfur, hnífar og byssur eru verkfæri handrukkara og þeir víla ekki fyrir sér að beita ofbeldi ef „nauðsyn" krefur. Við- mælandi blaðsins segir þennan heim mun harðneskjulegri en fólk almennt ímyndar sér, harkan fari stigvaxandi og átökin i Breið- holti um síðustu helgi þurfi ekki að koma á óvart. Það sé bara tímaspursmál hvenær slík átök endi með enn meiri skelfingu. Aukin harka „Við verðum oft varir viö mikla hörku þessum heimi og höfum haft spumir cif líkamsmeiðingum sem hafa ekki verið kærðar,“ segir Hörð- ur Jóhannesson yfirlögregluþjónn í Reykjavík, aðspurður um hvort handrukkarar í fikniefnaheiminum gangi harðar fram en áður. Að sögn Harðar er ekki mælanleg aukning á tilvikum þar sem ofbeldi vegna fikniefna kemur upp en hann segir lögregluna þess áskynja aö aukin harka sé hlaupin í mörg þess- ara mála. Það lýsi sér meðal annars í vopnaburði. „Barefli, hnífar og jafnvel skotvopn verða oft á vegi okkar, einkum við húsleitir. Það er hins vegar erfitt að segja til um hvort það sé mælikvarði á aukið of- beldi en þetta kemur að minnsta kosti nógu oft upp til að við lítum þessa þróun alvarlegum augum,“ segir Hörður. Sonur ykkar veröur drepinn Fyrir rétt rúmu ári kom upp stórt mál á Sauðárkróki þegar Birni Hansen og Eddu Haralds- dóttur var hótað að sonur þeirra yrði drepinn vegna skuldar hans við fíkniefna- sala. Þau sýndu mikið hug- rekki þegar þau komu fram opin- berlega og sögðu sögu sína í DV á sínum tíma. Skuldin, sem var í upphafi 400 þúsund krónur, var tilkomin vegna þess að pilturinn hafði tekið að sér aö flytja 200 grömm af hassi á milli tveggja kaup- staða á Norðurlandi. Lögregla handsamaði piltinn á miðri leið og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekki leið á löngu að pilturinn viðurkenndi hvers kyns var og var málið sent sína leið. Þvi var hins vegar langt frá því lokið því eigandi efnisins heimtaði peningana sína og hafði í hótunum við fjölskyldu piltsins. Harðorðar hótanir bár- ust foreldrunum nú í gegnum síma bar sem beim var sagt að líf Innient fréttaljós Arndís Þorgeirsdóttír blaöamaður sonarins væri í húfi. Þau leituðu til lögreglu sem fylgdi málinu fast eftir. Eigandi efnisins gerðist nú óþolinmóður og sendi handrukk- ara út af örkinni sem heimsótti foreldrana og hafði nú skuldin hækkað í 600 þúsund krónur. Hækkunin var vegna óhófiegra launa rukkarans. Þegar foreldr- arnir sögðu manninum að þau myndu ekki borga krónu tjáði hann þeim aö eigur þeirra væru ekki óhultar. Handrukkarinn var handsamaður skömmu síðar. Björn og Edda eru bara ein af ótrúlega mörgum foreldrum sem lent hafa í handrukkurum og hótunum þeirra. Með síma í skottinu Mörg dæmi eru um ótrúlega grimmd þeirra sem innheimta ógreiddar skuldir fyrir fíkniefna- sala og aðferðirnar minna oftar en ekki á amerískar bíómyndir. Engin grið eru gefin. Fyrir ári síðan varð 17 ára piltur fyrir skelfilegri lifsreynslu þegar hann var numinn á brott í far- angursrými bíls og ekið upp að Vatnsenda þar sem þrír menn þjörmuðu að honum. Pilturinn var ekki í skuld vegna fikniefna heldur var honum gert að sök að hafa kjaftað í lögreglu að ákveð- inn „höfuðpaur" glæpakliku væri meö birgðir af landa á heimili sínu. Þegar lögregla gerði húsleit hjá höfuðpaurnum brotnaði rúða. Piltinum var síð- an gert að greiða rúðuna ella hefði hann verra af. Þegar hann sinnti því ekki var hann sem fyrr segir numinn á brott. Það sem varð unga manninum til bjargar var að fautarnir vissu ekki að hann var með GSM-síma í vasanum þegar þeir hentu hon- um í skottið. Hann gat því hringt í föður sinn sem svo aftur hringdi á lögreglu. Mennirnir í bílnum voru handteknir og sömu sögu er að segja um höfuðpaur- inn. Hvort meint skuld piltsins er þar með strikuð út er ólíklegt ef marka má starfsaðferðir hand- rukkara. Forgangsmál að borga Meðferð er sem betur fer sú leið sem margir fikniefnaneyt- endur velja á endanum. En þótt fólk hafi tekiö ákvörðun um að snúa við blaðinu er óttinn við handrukkara ekki fyrir bí. Á sjúkrahúsinu Vogi verður reglu- lega vart ótta sjúklinga vegna ógreiddra fíkniefnaskulda. „Við sjáum ekki beint áukningu á þessum málum og mér sýnist þetta haldast í hendur við þann mikla kipp sem eiturlyfjamark- aðurinn hérlendis tók um mitt ár 1995. Þarna eru heljarmikil við- skipti á ferðinni og menn verða oft skuldugir upp fyrir haus. Fíkniefnasalar halda sínum mál- um til haga - menn verða að borga - og þess vegna veröa með- ulin svona óvönduð oft á tím- um,“ segir Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi. Þórarinn segir að oftar en ekki veki sögur af harðfylgi hand- rukkara upp mikinn óhug. „Þess- ir sjúklingar eru mjög áhyggju- fullir og þess eru dæmi að þeir geti ekki einbeitt sér að meðferð- inni vegna slíkra mála. Það get- ur verið síður en svo einfalt að greiða upp þessar skuldir og margir eru þegar búnir að koma aðstandendum sínum í miklar skuldir þess utan,“ segir Þórar- inn. Veruleiki sem blasir við þeim sem ánetjast fíkniefnum og rata í undirheima felast í hótunum, kúgunum og jafnvel líkamsmeið- ingum. Fæst þessara mála koma til kasta lögreglu, fólk þorir ein- faldlega ekki að kæra. Skotbardagi í Breiöholti Kúlnagötin eru eftir 22 kalibera skammbyssu sem var beitt í átökum á bíla- stæöi ÍR-hússins fvrir tæpri viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.