Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 11
W W : MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001_____________________________________________ I>v Útlönd Austurríkisklúðrið hjálpar Berlusconi Samtímis því sem Qölmiðlar í Evrópu hafa varað við mögulegri valdatöku fjölmiðlakóngsins Silvios Berlusconis, frambjóðanda hægri- manna í kosningunum á Ítalíu á sunnudaginn, hafa stjórnmálamenn í Evrópusambandslöndunum verið áberandi þögulir. Ástæðan er sögð sú að þeir vilji ekki gera sams kon- ar mistök og þegar þeir beittu Aust- urríki refsiaðgerðum vegna stjóm- arþátttöku Frelsisflokksins, flokks þjóðernissinnans Jörgs Haiders. Danska blaðið Politiken vitnar í ummæli Steven Everts hjá Center for European Reform í London sem kvaðst ekki merkja neina löngun hjá leiðtogum Evrópusambandsins til refsiaðgerða á ný þar sem Aust- urríkismálið hefði orðið afar pínlegt fyrir þá. Stjórnarerindreki í Brussel staðfestir þetta í viðtali við blaðið. Reyndar benti utanríkisráðherra Belgíu, Louis Michel, á það í febrú- ar síðastliðnum að beita þyrfti sams konar aðgerðum gegn Ítalíu og Austurríki myndaði Berlusconi stjórn með öfgaflokkum til hægri. Síðan hefur frekar lítið heyrst í Silvio Berlusconi Frambjóðandi sem grunaöur er um peningaþvott og tengsl viö mafíuna. belgíska utanríkisráðherranum um málið. Enginn býst við að Evrópusam- bandslöndin bregðist strax við þótt hægrimenn eins og Umberto Bossi eða Gianfranco Fini fái ráðherra- embætti. Að sögn Everts mun Evr- ópusambandið biða með aðgerðir þar til ný stjórn gerir eitthvað gagn- rýnivert. Sem dæmi nefndi Evert nauðsynlegt fyrir Berlusconi að draga úr þeim hagsmunaárekstrum sem fylgja því að hann á næstum allar sjónvarpsstöðvar Ítalíu. Haft var eftir Berlusconi í breska blaðinu Sunday Times í gær að hann hefði spurt þrjá alþjóðlega sér- fræðinga hvað hann ætti að gera við eignir sínar sigraði hann í kosning- unum á sunnudaginn. Forsætisráð- herra Ítalíu, Giuliano Amato, tjáði Berlusconi í gær að nauðsynlegt væri fyrir hann að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum viðskipta hans og stjórnmálaákvarðana. Berlusconi er grunaður um pen- ingaþvott, skattsvik, mútugreiðslur, tengsl við mafiuna og aðild að morði. Þungursvanur Mann getur langaö til aö vera prímaballerína þó maöur sé yfir 100 kíló. Fyrir 10 árum stofnaöi Marika Tamash dansflokkinn 240 tonn. Frumsýning flokksins, þar sem meöalþyngd ballerínanna er 100 kíló, á Svanavatninu fór fram í St. Pétursborg um helgina. Þaö er Marika sjálf sem er á myndinni. Tito Ijómaði af hamingju eftir ferðina út í geiminn Ferð fyrsta geimferðalangsins lauk i gærmorgun þegar bandaríski milljónamæringurinn Dennis Tito og tveir rússneskir geimfarar lentu í norðurhluta Kazakstans. Dennis Tito ljómaði af hamingju þegar hann steig aftur á jörðina eftir átta daga ævintýri í Alþjóðlegu geimstöðinni. „Þetta var alger paradís, frábær flugferð og frábær lending," voru fyrstu orð Titos eftir geimferðina. Hann var strax sendur í læknis- skoðun í tjaldi við lendingarstaðinn. Síðan var hann fluttur með þyrlu til höfuðborgar Kazakstans og þaðan til Moskvu. Dennis Tito var ekið í hjólastól í læknisskoðunina en ferðafélagar hans, Talgat Musabajev og Júrí Bat- urin, gengu sjálfir til læknisins. Rússamir kváðu þó enga ástæðu til að hafa áhyggjur af heilsufari Tito lentur Alger paradís aö vera úti í geimnum. Titos. „Tito er sterkur maður og stoltur maður,“ sagði Musabajev. Rússnesku geimfararnir kváðu bandaríska milljarðamæringinn hafa verið fyrirmyndar farþega. Tito, sem greiddi um 2 milljarða íslenskra króna fyrir geimferðalagið, varði tíma sínum í Alþjóðlegu geim- stöðinni til að taka myndir, skoða jörðina og hlusta á óperu. Hann að- stoðaði einnig við framreiðslu mat- ar. Þegar Tito ákvað að gera margra ára draum sinn um geimferð að veruleika sneri hann sér fyrst til Bandarísku geimstofnunarinnar NASA. Þaðan fékk hann neitun. Rússar ákváðu hins vegar að þiggja 2 milljarða króna greiðslu hans. Tito vill ekki fara aftur út í geim. „Ég vil að aðrir fái slíkt tækifæri í staðinn,“ sagði hann. 11 1 : . t í Í i rá kl. 8-17. u á úrvaliö t Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík • Sími 520 6666 Bréfasimi 520 6665 • sala@rv.is Allt frá IHJ á tilboði hjá Rekstrarvörum Austursíðu 2 • 603 Akureyri Sími 464 9000 • Fax 464 9009 . Netfang asgeiri @sjofn. is " Tnv-iiv, 'þj V' i j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.