Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 Sigrún Edda Björnsdóttir er leikstjóri hins umdeilda verks Píkusögur í Borgarleikhúsinu. „Þegar ég fékk þetta verk fyrst í hendur hugsaði ég með mér: „Æ, er femínistaverk frá Bandaríkjunum ekki óskaplega þreytt dæmi?“ En við lestur og vinnslu verksins komst ég að því að það á sann- arlega erindi til okkar vegna þess aö það tekur allt öðruvísi á málum en gert hefði verið 1970. Það er fjallað um þetta líffæri frá nær öllum hugsanlegum sjónarmiöum. “ Píkan er hreyfiaflið -Sigrún Edda Bjömsdóttir, leikari og leikstjóri, ræðir við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um einsemd píkunnar og starfið í leikhúsinu „Við höfum áhyggjur af píkum... Þær eru svo gasalega einar í heim- inum - þær þyrftu að komast í klíku, - menningarsamfélag með öðrum píkum. Það umlykur þær svo mikil dimma og launung - svip- að og Bermúdaþríhyminginn. Það berast aldrei neinar fréttir þaðan." Þetta er hluti af upphafi leikrits- ins Píkusögur eftir Evu Ensler, í þýðingu Ingunnar Ásdísardóttur, en leikritið er nú sýnt á fjölum Borgarleikhússins. í Píkusögum sitja þrjár konur á barstólum og skiptast á að segja gleðitíðindi og ótíðindi sem tengjast píkum. Verk- ið vann Ensler úr viðtölum sem hún átti við rúmlega tvö hundruð konur um samband þeirra við þetta tiltekna líffæri. Leikritið var fmmsýnt árið 1996 en er þetta ekki leikrit sem hefði allt eins getað verið samið um 1970? Hefði það hugsanlega átt brýnna er- indi þá en í samtíma þar sem kyn- lífsumræðan er orðin svo opinská að ekkert kemur lengur á óvart? Leikstjóri sýningarinnar, Sig- rún Edda Bjömsdóttir, viðurkennir að hugsanir svipaðar þessari spum- ingu blaðamanns hafl hvarflað að sér i byrjun: „Þegar ég fékk þetta verk fyrst i hendur hugsaði ég með mér: „Æ, er femínistaverk frá Bandaríkjunum ekki óskaplega þreytt dæmi?“ En við lestur og vinnslu verksins komst ég að því að það á sannarlega erindi til okkar vegna þess að það tekur allt öðruvísi á málum en gert hefði verið 1970. Það er fjallað um þetta líffæri frá nær öllum hugsan- legum sjónarmiðum. Höfundurinn, Eva Ensler, er merkileg kona, mikil baráttukona, sem fór þá leið að taka viðtöl við fjöldann allan af konum um þennan líkamspart, píkuna. Þegar í hlut átti viðmælandi sem hafði góða frá- sagnargáfu rötuðu viðtölin nær óbreytt á pappírinn í formi eintals en önnur eintöl útfærði Ensler á sinn hátt og hún er gott skáld. Ekk- ert þessara eintala eru klisjur og það má alltaf finna einhvern óvænt- an vinkil á viðfangsefninu." Píkan er ögrandi Hvers konar leikrit er Pikusög- ur? „Það er erfitt að skilgreina verkið. Þetta er ekki leikhúsverk í klassískum skilningi þess orðs. Þetta er ekki uppistand. Þetta er ekki hefðbundið leikrit. Kannski verður það helst flokkað sem sér- kennilegt leikrit." Er ekki þarna einfaldlega verið að flytja niðurstöður úr rannsókn á kynlífi kvenna inn í leikhúsið? Sig- rún Edda neitar því og segir: „Það er langt frá því. Ég upplifi þetta verk ekki sem kynfræðslu heldur verk sem opnar sýn inn í hugar- heim kvenna og vekur upp spum- ingar. Kona sem horfir á verkið get- ur samsamað sig kynsystrum sín- um á ótrúlega mörgum sviðum i því efni sem verið er að fjalla um. Og karlar geta skyggnst inn í heim sem hefur verið þeim hulinn og standa vonandi upp að lokinni sýn- ingu mun fróðari um það hvemig á að umgangast konuna. - Er þetta ögrandi verk? „Nafn leikritsins er ögrandi. Píkan er ögrandi og hún er enn tabú í okkar samfélagi. Viðbrögðin við nafninu hafa verið ótrúleg og fólk hringir til dæmis í miðasöluna og biður um miða á „leikkonumar þrjár“. Því er um megn að segja nafnið á leikritinu. Hvað sjálfa mig varðar þá átti ég nokkuð erfitt með það í byrjun. En nú fmnst mér gam- an að segja það enda er orðið píka sagt 128 sinnum í verkinu, þannig að það er mér orðið nokkuð tamt. Og það má segja að markmið leik- ritsins sé að fá áhorfandann til að dást að þessum líkamsparti." - Er einhver ástæða fyrir konur að vera að tala um píkuna á sér daginn út og inn? „Nei, það gæti orðið nokkuð þreytandi til lengdar. Hins vegar á konan að vita af þessum líkams- parti á hverjum degi og vera sátt við hann. Píkan er nefnilega hreyfi- afl okkar. Þaðan er lífskrafturinn kominn.“ Hefur leikritið möguleika á að standast tímans tönn? „Þetta er hápólitískt verk sem mun vonandi ekki standast tímans tönn,“ segir Sigrún Edda. „Það segi ég einfald- lega í von um að staða kvenna verði orðin betri eftir nokkra áratugi og þá verði ekki þörf fyrir leikrit eins og þetta." Indæl vinna Píkusögur er fyrsta leikstjórn- arverk Sigrúnar Eddu. Var það eitthvað sérstakt sem vafðist fyrir henni í sambandi við sviðsetningu verksins og var eitthvað sem hún ákvað strax í byrjun að vinna á al- veg ákveðinn hátt? „Þegar ég byrja á verkefnum geng ég að þeim með opnum huga,“ segir hún. „í sambandi við þetta verk þá velti ég kannski mest fyrir mér framsetningunni. Leikritið var upphaflega skrifað fyrir eina leikkonu en höfundur skrifaði seinna leikgerð fyrir þrjár leikkonur. Ég ákvað fljótlega að hafa leikkonurnar þrjár. Á svið- inu eru engir leikmunir og engir skrautlegir búningar og sá ein- „Pikan er ögrandi og hún er enn tabú í okkar sam- félagi. Viðbrögðin við nafninu hafa verið ótrú- leg og fólk hringir til dœmis í miðasöluna og biður um miða á „leikkonumar þrjár“. Því er um megn að segja nafnið á leikritinu. Hvað sjálfa mig varðar þá átti ég nokkuð erfitt með það í byrjun. En nú finnst mér gaman að segja það enda er orðið píka sagt 128 sinnum í verkinu, þannig að það er mér orðið nokkuð tamt. “ faldi stíll krefst mikils af leikkon- unum sem sitja á sviðinu og tala eins og út frá eigin brjósti. Þær verða að vera fullkomlega sáttar við það sem þær eru að segja, verða að gera orðin að sinum og breytast í nýjar persónur. Þetta er list leikarans í sinni tærustu mynd. Með þessu skapast líka sterk tengsl leikara við áhorfend- ur sem eru nánast í sömu stööu og leikarinn í leit sinni að einhvers konar sannleika." Halldóra Geirharðsdóttir, Jó- hanna Vigdís Arnardóttir og Sól- ey Elíasdóttir segja píkusögurnar. Sigrún Edda lýsir samvinnu við þær sem „sérlega indælli vinnu“. „Við unnum sýninguna mjög hratt, á fimm vikum, og það krafð- ist mikils trausts á báða bóga. Saman skoðuðum við efni sem tengist verkinu, þar á meðal viðtöl við höfundinn og Ragnheiöur Ei- ríksdóttir kynlífsfræðingur útveg- aði okkur alls kyns efni og í leið- inni fengum við viðbótarkynlífs- fræðslu. Samvinnan við leikkon- urnar var mjög skemmtileg. Við hlógum saman og við grétum sam- an. Við urðum afar meðvitaðar og afskaplega miklar konur á þessu æfingatímabili." Sjóðheitt efni í Morgunblaðinu talaði Soflia Auður Birgisdóttir í leikhúsgagn- rýni sinni um magnaða útkomu. Og áhorfendur sýna áhuga og flest bendir til að seljist upp á allar sýningar I maí. Hefur Sigrún Edda einhverja skýringu á þess- um áhuga á píkusögum? „Við heilluðumst af þessu efni og það sama viröist vera að gerast í samfélaginu. Þetta er sjóðandi heitt mnfjöllunarefni, konan í sinni nöktustu mynd í orðsins fyllstu merkingu." Hvernig leið Sigrúnu Eddu á frumsýningu í hinu nýja hlut- verki leikstjóra? „Ég var stress- aðri á þessari frumsýningu sem leikstjóri en ég er á frumsýningu sem leikari í stóru hlutverki. Þeg- ar þú ert að leika geturðu brugðist við stressinu, þú ferð bara á svið og reynir að leika almennilega en leikstjórinn getur ekkert annað gert á frumsýningu en að sitja úti í sal og senda leikurunum góða strauma i þeirri von að þeir taki við þeim. En hvort sem maður er í hlutverki leikstjóra eða leikara vill maður að fólki liki það sem maður hefur lagt sál sína í.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.