Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 18
18
Helgarblað
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001
DV
Angelina Jolie
Hún gengur meö blóösýni úr eigin-
manninum um hálsinn.
Með blóðsýni
um hálsinn
Leikkonan og islandsvinurinn
Angeline Jolie hefur veriö mikið í
fréttum undanfarin misseri, sér-
staklega eftir að hún giftist Billy
Bob Thornton, leikara og furðu-
fugli. Þau hjón hætta aldrei að
ganga fram af pressunni með undar-
legum uppátækjum.
Nú síðast mætti Jolie í mynda-
töku fyrir tímarit og setti þá allt á
annan endann með því að neita að
nota þau föt sem búið var að velja.
Þegar verið var að undirbúa tökurn-
ar sá starfsfólk ör á handleggjum
hennar og hún sagði að hún tíðkaði
það að skera í sig fyrir kynlíf með
eiginmanninum. Þegar hún var beð-
in að taka af sér sérkennilegt gler-
hálsmen sem hún ber alltaf neitaði
hún því og sagðist aldrei taka það
ofan því það innihéldi blóðsýni úr
eiginmanni hennar, Billy Bob
Thornton.
Seiður sumarsins
- tækifæri til að breyta lífsstíl sínum þegar sólin skín
Það endurfæðist allt á vorin. Fræ-
in vakna í moldinni, trén laufgast
að nýju og farfuglarnir baksa enn
einu sinni norður til íslands til þess
eins að verpa. Heimurinn verður
nýr og þess vegna ekki óeðlilegt þótt
vorið fylli okkur hamslausri þrá til
þess að hefja nýtt líf, við viljum líka
varpa af okkur hamnum, skriða úr
híðinu og endurfæðast.
Þegar sólin skín tekur mannlífið
stakkaskiptum og fólk reikar um
strætin með ís i hendi eða situr á
stuttbuxum og hlýrabol á gangstétt-
arkaffihúsum með bjór í glasi. Það
fer í sumarferðir i sumarfötum og
hlustar á sumarsmellina.
Sumarmatur og sólarnesti
Sennilega er það inngróið í okkur
sem búum hérna á hala veraldar-
innar að þegar myrkrið er hvað
svartast og kuldinn mestur viljum
við grúfa okkur yflr feita bringu-
kolla og opnar smjöröskjur. Fyrr á
öldum var feitmeti gríðarlega stór
þáttur í mataræði þjóðarinnar og
við bættum upp lélega kyndingu
með því að éta mör okkur til hita.
I dag þekkja flestir algengar
grænmetistegundir og kunna
nokkurn veginn átið á þeim. Þegar
sólin hækkar á lofti er því rökrétt
að auka neyslu á grænmeti og
ávöxtum. Svalandi melónur í sum-
arhitum og girnilegar gúrkur er
meðal þess sem okkur dreymir um.
Sumrinu íslenska fylgja því miður
auknir vemdartollar á grænmeti en
þá er eftir að vita hvort grænmetis-
hungrið verður sparsemislöngun-
inni yfirsterkara.
Önnur grundvallarbreyting sem
verður á mataræði íslendinga á
sumrin er að grillið er kynt hvenær
sem færi gefst og í kjölfarið eykst
neysla á feitu lambakjöti stórum
skrefum. Þegar það fer saman við
háa grænmetistolla er ekki víst að
sumarið sé tími hollustu eftir allt
saman.
Sumariö er gósentími þeirra sem hafa gaman af beru holdi.
Tækifærin til aö gleöja augun gefast næg í sundlaugunum og víöar.
Sumar á hjóli
Það endurvekur barnið í okkur
að draga fram reiðhjólið fljótlega
eftir að sumarið er komið á alm-
anakinu. Það samræmist einnig
nýjum og heilbrigðum lífsháttum
að fara allra sinna ferða á reið-
hjóli. Málið er að vera á réttu
hjóli, enginn vill láta sjá sig á
DBS-götuhjóli eða einhverju
slíku. Það veröur að vera fjalla-
hjól. Grænmetisæta á hjóli með
hjálm og barn á bakinu. Það er
varla hægt að hugsa sér neitt
meðvitaðra. Fyrir þá áræðnu
koma línuskautar vel til greina
líka. Allt nema bíllinn.
Hallgrimur Helgason
„Kommúnistaleiðtogi“
(Að gefnu tilefni skal
tekið fram að greinin um
Samuel Beckett var upp-
spuni frá rótum.)
Davíð átti tíu ára starfs-
afmæli á mánudaginn og
stjórnmála-kanónur lands-
ins fengu að tjá sig um
störf hans í fortíð og fram-
tíð, kosti hans og galla.
Forsætisráðherrann var
sálgreindur samfleytt í tvo
daga. En stundum verður
greinandinn af greining-
unni greindur.
Davíð er farsæll komm-
únistaleiðtogi sagði Helgi
Hjörvar í Silfri Egils.
í sama þætti djókaði
Mörður með það að Davíð
væri búinn að sitja jafn
lengi og nokkrir farsælir
kommúnistaleiðtogar, og
nefndi Stalín þeirra á með-
al. í kvöldfréttum Stöðvar
tvö sagði Össur Skarphéð-
insson að ríkisstjórnin
stjórnaði landinu með tilskipunum
og terror.
Kommúnistar, Stalin, terror.
Strákar mínir. í hvaða þjóðfélagi
búið þið? Þrír forkólfar Samfylking-
ar líkja farsælum forsætisráðherra
við djöfulinn sjálfan. Og að þeir
skuli sækja samlíkingar sínar í póli-
tískar fornleifar í eigin garði ber
vott um smekkleysi.
Þeir hefðu eins getað sagt: Fas-
ismi, Hitler, Gestapo. Svona orða-
notkun á að vera horfin úr póli-
tískri umræðu. Þjóðin hlustar ekki
á menn sem skjóta svo langt yfir
markið. Hún tekur ekki mark á
slíku offorsi. Henni líður ekki nógu
illa til þess. Hún flnnur ekki á sér
„terrorinn". Skyldi hér liggja skýr-
ingarvottur á fylgisleysi Samfylk-
ingarinnar?
Það eina í sambandi við Davíð og
afmælið sem minnti á kommúnisma
var pistill Hannesar Hólmsteins á
Skjánum síðastliðið mánudags-
kvöld. Kappinn hafði stillt sér upp
fyrir framan Stjórnarráðið og fór
með „við lifum í besta heimi allra
heima“-ræðu um ástandið í borg og
ríki Davíös. Okkur sem heima sát-
um leið eins og við værum að
horfa á norður-kóreska ríkis-
sjónvarpið.
Hannes ætti að vita að að-
eins eitt er verra en sjá menn
stæra sig af eigin verkum í
sjónvarpi og það er að sjá
vini þeirra gera það fyrir þá.
Hannes, slappaðu af. Þið eruð
búnir að ráða þessu landi í
tiu ár og við vitum að þér
flnnst Davíð alveg frábær.
Davíð er nefnilega ágætur.
Hann er ekki fullkominn en
hann er ekki djöfullinn sjálf-
ur. For crying out loud: Hann
er lýðræðislega kjörinn.
Þessi tímamót og ósjálfráð
viðbrögð sammaranna
minntu okkur á pattstöðuna i
íslenskum stjórnmálum. Við
eigum erfitt með að hugsa til
þess að þessir menn komist
til valda. Innst inni finnst
okkur þeir ekki kunna á nýja
Davíðsþjóðfélagið. Það hefur
breyst svo mikið á tíu árum.
ÖU munum við eftir því þeg-
ar Bjarni Ármannsson tók að sér að
kenna Ögmundi Jónassyni á nýja
hagkerfið í Kastljósi fyrir rúmu ári.
Við fengum hroll.
Stjómarandstaðan minnir okkur
á menn sem hafa ekki keypt sér
tölvu síðan 1991 og munu bara gapa
ef kjósendur færa þeim aðgang að
nýjustu power-pésunum og títani-
um-mökkunum.
Innst inni segjum við: „TEN
MORE YEARS!“
AUt þetta var ég að hugsa þar sem
ég stóð á Ingólfstorgi 1. maí. Mig
langaði að sjá alþýðuna. Ég varð
fyrir vonbrigðum. Ég kannaðist við
annan hvern mann þarna. Þetta var
ekki alþýðan. Þetta voru útvarps-
konur, leikstjórar, kvikmyndagerð-
arfólk, blaðamenn, borgarfulltrúar,
háskólakennarar og poppstjörnur.
Fólk sem langar að tilheyra alþýð-
unni en getur það ekki starfs síns
vegna.
Orðið alþýða er úrelt. Hverjir
kallast „alþýða" í dag? Iðnaðar-
mennirnir inní Smaralind með 5000
kall á tímann? Hárgreiðslukonurn-
ar sem fylla flugleiðavélarnar til
Dublin? Bæjarstarfsmennirnir sem
bjóða þriðju eiginkonunni til Krít-
ar? Allt þetta fólk var ekki sjáanlegt
á Ingólfstorgi.
Það lá heima í þynnku að horfa á
vídeó. Hlustaði ekki einu sinni á
Nallann á Rás eitt. Það heldur sjálf-
sagt að Nallinn sé gömul dráttarvél.
Fyrsti maí er ekki úreltur eins og
Mogginn segir. Honum væri best að
þegja á meðan hann kemur ekki út
2. maí. Fyrsti maí er ennþá nauð-
synlegur, þó ekki væri nema tU þess
að hinn pizzu-étandi pöpuU minnt-
ist þess hvað þurfti til að hann gæti
pantað sér kvöldmatinn í gegnum
gemsa.
Áður en samkomunni lauk var
mér rétt dreifibréf: „Rauður fyrsti
maí“.
Hér var auglýst undir rauðum
fána með leturgerð menningarbylt-
ingarinnar.
Helvítis komma-kitschið er enn
ekki horfið. Hvenær ætla „sósíalist-
ar“ að hundskast til þess að brenna
sinn rauða fána? Þó svo að hugsjón-
in sé ennþá falleg og hrein í því
hjarta sem finnur til með litlum
Magna verða þeir að sætta sig við
þá staðreynd að rauðum fána og
orðinu „kommúnsimi" fylgir mikill
farangur. í nafni hans voru 100
milljónir drepnar. Við getum ekki
leyft okkur að brúka þessi orð eins
og hver önnur. Réttast hefði verið af
mér að hringja á lögregluna og láta
handtaka svartklæddu leðurkonuna
sem gekk með rauðan fána inn á
Ingólfstorg þann 1. maí. Ja, slíkt
hefði verið gert ef á honum hefði
staðið svartur hakakross.
Það gladdi mig að sjá þarna fiórar
víetnamskar konur halda á borða til
stuðnings nýbúum. Þar er alþýðan
lifandi komin. Þar hafa verkalýös-
foringjarnir sitt fólk. Fólkið sem
vinnur réttindalaust fyrir smánar-
kaup og býr í ósamþykktu iðnaðar-
húsnæði í Ármúla og Síðumúla og
reynir að skúra sér leið inn í þetta
litla lokaða samfélag. Þær voru
þarna fiórar.
Ég efast hinsvegar um að þær
myndu hlusta mjög lengi á menn
sem kalla forsætisráðherrann okkar
„kommúnistaleiðtoga". Þetta fólk
veit hvað kommúnismi er. Þess
vegna er það hér.
Hallgrímur
Hetgason
skrifar