Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Síða 27
27 LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað KTM KTM-mótorhjólin eru vel fallin til leiks og keppni og eru fáanleg með tvígengis- og íjórgengis- vélum. Ein- ar Sigurðsson, íslandsmeistari í enduro 1999 & 2000 keppir í ár á KTM 520 EXC-hjóli sem er 112 kg og búið rafstarti og 6 gíra gírkassa, vél- in er fjórgengisvél en þetta hjól er einnig fáanlegt sem KTM 400 EXC. Viggó Viggósson, íslandsmeistari i motocross 2000, keppir á KTM 380 SX / EXC í sumar en hjólið er tví- gengis og mun léttara en fjórgengis- hjólin eða 103 kg. Hjólið er búið 5 gíra gírkassa, þetta hjól er einnig fá- anlegt sem 250 og 300. KTM-hjólin hafa verið í fremstu röð hvað varð- ar nýjungar en allar gerðir KTM eru búnar vökvakúplingu í stað barka og afturfjöðrun er án „links“ sem sparar þyngd og auðveldar við- hald. Árið 2000 var besta ár KTM hjólaframleiðandans en þeir unnu 5 af 8 heimsmeistaratitlum og 5 fyrstu hjólin í erfiðustu mótorhjólakeppni heims, Paris-Dakar-rallinu, voru frá KTM. Umboðsaðili hjólanna er KTM ís- land ehf. sem einnig rekur verslun- ina Moto sem sérhæfir sig í búnaði fyrir enduro- og motocross-áhuga- menn og er til húsa í Nethyl 1 Reykjavik. Honda HONDA XR-650 R1 - hjólið sem uppfyllir allar óskir í einum pakka! XR-650R1 er algerleg nýtt og end- urhannað hjól sem byggt er á grunni XR-600R hjólsins sem búið er að vera á markaðnum í mörg ár. Vélin er 4ra ventla, vatnskæld og er einstaklega þýð. Hún er úr áli og skilar 61,5 hestafli. Stellið og helstu hlutar hjólsins eru einnig úr létt- málmum til að lágmarka eigin þyngd hjólsins sem er aðeins 122 kg. Fjöðrunin að framan og aftan eru stillanlegir 46mm/4mm Kayaba demparar. Hvernig sem aðstæðum- ar eru þá biður fjöðrunin upp á ein- staka aksturseiginleika. Honda XR- 650R1 er til á lager. Umboðsaðili Honda er Bernhard ehf. í Vatnagörðum 24. Sími 520 1100. Einnig má nálgast frekari upplýs- ingar um XR-linuna og önnur Honda-hjól á www.honda.com. Einnig má finna samanburðarpróf á www.cycelworld.com. „Stefni á að halda titlinum“ - segir Einar Sigurðsson, íslandsmeistari í enduro Einar Sigurðsson er íslands- meistari i enduro og hefur verið það sl. tvö ár. Við tókum hús á Einari til þess að heyra hvað hann er að bralla þessa dagana. Nú varðst þú íslandsmeistari í fyrra, Þurftir þú ekki að hafa tölu- vert fyrir titlinum? „Nei, nei, þessir guttar áttu ekki séns. Að öllu gríni slepptu þá var smáheppni yfir þessu hjá mér í fyrra þegar Viggó, helsti keppi- nautur minn, datt út vegna bilun- ar, þó að ég hefði unniö hann hvort sem var.“ Hvernig undirbýrð þú þig fyrir keppnistímabilið? „Ég stunda iscross mikið á vet- urna og held mér þannig í formi. Svo þegar fer að vora þá reyni ég að hjóla 4-5 sinnum í viku. Ég er litið fyrir að pumpa i líkamsrækt- arstöðvum eins og sumir hamast við allan veturinn." Nú hefur þú farið til útlanda að keppa, hvernig gekk það? „Já, ég fór til Englands i fyrra, nánar tútekið til Wales í þriggja daga enduro-keppni. í upphafi keppninnar gekk mér mjög vel og var í öðru sæti í mínum flokki. En svo sprengdi ég á öðrum degi og má segja að ég hafi ekki átt mögu- leika eftir það því keppnin er svo svakalega jöfn. Ég endaði svo ein- hvers staðar i kringum hundrað- asta sætið, sem er nú ekki viðsætt- anlegur árangur, því ég veit að ég get gert betur. Það er líka fullt af strákum hérna heima sem ættu að prufa þetta því þeir eiga fullt er- indi þarna út og þetta er frábær reynsla.“ Eins og í formúlunni Nú þegar nokkrir dagar eru í fyrstu íslandsmeistarkeppni, er þá ekki kominn fiðringur í menn? „Jú, jú, enda erum við búnir að æfa grimmt í allan vetur og KTM- liðið, sem ég keppi í, er meira að segja búið að æfa allt skipulag fyr- ir næstu keppni þannig að ekkert klikki. Því það er mjög mikilvægt að allt gangi fumlaust fyrir sig þegar keppendur koma inn á pitt- svæðið þar sem þeir fá bensín á hjólin og kannski smá vatnssopa og ný gleraugu. Þetta er ósköp svipað og í formúlunni þegar menn koma þar í viðgerðarhlé." Er það ekki rétt að þú eigir tvö hjól sem þú notar til skiptis? „Jú, það er rétt, ég á KTM 520cc og 400cc. Stærra hjólið ætla ég að nota í enduro-keppnunum en 400 hjólið í motocrossið. Ég æfi mig þó mun meira á minna hjólinu." Er þetta ekki orðin algjör bilun að eiga tvö hjól. Hvað kostar svona pakki? „Nýtt hjól kostar hátt í 800 þús- und og galli og fylgihlutir hátt í 200 þúsund þannig að það eru miklir peningar í spilinu. En ef maður ætlar að vera með á fullum dampi þá er þetta kostnaðurinn þó að flestir láti sér nægja eitt hjól.“ Hvað heldur þú með komandi keppnisár. Verður þú íslands- meistari þriðja árið í röð eða sérðu einhverja sem get veitt þér einhverja keppni? „Að sjálfsögðu stefni ég á að halda titlinum en félagar mínir í KTM-liðinu verða grimmir og má búast við að Viggó mæti dýrvit- laus eftir ófarirnar i fyrra. Svo má ekki gleyma Gumma og Helga Val. Svo gætu einhverjir af þessum gömlu hundum, eins og Reynir, Raggi eða Gussi Froða, komið á óvart.“ Vantar fræðslu og svæði Nú hefur gríðarleg aukning ver- ið í sportinu, er þetta ekki frábær þróun sem hefur átt sér stað? „Jú, að sjálfsögðu er gaman að sjá hve margir eru farnir að stunda þessa íþrótt. En það eru líka ókostir við þetta eins og ann- að. Þeir sem eru að byrja í sport- inu og eru kannski búnir að eyða aleigunni í hjól freistast kannski tB þess að aka um á númerslaus- um hjólum þar sem tryggingarnar eru svo svimandi háar á mótor- hjólum í dag. Svo eru alltaf svart- ir sauðir innan um sem eru að aka utan vega, aðallega vegna þess að þá skortir smáfræðslu um sportið. En á meðan ekkert viðukennt svæði er til þá verður þetta svona.“ Er eitthvaö að lokum sem þú vilt segja við þá sem eru að byrja i sportinu? „Já, ég vil hvetja þá til þess að sýna hestamönnum og öðru útivi- starfólki tillitssemi og aka ekki á þeim svæðum þar sem hætta er á gróðurskemmdum. Svo er mjög gott að ganga í VÍK til þess að vera í sambandi við aðra hjólamenn. Það er hægt á vefnum á heimasíðu klúbbsins, motocross.is." -MS KSm. ?3r75j KOMIÐ! M'IO.Vil im’RL'EGHUWI'RJ.aJL'lil. K€BQN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.