Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Side 22
22
Helgarblað
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001
!DV
Fyrirmyndareiginkona setti auglýsingu í bæjarblaðið:
Öll tilboð
koma til
greina
Öllum í svefnbænum
Maldon í austurhluta Eng-
lands leist vel á frú Jos-
ephine BackshaU sem var 39
ára aðlaðandi þriggja bama
móðir og hamingjusamlega
gift. Hún var talin fyrir-
myndareiginkona, móðir og
vinur. Hún var í húsmæðra-
félaginu í bænum og söng í
kirkjukórnum. Hún var hin
dæmigerða enska miðstétt-
areiginkona sem lifði
flekklausu lífi er átti sinn
þátt í því hversu bamaleg
og auðtrúa hún var.
Hvemig er annars hægt
að útskýra að hún skyldi
haustið 1974 setja auglýs-
ingu í bæjarblaðið með
orðalagi sem lögreglan
sagði „að myndi vekja at-
hygli allra kynóðra manna í
mílu fjarlægð".
Josephine Backshall
hafði hins vegar ekkert
sóðalegt í huga þegar hún
sótti um hlutastarf til að
drýgja tekjur fjölskyldunn-
ar. Hún vonaðist eftir að fá
einhvers konar skrifstofuvinnu en
út úr auglýsingu hennar mátti
lesa allt annað. í henni stóð: Kona
nálægt fertugu óskar eftir hluta-
starfi. Hefur eigin bíl til umráöa.
Öll tilboð koma til greina.“ Síma-
númer fjölskyldunnar var gefið
upp í auglýsingunni.
Fyrir aldarfjórðungi þóttu slík-
ar auglýsingar gefá ákveðið í
skyn. Litið var á þær sem tilboð
um kynlíf gegn þóknun. En þaö
var allt annað en Josephine
Backshall hafði haft í huga.
Dularfullur maður í heim-
sókn
Josephine fékk svar við auglýs-
ingu sinni. Dularfullur maður
kom í heimsókn til hennar og fal-
aðist eftir henni í prufumynda-
töku fyrir vörulista með snyrti-
vöruauglýsingum. Maöurinn, sem
kvaðst vera atvinnuljósmyndari,
náði samkomulagi við Josephine
um að mynda hana í bænum Wit-
ham í Essex. Hún ók af stað til
myndatökunnar í rauðu Ford
Cortina bifreiðinni sinni. Jos-
ephine sást ekki á lífi eftir það.
Aldarfjóröungi síðar er hvarf
hennar enn óleyst gáta. Yfir 25
þúsund manns hafa verið yfir-
heyrð vegna málsins en lögreglan
hefur engan grunaðan fundið.
Lögreglan heldur málinu enn
opnu en viðurkennir að rannsókn
hennar hefur hvorki leitt hana á
slóð dularfulla ljósmyndarans né
neins annars.
Sérstæð sakamál
Þegar ljósmyndarinn heimsótti
Josephine var eiginmaður henn-
ar, Mike Backshall, í vinnunni
sinni. Er hann kom heim sagði
eiginkonan honum að hún gæti
þénaö 100 pund yfir daginn með
því að sitja fyrir vegna snyrti-
vöruauglýsinga. Myndatakan ætti
að fara fram daginn eftir i Whit-
man.
Kom ekki heim frá prufu-
myndatökunni
Um morguninn kyssti Jos-
ephine manninn sinn í kveðju-
skyni og sagði að hún kæmi heim
um kvöldið. Hún talaði um að þau
skyldu ef til vill halda upp á nýja
starfið hennar með því
að fara á veitingastað
þegar hún kæmi heim.
En hún kom ekki aftur
heim. Hún hafði verið
horfin í þrjá daga þegar
lík hennar fannst í lítilli
tjörn nálægt fjölfornum
vegi. Hún hafði verið
bundin á höndum og
kyrkt. En henni hafði
ekki verið misþyrmt kyn-
ferðislega og hún hafði
ekki verið rænd. Ástæð-
an fyrir morðinu er enn
óljós.
Yfir 40 lögreglumenn
tóku þátt í rannsókninni
og fyrstu þrjá mánuðina
voru yfir 10 þúsund
manns yfirheyrðir. Lög-
reglan leitaði manns sem
hét annaðhvort Dave eða
David og bar eftimafnið
Thompson eða Johnson.
Vinum Josephine þótti
hún hafa sagt eitthvað
þessu líkt þegar hún
greindi frá nafni manns-
ins sem hún ætlaði til
fundar við vegna fyrirsætustarfs-
ins.
Rannsökuð vom nokkur þús-
und bílnúmer í leit að bifreiö
morðingjans sem talin var geta
verið blá Fordbifreið. Slík bifreiö
hafði sést á leiðinni frá Fountin
kránni í bænum Good Easter í
Essex þar sem Josephine hafði
verið með morðingja sínum.
Paul Foster, 14 ára piltur, hafði
tekið eftir bílnum þar sem hann
var alveg eins og bíll foður hans.
Paul Foster taldi sig einnig hafa
séð háan, dökkhærðan mann við
stýri Fordbifreiðarinnar og við
hlið hans dökkhærða konu. Bíln-
um hafði verið ekið í áttina að
Maldon. Hann fannst aldrei þrátt
fyrir leit lögreglunnar.
Síðasta máltíðin var Kína-
matur
Lögreglam komst að þeirri nið-
urstöðu að Josephine Backshall
og fylgdarmaður hennar hefðu
verið á Fountain-kránni um hálfri
klukkustund eftir að hún fór að
heiman. Talið var að þau hefðu
því næst snætt saman á kínversk-
um veitingastað. Krufning á líki
Josephine leiddi það í ljós.
Samkvæmt frásögn annars vitn-
is var fylgdarmaður Josephine
mjög hávaxinn, svo hávaxinn að
höfuð hans bar við röð af bjórglös-
um sem héngu yfir barborðinu.
En sjónarvotturinn hafði ekki séð
andlit mannsins. Josephine
Backshall hafði setið við horn-
borð. Þegar maðurinn kom til
hennar með tvö bjórglös tóku þau
upp létt hjal, að þvi er virtist.
Vikurnar liðu án nokkurs ár-
angurs í rannsókninni. Eina
mögulega slóðin var snyrti-
vöruprufa sem athugul lögregiu-
kona sá á snyrtiborði hinnar
myrtu. Varan var af sjaldgæfri
tegund, innfluttri frá Frakklandi.
Ef til vill taldi Josephine Backs-
hall að hún ætti að auglýsa þessa
vörutegund. En innflytjandinn
þekkti ekki til neins lausa-
mennskuljósmyndara þannig að
Heimili Josephine
Ókunnugur maður kom til húss Backshallfjölskyldunnar og bauð
húsfreyjunni fyrirsætustarf fyrir snyrtivörufyrirtæki.
Josephine Backshall
Josephine var fyrirmyndarhúsmóðir sem vildi teggja sitt af mörkum til
heimilishaldsins. Auglýsing hennar i bæjarblaðinu leiddi til undarlegrar
atbúröarásar.
„Josephine fékk svar
við auglýsingu sinni.
Dularfullur maður
kom í heimsókn til
hennar og falaöist
eftir henni í prufu-
myndatöku fyrir vöru-
lista með snyrtivöru-
auglýsingum. Maöur-
inn, sem kvaðst vera
atvinnuljósmyndari,
náði samkomulagi við
Josephine um að
mynda hana í bænum
Witham í Essex."
þessi slóð leiddi ekkert.
Mike Backshall kvaðst hafa ver-
ið mótfallinn því að eiginkona
hans leitaði sér að starfi. Henni
hefði hins vegar verið umhugað
um að leggja sitt af mörkum til
heimilishaldsins. Þegar „ljós-
myndarinn" heföi hringt hefði
hann virkað eins og einhver
skýjaglópur og hann hefði eigin-
lega haldið að ekkert yrði af
þessu. En konan hans hefði full-
vissað hann um að þetta væri al-
vöruljósmyndari og að hún myndi
gæta sín.
Eiginmaðurinn iðraðist
hræðilega
„Hún var mjög spennt fyrir
starfinu og horfunum á að þéna
100 pund fyrir að sitja fyrir vegna
nokkurra mynda," sagði Mike
Backshall. „Ég iðraðst þess hræði-
lega að ég skyldi ekki spyma við
og banna Josephine að taka þetta
starf að sér. Það var jú það sem
mig langaði mest til að gera,“
greindi eiginmaðurinn frá.
Það er enn hulin ráðgáta hvað
kom fyrir Josephine Backshall.
Hvers vegna var hún kyrkt þegar
hún haföi hvorki orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi né verið rænd?
Og hvemig gat morðingi hennar
horfið sporlaust eins og hann
heföi leyst upp?
Það var starfsmaöur símafyrir-
tæis, sepi var að leggja kapla við
bæinn Bury Green á milli Essex
og Hertford, sem fann lík Jos-
ephine. För eftir hjólbarða voru á
staðnum en rannsókn á þeim
leiddi ekkert í ljós.
Lögreglan viðúrkennir að henni
hafi ekkert orðið ágengt en bendir
á að málinu sé enn haldið opnu.
Hús mannvonskunnar
Katrin misþyrmdi börnuiti sínum eftir lát
eiginmannsins.