Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 10
10
Útlönd
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001
I>V
Á leiö í moskuna
Páfi í bíl sínum á leiö í Ummayad-
moskuna i gamla borgarhlutanum í
Damaskus.
Páfi heimsótti
mosku múslíma
í Damaskus
Jóhannes Páll páfi varð í gær
fyrsti páfinn til að stíga inn í mosku
múslíma. Áður en páfi gekk inn í
Ummayad-moskuna í gamla borgar-
hlutanum í Damaskus í Sýrlandi
tók hann af sér skóna að sið
múslíma og fagnaði þá mannfjöldi
sem safnast hafði við moskuna. í
moskunni lagði páfi áherslu á aö
trúarsannfæring gæti aldrei réttlætt
ofbeldi. Páfi bað um frið milli krist-
inna, múslima og gyðinga. Notaöi
hann tækifærið til að hvetja til friö-
ar í Miðausturlöndum.
Þar sem Ummayad-moskan stend-
ur var áður hof heiðingja er breytt
var í kirkju helgaða Jóhannesi skír-
ara eftir að rómverska keisaradæm-
ið tók upp kristna trú á fjórðu öld.
Þegar arabar unnu Damaskus 639
gerðu þeir hinn helga stað að bæna-
húsi múslíma.
Færeyingar hika
við að staðfesta
Kyoto-bókunina
Eydun Elttor, umhverfis- og orku-
málaráðherra Færeyja, segir Færey-
inga munu krefjast fyrirvara þegar
Danir staðfesta Kyoto-bókunina um
minnkun gróðurhúsalofttegunda á
næsta ári ásamt öðrum Evrópusam-
bandslöndum. Ástæðan er möguieg
olíuvinnsla Færeyinga sem getur
leitt til þess að losun koltvísýrings í
Færeyjum tvöfaldist. Enn er þó
ekki vitað hversu mikil losunin er
nú. Elttor leggur áherslu á það í
viðtali við danska blaðið Politiken
að Færeyingar muni gera allt sem
þeir geti til að berjast gegn um-
hverfismengun.
Fjöldi alþjóðlegra olíufyrirtækja
mun 'í júlí næstkomandi hefja olíu-
leit við Færeyjar.
Makedóníuher heröir sóknina gegn albönskum skæruliðum:
EB
ESB varar við
stríðsyfirlýsingu
Her Makedóníu herti í gær sókn
sína gegn bækistöðvum albanskra
skæruliða samtímis þvi sem leiðtog-
ar Evrópusambandsins, ESB, og
Atlantshafsbandalagsins, NATO,
lögðu af stað til Skopje til að lýsa yf-
ir stuðningi við stjórnvöld en vara
þau jafnframt við að lýsa yfir stríðs-
ástandi.
Fréttamenn Reuters, sem staddir
voru nálægt bæjunum Vakcince og
Slupcane, um 40 km norðaustur af
Skopje, greindu frá því að skotið
hefði verið úr fallbyssum á bæina á
mínútu fresti um skeið síðdegis í
gær. Fréttamenn í bænum Tetovo
heyrðu í stórskotaliöi í fjalllendi ná-
lægt landamærunum við Kosovo.
Starfsmenn Alþjóða Rauða kross-
ins lýstu í gær yfir áhyggjum sínum
vegna þeirra hundraða óbreyttra
borgara sem eru í felum í kjöllurum.
Solana í Skopje
Yfirmaöur utanríkis- og öryggismála
ESB, Javier Solana, á leiö til fundar
viö ráöamenn í Makedóníu.
Stjórnvöld í Makedóníu lýstu því
yfir seint á laugardaginn að þau
ætluðu að íhuga hvort lýsa ætti yfir
stríðsástandi. Slík yfirlýsing myndi
veita öryggissveitum og forsetanum
aukin völd. Herinn fengi aukna
möguleika á aögerðum innan
landamæra Makedóníu, það er að
segja á svæðum og í bæjum þar sem
íbúar af albönskum uppruna eru í
meirihluta. Stjórnin gæti tekið
ákvarðanir án þess að biða eftir
samþykkt þingsins. Forsetinn fengi
auk þess aukið rými til að reka
embættismenn og ráðherra.
Ljubco Gorgievski forsætisráð-
herra sagði að ákvörðun um yfirlýs-
inguna yrði mögulega tekin á þing-
fundi á þriðjudag.
Bardagarnir undanfarna daga
hafa kynt undir áhyggjum af því að
nýtt stríð brjótist út á Balkanskaga.
Vatni dælt
Innflytjandi frá Bangladesh sækir sér vatn í Guwahati í Assam á Indlandi. Þingkosningar eru í Assam á fimmtudaginn
og eru innflytjendur á svæöinu orönir aö kosningamáli.
Handtekinn við komuna
Breska lögreglan
tilkynnti í gær að
hún myndi hand-
taka lestarræningj-
ann Ronald Biggs
við komu hans til
Englands í dag.
Biggs, sem flýði
réttvisina fyrir 35
árum, lagði í gær af
stað heim frá Rio de Janeiro í Bras-
ilíu.
Slys á áhorfendapalli
Um 250 slösuðust þegar þak
hrundi á áhorfendur á íþróttaleik-
vangi í Sari í íran í gær.
Hjó sex ára með öxi
26 ára maður, sem flúið hafði geð-
deild sjúkrahúss, hjó í gær sex ára
stúlku í almenningsgaröi í Ljungby
í Svíþjóð með öxi í höfuðið og
særðist hún alvarlega. Lögreglan
handtók manninn.
Hafna tillogu Arafats
Shimon Peres, utanríkisráðherra
ísraels, hafnaði í gær tillögu Yass-
ers Arafats Palestínuleiðtoga, um
nýjan leiðtogafund í Sharm el-
Sheikh í Egyptalandi. Arafat bað
um fundinn til að ræða skýrslu
bandaríska þingmannsins Mitchells
um ástæðu átakanna í Miðaustur-
löndum.
Thulestöðin í hættu
Bandaríkjamenn hafa varað við
því að Thule-ratsjárstöðin á Græn-
landi verði lögð niður verði stöðin
ekki hluti af eldflaugavamarkerfi
Bandaríkjanna.
Ákærður fyrir hryðjuverk
Morgan Tsvangirai,
stjórnarandstöðuleið-
togi í Simbabve, kemur
fyrir hæstarétt í dag
vegna ákæru um
hryðjuverk. Tsvangirai
segir stjórn Mugabes
vera að reyna að losa
sig við andstæðing.
Sprengt í London
Sprengja sprakk í fyrrinótt fyrir
utan pósthús í norðvesturhluta
London. Talið er að írski lýðveldis-
herinn, IRA, standi á bak við árás-
ina.
Skotárás í Zaragoza
Spænski stjórnmálamaðurinn
Manuel Gimenez var í gær skotinn
til bana er hann var á leið með syni
sínu á knattspyrnuleik í Zaragoza.
Aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA,
er kennt um drápið.
FSLÁTTUR GILDIR TIL