Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 Fréttir X>V Fjármálaeftirlitið kallar inn gögn vegna Thermo Plus: Hluthafar kanna mögu- leika á málsókn - kosning síðasta stjórnarformanns talin ólögleg Fjölmargir hluthafar Thermo Plus, sem telja sig hafa verið hlunnfarna i við- skiptum með hlutabréf í fyr- irtækinu, leita nú leiða til að rétta sinn hlut með hugs- anlegum málaferlum. Sam- kvæmt heimildum DV snýst það m.a. um að þeir hafi keypt hlutabréf vegna gfeí rangra upplýsinga um stöðu og framtíð fyrirtækisins. Þá hafi ekki verið gefnar kvitt- anir fyrir innborguðu hluta- fé sem keypt hafi verið á margföldu nafnverði. Þá beinast sjónir manna einnig að síðasta hluthafafundi í fé- laginu sem boöað var til vegna hlutafjáraukningar, en þar hafi farið fram kjör stjórnarformanns með ólög- mætum hætti. Arnar Þór Sævarsson hjá Fjármálaeftirlitinu segir að þar á bæ sé verið að kanna hvort lög og reglur um hlutafjárútboð hafi verið brotin. Verið sé að kalla inn gögn vegna málsins. Hluthafar hafi síðan auð- vitað sinn rétt til að leita til dóm- stóla. Amar segir að Fjármálaeftir- litið muni taka frekari afstöðu til aðgerða þegar búið verði að skoða öll gögn í málinu. „Málið er þess eðlis að það mun taka einhvern tima að fá upplýsing- Si'.vtiu ok s|ó ini ijryrkt o* cllllifovrtebcgl í Rcvkjavfk: Lagöi allt undir og líf mitt er lagt í rúst - oftlr kaup á hlutabrafuin { Tliernw Plus Úrkllppa úr DV laugardaglnn 28. apríl Margir sitja eftir meö sárt ennið. ar og rannsaka það. Þetta hefur undið mjög upp á sig en við munum að sjálfsögðu skoða þetta eins vel og hægt er.“ Arnar segir einnig að það sé auðvitað nokkuð sérstakt að félag sem hyggst sækja fé til almennings sé svo dáið nokkrum dögum seinna. Ólöglegt stjórnarformannskjör I fundarboði sem áður hefur verið Thermo Plus í Keflavík Gjaldþrotamál félagsins vindur stöðugt upp á sig. greint frá í DV kom ekkert fram um að til stæði að kjósa nýjan mann sem stjómarfor- mann á fundinum. Þetta hafa hluthafar gagnrýnt en á fundinum var Pétur Reim- arsson kosinn stjórnarfor- maður í stað Hinriks Þor- steinssonar og mun Pétur þar hafa komið inn í krafti Spari- sjóðs Keflavíkur. Á stjórnar- fundi sem hann stýrði nokkrum dög- um fyrir páska var síðan ákveðið að lýsa fyrirtækið gjaldþrota. Samkvæmt samþykktum fyrir hlutafélagið Thermo Plus Europe á íslandi hf. virðist ekkert fara á milli mála með að þessi gjömingur á hluthafafundi i mars hafi verið ólög- legur en þar stendur m.a. um fund- arboðun: „Mál, sem hafa ekki verið greind í dagskrá hluthafafundar, er ekki unnt að taka til endanlegrar úr- lausnar á fundinum nema með sam- þykki allra hluthafa félagsins, en gera má um þau ályktun til leið- beiningar fyrir félagsstjóm." Óvíst er hvort eða með hvaða hætti þetta hefur áhrif á framgang mála hjá hinu gjaldþrota fyrirtæki. Hhithafar hafa verið að tala sig saman um aðgerðir og hvetja alla til að leita upplýsingar um hvemig hlutabréfakaup þeirra hafi verið skráð þar sem engar kvittanir voru gefnar. Dæmi era um að fólk sem keypti á margföldu gengi hafi nú ekkert í höndunum nema verðlaus hlutabréf yfir hluti sem skráðir voru á geng- inu einn. -HKr. Lögbanni synjað: Leyft að flytja sorp til Reykjavíkur DV, AKRANESI: Héraðsdómur Vesturlands staðfesti í vikunni úrskurð sýslumannsins á Akra- nesi um að synja um að lögbann verði sett á flutning Sorpu og Gísla Jónssonar verktaka á timbri og málmum til Reykja- víkur. Gámaþjónusta Akraness fór fram á lögbannið en hún er með samning við Akraneskaupstað um sorphirðu til ársins 2005. Margháttaðar deilur eru uppi milli bæjarins og gámafyrirtækisins um ýmis atriði samningsins. Gámaþjónustan taldi meðal annars að í samningnum kæmi fram að hún ætti rétt á að flytja allt sorp frá Akranesi en sam- kvæmt samningi er þar undantekið timb- ur, jám spilliefni og fleira. í dómnum, sem Finnur Torfi Hjörleifs- son kvað upp, segir að það sé mat dómara að sitthvað í verksamningnum og fram- kvæmd hans bendi til þess að Gámaþjón- ustan eigi ekki þann einkarétt til flutn- inga á sorpi fyrir Akraneskaupstað sem hún heldur fram. Upplýst er að Gáma- þjónustan hefur ekki flutt málma og hún hefur látið átölulaust aö timbur væri flutt frá gámastöð á áramótabrennur. -DVÓ DV-MYND ÞOK Símamenn handleika forngripi Götuframkvæmdir setja svip sinn á Sóleyjargötu um þessar mundir. Gamall símamagnari varð á vegi starfsmanna Landssímans sem vinna að lagningu nýrra kapla og símalína í götunni. Magnarinn kvað vera frá árinu 1954 og mun prýða Símaminjasafnið í framtíöinni. Félagsleg vandamál í Eyjum vegna sjómannaverkfalls: Vandinn eykst í hverri viku - segir sr. Kristján Björnsson sóknarprestur „Sjómannaverkfallið er farið að hafa talsverð áhrif á hinn félagslega þátt í samfélaginu hér þar sem sjó- mennska og fiskvinnsla er stór þátt- ur í atvinnulífinu," segir sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Vest- mannaeyjum, í samtali við DV. Verkfallið hefur nú staðið í rösklega mánuð og segir sr. Kristján að afleið- ingamar af því séu meðal annars að fólk hafi úr minni peningum að spila en það er augljóst. Einnig valdi að- gerðarleysið ýmsum erfíðleikum í samskiptum fólks, innan fjölskyld- unnar og út á við. „Það reynir á þol- inmæöi og umburðarlyndi fólks að geta ekki unnið eins og venjulega og þetta þekkja allir sem hafa reynt það. Verkfallið kallar á alveg nýtt skipulag og nýja dagskrá á heimilinu." „Viðtölunum er að fjölga og mér finnst vandinn aukast frá einni viku til ann- arrar,“ segir sr. Kristján. „Vinnan er stór þáttur í öllu okkar lífi og þegar sjómenn róa ekki og stór hluti land- verkafólks er verkefnalaus vegna hráefnisskorts í vinnsluhúsunum þá segir það sig sjálft að hinn hefðbundni taktur í öllu mannlífinu raskast. Það er fé- lagsleg i þátturinn. Einnig veldur sjómannaverkfallið því að inntekt heimilanna verður verulega minni. Peninga- steymið i bænum verður minna og það er eins og smækkuð mynd af því hvað þétta hefur slæm áhrif á allt efnahagslífið í landinu, eins og við vitum öll.“ Sr. Kristján segir að fólk hafi áður tekið á vandamál- um eins og aðgerðarleysi eða auraleysi sem fylgir verk- falli. „Hins vegar hafa ýmis vanda- mál verið að skjóta upp kollinum á sviði mannlegra samskipta. Öll röskun eða veruleg breyting á sam- skiptamynstrinu innan fjölskyld- unnar getur orsakað vandamál eins og til dæmis erfiðleika í hjúskap og sambúð. Þetta skapar einnig vanda- mál í samskiptum foreldra og barna sem eiga erfitt með að skilja að minna er til ráðstöfunar í verkfalli eða aðlaga sig því að pabbi eða mamma fara ekki í vinnuna eins og venjulega. Þessi einkenni eru að koma í ljós um þetta leyti þvi tíminn sem verkfallið hefur staðið er orð- inn lengri en hefðbundinn orlofs- tími, páskastopp eða hefðbundin dvöl sjómanna i landi. Auk þess er ástandið algjörlega óumbeðið og enginn græðir á verkfalli." -sbs Séra Kristján Björnsson Aðgeróarleysiö veldur erfíöleikum msmssmm- Óli í framboð? Það vakti óneitanlega athygli að í skoðanakönnun á Akureyri á dögun- um fengu Vinstri grænir fylgi sem myndi skila þeim tveimur bæjarfull- trúum í kosning- um að ári. Stein- grímur J. Sigfús- son formaður fagn- aði þessu að von- um og sagði VG vissulega hafa áhuga á að bjóöa fram fyrir norðan. Hins vegar mun vandamálið vera það að þar er lítið um álitleg oddvitaefni fyrir listann. Ásgeir Magnússon bæjarfulltrúi, sem var orðaður við VG, tók þátt í stofnun félags Samfylkingarinnar á Akureyri á dögunum og er úr leik í umræðunni. Kristín Sigfúsdóttir, systir Steingríms, hefur verið nefnd en þykir ekki sterkur kostur. Gárungamir fyrir norðan segja nú að sennilega endi þetta með því að Ólafur Jónsson, eða Óli kommi eins og hann er jafnan kallaður, leiði listann en Óli hefur verið helsti að- stoðarmaður Steingríms á Akureyri. Til helvítis Enn harðnar hnúturinn sem samningamenn sjómanna og útvegs- manna hafa bundið sér í kjaradeilu sinni og má segja ) með rökum að með sama áfram- haldi muni þeir sitja á árangurs- lausum „sáttafund- um“ fram á næsta ár. Konráð Al- freðsson, varafor- maður Sjómanna- sambandsins, sagði fyrir skömmu að nú yrði einhver að fara að slá eitt- hvað af kröfum sínum því annars færi þetta allt til helvítis. En það er einmitt þangað sem mörgum þykir hinir slöku samningamenn deiluað- ila hafa verið á leiðinni með sin mál allt frá því að viðræður þeirra hófust í þessari lotu - sem var á síð- ustu öld. Sjálfsblekking Hrafn Jökulsson segir á Pressunni.is að það væri til marks um herfilega sjálfsblekkingu að láta sér detta í hug að herferð Essó og Bubba Morthens gegn dópi, sem hann kýs reyndar að kalla auglýs- ingaherferð, muni skila einhverjum árangri. Essó hafi ákveðið að eyða slatta af milljónum í auglýsinga- herferðina sem væri svakalega fínt fyrir ímynd fyrirtækisins og Bubbi hafi verið til í slaginn. Hrafn hefur ekki minnstu trú á að krakkamir, sem verið er að höfða til með herferöinni, muni taka nokkurt einasta mark á Bubba og fá sér sitt dóp hvort sem hann messar yfir þeim eða ekki. Vantaði svona hús Síðustu dagana hefur nokkuð skýrst hvað lá að baki þegar ríkis- stjómin ákvað að setja hundruð -—_ milljóna króna í fek 1 svokallað Þjóð- ak i menningarhús en lib ^ ■ j almenningur hefur 1 *” | víst átt í einhverj- B '!l A .fí j um vandræðum Ép | með að skilja Uk. . jfljy hvaða tilgangi hús- ■ ið eigi að þjóna. ■ Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra virðist hins vegar hafa verið með það á hreinu að þama væri staðurinn kominn þar sem hægt væri að halda herlegar veislur og hefur nú haldið tvær slík- ar á innan við viku í húsinu. í fyrra skiptið hélt hann veislu til heiðurs Davíð Oddssyni, en breytingamar á húsinu heyrðu reyndar beint undir hann, og í seinna skiptið hélt Hall- dór boð fyrir þátttakendur á ráð- stefnu vegna 50 ára afmælis varnar- samnings íslands og Bandarikjanna. Þjóðmenningarhúsið er sem sagt veisluhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.