Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Page 19
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 DV 19 Helgarblað Sumarfötin fínu Þrátt fyrir aðvaranir húðlækna um óhollustu sólbaða er inngróið í okkur hungur í sól eftir dimman vet- ur. Við tökum D-vítamín gegnum húðina frá sólinni og hörund okkar er eins og ljósþyrst laufbllöð sem teygja sig á móti sólu. Sólin á helst að skína á bert hold og þá hentar langerma vetrarfatnaður, húfur og vettlingar illa. Sumarklæðnaður er léttur, þunnur og gegnsær og hefur það að markmiði að sýna eins mikið af beru holdi og hægt er. Stundum, þegar blöðrubólga og nefrennsli ná yfirhöndinni, verða menn að lúta i lægra haldi fyrir íslensku veðri og draga á sig föðurlandið á ný. En hér gildir að gefast ekki upp þótt móti blási og striplast eins mikið og kost- ur er. Sumarástin sæta Vorið er tími losta og lifslöngunar. Hold okkar brumar eins og rifsberja- runni og sumarkoman því rétti tim- inn til umskipta á því sviði eins og öðrum. Nú er rétt að varpa vetrarást- inni fyrir róða, senda dúðaðar bjarn- artýpur lönd og leið og ieggja lag sitt við allt í hlýrabolum og stuttbuxum. Sumarið er rétti tíminn fyrir langar gönguferðir með ástinni sinni í fuglaskoðun, fjörulall og fjallgöngur. Það er gott að svitna saman og ekk- ert jafnast á við að vera ástfangin á vorin. Hér er rétt að rifja upp að ekkert vekur eins upp í fólki villidýrið eins og hamslaust kynlíf úti í guðsgrænni náttúrunni. Um leið og jörðin þornar og skógurinn laufgast gefst gnótt vandaðra felustaða vilji elskendur bregða sér afsíðis um stund en sum- ir vilja gjarnan láta sjást og heyrast hvað þeir aðhafast í laufskjóli leyna og ekkert við því að segja. Óhamið kynlíf á almannafæri fer í bága við hegningarlögin og kynlíf í trjám get- ur verið beinlínis hættulegt svo ef- Mannlífið tekur stakkaskiptum þegar sólin skín. Reykjavík breytist úr nepjulegri og mannlausri borg í letilega suöræna heimsborg. laust ér meðalhófið best í þessum efnum. Sumar tómstundir Það segir sig sjálft að sumarið krefst annarra tómstunda en vetur- inn og annarra áhugamála. Nú snýst lífið ekki um sjónvarpsgláp og langvarandi bóklestur samanhring- aður í stól eða djúpu sófahorni. Ónei. Nú er það skokk, fuglaskoðun og úti- vera sem eiga hug okkar allan, að ógleymdum sundferðum og sólböð- um þar sem letingjar geta flatmagað dægrin löng og talið sér trú um að þeir stundi útivist og hreyflngu. Sumarið er að sjálfsögðu gósentími þeirra sem haldnir eru gægjufíkn af öllu tagi. Þeir laumast um garða og gangstíga á grænum svæðum skimandi og hvimandi í von um að sjá fáklætt fólk í láréttri stöðu sem taldi sig óhult í skjóli sinnar eignarlóðar. Hér kemur sterkur sjón- auki að góðum notum við að skyggna svalir nærliggjandi húsa en þar er fólk ekki alltaf vart um sig. Sundlaugarnar þar sem frakkar stúlkur þera brjóst sín á pöllunum eru kjörlendi margra. Sumarið á þannig sinar óeðli- legu skuggahliðar og auknar hjól- reiðar laða fram úr fylgsnum sín- um þá sem finnst eftirsóknarvert að þefa af reiðhjólahnökkum og má oft sjá þá við þéttskipaða reiðhjóla- rekka sundlauganna hálfbogna við iðju sína en þetta mun þó afar fá- títt. Suntar skemmtanir Á sumrin skemmtir fólk sér með öðrum hætti en á vetrum. Á vetumar sitja menn á skuggsælum krám i reykjarsvælu eða hrista sig við blikk- andi ljós í þéttum daun af hárgeli og svita. Á sumrin sitja með með rauð- vín og bjór við grillið á almennings- tjaldstæðum og syngja angurværa rútusöngva þangað til kvöldsvæfir þýskir túristar sussa á þá. Útihátíðir eru skemmtanir sumarsins og margir eiga hugljúfar en þokukenndar minn- ingar um landabrúsa, spænska sól- hatta og tjaldkynlif. Af þessari upptalningu má ráða að það eru sannarlega fjölmörg tæki- færi til þess að tileinka sér aðra og skemmtilegri lifsgætti á sumrin en á veturna og engin ástæða til þess að láta sitt eftir liggja í þeim efnum. -PÁÁ Greiða verður farseðil við bókun. Síðasta brottför frá Islandi 24. maí; síðasti heimkomudagur 31. maí. Lágmarksdvöl: Aðfaranótt sunnudags. Enginn barnaafsláttur. Tveir verða að ferðast saman fram og til baka. Þessar ferðir gefa ekki Vildarpunkta. * Innifalið: flugfargjald og flugvallarskattar. Takmarkað sætaframboð Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða í fjarsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100 (svarað mánud.-föstud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnud. frá kl. 10-16). í vorið fyrir vestan á frábærum kjörum Halifax ni sölu frá 7. til 15. maí Ift ( A á mann með Verð 1 i W W flugvallarsköttum Ferðatímabil frá 7. til 31. maí ICELANDAIR www.icelandair.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.