Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Síða 14
14
Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
DV
Harðar deilur um kaup Lyfjaverslunar íslands á Frumafli ehf.:
Ásakanir um baktjalda-
makk og valdabrölt
- lögbannskrafa á viðskiptin tekin fyrir eftir helgi
Hörö átök eru meðal hluthafa
Lyfjaverslunar íslands hf. vegna
fyrirætlana stjórnar að kaupa
hluti í Frumafli ehf. sem er í eigu
Jóhanns Óla Guðmundssonar og
er jafnframt stór hluthafi í LÍ.
Hafa þessi átök valdið miklu upp-
námi og skapað óvissu með við-
skipti hlutabréfa í LÍ á Verðbréfa-
þingi íslands. Kaupin voru form-
lega staðfest á stjórnarfundi á
mánudag og hefur verið miðað við
860 milljónir króna. Lárus Blön-
dal, sem situr í stjórn fyrir Aðal-
stein Karlsson, sat ekki þann fund
og krafðist þess að lögbann yrði
sett á framkvæmd sölunnar og tek-
ur sýslumaður afstööu til þess eft-
ir helgina.
Skyndifundur um miðja nótt
„Ég var ekki boðaður á stjórnar-
fund sem samþykkti þessi kaup,“
sagði Lárus Blöndal lögfræðingur
sem er einn af fimm aðalmönnum í
stjóm Lyfjaverslunar íslands. Um-
ræddur stjórnarfundur LÍ var hald-
inn klukkan hálfellefu síðastliðið
mánudagskvöld og á dagskrá voru
fyrihuguð kaup LÍ á Frumafli sem
síðan voru samþykkt um miðja nótt.
Hann segir að Grímur Karl Sæ-
mundsen, stjórnarformaður LÍ, hafi
vitað að hann væri á forum utan í
þrjár vikur, en síðan hafl Grímur
boðað þennan fund degi eftir að Lár-
us fór út.
Grímur Sæmundsen sagði í sam-
tali við DV í gær að þetta væri
rangt. Þetta væri bara hrein valda-
barátta af hálfu Aðalsteins og
Lárusar. Þeir reyni aðeins að
vinna málstað sínum stuðning með
rangfærslum í fjölmiðlum. Hann
hafi boðið Lárusi að taka þátt í
fundum simleiðis en Lárus hafi af-
þakkað það. „Ég var einfaldlega í
þeirri stöðu að vera að missa fleiri
stjómarmenn í frí. Sú krafa var á
félaginu að standa við gert sam-
komulag um þessi kaup eða að öðr-
um kosti að horfa fram á skaða-
bótaskyldu vegna vanefnda. Um
þetta vissi Lárus og samdi sjálfur
yfirlýsingu í janúar um samkomu-
lag vegna kaupanna."
Aðalmenn í stjóm Lyfjaverslun-
ar íslands hf. eru Grímur Karl Sæ-
mundsen, Lárus Blöndal, Ólafur G.
Einarsson, Óskar Magnússon og
Öm Andrésson og sátu allir fund-
inn auk varamanna nema Lárus.
Tólfta júní var síöan kynnt aö
stjóm Lyfjaverslunar íslands hf.
hafi staðfest kaupsamninga vegna
kaupa á Thorarensen lyfjum ehf.
og Fmmafli hf. Hluthafafundur
hafi verið boðaður 10 júlí nk. þar
sem nánari grein verði gerð fyrir
þessum samningum.
„Við vorum þó búnir að óska eft-
ir því að hluthafafundur fjallaði um
þetta mál. Það er þvi mjög sérkenni-
legt að stjómin taki þannig fram
fyrir hendurnar á hluthafafundin-
um sem hún hefur enga heimild til.
Enda var búið að lýsa því yfir að
hluthafafundur myndi fjalla um
þetta vegna framkominnar kröfu
þar um,“ segir Lárus.
„Fundurinn var að sjálfsögðu full-
komlega löglegur," segir Grímur.
„Allar aðdróttanir um annað eru
bara til að gera hlutina tortryggi-
lega. Lárus Blöndal getur ekkert
stjórnað því frá Spáni að Lyfjaversl-
un íslands fundi ekki vegna aö-
kallandi verkefna af því að hann sé
á Spáni. Slíkt gengur ekki upp.“
_*rf. D a
;T0^p°^s
3o |
3TÓ WojftS ii
-i" r\ inr\Alíir»
-rTmSZ ...„L
'oTnpoi^S *
mpoJMS
;«o
ásve .
o
■....<
Sóltún 2
Fyrsta einkarekna hjúkrunarheimiliö sem nú er bitbein í höröum slag í fjármálaheiminum.
Lögbannskrafa
Lárus lagði í framhaldinu, ásamt
tveimur öðrum hluthöfum, fram
lögbannsbeiðni, hjá Sýslumannin-
um í Reykjavík á þriðjudag, á fyrir-
huguð kaup Lyfjaverslunarinnar á
Frumafli ehf. Var þess kraflst að
lögbann verði sett á gerð kaupsamn-
ings LÍ við Jóhann Óla Guðmunds-
son, eiganda Frumafls, og við því að
Lyfjaverslun íslands ráðstafi til Jó-
hanns eða annarra seljenda Frum-
afls hlutafé í Lyfjaversluninni sem
Lárus
Blöndal.
Grímur Karl
Sæmundsen.
samningur sé virkilega 860 milljóna
króna virði.
Samningur til 25 ára
Umræddur samningur var undir-
ritaður við ríkið í apríl 2000 og tek-
ur hann á greiðslu ríkisins á rekstr-
ardaggjöldum upp á 11.880 krónur
og húsnæðisdaggjald upp á 2.420
krónur á legudag fyrir hvert rými.
Það er samkvæmt verðlagi í ágúst
1999 sem breytist í hlutfalli við
Oskar
Magnússon.
endurgjaldi í þeim viðskiptum. Jó-
hann Óli er nú næststærsti einstaki
hluthafi LÍ með 10,71% eignarhlut.
Lárus gerir ráð fyrir að lög-
bannskrafan verði tekin fyrir hjá
sýslumanni eftir helgi.
breytingar á visitölum. Samið er
um 90 rými og greiðist fyrir hvern
rúmliggjandi einstakling og hefjast
greiðslur ekki fyrr en vistmenn eru
komnir inn í Sóltúnsbygginguna til
Málið snýst um samning við
ríkið
íslenskir aöalverktakar eru nú að
byggja hjúkrunarheimili við Sóltún
2 í Reykjavik fyrir dótturfélag
Frumafls, Öldung hf. Þar er um
fyrsta einkarekna hjúkrunarheimili
landsins að ræða með sérstökum
samningi við ríkið.
Lárus Blöndal segir að í Frumafli
sem slíku liggi engin verðmæti og í
raun séu einu verðmætin samning-
ur þess, eða dótturfélagsins Öld-
ungs, við ríkið um rekstur hjúkrun-
arheimilis. Húsið sem verið sé að
byggja í Sóltúni sé allt á lánum.
Samningurinn við ríkið hafi verið
gerður eftir útboð þar sem dóttur-
fyrirtæki Frumafls, öldungur, var
lægstbjóðandi. Lárus segir einfalt
að hluthafar spyrji sig hvort sá
Innlent fréttaljós
Hörður Kristjánsson
blaöamaöur
dvalar. Samtals gæti þar verið um
að ræða 1.287.000 króna greiðslu á
dag frá ríkinu vegna 90 einstak-
linga, eða 469.755.000 krónur á ári
(nær hálfur milljarður) miöað við
verðlag í ágúst ‘99. Samningur þessi
gildir til 25 ára. Ríkisendurskoðun
metur reksturinn þannig að hann
eigi að skila 70 milljóna króna hagn-
aði á ári.
Kaupa ekki á hvaða verði
sem er
Hluthafi í Lyfjaverslun ísland
sem DV ræddi við í gær sagði að
málið væri í sjálfu sér einfalt. Lárus
Blöndal væri einfaldlega að gæta
hagsmuna hluthafa í LÍ. Þeir væru
einfaldlega ekki tilbúnir að kaupa
Frumafl á hvaða verði sem er. Lár-
us segist hafa farið fram á þaö að fá
að vita hvers virði óvilhallir aðilar
myndu meta fyrirtækið og Búnaðar-
bankinn orðið fyrir valinu.
Sögur hafa
verið í gangi um
að bankinn hafi
metið Frumafls-
samning á
hundruð millj-
óna króna lægra
verði en búið
var að sam-
þykkja. Þar
muni um 500
milljónum.
Grímur Sæmundsen stjórnarfor-
maður segir ekkert slíkt mat hafa
verið gert. Vangaveltur um slíkt
væru úr lausu lofti gripnar því ekk-
ert mat væri til frá bankanum.
Er aö skapa sér stöðu
Lárus segir það ljóst að með því
að kaupin séu keyrð í gegn án af-
skipta hluthafa, þá sé verið að gera
stöðu Jóhanns Óla Guðmundssonar,
eiganda Frumafls, mjög sterka inn-
an LÍ. Þá stöðu geti hann síðan nýtt
sér á hluthafafundinum. Fjöldi hlut-
hafa sé þessu andvígur.
Krafa um rannsókn
Fjármálaeftirlits
Grímur Sæmundsen sendi frá sér
yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir
harðlega bréf Ingva Arnar Kristins-
sonar, fyrir hönd Búnaðarbankans
Verðbréfa varðandi ráðgjöf við
verðmat á Frumafli ehf. Um hafi
verið að ræða trúnaðarmál á milli
Gríms og Áma Tómassonar banka-
stjóra og Ámi hafi ekki treyst sér til
að gera mat, en lagt fram óformlegt
núvirðismat á Sóltúnsverkefnið. í
framhaldi af bréfi bankans lýsir
Grímur því að hann hafi krafið
Fjármálaeftirlitið um rannsókn á
áðurnefndum samskiptum og við-
skipti Búnaðarbanka Verðbréfa
með hlutabréf í Lyíjaverslun ís-
lands undanfarna daga.
Bankinn ber af sér sakir
Búnaðarbanki Islands sendi í
kjölfarið frá sér ályktun þar sem
bankinn harmar að hann skuli hafa
verið dreginn inn í deilur sem geisa
nú innan Lyíjaverslunar íslands. í
yfirlýsingunni er tekið fram að Bún-
aðarbankinn hafi engar upplýsingar
látið frá sér fara opinberlega vegna
þess máls sem nú er deilt um held-
ur einungis gert stjóm félagsins og
framkvæmdastjóra bréflega grein
fyrir vinnu sinni að verðmati því
sem um ræðir í yfirlýsingu stjórnar-
formannnsins. Þá er einnig tekið
fram að Búnaðarbankinn hafi ekki
átt nein viðskipti með hlutabréf
Lyfjaverslunar Islands hf. fyrir eig-
in reikning undanfarnar vikur.
Búnaðarbankinn hafi að eigin frum-
kvæði þegar gert Fjármálaeftirlit-
inu grein fyrir afskiptum sínum af
þessu máli og miðlun hans með
hlutabréf Lyijaverslunar íslands hf.
að undanfórnu.
í næstu viku skýrast væntanlega
allar línur í málinu þegar sýslumað-
ur tekur afstöðu til lögbannskröfu
Lárusar Blöndal. „Ég á ekki von á
öðru en að sá dómari sem tekur
máliö fyrir taki sömu afstöðu. Það
kæmi mér verulega á óvart ef dóm-
ari samþykkti lögbann," segir
stjórnarformaðurinn Grímur Sæ-
mundsen. Lárus og Aðalsteinn
sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar
sem orðum Gríms er vísað á bug.
Sama gerðu fjórir fyrrverandi
stjórnarmenn í Lyfjaverslun íslands
i yfirlýsingu til Verðbréfaþings Is-
lands. Málinu virðist því engan veg-
inn lokið.
Orn
Andrésson.