Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 I>V Tilvera 43 "'SISI Traci Lords 33 ára Afmælisbarn dagsins er Traci Lords og verður hún 33 ára. Lords er sjáif- sagt eina klám- myndastjarnan sem hefur náð að festa sig í sessi sem leikkona. Hún fæddist í Ohio og var skírð Nora Louise Kuzma. Hún var mjög bráðþroska og var aðeins fimmtán ára þegar hún lék í sinni fyrstu klámmynd. Þegar hún var 18 ára hafði hún leikið í yfir 80 slíkum. Lords sneri baki við bláu myndunum á átjánda afmælisdegi sín- um og hefur síðan leikið í fjölda kvik- mynda og sjónvarpsmynda. Stjörnuspá Gildlr fyrlr þriöjudaginn 8. maí Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.i: , Þú ert utan við þig á ákveðnum vettvangi í ■ dag og það kann að koma verulega niður á Eöstum þínum. Fiskarnir (19. febr.-20. marsi: Þú ferð á gamlar slóðir log það riíjast upp fyrir þér atvik sem átti sér stað fyrir langalöngu. Ekki sökkva þér í dagdrauma um það sem liðið er. Hrúturinn (21. mars-19. aprill: . Mikilvægt er að ljúka 'þeim verkefhum sem á þér hvíla strax. Ann- ars er hætta á að þau vindi stöðugt upp á sig. Nautið (20. apríl-20. maíi: / Þú þarft að sýna ákveðnum aðila að þú treystir honum því aö *Lrimr.f annars er hætt við að hann missi traust sitt á þér. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: V Verðu deginum með yV' fjölskyldunni eins mik- -V I ið og þú getur. Það má bæta samskipti þin og nokkurra annarra í fjölskyldunni. Krabbinn (22. iúní-22. iúlíi: Endurskoðaðu skoðun þína í sambandi við vin þinn. Þú gætir haft rangt fyrir þér um Uónlð (23. iúlí- 22. ágústi: í dag gæti orðið á vegi þínum óheiðarleg manneskja sem þú skalt um fram allt forðast að ganga f lið með. hann. IVIevian (23. áeúst-22. sept.i: Skipuleggðu næstu daga, sérstaklega það sem við kemur frítíma ^ f þínum. Þú afkast miklu í vinnunni í dag. Óvissuferð 10. bekkinga á Vestfjörðum: Þetta var ógeðs- lega gaman Lagt úr höfn Grunnskólanemar á Þingeyri og Flateyri reyndu hæfni sína í kajakróöri þegar þeir fóru í óvissuferö meö foreldrum sínum í próflok. DV-MYND GS - segir Birgitta Rán Friðfinnsdóttir nemandi DV, VESTFJQRÐUM:_________________ Nemendum grunnskólanna á Flateyri og Þingeyri var boðið í sameiginlega óvissuferð að aflokn- um samræmdu prófunum nú á dög- unum. Slíkar ferðir hafa verið fam- ar nokkur undanfarin ár og er ávallt bryddað upp á einhverjum nýjungum í hverri ferð og reynt á þol krakkanna, jafnframt því sem adrenalíninu er komið á hreyfingu. Nú fengu nemendumir að skoða foss þann í Vestfjarðagöngunum sem sér ísfirðingum fyrir vatni en foss þessi er vel varðveitt leyndar- mál bak viö luktar dyr. Hápunktur ferðarinnar var kajakróður á Flat- eyri þar sem nemendur þreyttu frumraun sín í þessu sporti þar sem adrenalínið rennur hraðar hjá en sjórinn umhverfis. Ein þeirra sem voru að reyna kajaksportið í fyrsta sinn var Birgitta Rán Friðfinnsdótt- ir. „Þetta er geðveikt stuð. Ég var að reyna þetta í fyrsta skipti og var skíthrædd á köflum. Ég var nærri búin að hvolfa bátnum tvisvar sinn- um svo ég veit ekki hvort ég legg í þetta aftur. Við vorum send í þetta af því að foreldramir vildu það en þetta var ógeðslega gaman,“ segir Birgitta sem var að útskrifast úr tíunda bekk í grunnskólanum á Þingeyri. í ferðalok var nemendum svo boð- ið í pitsuveislu á Tóka munki á Þingeyri en eftir hana var diskótek í grunnskóla staðarins fram eftir kvöldi þar sem krakkarnir skemmtu sér með foreldrum sínum. -GS Ræöarinn Birgitta Rán Friöfinnsdóttir búin aö ná tökum á aö láta kjölinn snúa niöur. Vogin (23. sept-23, okt.l: y Þú gætir kynnst nýju r>éy fólki í dag og hitt \y áhugaverðar persónur. f f Happatölur þínar eru 3, 15 og 35. SPOfðdreki (24. oKt.-21. nóv.i: Óvæntur atburður á ;; sér stað í vinnunni. t Einhver kemur þér verulega á óvart með framkomu sinni. Bogamaður (22. nðv.-21. des.l: LFólk í kringum þig rgæti leiðst í dag en það er ekki þín sök. Ekki draga ályktanir fyrr en þú ert búinn að Úta vel í kring- um þig. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Það er mikið um að vera í fiölskyldunni um þessar mundir og þú átt stóran þátt í þvi. Varaðu þig á að lofa meira en þú getur staðið við. Neitar sambandi við klámleikara Kvikmyndaleikarinn Tom Cruise hefur stefnt klám- leikara og krafist 100 milljóna dollara í bætur fyrir að hafa logið þvi að hann og Cruise hefðu verið í ástarsambandi og að það hefði verið ástæða þess að hjónaband Cruise og Nicole Kidman fór út um þúf- ur. I stefnu sinni sagði Cruise að Chad Slater, sem einnig er þekktur undir nafninu Kyle Bradford, hefði sagt þessa lygasögu í viðtaii við tímaritið Actustar og að sama viðtal hefði birst í spænska blaðinu TVyNovelas. Fullyrt er í stefn- unni að Slater hafi sagt þessa lygasögu til að koma sjálfum sér á framfæri. Jafnframt er þess getið að þó að Tom Cruise virði rétt annarra til að stunda hvaða kynlíf sem þeir kjósa sé hann Tom Cruise Krefst ÍOO milljóna dollara í bætur vegna lygasögu klámleikara. ekki samkynhneigður sjálfur. Hann hafi aldrei verið í neinu sambandi við Chad Slater og þekki hann ekki einu sinni. Bent er á að Slater hafi soðið saman lygasögu sína samtímis því sem Cruise gekk í gegnum skilnað sem vakið hefur mikla athygli. Slater hafi logið til að vekja athygli á sér á kostnað Cruise. Cruise sótti um skilnað frá Nicole Kidman í febrúar síðast- liðnum. Síðan hafa fjölmiðlar velt fyrir sér ástæðu skilnaðar- ins og það gerir reyndar Nicole Kidman enn sjálf að eigin sögn. Lögmaður Cruise segir Nicole hins vegar vita nákvæm- lega hvers vegna þau séu að skilja. Lögmaðurinn tekur það fram að Tom muni sjá vel fyrir börnumun sem þau hjónin ætt- leiddu og tryggja öryggi þeirra. GERUM GOTT KYNLÍF BETRA! LANDSINS MESTA ÚRVAl AF UNAÐSTÆKJUM ÁSTARLÍfSINS Barónsstíg 27 - S: 562 7400 Leikhúskórinn sýnir: Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss. Leikstjóri Skúli Gautason. Tónlistarstjórn Roar Kvam. Einsöngvarar: Alda Ingibergsdóttir, Ari J. Sigurðsson, Baldvin Kr. Baldvinsson, Haukur Steinbergsson, Hildur Tryggvadóttir, Sigríður Elliðadóttir, Steinþór Þráinsson, Sveinn Arnar Sæmundsson og Þórhildur Örvarsdóttir. 3. sýn. fimmtud. 10. maí, 4. sýning sunnud. 13. maí. Sýningar hefjast kl. 20.30 Sniglaveislan eftir: Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjóm: Sigurður Sigurjónsson. Sýningar í Loftkastalanum I talnlnl !»■ íJ [ftl HjjB iit I iiiM.iIlikili.iUl pBJabÍLpBfll ILEIKFELAG AKIIRF.YRARI Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.