Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 Fréttir Útgerðarmenn harðorðir: Stöðva ber stjórn- lausar veiðar - fundað með þingmönnum nyðra. „ftrekum kröfu um frestun,“ segja smábátamenn DV-MYND BRINK Fundað á Akureyri Fremst eru þingmennirnir Tómas Ingi Otrich og Vilhjálmur Egilsson. Aftar Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri. „Það verður að stöðva stjómlausar veiðar smábáta," sagði Bjöm Jónsson, kvótasérfræðingur LÍÚ, á fundi með þingmönnum Norðlendinga sem Út- vegsmannafélag Norðurlands hélt á Akureyri í gær. Stjómarþingmennimir Vilhjálmur Egilsson, Tómas Ingi 01- rich og Valgerður Sverrisdóttir sóttu fundinn og kom fram í máli þeirra að ekki stæði til að hvika frá þeim áform- um að lög sem banna frjálsar veiðar smábáta á ýsu, ufsa og steinbít taki gildi þann 1. september nk. Hins vegar sagðist Vilhjálmur Egilsson opinn íyrir þeim möguleika að breyta lögunum á einhvem hátt, til dæmis þannig að afla- heimildir í áðurnefndum tegundum yröu auknar eða öðmm aðferðum beitt. - Enginn þingmaður stjómarándstöð- unnar sat fundinn. Á fundinum sýndi Bjöm Jónsson ýmis dæmi um hvemig afli stærri afla- marksbáta og -skipa hefur skerst á und- anfómum árum en aflaheimildir smá- báta hins vegar aukist. Þetta telja út- gerðarmenn ósanngjamt og telja að um þverbak muni keyra ef gildistöku lag- anna verður frestað. Af því þurfa út- gerðarmenn þó tæpast að hafa áhyggj- ur, enda sögðu áðumefndir þingmenn að slíkt stæði ekki til. Töluðu þing- mennimir um að stoppa þyrfti í götin og koma böndum á veiðamar. Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyr- inga, sagði að mikilvægt væri að hlut- deild stærri útgerða í hefldarmagni út- hlutaðra aflaheimilda skertist ekki enn frekar frá því sem nú er. Hann sagði það vera einfalda spumingu um hag- ræði að hagur stærri útgerða væri tryggður enda væri fyrirsjáanlegt að störfum í fiskvinnslu hér á landi þyrfti að fækka mikið á næstu árum hag- kvæmninnar vegna. Stærri útgerðir gætu tryggt hagkvæmnina, en hún þyrfti hins vegar að hafa úr nægum aflaheimildum að spila. Ella væri hætt- an sú að störf í fiskvinnslu hér á landi flyttust úr landi. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra sagði að trú margra væri sú að landsbyggðin væri aðeins byggð sæ- greifum og kvótakóngum en taldi jafn- framt útgerðarmennina eiga nokkra sök á því að þau viðhorf hefðu skapast. „Við ítrekum kröfu okkar um frest- un á gildistöku laganna," sagði Öm Pálsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands smábátaeigenda, í samtali við DV í gærkvöld. Hann sagði að smábáta- menn hefðu óskað eftir því fyrir ári að gildistökunni yrði frestað, m.a. vegna starfa nefndar sem nú er að endurskoða lög um stjóm fiskveiða. Enn fremur að gildistaka laganna væri brot á sam- komulagi sem gert var við Þorstein Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráð- herra, árið 1995 og Alþingi staðfesti með lögum. Þorsteinn hefði fallist á þetta og lagt áherslu á í málflutningi sínum að ekki væri heppilegt að taka upp nýja stjóm veiða smábáta meðan endurskoðun stæöi yfir og lagði fram frumvarp sem Alþingi staðfesti. „Því er staðan óbreytt, enda hefúr nefndin ekki skilað af sér,“ sagði Öm Pálsson. „Það er ástæðulaust að gripa inn í starf nefhdarinnar með þvi að láta lögin koma óbreytt til framkvæmda, sem leiðir af sér gjörbreytt kerfi króka- báta. Sfíkt er algjörlega óásættanlegt. Afleiðingar yrðu stórfellt atvinnuleysi sjómanna og landverkafólks, samdrátt- ur i ffamboði á ferskum fiski, auk þess að veiðiheimildir bátanna mundu skerðast um tugi prósenta og forsendur fyrir útgerð þeirra bresta." -sbs Byggja frystigeymslu fyrir beitingaraðstöðu DV, SUDUREYRI:_____________________ Ekki hefur verið mikið byggt á Vestfjörðum undanfarin ár. Því heyrir til tíðinda þegar tekinn var grunnur fyrir 170 fermetra frysti- geymslu á vegum íslandssögu hf. á Suðureyri. Frystigeymslan er út- bygging úr Kögurásshúsinu svo- nefnda, en í einum hluta hússins saltar Klofningur hf. hausa og fés og selur til útlanda. Nú er verið að inn- rétta nýja og glæsilega aðstööu fyrir 30-35 beitingarmenn og konur í öðr- um hluta hússins. I frystigeymsl- unni verða geymdir beittir balar og beita. Óðinn Gestsson er fram- kvæmdstjóri íslandssögu. -VH DVWYND VALDIMAR HREIÐARSSON Loksins byggt Húsasmíöameistararnir Magnús H. Jónsson, Guðmundur Ágústsson og Jón M. Gunnarsson fagna því aö fást viö nýþyggingu en þaö hefur veriö sjaldgæft á Vestfjöröum undanfarin ár. Austfjarðagöng: Stytta leiðina um 31 km Opið hús var í Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði sl. miðvikudag og á Hótel Bjargi, Fáskrúðsfirði, sl. fimmtudag vegna kynningar á fyrir- huguðum jarðgöngum milli Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Gerð var grein fyrir helstu niðurstöðum vegna mats á umhverfisáhrifum sem verið er að vinna að á vegum Vegageröarinnar en stefnt er að þvi að skila inn matsskýrslu til Skipu- lagsstofnunar í næsta mánuði. Fjöldi manns sýndi málinu áhuga með því að mæta á kynningarnar. Jarðgöngin munu stytta leiðina milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar um 31 km en hún er í dag um 52 km. Göngin verða um 5,8 km löng og munu liggja milli Hrúteyrar í Reyðarfirði og bæjarins Dala í Fá- skrúðsfirði. Framkvæmdin er matsskyld sam- kvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfísáhrifum. Heildarverktími er áætlaður 2 1/2 ár og miðað er við að framkvæmdir geti hafist vorið 2002. Kostnaður við framkvæmdirnar hefur verið áætlaður 3,1 milljarður króna. Á núverandi vegi milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar eru nokkrir varasamir kaflar. Frá Handarhaldi að Götuhjalla, með suðurströnd Reyðarfjarðar, er varasamur kafli. Þar er þröngt að fara og blindhæðir. Fyrir Vattarnes liggur vegurinn um brattar skriður en þar er grjóthruns- og skriðu- hætta. -GG Mótun byggðastefnu: Byggðastofnun fær fulltrúa Samkomulag hefur tekist milli Byggðastofnunar og Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra um að Byggðastofnun muni eiga tvo fulltrúa í verkefnisstjórn sem vinn- ur að gerð stefnumótunar um byggðamál til næstu fjögurra ára. Ráðherra hafði áður skipað hóp- inn og ekki gert ráð fyrir fulltrúa frá Byggðastofnun í honum. Krist- inn H. Gunnarsson, formaður stjórnar stofnunarinnar og flokks- bróðir iðnaöarráðherra, var allt annaö en ánægður með þá ákvörð- un og fyllilega var gefið í skyn að Byggðastofnun myndi ekki skipa fulltrúa í undirnefndir verkefnis- stjómarinnar eins og ráöherra hafði farið fram á. Áður en stjórn stofnunarinnar fjallaði um það erindi tókust hins vegar samningar um að stofnunin fengi tvo menn í verkefnisstjóm- ina. -gk ^feðriiið ií to/alkdl | SrtállaaigamiS’aiiii' a>gj sjjávaifiiiiailll § á iflflwgiunfli__________________ REYKJAVÍK AKUREYRI Úrkomulítið norðaustan til Suövestlægar áttir, 10-15 m/s. Skúrir sunnan- og vestanlands en skýjaö og úrkomulítiö norðaustan til. Heldur kólnandi veöur, hiti 4-9 stig. Sólariag í kvöld 22.12 Sólarupprás á morgun 04.36 Síödegisflóö 18.31 Árdeglsflóö á morgun 06.46 22.12 04.12 23.04 11.19 Skýringar á veöurtáknum NVii ♦^VINDÁTT INDSTYRKUR S metrutn & sckfmdu 10°4—HITl -10° NFROST HEIÐSKÍRT fctsÖO IÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA ÉUAGANGUR ÞRUIY1U- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Alií -Vfíiv mSmS Staða himintungla í maí Júpiter er lágt á norðvesturhimni í byrjun maí. Hann nálgast sól og hverfur svo í Ijósi hennar. Merkúríus veröur kvöldstjarna í maí en skilyrði til að sjá hann verða óhagstæð. Mars kemur upp fyrir birtingu fyrri hluta maí- mánaðar en er svo lágt á lofti að hans gætir ekki. Skúrir sunnanlands Suðvestan 5-10 m/s og skúrir sunnan- og vestan til, en snýst í suðaustan 10-15 með rigningu síðdegis. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast norðaustan- og austanlands. Vindur: / 10-15 ,n/s J Hiti 8°til 17’ immttií! Vindur. J 10-15 m/s ) Hiti 8’til 17° Vtndur: J 10-15 ) Hiti 8° til 17° Sunnan 10-15 m/s og rlgnlng en úrkomulítiö noröaustanlands. Hltl 8 tll 17 stlg, hlýjast noröaustanlands. Suölæg átt. Dálítll rignlng eöa skúrir vestanlands en léttskýjaö og fremur hlýtt noröan- og austanlands. Suölæg átt. Dálitil rigning eða skúrir vestanlands en léttskýjaö og fremur hlýtt noröan- og austanlands. AKUREYRI skýjað 9 BERGSSTAÐIR alskýjað 9 BOLUNGARVÍK rigning 6 EGILSSTAÐIR 5 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjað 7 KEFLAVÍK rigning og súld 7 RAUFARHÖFN skýjaö 3 REYKJAVÍK skýjaö 8 STÓRHÖFÐI súld 7 BERGEN léttskýjað 4 HELSINKI skýjaö 12 KAUPMANNAHÖFN skýjaö 8 ÓSLÖ léttskýjað 6 STOKKHÓLMUR 6 ÞÓRSHÖFN súld 8 ÞRÁNDHEIMUR slydduél 4 ALGARVE léttskýjaö 10 AMSTERDAM skýjað 7 BARCELONA léttskýjaö 10 BERLÍN rigning 9 CHICAGO alskýjaö 10 DUBLIN skýjaö 8 HAUFAX alskýjaö 9 FRANKFURT skúr 11 HAMBORG skýjaö 6 JAN MAYEN snjókoma -1 LONDON léttskýjaö 5 LÚXEMBORG þokumóöa 7 MALLORCA skýjaö 11 MONTREAL 10 NARSSARSSUAQ skýjaö 9 NEW YORK alskýjaö 28 ORLANDO heiöskírt 18 PARÍS skýjaö 6 VÍN skýjaö 15 WASHINGTON mistur 18 WINNIPEG alskýjaö 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.