Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2001, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 DV Tilvera 59 Lög eftir Paul Simon æfö Stefán HHmarsson og Eyjólfur Kristjánsson bregöa sér í hlutverk Pauls Simons og Arts Garfunkels á tvennum tónleikum í dag. Tvennir tónleikar til heiðurs Simon & Garfunkel í kvöld í Borgarleikhúsinu Lög sem enginn gleymir í kvöld verða haidnir stórtónleikar í Borgarleikhúsinu. Þar verður leikin tónlist eftir bandaríska tónlistar- manninn Paul Simon. Einkum verður lögð áhersla á lög sem hann gerði þekkt í félagi við Art Garfunkel á sjö- unda og áttunda áratugnum. Lögum af sólóplötum Simons verða einnig gerð góð skil. Paul Simon hefur verið talinn til helstu lagasmiða tuttugustu aldarinnar og er jafnan skipað á bekk með Lennon&McCartney, Bob Dylan og Burt Bacharach, svo einhverjir séu nefndir. Þó óhætt sé að slá því föstu að flestir þekki lög eins og Bridge over troubled water og Mrs. Robin- son, má segja að tónlist Simons hafi ekki verið mikið hampað hérlendis seinni- árin, hverju sem um er að kenna. Það er því vel tímabært að gera henni skil á veglegan hátt. Tónleikarnir eru hugarfóstur Stef- áns Hilmarssonar og Eyjólfs Krist- jánssonar sem annað slagið hafa kom- ið saman og flutt lög Simons, sér til ánægju og yndisauka, Þeir félagar eru kjölfestan í 12 manna hljómsveit sem annars er skipuð þeim Ástvaldi Traustasyni pianóleikara, Guðmundi Péturssyni gítarleikara, Friðriki Sturlusyni bassaleikara, Jóhanni Hjörleifssyni trommuleikara, Birgi Nielsen slagverksleikara, Einari Jóns- syni trompetleikara og saxófónleikur- unum Jóel Pálssyni og Sigurði Flosa- syni. Um bakraddasöng sjá þær Guð- rún Gunnarsdóttir og Berglind Björk Jónasdóttir, en sú síðarnefnda leikur einnig á skeiðar. Tónleikarnir eru eins og áður sagði i kvöld og hefjast kl. 20 og 22.30 10EWE. 3JA a: fH{j Þótt þab sé slökkt á því, er horft á þaö LOEWE hefur verið einn virtasti sjónvarpstækja- framleiðandi Þýskalands frá árinu 1923. Tækin samanstanda af því besta úr öllum áttum, hljóð, mynd og umgjörðin sjálf endurspegla það, að ekki sé talað um endinguna. Fyrir vikið erum við hvergi smeyk að bjóða þriggja ára ábyrgð á þessari gæðavöru, ekki bara á myndlampa, heldur á öllu tækinu. LOEWE er stofuprýði sem er unun að horfa, jafnvel þótt það sé slökkt á því. Planus 29'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.