Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 33 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskríftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Óþolandi bruðl Alþingi íslendinga er sá aðili sem helst af öllum þarf að fara vel með almannafé, umgangast það af virðingu og gera sér far um að ráðstafa því með þeim hætti að til fyrirmynd- ar sé. Þetta er ekki nema sjálfsögð krafa til þess aðila sem fer með fjárveitingavaldið í landinu. Fréttir af nánast heimskulegu bruðli og fullkominni lítilsvirðingu við skatt- borgara við frágang og innréttingu á leiguhúsnæði fyrir skrifstofur þingmanna við Austurstræti er því ekki einung- is áfall, það er mjög alvarlegt hneyksli. í skýrslu Ríkisend- urskoðunar um þetta mál kemur fram að kostnaður við frá- gang á húsnæðinu fór langleiðina í að verða tvöfaldur á við það sem áætlað hafði verið. Og var áætlunin þó ekki knöpp - því eins og segir i skýrslu Ríkisendurskoðunar: „Jafnvel þótt kostnaður Alþingis vegna innréttinga hefði verið í samræmi við kostnaðaráætlun er húsnæðiskostnað- urinn allt eins hár, eða hærri, en ætla má að kostað hefði að byggja eða kaupa samsvarandi húsnæði.“ Upphæðirnar sem hér er um að tefla eru enda verulegar. Heildarkostnaður Alþingis vegna leigusamnings næstu 12 árin og innréttinga er tæplega hálfur milljarður. Þetta er verið að greiða fyrir um 50 skrifstofur. Framkvæmdirnar sem um ræðir nú kostuðu um 240 milljónir í stað þeirra 133 sem kostnaðaráætlunin gerði ráð fyrir. Umframkostnaður- inn einn nemur því um 107 milljónum króna! Ástæðurnar fyrir þessum ótrúlegu fréttum eru sagðar ýmsar. Útboðsskyld hönnun og verkþættir voru ekki boðn- ir út, kostnaðaráætlanir voru gerðar áður en búið var að hanna verkið og samið var við verktaka og byrjað að vinna verkið áður en hönnun og kostnaðaráætlun voru tilbúnar. Allt virðist þetta sem sagt hafa verið gert með handarbök- um, nema auðvitað íburður innréttinganna sem augljóslega er allnokkur. Nú þegar eru menn farnir að tína fram afsakanir og emb- ættismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð. Á næstu dögum mun trúlega koma í ljós að fáir vilja láta benda á sig og ótrúlega margir munu hafa verið að æfa lögreglukórinn. Forsætisnefnd Alþingis getur hins vegar ekki borið við kóræfingum. Hún er verkkaupi og verður að axla þá póli- tísku ábyrgð sem fylgir því að standa fyrir stórfelldu og aug- ljósu bruðli með skattfé. Hér dugir ekki að krossfesta emb- ættismenn - það eru forsetar Alþingis sem eru á saka- mannabekknum. Her í 50 ár - holur hljómur Um helgina minntust menn þess að 50 ár eru liðin frá því að varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn var gerður. Forustumenn íslensku ríkisstjórnarinnar og fulltrúi Bush Bandaríkjaforseta höfðu af þessu tilefni mörg orð um gildi varnarsamstarfs þjóðanna og mikilvægi þess að hafa hér það sem kallað er „trúveröugar varnir“. Eflaust má færa mörg rök fyrir því að varnarliðið þjóni öryggishagsmunum íslands, þó hlutverk þess hafi farið minnkandi hin síðari ár. Mikilvægt er þó að hafa alltaf í huga að slík rök eiga fyrst og fremst við í heimi þar sem menn búa við einhverja ógn og óstöðugleika í öryggismál- um, enda er öryggi íslands samofið jafnvægi í öryggismál- um á Atlantshafssvæðinu. En þegar þau bandarísku stjórn- völd sem nú ráða í Hvíta húsinu tala um trúverðugar varn- ir hér á íslandi er í því holur hjómur. Með einstrengingsleg- um áformum um eldflaugavarnarkerfi eru þessi sömu stjórnvöld nefnilega að grafa undan jafnvægi í öryggismál- um í heiminum og hrinda af stað nýju vígbúnaðarkapp- hlaupi - þar á meðal í þeim heimshluta sem skilgreinir ís- lensk öryggismál og þær varnir sem þarf á íslandi. Birgir Guðmundsson I>V Skoðun Sjálfviljugir í Sorpu Þaö er sama sagan með ömmu- og dekraða mömmu- drengi. Einu gildir hvort að þeim standa ríkir eða fátækir. Alltaf þarf að hrósa „drengn- um“. Ævilangt er hann að sækja lýsandi dæmi um eigin dugnað viö að fara í fiskbúð- ina fyrir ömmu eða mömmu. Allir verða að læra af honum og reyna að vera eins, en mega það samt ekki. Því ekk- ert má jafnast á við dugnað „drengsins". Fái hann ekki hrós fyrir lipurð andar fýlu frá honum. Þegar fjölskyldan eða þjóðin (gefi hann sig að stjórnmál- um) sjá þóttafulla ólundina fara allir ósjálfrátt að gera eitthvað til að lyfta brúninni á dekurbarninu. Hvað fer „dengsi“ að gera? Þetta fyrirbrigði er alþekkt í fjöl- skyldum, en menn forðast að sjá það í stjómmálum. Fyrir bragðið er heimurinn á öllum tímum í höndum sjúkra. Á sama hátt og fjölskyldur, fæða þjóðir af sér fyrirbrigðið sem er auðsætt í „drengnum". Nú mun hefjast mikil hróshátíð hjá þessari þjóð. „Drengur- inn“ hefur sett met með tíu ára dugnaði. Hann er einstæður, öfundaður, dáð- ur. Fréttamenn segja á fréttamáli að hann veki allar mannlegar tilfinning- ar, góðar eða illar, frá A til Ö. Á sama hátt og „drengn- um“ er ekkert mannlegt óviðkomandi hjá þjóð sinni, þá hrærist hún dag- lega við hugsun um hann. Eitt af því marga sem er að brjótast um í mönnum er spurningin: Hvað fer „dengsi" að gera þegar hann fer frá völdum? Ekki verður hann til eilífö- ar á toppnum. „Drengurinn okkar" veit að hann getur ekki alltaf verið að sækja fisk fyrir ömmu þangað til hann verður sjálfur eins konar þjóö- aramma, dálítið spaugilegur en ekki spaugsamur sjálfur. 10 kílóa bókabúðalóöið „Drengurinn okkar“ hefur vit á að stíga af hjólinu þegar hann hefur borið alla nýju ýsuna úr fískbúðinni í þjóðina. Hann hefur lært af ljóðinu Guðbergur Bergsson rithöfundur „Fréttamenn segja á fréttamáli að hann veki állar mann- legar tilfinningar, góðar eða illar, frá A til Ö. Á sama hátt og „drengnum“ er ekkert mannlegt óviðkomandi hjá þjóð sinni, þá hrœrist hún daglega við hugsun um hann. “ Hvaö veldur velgengni Davíðs? Á fornum bókum segir, að kon- unga skuli heldur hafa til frægðar en langlífis. Davíð Oddsson er að vísu ekki konungur, en 30. apríl 2001 hafði hann verið forsætisráðherra í tíu ár samfleytt, lengur en nokkur annar maður. Skammt er líka í það, að hann hafi gegnt hinu virðulega starfi sínu lengur samtals en nokkur annar maður. Það er því ljóst, að ís- lendingar hafa haft Davíð til langlif- is. En hafa þeir haft hann til frægð- ar? Stöðugleiklnn Hér hlýtur svarið lika að vera ját- andi. Stórkostlegar breytingar, hafa orðið til bóta á íslandi í valdatíð Dav- íðs. Fyrst má frægan nefna stöðug- leikann í peningamálum og ríkisfjár- málum. Síðustu tíu ár hefur verð- bólga verið innan við 5%, svipuð eða minni en í grannríkjunum, en næstu tíu ár á undan var hún miklu meiri og komst mest upp í rúmlega 100% árið 1983. Þegar Davíð varð forsætis- ráðherra, var geipilegur halli á fjárlögum, en síðustu ár hefur verið afgangur, sem notaður hefur verið til að greiða niður skuldir ríkisins. Jafnframt hef- ur hagur ýmissa sjóða, sem voru þá að komast I þrot, verið tryggður með ýmsum ráðstöf- unum, til dæmis Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna og Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor „Þeir, sem halda því nú fram, að Davíð Oddssyni sé ékkert að þakka, eru í raun að segja, að stjómarfar skipti engu máli, þótt sömu menn kenni stjómmála- mönnum að vísu iðulega um, þegar illa fer. Velgengni Davíðs Oddssonar er vegna þess, að hann er snjall stjómmálamaður, sem fylgir skynsamlegri stefnu. “ Breyttur hugsunarháttur Ekki er minna um vert, að frelsi eiristaklinganna hefur stóraukist síð- ustu tíu árin, sérstaklega frelsi þeirra til að fara með sjálfsaflafé sitt. Réttar- öryggi hefur líka aukist með nýjum upplýsinga- og stjórnsýslulögum. Skil- yrði fyrirtækja til reksturs hafa snar- batnað. í fimmta lagi hefur hugsunar- háttur fólks breyst. Biðstofur ráð- herra voru áður fullar af fólki, sem var að fá opinbera aðstoð til að halda áfram óhagkvæmum rekstri. Nauð- synleg aðlögun atvinnulífsins að breyttum aðstæðum var með því tafin og torvelduð. Nú hafa biðstofurnar tæmst og bankar og aðrar lánastofnanir breyst úr líknarfélögum i raunveruleg fyrir- tæki, sem verða að skila eigendum sínum arði. Batnandi lífskjör Allt þetta hefur skilað sér í batn- andi lífskjörum alls almennings, þyngri pyngju venjulegs launafólks. Kaupmáttur launa hefur stóraukist: Tímabilið frá 1995 er eitthvert lengsta og mesta samfellda hag- sældarskeið íslandssög- unnar. Á móti segja sum- ir, að Davíð Oddssyni verði ekki þökkuð þessi hagsæld. Þróun á alþjóða- vettvangi hafi verið til aukins atvinnufrelsis, meiri stöðugleika og minni rikisafskipta. Rétt er það. En þessir menn gleyma því, að vinstri stjórnin á undan hafði þveröfuga stefnu. í stefnuræðu Steingríms Hermanns- sonar 3. nóvember 1988, sem aðgengi- leg er á heimasíðu Alþingis á Netinu, sagði hann berum orðum, að stjórn sín myndi ekki beita „hefðbundnum, vestrænum leiðum í efnahagsmálum", heldur „grípa inn í þróun mála“. Stjórnarmyndun og stefnubreyting Með stjórnarmyndun Davíðs Odds- sonar 30. aprU 1991 var gerbreytt um stefnu. Það auðveldaði Davíð og liði hans vitaskuld leikinn, að aðUar vinnumarkaöarins höfðu samið um tímabundna stöðvun launahækkana 1990. En sú þjóðarsátt, sem síðan hef- ur verið í gildi, hefur verið í krafti aukins kaupmáttar, og hann stafar af skynsamlegri stefnu en áður var fylgt. Þeir, sem halda því nú fram, að Davíð Oddssyni sé ekkert að þakka, eru í raun að segja, að stjórnarfar skipti engu máli, þótt sömu menn kenni stjómmálamönnum að vísu iðu- lega um, þegar illa fer. Velgengni Dav- íðs Oddssonar er vegna þess, að hann er snjaU stjómmálamaður, sem fylgir skynsamlegri stefnu. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Spurt og svaraö Eiga stjómvöld að grípa inn í gengisþróunina? Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstœdisflokks. Leiðréttist af sjálfu sér „Nei, ég tel ekki ástæðu til þess. Rétt gengi krónunnar verð- ur ævinlega á verði sem er í sam- ræmi við þjóðaframleiðslu, laun og vexti hér heima - þá samanborið við önnur lönd og gjaldmiðla. Ef gengið hefur fallið of mikið leiðréttist það af sjálfu sé eftir nokkrar vikur og ég hef trú á því að svo verði. Markaðurinn hefur einnig sýnt ákveðin við- brögð vegna gengisþróunar síðustu daga og einnig er í gangi taugaveiklun hjá þeim sem hafa skuldsett sig um of í erlendum gjaldmiðlum. Sjómannaverk- fallið hefur sitt að segja vegna þessarar þróunnar, því nú er minna framboð af erlendri mynt á íslensk- um markaði en ella væri við venjulegar kringum- stæður." Steingrímur J. Sigfusson, formaður VG. Hefhist fyrir and- varaleysið „Stjómvöld þurfa að byrja á því að viðurkenna vandann og þær viðsjár í þjóðarbúskapnum, sem hafa skapast. Það er forsenda þess að stjóm- völd nái tökum á hlutunum í stað þess að berja höfðinu við steininn og senda út tilskipanir um að allt sé í lagi. Með aðgerðum þarf að byrja að snúa ofan af þeim hagstjórnarmistökum sem hafa verið gerð, allt frá 1998. Hvetja þarf til nýrrar þjóðarsátt- ar um varðveislu stöðugleika og ráðast gegn við- skiptahallanum, stöðva fjármagnsfiótta úr landinu. Þó er erfitt og vandasamt að ná tökum á stjórn efnahagsmála þegar hlutimir era komnir úr bönd- um og þá er hætt við að mönnum hefnist fyrir and- varaleysið.“ Edda Rós Karlsdóttir, Búnaðarbankanum - verðbréfum. S tuðningsaðgerð- ir draga úr skelli „í núverandi ástandi er það tak- markað sem stjómvöld geta gert. Skaðinn er skeður og við komumst tæplega hjá því að upplifa afleiðingar mikillar of- þenslu. Að mínu mati geta tímabundnar stuðningsað- gerðir Seðlabankans þó dregið úr skellinum. Það er eðli gjaldeyrismarkaða að sveiflast mikið. Vegna við- skiptahalla er mikið offramboð á krónum og verö hennar að lækka. Veiking krónunnar ógnar fjárhags- legum stöðugleika, veldur verðbólguþrýstingi og launaþenslu. Minni viðskiptahalli er forsenda þess að þróunin snúist. Flestir hagvísar benda í rétta átt. Þótt áhrif af inngripum Seðlabankans séu yfirleitt skamm- vinn tei ég að í ljósi núverandi aðstæðna geti tíma- bundnar stuðningsaðgerðir styrkt gengi krónunnar.'1 eftir Bjarna Thorarensen. Þarna er svarið. Hann er skáld og metsöluhöf- undur. í þetta fer hann. Jarðvegurinn hefur verið undirbú- inn. Marxisku menningarvitarnir þögnuðu á hans stjómartíð. „Drengurinn" fer auðvitað í Þriggjalóðaliðið. Hann endar þar sem saga hans hófst. Það eru jafnan örlög „drengsins" að hann bítur í sporð sinn og situr að endingu fastur við rófu og rass upprunans. Auðvit- að fær hann 10 kílóa bókabúðalóðið í beinni útsendingu í sjónvarpinu og segir brandara við tækifærið. Hvað er þá mesta afrek „drengs- ins“? Líklega það að hann lét - eða á hans valdatíma - fóru íslenskir sósí- alistar sjálfviljugir í Sorpu og komu úr endurvinnslu brúklegir í slorið sem mun að endingu sjást að „dreng- urinn“ skildi eftir sig. í lögmáli fjölskyldu- og stjórnmála stendur, að róttæki eftirbáturinn þurfi ekki að fá nema lítið hlutverk í lest eða embættisspúl á skútu stjórn- álanna tjl þess að hann tryggi manna best örugga íhaldssiglingu „drengs- ins“. Guðbergur Bergsson Daður við dauðann „Dauðinn hefur vikið um set í nú- tímaþjóðfélagi en fjarlægðin gerir hann ekki skiljanlegri eða ásættan- legri heldur dularfyllri og leyndar- dómsfyllri. Fólk áttar sig ekki á endanleika hans sem gerir allt dað- ur við dauðann algengara og eðli- legra. Fólk hótar með sjálfsvígi af minnsta tiiefni, án þess að gera sér grein fyrir þeim leiðarlokum sem dauðinn er.“ Óttar Guömundsson í grein á Netdoktor.is í nöp við launamenn „En á Mogganum er starfandi ritstjórn sem virðist ekki lesa þessar fréttir. í Reykjavíkurbréfi og leiðuram birtast hug- leiðingar um verka- lýðsmál sem eru full- komlega út úr korti. Það hljóta margir að velta því fyrir sér hvers vegna ritstjórn blaðsins er svona í nöp við launamenn og samtök þeirra sem hljóta þó að vera í meiri- hluta áskrifenda. í stað þess aö fjalla með jákvæðum hætti um launamenn á hátíðisdegi þeirra, t.d. með viðtölum eða greinum eins og var nú hér á árum áður, þá er ekk- ert gert.“ Guömundur Gunnarsson á heimasíöu Rafiönaöarsambandsins. Sanngjörn umgjörð „Menntun og skapandi starf í upp- eldi bama og ungmenna er það sem ný öld kallar á. Þess vegna er það svo mikilvægt að tónlistarskólakennarar hafi kjarasamning sem væri sann- gjöm umgjörð um það mikilvæga starf sem þeir vinna.“ Svanfríöur Jónasdóttir í Mbl. sl. föstudag. Krónrn i FRJ\%.SO frllI ájm VER’C>BÓL(jCJ- pi?Ho<suerNN KoMINN F) KREJK VErSDBR&FF?- mbrkf&xjf?- INN Mb€> CJPP- HÓFODmVlNNO - VEGUR OKKRFF NflNeSTÍ E3ETNSÍN- VERÐIP LEIP TJL TUWÖLSIKIS Oö-SV'O ER FÓLkr RE> NUJ?f?B, ÖERRCJ SVO VETLÍ Hagkerfi í ólgusjó Mikill fróðleikur um lögmál efna- hagslífsins hefur dunið yfir eyðslu- klær neyslusamfélagsins síðustu daganna. Maður hefur varla við að meðtaka allar kenningar og spádóma um útlit og horfur í þeim búskap sem kenndur er við sjálfa þjóðina. Allt byrjaði þetta heldur rólega með smáfréttum um að dollarinn væri að styrkjast. Svo fór dollarinn að styrkjast enn betur og svo fóru fleiri gjaldmiðlar að styrkjast, flestir nema íslenska krónan. Þá var látið að þvi liggja að gengi hennar væri að síga. Loks sögðu sumir að hún væri að falla og tóku sér í munn Ijóta hug- takið, sem allir héldu að væri úr sög- unni, gengisfelling. Hæstráðandi efnahagsmála lands- ins kallar hræringarnar flökt krón- unnar og huggar þegna sína með því að það sé svo sem ekkert um að vera í efnahagslífinu, og því eigi menn og fyrirtæki að halda ró sinni og taka ekkert mark á hverri gengisfelling- unni af annarri. Þá mun allt falla í ljúfa löð og þeir ríku halda áfram að græða og hinir efnaminni búa við svipuð kjör og venjulega. Mergur máls Stjómarandstaðan á Alþingi hefur uppi allt aörar skoðanir og kenning- ar um gengi gjaldmiðilsins. Þar hafa leiðtogarnir hátt um að allt sé að WWJ $ : Ti fara fjandans til og heimta að ríkisstjórnin geri eitthvað í málinu, en hafa ekki á hreinu hvað þá á að vera. Hagfróðir menn geta í hvorugan fótinn stigið og hafa helst þann boðskap að flytja að útgerðin bæði tapi og græði á gengisfellingu, þar sem erlendu lánin hækka en það gerir mark- aðaverð á fiski líka. Það er að segja ef útgerðarmenn og sjómenn era ekki búnir að koma sér saman um að aflétta ekki verkfalli og hættir fyrir fullt og allt að sækja sjó. Verðlag er þegar farið að hækka vegna lélegs ástands krónunnar en ekki geta menn komið sér saman um hvort það eykur verðbólgu eða ekki. Svo hækka sumar skuldir en aðrar ækka eftir því hvar stofnað var til þeirra. Þegar verðbólgan nær sér á strik hækka innlendu skuldirnar, rétt eins og þær erlendu og mikið er um út- skýringar og súlurit, sem eiga að sýna hverjir græða og hverjir tapa, sem hlýtur að vera mergurinn málsins. Skýringar af skornum skammti Margir fjármálaspekingar segja hiklaust að íslenska hagkerfið sé alltof lítið til að gera sig gilt í alþjóða- Oddur Olafsson skrifar væðingunni og hrekist því um eins og stjómlaus smá- fleyta i stórsjó. Því verði að taka upp alvörumynt og tengjast stóru hagkerfi. Þetta segja aðrir bull og vit- leysu og séum við betur settir með okkar krónu, viðskiptahalla og bundinn fiskiskipaflota. Fyrir nokkrum vikum var hrun á hlutabréfamark- aði helsta umræðuefni þeirra sem fjalla um fjár- mál. En það var aldrei talið sérstaklega alvarlegt. Þetta mundi allt jafna sig eftir óútskýröum lögmálum. Eitthvað var minnst á langvarandi viðskiptahalla, en hann var svo sem í lagi líka. Nú er það fall gjaldmiðilsins sem mest er fjargvirðast út af og er í rauninni illmögulegt fyrir leikmenn að skilja hvort það eru slæm tíðindi eða hvort það fer allt eftir gildum efnahagslögmálum og skipti litlu máli til langframa. En þaö er ekki von að hægt sé að útskýra svo flókin fyrirbæri, þar sem enginn þarf að gefa skiljanlega skýringu á því að gengi krónunnar hrynur og hvaða eignatilfærslur það hefur í för með sér fyrir fyrirtækin og fyrir múgamanninn sem skuldar nokkur árslaun í íbúðinni sem hann er skrifaður fyrir. Amar Sigurmundsson, Samtökum fiskvinnslustöðva. Ótti er ástœðu- laus „Seðlabanki og ríkisstjórn hafa nú nýlega ákveðið að fara úr úr gengisstefnu með vikmörkum yfir í fljótandi gengi með verðbólgumarkmiðum. Ég tel að sú breyting eigi að hafa sinn tímáog á engan hátt er tímabært að grípa inn í mál nú. Ég tel raunar að þróun gengisins muni jafna sig þegar fara að berast jákvæð tíðindi úr atvinnulífinu og sjómannaverk- falli er lokið. Auðvitað má segja að hræringar í gengismálum nú í mánaðarbyrjun hafi komið á óvart, en fram að því höfðu gengisbreytingar verið innan eðlilegra marka. En vitaskuld hafa menn áhyggjur af siðustu lækkun á gengi krónunnar og hættan liggur i því að að verðbólgan aukist. Mín skoðun er hins vegar sú að ótti sé ástæðulaus.“ ‘ Gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiölum hefur sigiö mikiö síöustu daga. Forystumenn ríkisstjórnarlnnar telja enn ekki tilefni til inngrips stjórnvalda ,Verðlag er þegar faríð að hœkka vegna lélegs ástands krónunnar, en ekki geta menn komið sér saman um hvort það eykur verðbólgu eða ekki. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.