Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 32
X , ? FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 íkveikja við Sóleyjargötu Tilkynnt var um eld í fólksbifreið og gröfu við Sóleyjargötu aðfaranótt laugardags. Þegar slökkvilið kom á staðinn slökkti það eldinn en áður hafði lögregla þegar náð að slá á eld- inn. Unnin höfðu verið skemmdar- ^ verk á bæði bíl og gröfu og nokkuð ljóst að um íkveikju var að ræða. Ekki er vitað hverjir stóðu þar að verki. -ht Leki úr íbúö: Sofnaði í baði í gærmorgun var Slökkvilið Reykjavíkur kallað að Fannborg 1 þar sem vart hafði orðið við leka úr einni íbúðinni. Þegar inn í hana var komiö kom í ljós að þar hafði mað- ur sofnað í baði með skrúfað frá. Þriggja sentímetra djúpt vatn var á gólfum í íbúðinni. -ht Hús Fíladelfiusafnaöarins. DV-MYND HILNMAR Brugöiö á leik í Fjölskyldu- og húsdýragarðlnum Segja má að veðrið hafi ekki leikiö við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra þegar hún opnaði nýtt leiktæki í Fjölskyldu- og húsdýragaröinum í Laugardal í gær. Ingibjög Sólrún og Tómas, framkvæmdastjóri garðsins, voru þó við öllu búin og klæddu veðrið af sér. Nýja leiktækið er stórt tréskip sem hlotiö hefur nafnið Naglfar. Ofsaakstur um Þingholtin Maður, grunaður um ölvun- arakstur, reyndi að komast undan lögreglu aðfaranótt sunnudags með ofsakstri þar sem hann virti ekki stöðvunarskyldu, biðskyldu né ein- stefnureglur. Billinn fannst við Mánagötu og maðurinn náðist síðan á hlaupum við gatnamót Snorra- brautar og Bergþórugötu. -ht Féll á milli hæða Skömmu eftir miðnætti á laugar- dagskvöldið féll drengur á milli hæða í nýbyggingu. Drengurinn er talinn hafa faUið í gegnum gat á paUi, um 2 metra. Hann var Uuttur á slysadeUd en er ekki talinn vera alvarlega slasaður. -ht Eldur í bifreið Aðfaranótt sunnudags fékk Slökkvilið Reykjavíkur tilkynningu um að eldur væri í laus í Honda Ci- vic-bifreið við Reynihvamm og fór slökkviliðið og slökkti eldinn. Ekki er vitað hvort um íkveikju var að ræða. -ht Lögregla ræddi viö fanga í Hollandi og mann í Reykjavík vegna Valgeirs: Hvítasunnumenn funda: Forstöðumaður- inn verður áfram - sáttir við hans svör Á laugardag var haldinn fyrir lukt- um dyrum fundur forstöðumanna safnaða Hvítasunnukirkjunnar vegna tengsla eins forstöðumanns við mál er varða hið gjaldþrota fyrirtæki Thermo Plus í Keílavík. Fór fundur- inn fram í húsi Fíladelfmsafnaðarins í Reykjavík. Þar var viðkomandi for- stöðumanni, Hinriki Þorsteinssyni, sem stýrir söfnuðinum í Kirkju- lækjarkoti í Fljótshlíð, gert að skýra mál sitt. í framhaldi af því var ákveð- ið að aðhafast ekki frekar í málinu gagnvart Hinriki. „Við fórum yftr málið með Hinriki og spurðum hann spjörunum úr,“ seg- ir Snorri Óskarsson, safnaðarhirðir í i -* Betel í Vestmannaeyjum. „Við vorum mjög sáttir við svörin hans og ætlum ekki að gera meira. Af hálfu Hvíta- sunnuhreyfingarinnar er málinu því lokið.“ - Var farið fram á það að Hinrik hætti? „Það var ekki krafa um það af okk- ar hálfu og hann mun taka þá ákvörð- un sjálfur," segir Snorri og telur nið- urstöðu fundarins mjög góða. Hinrik Þorsteinsson sagðist í sam- tali við DV i gærkvöld ekki hafa neinu við þetta að bæta. „Menn þurftu að tala saman út af blaðaskrif- um um málið og það var gert,“ sagði Hinrik og heldur áfram sínu starfi hjá söfnuðinum. -HKr. Yfirheyra átti hina grunuðu samtímis - sá sem býr í Reykjavík var handtekinn í verslun og færöur beint í yfirheyrslu ar eru fra Valgeir Víöisson hvarf. 37 ára karlmað- ur í Reykjavik hefur verið yfir- heyrður í máli Valgeirs heitins Víðissonar á síð- ustu mánuðum, grunaður um að hafa tengst þvi að Valgeir hvarf árið 1994. Tengsl eru á milli mannsins og ís- lendingsins sem situr í fangelsi í Hollandi - a.m.k. það mikil að þeir tala saman reglulega í síma. Samkvæmt heimildum DV fór síðasta yfirheyrsla yfir manninum fram fyrir páska, vegna annars máls, en önnur yfirheyrsla fyrr í vetur - nánast á sömu klukkustund og tveir lögreglumenn frá Reykjavík hugðust yfirheyra fangann í Hollandi. Ekkert varð úr yfirheyrsl- unni ytra þar sem fanginn neitaði að tjá sig. Eftir að Valgeir hvarf á sínum tíma og grunur fór að vakna um að honum hefði verið banað var fram- angreindur maður í Reykjavík einnig yfirheyrður ásamt fleirum. Samkvæmt upplýsingum DV kvaðst maðurinn í yfirheyrslum ekki kann- ast við að eiga þátt í að Valgeir hvarf. Sími hans var á tímabili hler- aður eftir að Valgeirs var saknað. Fanginn neitaði að tjá sig Þegar yfirheyra átti Islendinginn í Hollandi, 36 ára mann, neitaði hann að tjá sig nema hafa lögmann sér við hlið. Hann og félagi hans, framangreindur karlmaður í Reykjavík, höfðu verið í reglulegu símasambandi. Rétt eftir að fanginn tilkynnti félaga sínum á íslandi að hann væri nýbúinn að fá lögreglu- menn frá íslandi í heimsókn til sín stóð hinn maðurinn í verslun í Reykjavík. Hann var handtekinn þegar hann kom út ásamt samferða- manni og honum tilkynnt að hand- takan væri vegna mannshvarfs. DV-MYND HILMAR ÞðR Valgeir bjó i íbúö ofanvert viö Laugaveg. Þegar hinir íslensku lögreglu- menn hugðust yfirheyra fangann í Hollandi neitaði hann að tjá sig á þeim forsendum að honum væri ekki skylt að svara spurningum á erlendri grundu um íslenskt mál- efni án íslensks lögmanns. Urðu lög- reglumenn þá að hverfa heim til ís- lands. Eftir þetta var ákveðið að leita at- beina dómsmálaráðuneytisins hér heima og fara fram á það viö hol- lensk yfirvöld að fá manninn fram- seldan á grundvelli þess að hann væri grunaður um að hafa átt aðild að mannshvarfi á íslandi. Maðurinn sem býr hér heima og var handtekinn vegna Valgeirsmáls- ins í vetur hefur komið við sögu fikniefnamála hér á landi á síðasta áratug. Hann lauk afplánun fyrir nokkrum misserum og hefur stund- að vinnu á höfuðborgarsvæðinu. -Ótt Lögregla leysti upp mannsöfnuð í Lækjargötu: Á garðstólum gegn bensínhækkunum Hópur hátt í tuttugu einstaklinga tók sig til og teppti umferð við gatna- mót Lækjargötu og Bankastrætis að- faranótt sunnudags. Fólkið hafði náð sér í garðstóla og settist í þá á gatna- mótunum. Þegar lögregla kom á vett- vang lýsti hópurinn því yfir að verið væri að mótmæla hækkunum elds- neytis undanfarna daga. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu myndaðist smávegis múgæsing þegar „mótmælin" voru leyst upp. Þegar lögregla yfirgaf vettvanginn safnaðist hópurinn aftur út á gatna- mótin og þegar lögregla sneri aftur hafði nokkur mannfjöldi safnast þar Bensínhækkunum mótmælt Á milli 70 og 90 manns mótmæltu bensínhækkununum sem oröið hafa undanfarna daga. saman, milli 70 og 90 manns. Mun meiri æsingur var í fólki þá og urðu lyktir þær að forsprakkar „mótmæl- anna“ voru teknir niður á stöð til skýrslutöku, fimm í handjárnum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu báðust þeir þar afsökunar þar sem þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir umfangi og afleiðingum gjörða sinna. Að sögn sjónarvotta voru viðbrögð lögreglunnar helst til harkaleg þar sem flestir héldu ró sinni. Lögreglan gat ekki svarað til um það þar sem vakthafandi lögreglumenn voru ekki á vakt er hringt var í gærkvöld. -ht brother P-touch 1250 Lítil en STÓRmefkileg merkivél 5 leturstærðir 9 leturstillingar prentar í 2 linur borði 6. 9 og 12 mm 4 gerðír at römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Simi 554 4443 Veffang www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.