Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Qupperneq 16
16
Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
DV
Hella á Rangárvöllum:
Fólksfjölgun í fyrra
- þrátt fyrir Suðurlandsskjálfta. Tekist að komast yfir áfallið, segir sveitarstjórinn
Rannsóknarmiðstöö í jarðskjálftaverkfræði:
Mikilsverðar upplýsingar
- fengust í skjálftunum í fyrra
Jarðskjálftarnir á Suðurlandi gáfu
mikOsverðar upplýsingar um eðli
slíkra náttúruhainfara, svo sem um yf-
irborðshröðun jarðskjálfta og hvemig
mannvirki bregðast við þeim. í Rann-
sóknarmiðstöð Háskóla íslands í jarð-
skjálftaverkfræði, sem staðsett er á
Selfossi, hefur síðasta árið verið unnið
að úrvinnslu þessara upplýsinga, auk
þess sem rætt hefur verið við fólk sem
upplifði skjáiftana tvo og frásagnir
þess verið bomar saman við hinar vís-
inda- og tæknilegu upplýsingar. „Það
er mikilvæg reynsla íyrir okkur að
geta sannreynt hlutina með þessum
hætti,“ segir Jónas Þór Snæbjömsson,
verkfræðingur við rannsóknarmið-
stöðina.
Yngri hús eru traustar byggð
Úr upplýsingum um Suðurlands-
skjálftana tvo í fyrra myndast gagna-
gmnnur sem nú er verið að safna í.
Þangað munu þeir sem byggja á Suð-
urlandi - sem og aðrir - geta leitað eft-
ir upplýsingum, auk þess sem nota má
upplýsingamar þegar settir era staðlar
eða skrifaðar reglugerðir eða leiðbein-
ingar um hvemig byggja skal hús
þannig að þau standist reginöfl jarð-
skjálfta.
Jónas Þór Snæbjömsson segir að
skjálftamir í fyrra hafi sýnt að hús
sem byggð séu á sl. þrjátíu árum hafi
að jafnaði staðist hamfaramir betur en
hin eldri. Yngri hús séu almennt
traustar byggð og byggingarefni í þeim
vandaðri. Til dæmis hefur flöldi timb-
urhúsa farið vaxandi. Fyrir 1970 hafi
hins vegar verið nokkuð um að hús á
Suðurlandi væra úr hlöðnum efnum,
til dæmis holsteini, en slík hús stand-
ast alla jafna iila jarðskjálfta. Einnig
hafi undirstöður mannvirkja og frá-
gangur þeirra haft mikið að segja - og
það jafnvel ráðið úrslitum um hvemig
hús stóðust átökin á liðnu sumri.
-sbs
Meö fótinn í sprungunni
Þingmaöurinr Árni Johnsen á vettvangi í sólstöðuskjálftunum í fyrra. Hér er hann
við Skeiðavegamót þar sem sprungur komu í þjóðveginn - svo djúpar og breiöar
að fæti mátti stinga ofan í þær.
íbúar í Rangárvallahreppi gleyma
því líklega seint þegar jörðin byrj-
aði að skjálfa í miðjum hátíðahöld-
unum sautjánda júní í fyrra. Mar-
ía Ólafsdóttir blaðamaður lagði
leið sína austur á Hellu fyrir
skömmu til að athuga hvernig
uppbygging eftir skjálftana hefur
gengið og fékk í leiðinni að for-
vitnast um lífið á þessum slóðum.
Að sögn Guðmundar Inga Gunn-
laugssonar sveitarstjóra hefur
uppbyggingin gengið ótrúlega vel
og mun betur en menn þorðu að
vona fyrst á eftir.
iaröskjálftinn á besta
tíma
„í kjölfar skjálftans hefur mikið
verið byggt hér og iðnaðarmenn
hafa haft meira en nóg að gera.
Menn eru komnir misjafnlega
langt með lagfæringar og segja má
að uppbyggingin sé á öllum stig-
um. Sumir hafa verið að laga hluta
af húsum sínum jafnóöum en aðr-
ir hafa flutt út í bráðabirgðahús og
lagað allt í einu. Nokkrir seldu
hús sín öðrum sem hafa verið að
gera við þau og margir eru líka að
Heljargjá
Þessi mikla sprunga eða öllu heldur gjá myndaðist við bæinn Bitru í Flóa í
síöari skjálftanum. Þarna mátti glöggt sjá hvílíkt ógnarafl var á ferðinni í
þessum skjálftum.
með hverju ár-
inu að áhrifin
frá höfuðborg-
arsvæðinu eru
að færast aust-
ur. Það eflir
fyrirtækin sem
hér eru í fram-
leiðslu og þjón-
ustu og styrkir
stöðu byggðar-
innar. Þá hefur
aukist að fólk
vill eiga heim-
ili hér en
starfa á höfuð-
borgarsvæðinu
og einnig sæk-
ir fólk sífellt
meira i að
byggja hér
sumarbústaði."
DV-MYNDIR EINAR J.
Bjartsýnn sveitarstjóri
Uppbygging á Hellu eftir Suðurlandsskjálftann hefur gengið ótrúlega vel og betur en menn þorðu
að vona fyrst á eftir.
byggja sér ný hús,“ segir Guð-
mundur Ingi og bætir við að þrjú
bráðabirgðahús séu komin á lóðir
þar sem hús voru rifin og verði að
öllum líkindum þar til frambúðar.
Skemmdir urðu líka á eignum
hreppsins og er til að mynda eftir
að gera við sprungur í veggjum á
hreppsskrifstofunni, málningar-
skemmdir á skólanum og skemmd-
ir á hellulögn við sundlaugina.
Hellubíó var það hús í eigu
hreppsins sem fór verst út úr
skjálftanum og í apríl síðastliðn-
um var samþykkt að selja húsið ef
einhver hefði áhuga á kaupa þaö.
„Jarðskjálftinn kom á besta hugs-
anlega tíma og vonandi að sá
næsti, ef hann kemur, komi líka á
þannig tíma. Okkur hefur tekist
vel að komast yfir þetta áfall þrátt
fyrir að fyrstu vikumar hafi áfall-
ið verið mikið. Skjálftinn hefur
samt ekki haft þau áhrif að fólk
hræðist að búa á staðnum.“
húsnæði. Hins vegar sé til nóg af
lóðum til að byggja á og einnig sé
verktaki að byggja einbýlishús
sem hægt sé kaupa.
Guðmundur Ingi hefur gegnt
starfi sveitarstjóra í ellefu ár og
kann vel við sig á Hellu þvi stað-
urinn sé góður, umhverfið fallegt
og hæfilega langt sé á höfuðborg-
arsvæðiö. Hann segist líka vera
bjartsýnn á framtíð staðarins og
möguleikana sem þar leynast.
„Við finnum það meira og meira
Hestamið-
stöö með
miklum
tækifærum
Sveitarstjór-
inn telur að
mikil tækifæri
felist einnig í
uppbyggingu í
kringum hesta-
mennsku sem
fyrirhuguð er á
Gaddstaðaflöt-
um. Þar er stefnt að því að byggja
upp reiðhöll og öfluga miðstöð
sýninga og þjálfunar á íslenska
hestinum á næstu árum. „Ef áætl-
anir manna ganga eftir verður
þetta mjög stórt fyrirtæki og hér
eru skilyröi þannig aö mönnum
þarf að mistakast verulega ef það á
að vera einhver barlómur héma
til framtíöar," segir Guðmundur
og bætir við að það eina sem vanti
sé bryggja og sjór því allt annað sé
til staöar. -MA
Áhrif frá höfuðborg færast
austur
Alls búa tæplega 800 Ibúar í
hreppnum og er Hella þéttbýlasti
hlutinn með um 650 manns. Guð-
mundur Ingi segir að á síðustu tíu
árum hafi íbúum fjölgað um hálft
prósent að meðaltali á ári en á síð-
asta ári fjölgaði þeim um þrjú pró-
sent. Mikið atvinnuframboð hafi
verið undanfarin ár og í raun hafi
vantað fólk til starfa. Það sem hafi
helst haft hamlandi áhrif á að fólk
flytji á staðinn sé skortur á leigu-