Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 DV 9 Fréttir Kjúklingasala eykst - ástæðan væntanlega snarminnkandi campylobactersýkingar Kjúklingasala hefur aukist mjög síðan á áramótum, þó er enn ekki hægt að merkja neina breytingu á sölu í kjölfar nýlegra frétta af snar- minnkandi mengun í kjúklingum. Þeir aðilar sem DV hafði samband við voru allir sammála um að salan hefði aukist en gátu ekki fullyrt um ástæðuna. Ólafur Guðjónsson, kjúklingabóndi á Móum, sagði hins vegar að i kjúklingaframleiðslunni væru „engar fréttir góðar fréttir" og að jafnvel gæti farið svo að salan minnkaði eitthvað þrátt fyrir já- kvæðu fréttirnar. Undir þetta tóku fleiri aðilar sem DV hafði sambandi við, þeir höfðu ekki áhuga á að tjá sig opinberlega um málið þar sem það gæti skaðað fyrirtækin þrátt fyrir að fréttirnar væru jákvæðar. „Kjúklingasala hefur aukist mik- ið hjá ísfugli síðastliðna mánuði," segir Hulda Ingólfsdóttir, sölustjóri hjá fyrirtækinu. „Ég held að það eigi ekki bara við hjá okkur, þetta er gegnumgangandi þróun á mark- aðnum.“ Hulda segir að þessa sölu- aukningu megi án efa rekja til þess hve vel hefur gengið að koma í veg fyfir campylobactersýkingar og að aðgerðir þar að lútandi séu greini- lega að bera góðan árangur. -ÓSB DV-MYND BRINK Þetta er ungt og leikur sér Það er ekki amarlegt að hjóla í svo fallegu umhverfi eins og Kjarnaskógur viö Akureyri óneitanlega er. Styrkur á tungumálaári: Nýir valkost- ir í tungu- málanámi Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur úthlutað styrkjum í síðari umferð styrkveitinga til verk- efna á Evrópsku tungumálaári 2001. Veittir verða styrkir til 142 verk- efna í aöildarlöndum ESB og EFTA/EES-löndunum að upphæð tæplega 4,2 milljónir evra eða um 375 milljónir íslenkra króna. Alls bárust 1056 umsóknir. Eitt íslenskt verkefni, sem er á vegum Rann- sóknaþjónustu Háskóla íslands, hlýtur styrk og er hann um 4,5 millj- ónir íslenskra króna. Verkefnið ber heitið „Nýir val- kostir í kennslu og námi tungu- mála“ og felur i sér ráðstefnuhald í Reykjavík 8. til 9. nóvember nk. og sýningu og kynningu á kennsluefni og kennslubúnaði. Á ráðstefnunni verður notaður fjarfundabúnaður sem mun gefa fjölmörgum aðilum innan lands og utan möguleika á þátttöku. Verkefnið er unnið í sam- vinnu við símenntunarmiðstöðvar, Tungumálamiðstöð Háskóla Is- lands, Alþjóðaskrifstofu háskóla- stigsins, Menningar- og fræðslusam- band alþýöu og EAEA, sem eru evr- ópsk samtök um fullorðinsfræðslu. Markmið með verkefninu er að kynna nýjustu aðferðir í kennslu og námi tungumála þar sem áhersla er lögð á að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Endurmenntunar- stofnun Háskóla Islands hlaut 3,2 milljóna króna styrk til aðgerða í Evrópskri viku tungumálanáms innan fullorðinsfræðslu sem haldin var 5. til 11. maí sl. í fyrri umferð styrkveitinga. -GG Sögufélag að Hnjóti: Stofnað á Jóns- messunni Áformað er að stofna sögufélag í Barðastrandarsýslu I minjasafninu að Hnjóti við Patreksfjörð á Jóns- messunni, 24. júní. Helstu markmið félagsins verða að safna og skrá þjóðhætti og staðhætti úr Barða- strandarsýslum. Önnur markmið eru að vekja áhuga héraðsbúa á þjóðlegum fræðum, á sögu og minj- um héraðsins og hvetja yfirvöld og almenning til að varðveita gamla muni, skjöl, mannvirki og annað sem kann að hafa sögulegt gildi fyr- ir héraðið. Helstu hvatamenn að stofnun sögufélagsins eru Pétur Þorsteins- son, Tálknafiröi; Eysteinn Gíslason, Skáleyjum; Finnbjörn Bjarnason, Bíldudal; Ari ívarsson, Patreksfirði; Bjami Hákonarson, Haga; Jóhann Ásmundsson, Hnjóti, og Sigríður Guðbjartsdóttir, Láganúpi. -GG í&len&k ókurðliót úr Þjóðminjaóafjni Verið velkcmin á eimtaka óýningu í Ljcóaficóóótöð við Scg Bjöm Bjamaóon, menntamálaráðherra, cpnar óýninguna Jjormlega kl. 14.00 í dag laugardaginn 16. júní. Allir velkcmnir. Sýningin verður opin alla virka daga í sumar frá kl. 13 til 17 og um helgar frá kl. 13 til 18. Verið einnig velkomin á fram- hald myndlistarsýningar FÍM í Laxárstöð í Aðaldal og í aðrar aflstöðvar Landsvirkjunar sem opnar verða almenningi í sumar. Nánari upplýsingar t síma 515 9000 og vnvw.lv. is Landsvirkjun t|ÓÐMIN)ASAFN ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.