Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2001, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 7. MAÍ 2001 Skoðun DV Spurning dagsíns Hver finnst þér fallegasti fuglinn? Vigdís Halla Björgvinsdóttir, 4 ára: Kríur eru fallegastar. Hinrik Georg Gylfason, 5 ára: Geirfugtinn. Gígja Ottadóttir flugfreyja: Pelíkaninn. Anna Jónína Kristjánsdóttir leikskólakennari: Músarrindillinn. Ekki heldur þegnskylduvinnu Geir R. Andersen blm. skrifar: í spurningu dagsins í DV sl. fimmtudag var reifuð spurningin um þegnskyldu- vinnu; Finnst þér ástæða til að taka upp þegnskyldu- vinnu á íslandi? - Fjórir svöruöu spurningunni neitandi, einn ját- andi og einn var óákveðinn. Þetta kemur ekki á óvart. Það hefur tíðkast hér um ára- bil að halda börnum og unglingum frá vinnu, og lög hafa verið sett til að varna því að einstaklingar á ung- lingsaldri vinni annað en svo- kallaöa bæjarvinnu sem felst í dútli við snyrtingu blómabeða og að slá vegkanta án þess þó að grasið sé hirt á eftir. En burt frá þessum inngangi og beint að hugtakinu um þegnskyldu- vinnu. Allar þjóðir Evrópu, Norður- löndin með talin, og til skamms tíma Bandaríkin, hafa herskyldu, þar sem ungt fólk er skyldað til að þjóna landi og þjóð nokkra mánuði samfleytt þar sem varnir og hernað- artól koma við sögu og kennt hvern- ig staðið er að verki til að verja þjóð þeirra innrás eða náttúruhamfór- um. Ég ætla mér ekki þá dul að ræða hernað, herskyldu eða tól og tæki til hemaðar, það yrði fordæmt harka- lega í þessu landi ofbeldis og auk- inna afbrota. En það er meira en lít- ið hjákátlegt að þjóð komin af vík- ingum og hraustmennum í bak og fyrir skuli ein þjóða í álfunni vilja búa við þá smán að hafa ekki þegn- skylduvinnu í einhverju formi. Þótt ekki væri nema til að koma ung- mennum í snertingu við einhvem aga með skipulögðum hætti örstutt- an tíma ævinnar. Það er satt að segja ótrúlegt hve stjómvöld hafa, allt frá lýðveldis- töku 1944, verið sljó fyrir því að Af nógu að taka. Þegnskyiduvinna rúmast innan flestra starfsgreina Frá islandsmeistarakeppni í handflökun. „Það er meira en lítið hjá- kátlegt að þjóð komin af víkingum og hraustmenn- um í bak og fyrir skuli ein þjóða í álfunni vilja búa við þá smán að hafa ekki þegnskylduvinnu í ein- hverju formi. “ byggja upp þjóðina með skipulögð- um hætti, nema rétt í bóklegu skyldunáminu. Af nógu er að taka innan ramma þegnskylduvinnu; fiskvinnsla og tengd störf, vegagerð og hefting uppblásturs og ræktunar- störf. Auk þess að kenna til verka í nauösynlegustu bráðahjálp vegna hugsanlegra náttúruhamfara. Allt undir leiðsögn hæfra og sér- þjálfaðra leiðbeinenda. Það er þverstæða i þjóðlífinu að flytja inn hundruð Pólverja og ann- arra útlendinga til að flaka fisk og pakka honum þegar nóg er að koma á þegnskylduvinnu til að leggja lið ýmsum lífsnauðsynlegum atvinnu- greinum. Þegnskylduvinna er ekki pólitískt bitbein, hún er þverpólitísk, það má staðhæfa hér og nú. - En að sjálf- sögðu er uppbyggilegra fyrir þjóð- ina að sitja við að skilgreina píku- sögur og dreifa debetkortum til unga fólksins við fermingu en að skikka það í þegnskylduvinnu. - Hvað hafa ráðamenn verið að hugsa gegnum tíðina fyrir þjóðina? Hvað er þjóðin að hugsa? Heilbrigt eða sjúkt efnahagslíf? Ólafur Stefánsson skrifar: Það er spurt á báða bóga vegna sviptinga í gengismálum undan- farna daga. Stjómarandstaðan spyr stjórnarherrana en fær fátækleg svör. Almenningur stendur hins vegar dolfallinn og bíður þess sem verða vill. Ferðaskrifstofur, flug- félög og olíufélög hækka bara verð- ið, og em reiðubúin til þjónustu við þá sem efni hafa á. En hætt er við að margir dragi saman seglin strax í sumarbyrjun. Spurning er hvort eitthvaö þýöi að spyrja stjórnvöld hvað þau hygg- ist gera í þessu máli. Það er sjó- mannaverkfafl og lítifl afli berst á land til útflutnings. Ekki er þaö Evran er ekki tilbúin enn og því fátt til bjargar annað en að sækja í snatri um aðild að nýja, stóra ameríska tollabandalaginu og taka jafnhliða upp dollara (ís- lenska þess vegna) sem tengdust þeim ameríska. stjómvöldum að kenna. Og ekki heldur hnattræn bensinverðshækk- un. Þaö ætti frekar að spyrja stjóm- völd og seðlabankamenn hvort efna- hagslíf okkar sé það sterkt að ein- hver von sé til þess að gjaldmiðill- inn, krónan, nái sér upp aftur. Enn hefur hún nefnilega ekki gert það þrátt fyrir umtalsverða áherslu tals- manna peningamála hér um að svo muni verða. Það er einföld staðreynd að ís- lenska krónan á undir högg að sækja úr öUum áttum. Hún er ekki sterkur gjaldmiðiU eða ákjósanlegur, líkt og flestir aðrir á meginlandi Evrópu. Að ekki sé minnst á doUarann. Og með þeirri staðreynd getum við ekki búið mikið lengur. Evran er ekki tU- búin enn og ekki víst að Bretar láti sig gagnvart henni. Það er því fátt tU bjargar annað en að sækja í snatri um aðUd að nýja, stóra ameríska toUabandalaginu og taka jafnhliða upp doUara (íslenska þess vegna) sem tengdust þeim ameriska. ■■ '' O. v - ■ Píka er allt sem þarf Frá því Garri öðlaðist hið svokaUaða hvolpavit fyrir margt löngu, hefur hann verið töluverður áhugamaður um píkur og svo mun reyndar um fleiri kynbræður hans. Og hann lærði líka fljótt að vera ekkert að flíka sínum píkuáhuga á fund- um og mannfognuðum, sérstaklega ekki þegar píkuberar, sem sé konur, voru nærstaddar. Svo- leiðis gerði maður bara ekki því aUt píkutal var argasti dónaskapur og gott ef ekki klám og um leið óvirðing við nærstadda pikubera. Sömuleiðis hefur Garri forðast að opinbera áhuga sinn á pik- um með léttu spjaUi um fyrirbærið á vinnustaðn- um því slíkt gæti sært blygðunarkennd við- staddra kvenna og jafnvel faUið undir kynferðis- lega áreitni og varðað viö lög. Garri er auðvitað mótaður af þessu samfélags- lega viðhorfi gagnvart píkunni og hefur því um- gengist fyrirbærið af tilhlýðlegri virðingu og var- úð og ávaUt talið sig vera að þjóna sjónarmiðum og hagsmunum kvenna meö því. Munntöm píka En nú er komiö í ljós að Garri hefur aUa sína hundstíð vaðið í viUu og svíma i píkumálum. Pík- an er sem sé mál málanna í dag og enginn maður með mönnum nema hann taki eina létta píkuum- ræðu á hverjum degi. Og það voru ekki klám- hundamir sem störtuðu þessu píkutískuæði, held- ur konumar sjálfar. Fyrir skömmu kom út metsölubókin Píkutorf- an, að sjálfsögðu skrifuð af konum og skyldulesn- ing allra píkuáhugamanna. Og nú þyrpast borgar- búar í leikhús tU að sjá hið gagnmerka verk, Píkusögur, þar sem leikkonur taka sér píku í munn 128 sinnum, það er að segja orðið píku. Ugg- laust verður píkan orðin stúlkunum nokkuð munntöm eftir 100 sýningar eða svo en þá hafa leikkonurnar sagt „píka“ samtals 12.800 sinnum. Leikstjórinn, sem einnig er kona, segir í viðtali við DV að píkan sé hreyfiaflið og frá henni sé lífs- krafturinn kominn og enn fremur að markmið leikritsins sé að fá fólk til að dást að þessum lík- amsparti. Garri þarf sem sé ekki að fara að sjá þessa sýn- ingu því, eins og áður sagði, er langt síðan áhugi hans og aðdáun á pikum kviknaði en nú fyrst get- ur hann tjáð sig um þetta hugðarefni sitt, píkuna, eftir að konur hafa sjáflar riðið á vaðið. Tillatal Hitt er svo annað mál að það er ekki hægt að leyfa konum að einoka umræðuna og gera sínum pikum hærra undir höfði en sambærilegum og stundum hliðstæðum líkamspörtum karla. Það þarf sem sé að skrifa bókina Pungtorfuna og semja leikritið Tillatal eða Typpasögur þar sem karlleikarar taka sér typpi í munn 128 sinnum, það er að segja orðið typpi. Göndlar kaUa hafa sem sé orðið mjög út undan að undanförnu í allri píkuumræðunni og tími tU kominn endureisa hin íslensku typpi og hefja þau til vegs og viröingar á ný i menningarlegu tiUiti. Garrí Allt opinberaö Órói í flugturninum? Flugturninn og rannsóknin Gunnar Gunnarsson skrifar: Svo virðist komið í rannsóknar- málum vegna hins hörmulega flug- slyss í Skerjafirðinum að nú færist áherslan á samskipti flugturnsins á ReykjavíkurflugveUi við flugmann flugvélarinnar sem fórst og um leið aðrar flugvélar sem í aðflugi voru á sama tíma að kvöldi hins 7. ágúst sl. Það er að vonum að þessi atburðarás veki sérstaka athygli, svo mjög sem þau skiptu sköpum um örlög þeirra sem innborðs voru. Það var því ekki nema eðlUegt að birta þau samskipti opinberlega. Hins vegar virðist svo sem þessi sérstaki þáttur rannsóknar- innar fari fyrir brjóstið á flugumferð- arstjórum. Og eftir að þessi rannsókn hefur nú náð inn á hið háa Alþingi með brauki og bramli og höfð þung orð á báða bóga (af hálfu eins þing- manns og forsvarsmanns rannsókn- arnefndarinnar) verður ekki aftur snúið. Málið aUt á þvi að opna upp á gátt frá byrjun tU enda. Og einmitt sérstaklega þáttinn sem snýst um fjarskiptin úr flugturninum. Ógnvænlegir undirheimar Birna Sigurðardóttir hringdi: Ég.tek heUs hugar undir leiðara í DV í dag (fimmtud. 3.5.) undir fyrir- sögninni Skothríðin hafin, og fjallar um fikniefnin og skothríðina sem nú er hafin úr undirheimum hér á landi og þá fyrirboða sem í vændum eru í tengslum við oföeldi, mútur og fyrir- greiðslur sem stundaðar eru purkun- arlaust gagnvart svoköUuðum burð- ardýrum og neytendum eiturefnanna, og teygja nú klæmar upp á yfirborð- ið - eins og segir í þessum leiðara DV. Við stöndum nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort tímabært sé að láta undan og leyfa þessi fikniefni undir ríkisforsjá (heUbrigðisgeirans) - fóma minni hagsmunum fyrir meiri - eða hvort herða á róðurinn sem kannski er löngu tapaður. - Er hér ekki mál fyrir þjóðina að kjósa um? Meðal annarra. Þjóðernissinni - ekki öfgamadur Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Oft kemur upp sá misskilningur fólks í umræðu nútim- ans að sá maður sem vill kaUa sig þjóðernissinna sé öfgamaður. Þetta er engan veginn rétt. TU þess að byija meö var t.d. Jón Sigurðsson einn mesti þjóðernis- sinni í sögu okkar og þótt víðar væri leitað. Hann lagði aUt í sölurnar fyrir land og þjóð. En ég vU nefna þrjú dæmi um leiðtoga á síðustu 80 árum eða svo sem þóttust vera þjóðemis- sinnar gagnvart þjóð sinni. Fyrst skal nefna Adolf Hitler sem var þjóðemis- jafnaðarmaður. Þá Margréti Thatch- er þjóðernisföaldsmann og Slobodan Milosevich, þjóðerniskommúnista. Blóði drifnar slóðir þeirra allra bera ekki merki um sanna þjóðernis- stefnu. - Aðeins Jón Sigurðsson hefur hreinan skjöld. wsamtm Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Jón Sigurðsson forseti. Lagöi allt í sölurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.