Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Side 9
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 DV 9 Fréttir Kjúklingasala eykst - ástæðan væntanlega snarminnkandi campylobactersýkingar Kjúklingasala hefur aukist mjög síðan á áramótum, þó er enn ekki hægt að merkja neina breytingu á sölu í kjölfar nýlegra frétta af snar- minnkandi mengun í kjúklingum. Þeir aðilar sem DV hafði samband við voru allir sammála um að salan hefði aukist en gátu ekki fullyrt um ástæðuna. Ólafur Guðjónsson, kjúklingabóndi á Móum, sagði hins vegar að i kjúklingaframleiðslunni væru „engar fréttir góðar fréttir" og að jafnvel gæti farið svo að salan minnkaði eitthvað þrátt fyrir já- kvæðu fréttirnar. Undir þetta tóku fleiri aðilar sem DV hafði sambandi við, þeir höfðu ekki áhuga á að tjá sig opinberlega um málið þar sem það gæti skaðað fyrirtækin þrátt fyrir að fréttirnar væru jákvæðar. „Kjúklingasala hefur aukist mik- ið hjá ísfugli síðastliðna mánuði," segir Hulda Ingólfsdóttir, sölustjóri hjá fyrirtækinu. „Ég held að það eigi ekki bara við hjá okkur, þetta er gegnumgangandi þróun á mark- aðnum.“ Hulda segir að þessa sölu- aukningu megi án efa rekja til þess hve vel hefur gengið að koma í veg fyfir campylobactersýkingar og að aðgerðir þar að lútandi séu greini- lega að bera góðan árangur. -ÓSB DV-MYND BRINK Þetta er ungt og leikur sér Það er ekki amarlegt að hjóla í svo fallegu umhverfi eins og Kjarnaskógur viö Akureyri óneitanlega er. Styrkur á tungumálaári: Nýir valkost- ir í tungu- málanámi Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur úthlutað styrkjum í síðari umferð styrkveitinga til verk- efna á Evrópsku tungumálaári 2001. Veittir verða styrkir til 142 verk- efna í aöildarlöndum ESB og EFTA/EES-löndunum að upphæð tæplega 4,2 milljónir evra eða um 375 milljónir íslenkra króna. Alls bárust 1056 umsóknir. Eitt íslenskt verkefni, sem er á vegum Rann- sóknaþjónustu Háskóla íslands, hlýtur styrk og er hann um 4,5 millj- ónir íslenskra króna. Verkefnið ber heitið „Nýir val- kostir í kennslu og námi tungu- mála“ og felur i sér ráðstefnuhald í Reykjavík 8. til 9. nóvember nk. og sýningu og kynningu á kennsluefni og kennslubúnaði. Á ráðstefnunni verður notaður fjarfundabúnaður sem mun gefa fjölmörgum aðilum innan lands og utan möguleika á þátttöku. Verkefnið er unnið í sam- vinnu við símenntunarmiðstöðvar, Tungumálamiðstöð Háskóla Is- lands, Alþjóðaskrifstofu háskóla- stigsins, Menningar- og fræðslusam- band alþýöu og EAEA, sem eru evr- ópsk samtök um fullorðinsfræðslu. Markmið með verkefninu er að kynna nýjustu aðferðir í kennslu og námi tungumála þar sem áhersla er lögð á að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Endurmenntunar- stofnun Háskóla Islands hlaut 3,2 milljóna króna styrk til aðgerða í Evrópskri viku tungumálanáms innan fullorðinsfræðslu sem haldin var 5. til 11. maí sl. í fyrri umferð styrkveitinga. -GG Sögufélag að Hnjóti: Stofnað á Jóns- messunni Áformað er að stofna sögufélag í Barðastrandarsýslu I minjasafninu að Hnjóti við Patreksfjörð á Jóns- messunni, 24. júní. Helstu markmið félagsins verða að safna og skrá þjóðhætti og staðhætti úr Barða- strandarsýslum. Önnur markmið eru að vekja áhuga héraðsbúa á þjóðlegum fræðum, á sögu og minj- um héraðsins og hvetja yfirvöld og almenning til að varðveita gamla muni, skjöl, mannvirki og annað sem kann að hafa sögulegt gildi fyr- ir héraðið. Helstu hvatamenn að stofnun sögufélagsins eru Pétur Þorsteins- son, Tálknafiröi; Eysteinn Gíslason, Skáleyjum; Finnbjörn Bjarnason, Bíldudal; Ari ívarsson, Patreksfirði; Bjami Hákonarson, Haga; Jóhann Ásmundsson, Hnjóti, og Sigríður Guðbjartsdóttir, Láganúpi. -GG í&len&k ókurðliót úr Þjóðminjaóafjni Verið velkcmin á eimtaka óýningu í Ljcóaficóóótöð við Scg Bjöm Bjamaóon, menntamálaráðherra, cpnar óýninguna Jjormlega kl. 14.00 í dag laugardaginn 16. júní. Allir velkcmnir. Sýningin verður opin alla virka daga í sumar frá kl. 13 til 17 og um helgar frá kl. 13 til 18. Verið einnig velkomin á fram- hald myndlistarsýningar FÍM í Laxárstöð í Aðaldal og í aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar sem opnar verða almenningi í sumar. Nánari upplýsingar t síma 515 9000 og vnvw.lv. is Landsvirkjun t|ÓÐMIN)ASAFN ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.