Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 7. MAI 2001 DV Fréttir Slegist um inntoku barna í Áslandsskóla Kristrún Lind Birkisdóttir verður skólastjóri hins umdeilda tilraunaverkefnis Fjöldi foreldra sækir mjög á að koma börnum sínum í hinn umdeilda Áslandskóla í Hafnarfiröi. Þeir búa sumir hverjir langt utan hverfisins samkvæmt heimildum DV en eins og kunnugt er munu einkaaðilar reka skólann sem tilraunaverkefni frá og með næsta hausti. Harðar deilur hafa orðið um hugmyndina og ekki síst á Alþingi. Stjómarandstaðan telur að með verkefninu sé verið að mismuna grunnskólabörnum. Endanlegur nemendahópur liggur ekki fyrir, að sögn Magnúsar Gunn- arssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, en hann staðfestir að mikil ásókn sé í skólann. „Þetta er hverfisskóli og það er númer eitt, tvö og þrjú að þjóna íbúum hverfisins," segir Magnús. Er reyndin sú að margir hafi sótt í skól- ann utan nágrennisins? „Já, ég hef heyrt töluvert af því. Fólki finnst þetta spennandi og vill skoða hvort áherslurnar séu mjög ólíkar hinu Magnús Gunnarsson. hefðbundna skóla- starfi. Skólinn hef- ur vakið mikla at- hygli,“ segir bæjar- stjórinn í Hafna- firöi. Magnús segir ekki óeðlilegt að átök hafi orðið um málið enda séu menn að fara nýjar leiðir gagnvart Bréf KÞ til KEA vekur heitar umræður: Engar úrsagnir úr KÞ Erlingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjadal og formaður stjómar Kaup- félags Þingeyinga, segir engar úrsagn- ir hafi borist félaginu þrátt fyrir bréf KÞ til KEA þar sem farið er fram á viðræður með möguleika á samein- ingu kaupfélaganna í huga. KÞ er sem kunnugt er ekki með neina starfsemi eftir að þetta elsta kaupfélag landsins lenti í greiðsluþroti árið 1997. Þrátt fyrir að þingeyskir bændur austan Fljótsheiðar séu margir hverjir við- skiptamenn Norðurmjólkur og Norð- lenska hafa sárafáir þeirra gerst fé- lagsmenn í KEA enda ber þeim engin félagsleg skylda til þess. „Það er mjög eðlilegt þegar svona gamalt og gróið félag lendir í svona hremmingum að umræður um fram- tíð þess séu tilfinningamál. Það er þó skylda þeirra sem eru i forsvari fyrir félaginu að reyna að gera eins gott úr þessu eins og nokkur kostur er fyrir félagið. Ég tel eðlilegt að kanna hvort þessi leið sé fær en auðvitað er það fé- lagsfundur í félaginu sem endanlega tekur ákvörðun í þessu máli þegar eitthvað liggur fyrir um það hvað er mögulegt í stöðunni," segir Erlingur Teitsson. -GG Hótel Hellissandur opnað: Framtak þingmannsins leigt Flugleiðum DV, HELLISSANDI: Nýtt og glæsilegt hótel, sem ber nafnið Hótel Hellissandur, var opnað á föstudag. Er það samnefnt hlutafé- lag sem stendur að rekstrinum en hótelið stendur við Klettsbúð á Hell- issandi. Það er Skúli Alexandersson, fyrrverandi alþingismaður, sem er stjórnarformaður félagsins og stóð hann að undirbúningi byggingarinnar en fyrsta skóflustungan var tekin í október 1999. Hótelið, sem er alls 700 fermetrar á tveimur hæðum, er með 20 tveggja manna vel búin herbergi, m.a. með baði og sjónvarpi. Vel er hugað að að- gengi fyrir fatlaða Skúli Alexand- gesti hótelsins. í ersson, frum- ávarpi sem Skúli kvöðull að hót- ílutti við opnunina, elbyggingunni. þar sem Voru við- staddir hluthafar og framkvæmdaaðil- ar, sagði hann frá undirbúningi fé- lagsins og byggingaframkvæmdum. Bjarni Vésteinsson hjá Verkfræði- þjónustu Akraness teiknaði húsið. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsens hannaði burðarþols- og verkfræði- teikningar. Loftorka ehf. í Borgarnesi var verktaki að byggingunni en jarð- DV-MYND PÉTUR S. JÖHANNSSON Glæsileg bygging Hótelið á Hellissandi er hin glæsilegasta bygging eins og sjá má á myndinni. vinnan var í höndum Vinnuvéla Snæ- bjarnar á Hellissandi. Um innrétting- ar á hótelinu sá Trésmiðja Pálmars i Grundarfírði auk fleiri iðnaðarmanna sem komu að verkinu. Flestir hluthafar sem koma að þessu félagi eru frá Hellissandi en auk þeirra brottfluttir Sandarar og fleiri. Margir tóku til máls við opnunina og óskuðu eigendum til hamingju með hefðbundnu skólahaldi. Nánast er búið að ganga frá ráðningu nýs skóla- stjóra en þó er ekki búið að kynna þá ákvörðun fyrir bæjarstjórn. Kandidat- inn er um þrítugt og heitir Kristrún Lind Birkisdóttir, fráfarandi skóla- stjóri grunnskólans á Flateyri. Hún er ættuð frá Akureyri og hefur unnið gott starf í menntamálum, að sögn bæjarstjórans í Hafnarfirði. Bæjarstjórn hefur heimilað bæjar- stjóra að ganga til samninga við rekstrarfélag skólans sem nú er í burðarliðnum. íslensku menntasam- tökin hafa veg og vanda af ráðningu starfsfólksins en eftirlitsþátturinn verður á hendi bæjaryfirvalda. „Ég verð ekki var við ólgu eða óánægju vegna þessa máls hér í Hafnarfirði. Ég held að það sé nauðsynlegt hverju bæjarfélagi að koma með breyttar áherslur," segir Magnús Gunnarsson. -BÞ Toyota Nissan Range Rover Ford Chevrolet Suzuki Cherokee JeepWillys Land Rover Musso Isuzu heimasíða : ALLT PLAST Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Framleiðum brettakanta. sólskyggni og boddíhluti á flestar gerðir jeppa. æn neimasioa: ÆL K www.sinmet.is\aplast einnig beddíhluti í vörubíla og vanbíla. Sérsmíði og viðgerðir. þetta glæsilega hótel á Hell- issandi. Að sögn Skúla er búið að leigja Flugleiðum hótelið og munu þær taka við því 11. maí. Hótelstjóri í sumar verður Hildur Ýr Amars- dóttir en hún hef- ur mikla og góða reynslu af hótel- stjórn. Hildur sagði að þetta hót- el væri eitt af 15 Edduhótelum á landinu og bókan- ir fyrir sumarið lofuðu góðu. Hild- ur sagði að á hótel- inu myndu starfa 7 til 10 manns í sumar. Matsalur er fyrir 80 manns. Ekki er að efa að Hótel Hellissand- ur er kærkominn staður til að gista á. Snæfellsnesið er sífellt að verða vin- sælla meðal ferðalanga og ekki dregur úr að áformað er að stofnaður verði þjóðgarður undir Jökli í sumar sem mun enn auka fjölda ferðalanga um allt Snæfellsnes. -PSJ Tilboð Verðdæmi: King, áður 173.800, nú 121.700 Queen, áður 127.200, nú 89.000 Alþjóðasamtök chiropractora mæla með King Koil- heilsudýnunum Skoda Oktavia 1600, 4.d., skr. 1/99, silfurl., ek. 33 þ. km, bsk. V. 1.030 þ. VW Passat 4x4 1900 DTi, 5.d, skr.12/98, grár, ek. 88 þ. km, bsk., krók., ABS.V. 1.720 þ. VW Transporter HÚSBÍLL, árg.1994, hvitur, ek.80 þ. km, bsk. V. 1.980 þ. Honda CRV 4x4 2000, 5 d„ skr. 7/98, hvítur, ek. 53 þ. km, bsk., hlaðinn aukabún. V. 1.700 þ. MMC L-200 4x4 D/C 2500 DTi, 4.d„ skr.9/99, svartur, ek.31 þ. km, ssk., m/hús, aukadekk, krómgr. CD. V. 2.350 þ. MMC Pajero 2800 DTi, skr.7/99, silfurl., ek.72 þ. km, ssk., 33“, breyttur. V. 2.790 þ. BRÁÐVANTAR BÍLA Á SKRÁ OG STAÐINN STRAX OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRA KL.10-18. LAUGARDAGA FRÁ KL.10-14. _ _ ' RÍLASAUNfL nöldur ehf. BÍLASALA Tryggvabraut 14, 600 Akureyri 461 3020 - 461 3019 Jeep Grand Cherokee Limited, 5,9 I, 5 d„ árg.1998, svartur, ek. 23 þ. km, ssk. m/öllu. V. 3.500 þ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.