Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 15 DV Menning 8. maí frumsýndi Leikhúskórinn á Akureyri í samvinnu viö Leik- félag Akureyrar Sígaunabaróninn eftir Jóhann Strauss í Samkomu- húsinu á Akureyri. Sígaunabarón- inn er glæsiverk af hendi höfundar síns. Tónlistin er létt og leikandi, sem hæfir gamansömum söguþræöi verksins. Tónlistarstjórinn, Roar Kvam, hefur útsett hljóðfærahlut- ann fyrir fjögurra manna hijómsveit og unnið gott verk. Afar lítið er um feyrur í leik hljómsveitarinnar og miklu skiptir að ætíð er styrk stillt svo í hóf, að söngvarar njóta sín að fullu í hlutverkum sínum. Alda Ingibergsdóttir, sópran, túlk- ar Arsenu vel og þvi betur sem lengra líður á verkið. Rödd hennar svífur fagurlega upp í hæöir en auk þess hefur Alda yfir verulegum leik- hæfileikum að ráða og fer vel á sviði. Ari Jóhann Sigurðsson, tenór, syngur hlutverk Sandors Barin- káys. Hann fer víða á kostum í söng sínum en þess gætir að hann er ekki alveg á tóni á stundum og auk þess hættir honum nokkuð til að yfir- gnæfa í samsöng. Baldvin Kr. Baldvinsson, baríton, hefur hlutverk Cameros greifa vel á valdi sínu og nýtur sín prýðilega, jafnt í kímilegri leiktúlkun sinni sem í söng. Haukur Steinbergsson, baríton, er í hlutverki Zúpans. Per- sónan er skopleg og sjálfumglöð og nær Haukur vel að túlka þessa þætti jafnt í fasi sem söng. Þess gætir þó að röddin er ekki að fullu skóluð. Hildur Tryggvadóttir, sópran, er ánægjulega sígauna- og kerlingar- leg í fasi í hlutverki Czipru. Breið og full rödd Hildar fellur vel að persónunni og á hún nokkur glæsitök i túlkun sinni. Sigríð- ur Elliðadóttir, alt, syngur hlutverk Mira- bellu prýðisvel. Breið rödd hennar fer vel við persónuna og nýtur sín fagurlega í sam- söng með Þórhildi og Baldvini. Steindór Þrá- insson, baríton, fer með hlutverk Homonays. Hann syngur af verulegu öryggi en rödd hans er nokkuð þung og þvinguð. Sveinn Amar Sæmundsson, tenór, er lipurlegur í hlutverki Ottokars og nær víða góðum leik. Rödd hans er enn ekki að fullu þroskuð en svarar sér mjög bærilega í hluktverkinu. Þórhildur örvarsdóttir, sópran, syngur Safíi af miklu öryggi og víða fagurlega. Fas henn- ar og sviðsframkoma eru góð og ná viða tals- Gísli Baldvinsson í hlutverki eins sígaunans í Sígaunabaróninum Veruleikinn reyndist verulega umfram það sem vonin haföi staöiö til. DV-MYND ANTON BRINK vert vel þeim hita sem persónan á aö búa yfir. Leikhúskórinn gegnir miklu hlutverki í verkinu. í tónlistarflutningi gerir hann víð- ast mjög vel og sýnir að hann hefur góða getu til þess að syngja bæði veikt og af þrótti sem er verulega grípandi. Ekki síður er ánægjulegt að sjá hve hreyfanlegur kórinn er og vakandi fyrir því sem er að gerast í ferli verksins. Leikstjórinn, Skúli Gautason, virðist hafa haft augu á hverjum fingri í vinnu sinni með flytjendum. Sviðsferð er í heild í góðu lagi og fas flytjenda yfirleitt við hæfi og laust við dauðar stöður. Nokkuð þarf til þegar þátt- takendur gera mest af að bíða, til dæmis á meðan einsöngvari flytur aríu sína. Uppsetn- ing Skúla sýnir að hann er vaxandi leik- stjóri. Leikmynd er einfold en falleg og nýt- ur sín vel í lýsingu Péturs Skarphéðinsson- ar. Þá em búningar vel valdir til að undir- strika stöðu hverrar persónu. Það hefur lengi verið von undirritaðs að mega njóta heils kvölds í leikhúsi á uppsetn- ingu viðamikils söngverks þar sem kraftar eru sem mest heimafengnir, jafnt í kórhluta og einsöng sem öðrum þáttum. Vonin varð að veruleika á frumsýningu á Sígaunabarón- inum og vonin varð sér ekki til skammar, heldur var veruleikinn verulega umfram það sem vonin hafði staðið til. Haukur Ágústsson Leikhúskórinn sýnir í samvinnu viö Leikfélag Akur- eyrar: Sigaunabaróninn eftir Jóhann Strauss. Tón- listarstjóri: Roar Kvam. Leikmynd og sviösmunir: Tinna Ingvarsdóttir, Guöjón Guölaugsson og Þórarinn Blöndal. Búningar: Kristín Sigvaldadóttir, Ingibjörg S. Egilsdóttir og Kristjana Friöriksdóttir. Ljós: Pétur Skarphéöinsson. Leikhljóö: Gunnar Sigurbjörnsson. Leikstjóri: Skúli Gautason. Von og veruleiki Fyrsta úthlutun úr Menningarborgarsjóði í júní nk. Frestur að renna út arverkefna á sviði lista, menningarverkefna á vegum sveitarfélaga á landsbyggðinni og menningarverkefna fyrir böm og ungt fólk en Þórunn Sigurðardóttir, formaður úthlut- unamefndar og listrænn stjómandi Lista- hátíðar, sagði að ekki yrði einblínt á þessa flokka heldur yrði hver umsókn lesin og rædd á eigin forsendum, þó þannig að allir flokkarnir komi sterkir út að lokum. „Meginreglumar verða svipaðar og við út- hlutun á vegum menningarborgarinnar,“ segir Þórunn. „Það er ekki gert ráð fyrir að peningarnir fari í rekstur eða verklegar framkvæmdir við húsnæði eöa aðra slíka þætti heldur beinlínis í ákveðin verkefni. Ef sótt er um til verkefna sem byrjuðu á menn- ingarborgarárinu, hátíða eða sýninga sem halda áfram, þá þurfa menn að sækja um til nýrra þátta. Það er ekki hægt að sækja um fé til að gera það sama og gert var í fyrra.“ Ástæða er líka til að geta þess i sambandi við verkefni úti á landi að það er ekki skylda að sveitarfélögin sendi inn umsóknimar en það er kostur að einstaklingar eða hópar séu í samvinnu við sin sveitarfélög. Fulltrúar borgarstjóra í úthlutunarnefnd eru Kristín A. Árnadóttir, sem er varafor- maður, og Þórhildur Þorleifsdóttir, fulltrúar menntamálaráðherra eru Karitas H. Gunn- arsdóttir og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir. Umsóknum skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu, verkáætlun, tímaáætlun, upp- lýsingar um aðstandendur verkefnisins og ítarleg fjárhagsáætlun. Umsóknir skal senda til Listahátíðar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar Menningarborgarsjóöur. Beggja skauta byr... Vatnadísin líöur yfir Laugardalslaug í opnunardegi Menningarborgar 2000. Listamenn og aðrir áhugasamir athugi að 22. maí rennur út frestur til að sækja um styrk úr Menningarborgarsjóði sem mennta- málaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík stofnuðu og fólu Listahátíö í Reykjavík um- sjón með. Hlutverk sjóösins er að stuðla að fjölbreytilegu menningarstarfi um allt land í framhaldi af menningarborgarárinu. Um miðjan júní verður svo veitt úr honum í fyrsta skipti og gert er ráð fyrir að alls hafl sjóðurinn þá til umráða 25 milljónir króna. Það er veruleg viðbót við styrkjafé hérlend- is þótt ekki slagi það upp í upphæðina sem menningarborgin hafði til ráðstöfunar í fyrra. Auglýst er eftir umsóknum til nýsköpun- Siguröur Pálsson Stúlkurnar á nektarstaönum kölluöu hann „fils de pasteur"! Prestssonurinn Fleira fólk kom á ritþing Sigurðar Pálssonar í Gerðubergi um síðustu helgi en áður hefur komið á slík þing og bendir það til aö þau hafi spurst vel út, ekki síður en sjónþing myndlist- armanna á sama stað. Fólkið sem fyllti stóra salinn í menningarmiðstöðinni varð heldur ekki fyrir vonbrigðum. Sigurður er manna lít- illátastur en einmitt hógværð hans og meðfædd kurteisi er kjaminn í kímninni sem alltaf glitt- ir i. Og það var mikið hlegið. Fram kom að Sigurður er alinn upp á Skinnastað i Öxarfirði í N-Þingeyjarsýslu, ein- stökum stað hvað landslag og veðurfar snert- ir, og er þar að auki bæði prestssonur og ör- verpi. Mun allt þetta þrennt eiga sinn þátt í því hvað hann er óvæntur og framandi sem persóna og skáld. Eiginlega fékk maður á til- finninguna undir yfirheyrslum Jóns Yngva Jóhannssonar, Vigdísar Grímsdóttur og Krist- jáns Þórðar Hrafnssonar að Sigurður væri geimvera, kominn til jarðar til að láta okkur sjá hversdagsheiminn í nýju ljósi. Barn sem hélt ad það vœri köttur Sigurður lagði áherslu á að bernskuminn- ingar okkar væru alltaf „minningar um minningar" sem aðrir hefðu sagt okkur frá; þó sagðist hann, svei sér þá, muna alveg sjálfur eftir loðnu andliti upp við sitt eigið andlit og sú minning væri úr frumbernsku. Seinna komst hann að því aö kötturinn á bænum hafði verið hans önnur móðir og set- ið yfir honum löngum stundum í vöggunni. „Ég orti einu sinni ljóð um kött sem hélt hann væri dúfa,“ sagði Sigurður; „ég hefði eins getað ort um bam sem hélt að það væri köttur!" Ýmsar upplýsingar Sigurðar komu skemmtilega á óvart: hver vissi til dæmis að hann söng bítlalög fyrir borgun í hverfinu sinu, fimmkah á syrpuna, þegar hann var unglingur, nýkominn að norðan í landspróf! Og sagan um prestssoninn unga sem nýkom- inn til Parísar ætlaði á kaffihús en villtist inn á nektardansstað var óborganleg... Nánar um það fá hlustendur rásar 1 aö heyra þegar ritþinginu verður útvarpað - einhver nefndi 17. júní. Nýmeti er hollt Gaman er aö sjá hvað Píkusögur Eve Ensler gera það gott í Borgarleikhúsinu og kemur í Ijós að leikhúsáhugafólk kann að meta að fá að sjá verk meðan það er enn volgt úr ofn- inum. Dönsk leikhús eru ekki farin að sýna Píku- sögur en það kemur ekki í veg fyrir skrif um þær í dönsk blöð og konurnar sem þar segja frá sýn- ingum á verkinu i Bandaríkjun- um yrðu öf- undsjúkar ef þær vissu að viö þurfum bara að fara upp í Kringlumýri. Matið á Píkusögum virðist fara býsna mikið eftir því hvort lesinn er textinn eða verkið séð á sviði - og hefur sviðsverkið þá jafnan betur eins og vera ber. Bettina Helt- berg fer til dæmis óvirðulegum oröum bæði um bókina, sem komin er út á dönsku, og hinn umrædda líkamshluta í bókablaði Politiken. Hún yrði áreiðanlega glaðari með verkið ef hún sæi frábærar leikkonur Leik- félags Reykjavíkur segja þessar sögur. Halldóra Geirharösdóttir Segir píkusögur af innlifun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.