Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 8
Fréttir MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 DV CFyrirlestur um framtíð auglýsinga- og birtingarmála á Netinu fyrir auglýsinga-og markaðsfólk. Framtíð Intemetinu Vilja ekki sorpiö frá Akureyri: Gætum þurft að endurskoða samstarfið - segir Ásgeir Magnússon, formaður Fram- kvæmdaráðs Akureyrarbæjar Framkvæmda- ráð Akureyrar- bæjar hefur frestað fyrri ákvörðun sinni um útboð á sorp- hirðu og falið tæknideild bæj- arins að vinna aðgerðaráætlun um sorphirðu og förgun til fram- tíðar. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar þess að mikil óvissa er uppi varðandi framtíðarskipulag þessa málaflokks sem stafar ekki síst af landleysi Akureyrarbæjar til að urða sorp. Ásgeir Magnússon, formaður Framkvæmdaráðs Akureyrar- bæjar, segir að áformað hafi ver- ið að breyta sorphirðu bæjarins i sumar á þann hátt að hætta að taka sorp í pokum frá íbúum en hefja þess í stað „tunnuvæðingu“ og fara að taka sorpið í tunnum frá íbúunum og flytja það til urð- unar. Leitað hefur verið til ná- grannasveitarfélaganna í firðin- um um að fundinn yrði sameig- inlegur urðunarstaður fyrir allt sorp í Eyjafirði en árangur hefur enginn orðið í því máli. „Þetta er stórt vandamál og það er auðvitað enginn hagur af því fyrir okkur að menn nái ekki samkomulagi um einn urðunar- stað innan fjarðarins, en slík lausn væri auðvitað langhag- kvæmust fyrir alla aðila. Akur- eyri er reyndar þannig í sveit sett að við höfum engan annan stað til urðunar sorps en Gierár- dal þar sem sorp hefur verið urð- að undanfarin ár. Við höfum hreinlega ekkert annað svæði til urðunar og ef þessi landstóru sveitarfélög í nágrenni okkar eru ekki tilbúin að koma að þessu máli, sem var reyndar forsendan fyrir stofnun Sorpsamlags Eyja- fjarðar á sínum tíma, þá verðum við að endurskoða afstöðu okkar í þessu máli og samstarfið allt. Við sitjum í þeirri vondu stöðu að eiga engra kosta völ. Framtíð- in i þessum málum er hins vegar án efa sú að fara þær leiðir að finna sameiginlegan urðunar- stað en jafnframt að fara í meiri flokkun á sorpi og i vinnslu á hluta þess,“ segir Ásgeir. -gk Ásgeir Magnússon Hvernig getur þú fullnýtt þá peninga og vinnu sem fara í Netauglýsingar? í fyrirlestrinum verður farið yfir framtíð auglýsinga á Netmarkaðnum og stiklað á stóru í þeim nýjungum sem eru í sjónmáli í greininni. Farið verður á fræðandi hátt yfir þann hag sem hægt er að hafa af vel útfærðum auglýsingum á þessum ört vaxandi vettvangi. DAGSKRÁ 12:45 Móttaka gagna 13:00 Staða markaðarins og framtíð (Situation on the Net market/ the Future) 14:30 15:00 16:30 Kaffihlé Hámarksnýting auglýsinga á Netinu (Full value of Internet Advertising) Léttar veitingar Fyrirlesari er Brad Aronson, forstjóri og aðaleigandi l-frontier.com, sem er auglýsingastofa í Fíladelfiu, Bandaríkjunum. l-frontier.com hefur verið leiöandi 1 þróunarvinnu við auglýsingar á Netinu slðan hún var stofnuö árið 1996. Brad er höfundur bókanna „Advertising on the Internet”, sem hefur veriö marg endurprentuð og „Banners and Beyond", sem er um framtlð skapandi þróunarvínnu fyrir Netauglýsingar og var gefin út af Jupiter Communications. Skráning fer fram á Vísi.is. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá markaðsdeild Vísis.is. Þátttökugjald er kr. 12.900,- en kr. 9.900,- fyrir ÍMARK félaga. Sérstök afsláttarkjör fyrir fyrirtæki sem senda fleiri en einn þátttakanda. Innifalið er kaffi á meðan ráðstefnan stendur og léttar veitingar I lok dagskrár. Námskeiðið er haldið mánudaginn 28. maí frá ki.12.45 til 17.00 á Hótel Sögu. írisir.is góður punktur! Síðasti starfsdagur 83 ára Sparisjóðs á Flateyri: Sparisjóður Vestfirð- inga tekur til starfa DV, FLATEYRI:__________________ Síðasti starfsdagur Sparisjóðs Önundarfjarðar var á fóstudag í fyrri viku en sjóðurinn sameinað- ist daginn eftir fleiri sparisjóðum á Vestfjörðum í Sparisjóð Vest- firðinga með starfssvæði um mest- alla Vestfirði. Undir hatt hins nýja sameinaða sparisjóðs falla Sparisjóður Önundarfjarðar, Sparisjóður Dýrafjaröar, Spari- sjóður Súðavíkur og Eyraspari- sjóður á Patreksfirði. „Sparisjóður Önundarfjarðar hefur starfað óslitið frá því 1918 og gengið vel og starfið veriö afskap- lega farsælt. Hann hefur verið öfl- ugur bakhjarl byggðarinnar héma í firðinum. Fyrir utan almenna lánastarfsemi hefur sjóðurinn lagt mikið af mörkum til menningar félagsmála á staðnum," segir Ei- ríkur Finnur Greipsson, spari- sjóðsstjóri á Flateyri. Eitt stærsta verkefni Sparisjóðs- ins í menningarmálum var stofn- um Minjasjóðs Önundarijarðar sem kom upp öflugu minjasafni á Flateyri en safn þetta eyðilagðist í snjóflóðinu mikla 1995, sem og munir safnsins. En nú hillir und- ir að tekið verði til við safnarekst- ur á nýjan leik. Ein helsta ástæða fyrir samein- ingu sparisjóðanna er aö styrkja þá og gera samkeppnishæfari á fjármagnsmarkaðnum. Sam- kvæmt útlánareglum ráða þessir litlu sparisjóðir ekki við að taka | stærri fyrirtæki í viðskipti og fyr- I ir liggur að enn verður hert á þessum reglum. „Þessi sameining hefur litlar breytingar í for með sér fyrir við- skiptavini sparisjóðanna. Helsta breytingin verður í þá veru að þessi nýi stóri sjóður hefur að- gang að fjármagni á hagstæðari kjörum, auk þess sem nýi sjóður- inn ræður við að taka stór fyrir- tæki í viðskipti og styrkir með því fjármálastarfsemi á Vestíjörðum," | segir Eiríkur Finnur. Höfuðstöðvar Sparisjóðs Vest- firðinga verða á Þingeyri en gert er ráð fyrir að allir núverandi af- greiðslustaðir sparisjóðanna verði reknir áfram, auk þess sem starf- semin á ísafirði verður efld frá þvl sem nú er. Sprisjóðsstjóri verður Angantýr Jónasson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri á Þingeyri. -GS i Síðasti dagurinn Starfsfólk Sparisjóös Önundarfjaðar á síöasta starfsdegi þessarar gömlu stofnunar. Guörún Sigurbjört Eggertsdóttir, Vigdís Erlingsdóttir, Eiríkur fínnur Greipsson, Guöbjörg Haraldsdóttir og Guölaug Auðunsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.