Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 Fréttir I>V Samkeppnisstofnun telur smásöluverslun eiga sök á verðhækkunum: Þetta er ræn- ingjaþjóðfélag - segir Halldór Björnsson, formaður Eflingar, og telur samninga í mikilli hættu Halldór Björnsson. Ræningja þjóöfélag. Stefán Guöjónsson. Ekki geröir heildsalanna. Siguröur Jónsson. Versnandi af- koma smásölu. „Við erum orðnir skelfingu lostnir yfir þessari þróun í efnahagsmálun- um. Við erum nýbúnir að ganga frá samningum til eins árs og þá kemur kollsteypa hækkana í kjölfarið. Mér finnst við lifa í ræningjaþjóðfélagi. Menn nota hvert tækifæri til að draga úr hagstæðu verði til almenn- ings en hirða peningana sjálfir," sagði Halldór Bjömsson, formaður Eflingar, í samtali við DV í gær um skýrslu Samkeppnisstofnunar sem nú skekur íslenska verslun. Halldór segir að hækkun krón- unnar á sínum tima hefði átt að þýða að innflutt vara lækkaði en kaupmenn hefðu hirt mismuninn í stað þess að leyfa neytendum að njóta betri kjara. Síðan fullyrði for- maður kaupmanna að álagningin hafi ekki hækkað. Svo kemur frétt frá Kaupási sem sé innan samtaka verslunarinnar um að þeir hafi hækkað álagninguna. „Þessi menn nota hvert tækifæri til að ræna frá almenningi rétt- látum lækkunum á vörum. Þetta hefur forsætisráðherr- ann í raun sagt þótt hann hafi orðað þetta öðruvísi," sagði Halldór Björnsson. Halldór segir það alveg klárt að búið sé að taka til baka stóran hluta af kjara- bótum sem samið var um í vetur. „Það er þessi gífur- lega hækkun á bensíni og ýmsum vörum. Þetta er kostulegt þjóðfélag sem við búum í. Nú skilst manni að verð- bólgan sé á hraðri uppleið og verði mun meiri en Seðlabankinn hefur spáð. Samningarnir eru auðvitað í mikilli hættu,“ sagði Halldór Björnsson. Kjarasamningar verða skoðaðir í febrúar á næsta ári. Samkeppnisstofnun kannar nú smásöluverslunina með tilliti til aukinnar álagningar í kjölfar sam- runa en þrjár verslunarkeðjur selja landsmönnum megnið af lífsbjörg- inni, Baugur, Kaupás og Samkaup- Matbær (Nettó, Úrval, Strax). Öll starfa fyrirtækin innan SVÞ - Sam- taka verslunar og þjónustu. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri SVÞ, hafnaði því að um væri að ræða græðgi smásöluverslunar- innar eða að hún hækkaði verð í skjóli fákeppni. „Það er höfuðskylda verslunareigenda að skila rekstrin- um réttu megin við strikið. Vegna mikilla kostnaðarhækk- ana að undanförnu verða kaup- menn að afla meiri tekna. Stað- reyndin er að afkoma smásölu- verslunar hefur stórversnað frá 1999. Á sama tíma má sjá að stærstu heildverslanirnar eru með mun meiri framlegð. Heildsalar höfðu borð fyrir báru, afkoma þeirra var mun betri og þeir gátu tekið á sig kostnaðarhækkanir, en það höfðu smásalar ekki,“ sagði Sig- urður Jónsson í gær. „Samkeppnisstofnun hefur bent á að við áttum enga sök á þessum verðhækkunum á tímabilinu 1999 til 2000, þvert á ásakanir í okkar garð. Auðvitað léttir okkur þegar hið rétta er leitt í ljós. Skýrslan sýn- ir að sökin er ekki innflutningsfyr- irtækja," sagði Stefán Guðjónsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, í gærkvöld. -JBP Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélagsins: Hugsanlega lög á sjómannadeiluna - stjórnmálamenn segja tímann knappan „Það er skelfilegt að mennirnir skuli ekki koma sér saman. Þeir hafa kvartað yfir því að stjómvöld séu alltaf að skipta sér af verkföllum sjó- manna en það gerum við ekki nú. Nú er sjómannadeilan orðin hálfum mán- uði lengri en lengsta deila í þeirra röðum síðustu tvo áratugina," sagði Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra. Ámi var spurður hvort rétt væri að forsætisráðherra hefði látið þau orð falla að ríkisstjórnin mundi aldrei setja lög á verkfallið. Hann sagði að það væri rangt. „En menn ættu að skilja að það er deiluaðilanna að leysa deiluna en ekki stjómvalda, það að setja niður deilu með lögum er ekki lausn,“ sagöi Árni. Ráðherrann sagði ljóst að þjóðfélagið tapaði mikl- um fjármunum á deilunni. Markaðir okkar yrðu fyrir miklum skaða, sem og útgerðarfélög, fiskvinnslan og launþegar um allt land. „Stjórnmálamenn hafa sagt að við höfum ekki ótakmarkaðan tíma og i því ljósi getur maður ætlað að svo geti farið að lög verði sett á verkfall- ið. En þeir skipta um skoðun og ég heyri haft eftir Davíð Oddssyni að ekki verði sett lög á þessa deilu,“ sagði Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, í gærkvöldi. Deila yfirmanna í fiskiskipaflotanum við útgerðarfélögin virðist engan enda ætla að taka. DV hefur fengið ábendingar um að Árni M. Helgi Mathiesen. Laxdal. Helgi Laxdal teldi að lagasetningar sé þörf, en hann hafnar því. Hann hafn- ar því að hér sé um að ræða verkfall hálaunamanna. „Það er hægt að taka út frystitogarasjómennina og benda á þeirra kjör sem eru hin bestu meðal sjómanna hér á landi. En við erum lika með menn sem hafa það ekkert sérstakt," sagði Helgi. „Ég er hvorki svartsýnn né bjartsýnn. Maður veit ekkert hvað gerist. Út af þessum mönnunarmálum höfum við komið með'tillögur sem útgerðarmenn eru að skoða. Deilan stendur um kaup- tryggingu og tímakaup, ég heid við leysum það. Síðan er þetta um trygg- ingar, greiðslur í lífeyrissjóði með líkum hætti og aðrir hafa notið. Loks er það krafa LÍÚ um fækkun í áhöfn- um. Við höfum gengist inn á það að þegar laun hækka fækkar í áhöfn, eins þegar nýr tæknibúnaður kemur og veldur fækkun, þá erum við til- búnir að mæta því,“ sagði Helgi Lax- dal. -JBP ingunn akranes DV-MVND E. ÓL. Akraneshöfn Dyttaö aö fiskiskipum í sjómannaverkfalli. Samkeppnisstofnun í skýrslu um matvörumarkað: Markaðsráðandi fyrirtæki rannsökuð - skýrslan ádeila á Baug segir Jóhannes Jónsson Samkeppnisstofnun segir í skýrslu sinni um matvörumarkað- inn sem kynnt var nú fyrir helgi að hún hyggist framkvæma rannsókn á því hvort fyrirtæki á markaðnum hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína og þannig farið gegn samkeppnislögum. I skýrslunni kemur fram að verð svokallaðrar dagvöru, sem seld er í matvöru- verslunum hafi að meðaltali hækk- að um 15% á tímabilinu 1996-2000. Á sama tíma nam hækkun á inn- kaupsverði verslana og birgðahúsa aðeins um 8-9% sem er í samræmi við það sem vænta mátti að teknu tilliti til gengisþróunar og almennra erlendra verðbreytinga. í skýrslunni er ekki sundur- greint á hvaða tíma innan þessa tímabils mestu hækkanirnar hafa orðið en fyrir rúmlega ári kynntu forsvarsmenn Baugs átak sem þeir kölluðu „viðnám gegn verðbólgu" og sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, að markmiðið með þessu átaki væri að „lækka mat- vöruverö i landinu enn frekar". Við þetta tækifæri sagði Jón Ásgeir: „Við heitum því að næstu tvö ár mun Baugur ekki hækka álagning- una í verslunum sínum.“ Það skýt- ur því skökku við að nú, rúmlega ári siðar, er haft eftir honum í fjöl- miðlum að „enginn þræti fyrir að álagning á matvöru hafi hækkað." Ekki náðist í Jón Ásgeir í gær- kvöld þar sem hann er staddur er- lendis og Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um einstök atriði skýrsl- unnar þegar haft var samband við hann en sagði að svarað yrði fyrir Baug með tilkynningu í næstu viku. „Skýrslan virðist vera ádeila á Baug en það kemur svar við henni frá Baugi í næstu viku,“ segir Jóhann- es Jónsson. -ÓSB íslenskur kafbátaforingi Ingvar E. Sig- urðsson leikari er nú staddur í Kanada þar sem fram fara tökur á kvikmyndinni K-19: The Widowmaker. Þar fer hann með stórt hlutverk rúss- nesks kafbátaforingja. Aðalhlutverk myndarinnar eru i höndum Harri- son Ford og Liam Neeson. Morgunblaðið sagði frá. Meiri verðbólga? Ingólfur Bender, hagfræðingur hjá Íslandsbanka-FBA, telur hættu á meiri verðbólgu en fram kemur í verðbólguspá Seðlabanka íslands. Fréttablaðið sagði frá Gagnrýnir skýrslu Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Baugs, gagnrýnir skýrslu Samkeppn- isstofnunar harð- lega og segir að í henni séu rang- færslur. Hann segir að mikil samkeppni sé á smásölumarkaði og að fyrir- tæki á markaðnum skili ekki hagn- aði og séu þau í lakari stöðu en þau erlendu fyrirtæki sem Baugur sé borinn saman við. Fréttablaðið sagði frá. Svartir svanir Á Fáskrúðsfirði hafa tveir svartir svanir hreiðrað um sig undanfarna daga. Hafa þeir verið hinir spökustu og hefur fólk flykkst á svæðið tO að berja þá augum og taka af þeim myndir. Ævar Pedersen fuglafræð- ingur segir að mjög óvenjulegt sé að svartir svanir sjáist hérlendis. mbl.is skýrði frá. Innflutningur dregst saman Almennur vöruinnflutningur hef- ur dregist saman um liðlega 6% að raungildi samkvæmt bráðabirgða- tölum sem flármálaráðuneytið hef- ur látið vinna. Hér er átt við vöru- innflutning án skipa og flugvéla. Vöruskiptajöfnuðurinn batnaði um 3,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi frá því í fyrra ef skip og flugvélar eru undanskilin. Viðskiptablaðið sagði frá Athugasemdir frá flugturni Varðstjórar í flugturnunum í Reykjavík og Vestmannaeyjum gerðu athugasemdir við samskipti sin við eftirlitsmenn Flugmála- stjórnar í Eyjum um verslunar- mannahelgina. Bókanir í dagbókum gefa í skyn að eftirlitsmennirnir hafi ekki rækt skyldur sínar. RÚV greindi frá. Reykur á Hagamel Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gær þar sem reyk lagði frá íbúð á fyrstu hæð húss við Hagamel. í ljós kom að ekki var um eld að ræða heldur hafði húsráð- andi gleymt potti á eldavél en verið var að sjóða egg. Húsráðendur voru að heiman en nágrannar kölluðu á slökkviliðið. mbl.is sagði frá. Kjaradeila sjómanna Þórir Einarsson ríkissáttasemjari segir ekki vera for- sendu fyrir sáttatil- lögu i kjaradeilu sjómanna og út- vegsmanna en verk- fall hefur nú staðið í fimm vikur. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir það alvarlegt ef samningsaðilar eru ófærir um að semja um kjör um- bjóðenda sinna. Morgunblaðið sagði frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.