Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 25
25 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað Borgum 50 þúsund krón- ur á mann Álfurinn sem verið er að selja um þessar mundir fyrir SÁÁ er lítil vera en að sögn Þórarins býsna mikilvæg. SÁÁ veltir að jafnaði um 500 milljónum árlega og þar af er framlag ríkisins 341 milljón á síðasta ári og sjálfsafla- fé rúmar 100 milljónir. SÁÁ aflar fjár með margvíslegum hætti, bæði með sölu, greiðslu áskrift- argjalda eða félagsgjalda og sér- stökum herferðum í símasölu. Einnig hefur félagið tekjur af greiðslu daggjalda og rekstri spilakassa. „Ríkið sker sín framlög við nögl og við reiðum okkur alltaf mikið á þetta sjálfsaflafé. Það hefur verið reiknað þannig út að samtökin sjálf leggja til 50 þús- und krónur með hverjum ein- staklingi sem fer í meðferð hjá okkur,“ segir Þórarinn. Stöndugt félag SÁÁ er stöndugt félag sem á miklar húseignir, bæði á Vogi, á Staðarfelli í Dölum og við Eski- hlíð, Miklubraut og Síðumúla. Þetta er húsnæði sem hýsir skrifstofur, meðferðarheimili og sambýli og að sögn Þórarins eru eignir félagsins metnar á um 450 milljónir en skuldir eru að hans sögn allverulegar. „Við hófum starf okkar 1977 á Silungapolli en starfsemin flutt- ist á Vog árið 1983. Okkur var gert kleift að eignast þessi hús með velvilja og bjartsýni vel- gjörðarmanna okkar og að sjálf- söðgu með tilstyrk þjóðarinnar sem lét mikið fé af hendi rakna.“ Ertu einvaldur? Á síðasta ári létu nokkrir við- skiptavinir stofnunarinnar í ljósi harðorða gagnrýni á starf- semi SÁÁ, nánar tiltekið störf Þórarins sem sagður var sitja allt í kringum borðið þegar starf- semi SÁÁ er annars vegar. Það helgast fyrst og fremst af því að hann er bæði stjórnarformaður félagsins sem á allar eignir SÁÁ og jafnframt yfirlæknir allrar starfseminnar. Ertu alger ein- valdur í SÁÁ, Þórarinn? „Ég hef verið persónugerður fyrir þessa stofnun og ekkert í sjálfu sér um það að segja. Öll gagnrýni er réttmæt og ég hef vissulega mikla ábyrgð en ég nýt jafnframt trausts stjórnar og að- alfundar þess félags sem stendur að þessari starfsemi. Ég hef mik- ið aðhald og legg árlega allan rekstur hér og störf mín í dóm aðalfundar. Um leið og ég missi traust þessara aðila verð ég sett- ur af. Svo einfalt er það nú,“ seg- ir Þórarinn og virðist vera hinn rólegasti yfir þessu öllu saman. Ekki á færi leikmanna - Sú gagnrýni hefur einnig heyrst að SÁÁ mæti ekki nægi- lega þörfum ungra fíkla sem koma í meðferð þar vegna ann- arra efna en áfengis. Þetta hefur verið orðað þannig að þegar am- fetamínfíklar undir lögaldri koma inn á Vog þá eru einu sér- fræðingarnir sem tala við þá sex- tugar fyllibyttur og þaðan af eldri. Eruð þið ekki í takt við tímann, Þórarinn? „Þetta sjónarmið finnst mér ekki alveg réttmætt. Það sem við erum að fást við hér er heilasjúk- dómur og við tökum á móti ungu fólki á sérstakri deild þar sem starfa sálfræðingar og geðlæknar sem standa framarlega í sinni grein og við leggjum allt kapp á að ráða alltaf besta fáanlega fólk í ráðgjöf. Það er mikill misskiln- ingur að halda að fíkn eins og þessi verði best læknuð af leik- mönnum sem sjálfir hafa reynt Sölubörn og endur- reistir fíklar fara eins og maurar um samfé- lagið og bjóða okkur að kaupa loðna krútt- lega álfa til þess að næla í barminn eða stilla upp á ísskápinn eða tölvuna og minna okkur þannig á það að við erum góð þegar öllu er á botninn hvolft. Við styrktum SÁÁ og keyptum álf. hana. Okkar reynsla er þvert á móti sú að það unga fólk sem leitar hingað vill ræða sín mál í einkaviðtölum við reynda og þroskaða einstaklinga sem hafa fagmenntun og skilning á vanda þeirra. Það sækist ekkert sér- staklega eftir samneyti við aðra fíkla á sama aldri heldur sækir i einstaklingsmeðferð hjá sérfræð- ingum," segir Þórarinn. Er Þórarinn Sísyfos? - Þegar haft er í huga hve hátt hlutfall sjúklinga á Vogi kemur þangað aftur og aftur rifjast upp sagan af Sísyfosi úr grísku goða- fræðinni. Hann var dæmdur til þess að velta stórum steini upp bratta fjallshlíð og missa hann jafnharðan niður aftur þegar nálgaðist brún og heldur svo áfram um eilífö. Er það ekki hálfgert Sísyfosarverk að venja fólk af brennivíni og dópi? „Það er ljóst að þetta vanda- mál verður aldrei upprætt með öllu úr okkar þjóðfélagi. Til þess að losna við það þyrfti að búa til samfélag sem trúlega fæst okkar myndu vilja búa í. Fíkn er í sjálfu sér ekkert frábrugðin öðr- um krónískum sjúkdómum að því leyti að suma tekst að lækna nær alveg, aðrir ná góöum bata tímabundið meðan enn aðrir eru stöðugt veikir. Hér er rétt að hafa í huga önnur áhrif og þær fornvarnir sem fíkniefnameðferð felur í sér. Fíklar breiða út erf- iða og hættulega sjúkdóma eins og lifrarbólgu C og berkla. Örvandi vímuefni tengjast mjög ofbeldisglæpum og öðrum afbrot- um. Þess vegna felst mikill sparnaður fyrir samfélagiö i allri meðferð sem dregur úr neyslu vimuefna af öllu tagi. Við erum að vinna þarft en að sumu leyti misskilið verk því þegar þarf að skera niður ríkisútgjöld þá fer hnífurinn alltaf fyrst á starfsemi eins og okkar og aðra atferlis- meðferð. Þessum hugsunarhætti þarf að breyta." Að þeim orðum töluöum hverf- ur Þórarinn aftur til starfa sinna á akrinum þar sem hann reytir illgresið úr sálum fíklanna eins og hann hefur gert í bráðum 22 ár. Starfið er óþrjótandi og akur- inn stækkar alltaf. UTSDLUNNI LÝKURá mánudag Rúm Fyrqruppen,Therese ÁN DÝNU, 90X2DD, KRÓM VEIRO Mikið úrval afliítaðri furu á mjög góðu verði. hans FURA ÁN DÝNU VEZRO Rúm Lebaflex, mod. 213 HVÍTT, 1 60X200 ÁN DÝNU 6 sceta homsófi LEOUR Á SLITFLÖTUM ve:rð 2ja sceta sófar ÁKLÆOI VER O CSEM Stórir skápar frá Kína VER Ð mán. - fös. 10:00 - 18:00 * laugard. 11:00 -16:00 • sunnud. 13:00 -16:00 10% afsláttur gegn staðgreiðslu af þeim vörum sem ekki eru á útsölunni. TM - HÚSGÖGN SíSumúla 30 - Sími 568 6822 — œvintýri likust Glæsileg vélhjólasýning um helgina Laugardagur 10-17 Sunnudagur 13-17 Nýtl símanúmer:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.