Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Side 2
2
Fréttir
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
___________DV
Titringur efnahagslífsins:
Mun breyta fjárlögunum
- útgjaldahlið ríkissjóðs hefur vaxið ört
Hræringarnar í efnahagslífi lands-
manna þessa dagana munu hafa
áhrif á fjárlög næsta árs. Þetta segir
Ólafur Örn Haraldsson, formaður
fjárlaganefndar Alþingis, en hann
vill ekki tjá sig nánar um hvers kon-
ar fjárlög verða lögð fyrir næsta þing.
Vinna við gerð fjárlaganna er þegar
hafin en það verður ekki fyrr en í
nóvember sem frumvarpið verður
lagt fram.
„Það er alveg ljóst aö þær breyt-
ingar sem við erum að sjá í efnahags-
lífnu núna munu hafa einhver áhrif
á fjárlagagerðina en það
kemur fleira til en bara
tekjuhliðin. Það hafa einnig
orðið verulegar útgjalda-
aukningar hjá ríkinu. Sem
dæmi má nefna launahækk-
anirnar sem er mjög stór
póstur," sagði Ólafur örn í
samtali við DV í gær.
Spurður um vaxandi
skuldabyrði ríkisins vegna
erlendra lána, segir Ólafur Öm að
vissulega muni verðbólgan hafa nei-
kvæð áhrif.
Eins og fram hefur komið í
DV telur Vilhjálmur Egilsson,
sjálfstæðismaður og formaður
efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis, að auknar líkur séu
á harðri lendingu í efnahags-
lífinu enda hafi forsendur
breyst undanfarið. Forsætis-
ráðherra telur aö verðbólgan
muni hjaðna aftur innan
skamms en ekki era allir svo
bjartsýnir. Ólafur Örn vill ekki
blanda sér í spár manna um fram-
vindu efnahagslífsins og hann vill
Ólafur Örn
Haraldsson.
ekki tjá sig um ummæli Vilhjálms.
Vilhjálmur Egilsson sér ákveðna
kosti við harða lendingu, þar sem
efnahagslífið geti þá flýtt viðbrögðum
sínum til að byggja upp nýtt hagvaxt-
arskeið. Ólafur Örn viO ekki heldur
segja skoðun sina á því.
En bendir ekki allt til að næstu fjár-
lög verði aðhaldssamari en verið hef-
ur og óraunhæft verði að gera ráð fyr-
ir tekjuafgangi? „Ég vil ekkert segja
um það. Það væri óeðlilegt að tjá sig
um það á þessu stigi,“ segir formaður
fjárlaganefndar Alþingis. -BÞ
Föstudagserill:
Vá við Kringlu
í síðdegiserli föstudagsumferðar-
innar í gær urðu fimm umferðar-
slys á Kringlumýrarbrautinni á
skömmum tíma; þar af tvö alvarleg.
í fyrra tilvikinu skullu tvær bif-
reiðar saman á mótum Kringlumýr-
arbrautar og Miklubrautar. Báðar
voru að fara yfir á grænu ljósi og
gjöreyðilögðust. Ökumaður annars
bilsins var fluttur handleggsbrotinn
á sjúkrahús.
í síðara tilvikinu ók ökumaður
gegn rauðu ljósi á mótum Lista-
brautar á þrjár bifreiðar sem biðu
eftir grænu og slasaði ökumenn
þeirra allra. Þurfti stálskera til að
ná þeim út. -EIR
Dópaður og
fullur á Reykja-
nesbraut
Lögreglunni í Reykjanesbæ var
tilkynnt um bifreið sem valsaði á
mikilli ferð á milli akreina á
Reykjanesbraut á móts við af-
leggjarann að Vogum í gær. Var
hart brugðist við en áður en lög-
reglumenn náðu á staðinn valt um-
ræddur bíll út af veginum og varð
því ekki meiri voði af.
„Ökumaður var fluttur á slysa-
deild en hann er grunaður um aö
hafa verið undir áhrifum lyfja og
áfengis,“ sagði varðstjóri lögregl-
unnar. „Það var kannski eins gott
að hann valt miðað við aksturslag-
ið.“ -EIR
Fyrsta tollalausa káliö
Veriö er aö keyra i verslanir fyrsta
grænmetiö sem felldir voru niöur toll-
ar af nýveriö. Hér er um aö ræöa
iceberg-kál og aö sögn forsvars-
manna Dreifingar, sem flytur káliö
inn, iækkar verö þess um 22%, eöa
úr 315 kr. á haus í 259 kr. þrátt fyrir
örlitla hækkun frá erlendum birgjum.
□V-MYND EtNAR J.
Beöiö eftir aö komast inn
Gríðarleg biöröö myndaöist viö Laugardalshöllina síödegis í gær af fólki sem beiö óþreyjufullt eftir aö komast inn á
tónleika Rammstein og Ham. Þessi mynd var tekin um þaö leyti sem byrjaö var aö hleyþa inn í húsiö um kl. sjö.
Stuttu seinna haföi rööin lengst til muna.
Graðhestur í Viðey
- engin hestaleiga í sumar
Engin hestaleiga verður í Viðey í
sumar eins og undanfarin ár. Samn-
ingar við hestaleiguna í Laxnesi
hafa ekki gengið upp og því verða
útreiðartúrar ekki stundaðir í eynni
að sinni.
„Ég er hins vegar sjálfur með sjö
merar i Viðey og er að flytja grað-
hest til þeirra. Það verður mikið
fjör,“ segir Ragnar Sigurjónsson,
ráðsmaður í Viðey. Ragnar leigir
merarnar ekki út til gesta en er
hins vegar að rækta ákveðið litaaf-
brigði af íslenska hestinum sem
kallast slettuskjótt: „Þetta er eins
konar indíánahestalitur," segir
Ragnar sem fór með graðhestinn út
í Viðey um kvöldmatarleytið í gær.
„Ég vona að við getum byrjað aftur
með hestaleigu hér í Viðey á næsta
ári.“
Graðhesturinn sem fékk merarn-
ar sjö í Viðey í gærkvöldi heitir
Glitnir og kemur frá Refsstöðum í
Borgarfiröi. -EIR
Merarnar bíöa
Glitnir kominn á prammann á leið út i Viöey. Hryssa og folald fengu aö fljóta
meö og sýndi graðhesturinn af sér stillingu á meöan á feröinni stóö.
Kári sígur
Gengi hlutabréfa
y í deCODE stóðu í
gær í 7,56 dollurum
I á hlut á Nasdaq-
markaðnum í New
York. Það er lækk-
' ’ ^Jtj un um 1,69% frá því
jgPSjg markaðurinn var
opnaður klukkan 14
að íslenskum tíma.
Sprengja fannst
Tveir Svisslendingar fundu ætl-
aða handsprengju í móa utan girð-
ingar við gömlu ratsjárstöðina í
Rockville í gær. Lögreglan á Kefla-
víkurflugvelli var kölluð til ásamt
herlögreglunni. Þá kom í ljós að um
reyksprengju var að ræða. Hún var
ósprungin.
Vantarfólk
Erfitt reynist að fá fólk til starfa á
Vestfjörðum um þessar mundir.
Mikið er af störfum í boði á ísafirði,
Flateyri og í Hnífsdal. Samkvæmt
vinnumarkaðskönnun Hagstofunn-
ar hefur fólki á vinnumarkaði fjölg-
að nokkuð miðað við sama tíma í
fyrra.
Stelpur betri
Stúlkur stóðu sig betur en piltar í
samræmdum prófum 10. bekkja i
vor. Nemendur í Reykjavík og ná-
grannasveitarfélögunum gekk betur
en nemum í öðrum landshlutum.
Menningarborg á enda
Reykjavík menn-
ingarborg Evrópu
árið 2000 er viða-
mesta menningar-
verkefni sem unnið
hefur verið hér á
landi. Skýrsla um
verkefnið var
kynnt í gær og von-
ast aðstandendur
eftir því aö hún nýtist til margs
konar hluta í framtíðinni.
Góðar undirtektir
Hugmyndir Bolla í Sautján um
stækkun Sundhallar Reykjavikur
hafa fengið firna góðar undirtektir.
Bendir margt til að af breytingun-
um verði.
Bílvelta á Kjalvegi
Bifreið valt á veginum yfir Kjöl í
gærkvöld, norðan við Hólaaf-
leggjara í Biskupstungnahreppi,
sunnan Bláfellsháls. í bílnum voru
útlendingar. Enginn slasaðist og bif-
reiðin er lítið skemmd.
GSM-skuld
Stórkostleg fjölgun árangurs-
lausra fjárnáma og uppboða hjá
ungmennum sem ekki hafa náð tví-
tugsaldri er að hluta til vegna síma-
skulda. Mikið GSM-tal kostar sitt.
Valt í Djúpinu
Bifreið valt i Mjóafirði í ísafjarð-
ardjúpi siðdegis í gær. Ungt par sem
í bílnum var slasaðist lítillega og
erfiðlega gekk að koma bifreiðinni
aftur á réttan kjöl og upp á veg.
Ók á Ijósastaur
Bifreið var ekið á ljósastaur aust-
ur á Flúðum um eittleytiö í nótt.
Stórsá bæöi á bifreið og ljósastaur
eftir þau faðmlög. Bílstjórinn fékk
að gista fangageymslur lögreglunn-
ar í nótt en hann er grunaður um
ölvunarakstur. -EIR/GG