Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Side 17
DV
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
17
Helgarblað
Á tjá og tundri
Allt var á rúi og stúi á bænum Stööulfelli í Gnúpverjahreppi, enda þótt húsiö þar skemmdist ekkert né heldur innanhússmunir. En óneitaniega var hjónunum
Hrafnhildi Ágústsdóttur og Oddi Bjarnasyni, sem þar búa, illa brugöiö aö koma tii síns heima, eins og loftárás heföi veriö gerö á heimili þeirra.
Eitt ár er liðið frá Suðurlandsskjálftunum:
Með jarðskjálfta í
undirmeðvitundinni
- Sunnlendingar bjartsýnir og hafa byggt upp. Draga mikinn lærdóm af skjálftunum í
fyrra. Mál til Viðlagatryggingar 1.700 talsins
Húsaskemmdir á Hellu
/ þjóðhátíöarskjálftanum eyöilögðust nokkur hús aigjöriega, þar á meöal húsið aö Freyvangi 14. Eigandinn, Sveinbjörn
Jónsson sem hér sést fyrir utan þaö, reif húsiö skömmu síöar - og hefur nú byggt nýtt á sama staö. Hann segir
stjórnvöld um margt hafa veriö vanbúin aö takast á viö aö leysa vanda þess fólks sem varö fyrir
tjóni og búsifjum í þessum náttúruhamförum.
Rétt ár er liðið frá því Suð-
urlandsskjálftinn mikli reið
yfir. Það var síðdegis um
kaffileytið á sjálfan þjóðhá-
tíðardaginn ífyrra sem jörð
á Suðurlandi skalf hressi-
lega, eða sem mældist 6,6
stig á Richters-kvaða. Það
var þó aðeinsfyrri hálfleik-
ur á skjálftasvæðinu því að-
faranótt 21. júní kom ann-
ar skjálfti sem varjafn
sterkur þeim fyrri, en varði
skemmri tíma. Fyrri
skjálftinn átti upptök sín í
vestanverðri Rangárválla-
sýslu og olli miklum búsifj-
um á því svœði, til að
mynda á Héllu, en einnig í
Gnúpverjahreppi íÁmes-
sýslu. Rœtur síðari skjálft-
ans vom hins vegar undir
Hestfjalli í Grímsnesi og
urðu skemmdimar mestar
þar í kring, ekki síst í Fló-
anum - lágsveitum Ámes-
sýslu. En hvemig er staðan
á þessu svœði nú? Sleikja
Sunnlendingar sárin enn
þá og hvemig hefur upp-
byggingarstarfið gengið? Og
ekki síður; hvaða lærdóm
geta menn dregið af þessum
miklu náttúmhamfömm?
„Reynslan gert mig þroskaðri
og sterkari mann“
Hellubúar voru velflestir staddir í
íþróttahúsinu á staðnum að fagna
þjóðhátíðardeginum þegar skjálftinn
mikli reið yfir. Fólk þusti út og til síns
heima til að athuga hverjar skemmd-
imar hefðu orðið. Aðkoman var ófóg-
ur. Rúmlega þrjátiu hús á Hellu
skemmdust og nokkur hús eyðilögðust
algjörlega, þar á meðal húsið að Frey-
vangi 14 þar sem Sveinbjöm Jónsson
bjó með fjölskyldu sinni; konu og
tveimur strákum. „Maður er enn í
töluverðu uppnámi og líklega töluvert
í það að ég nái áttum,“ sagði Svein-
bjöm í samtali við DV daginn eftir
skjálftann. Hann sagði þá vera ljóst að
i húsinu yrði aldrei búið framar og það
kom líka á daginn. Skömmu síðar var
hús hans rifið. „Ég byggði nýtt hús í
snatri og flutti inn skömmu fyrir síð-
ustu jói en fram tit þess tíma bjó ég hjá
foreldrum mínum,“ sagði Sveinbjöm
þegar DV ræddi við hann núna i vik-
unni. Hann segir að tryggingarfé hafi þó
fráleitt bætt sér allan skaðann. Viðlaga-
trygging hafi greitt honum tíu milljónir
króna í bætur, en bygging nýs húss
kosti fjórum milljónum betur.
„Reynslan sem maður fékk af þessu
hefúr tvímælalaust gert mig þroskaðri
og sterkari mann,“ segir Sveinbjöm og
segir reynsluna ekki síst felast í þeim
samskiptum sem hann átti við ýmsar
opinberar stofhanir eftir skjálftann.
Þær hafi tvímælalaust verið vanmátt-
ugar að takast á við það ægistóra verk-
efni sem jarðskjálftinn var, til að
mynda bótagreiðslur til fólks sem lenti
i tjóni í skjálftanum.
„Það er enginn beygur í mér og það
stóð aldrei neitt annað til en að byggja
upp aftur hér á Heliu,“ segir Svein-
bjöm um hina mannlegu reynslu af
skjálftunum, Hann kveðst þó tvímæla-
laust vera mun næmari nú en áður á
allar hreyfmgar í jörðu, minnugm-
hinna kröftugu jarðskjálfta í fyrra.
Býst vlð þriðja skjálftanum
„Hér var allt úti um allt, allt gler og
leirtau í molum og það eina óbrotna af
þvi var það sem haföi verið í upp-
þvottavélinni. Allt í fataskápum var
komið út á gólf og svona gæti ég hald-
ið áfram," segir Hrafnhildur Ágústs-
dóttir á Stöðulfelli í Gnúpverjahreppi
þegar hún í samtali við DV í vikunni
rifjaði upp reynslu sína af skjálftunum
í fyrra. Þegar hún kom með fjölskyldu
sinni heim eftir jarðskjálftann mikla á
17. júní var allt þar innandyra eins og
eftir loftárás. Hrafnhildur segir að það
hafi tekið sig um það bil eina viku að
koma hlutunum í samt lag aftur og
tekur fram að engar skemmdir hafi
orðið á húsinu á Stöðulfelli í skjálftan-
um né heldur innanstokksmunum.
Það sé býsna vel sloppið miðað við
hvað gerðist á mörgum bæjum, sum
hús gjöreyðilögðust og margir voru
húsnæðislausir um lengri tíma uns
bráðabirgðahúsnæði fyrir það fólk
sem var á hrakhólum var komið upp á
haustdögum.
„Maður er alltaf með jarðskjálfta i
undirmeðvitundinni og ég býst alltaf
við þriðja skjálftanum, þeim stóra sem
sagt er að komi og muni að öllum lík-
indum eiga upptök sín á milli Skarðs í
Landsveit og Heklu. Gnúpverjahrepp-
urinn gæti tvímælalaust farið mjög illa
út úr slíku,“ segir Hrafnhildur. Voru
einmitt margir sem DV ræddi við í vik-
unni vegna samantektar þessarar
greinar á sömu nótum og Hrafnhildur
- fólk býst við fleiri skjálftum í náinni
framtíð.
Sólstööuskjálfti af sama
styrideika
Síðari skjálftinn á Suðurlandi í
fyrra kom svo aðfaranótt þriðjudags-
ins 21. júní - það er um sumarsólstöð-
ur. Hann var af sama styrkleika og sá
sem reið yfir á fæðingardegi þjóðfrels-
ishetjunnar. Sunnlendingar voru flest-
ir gengnir til náða þegar jörð bifaðist,
en það var þegar klukkuna vantaði
tvær mínútur í eitt um nóttina. Upp-
tökin voru sem áður segir í HestfjaUi
og skiljanlega urðu skemmdir mestar í
nágrenni upptakasvæðisins.
Gamla húsið á Brúnastöðum í
Hraungerðishreppi, æskuheimili
Guðna Ágústssonar landbúnaðarráð-
herra sem og Hrafnhildar á Stöðulfelli
og fjórtán annarra systkina til, brotn-
aði allt mélinu smærra og fjölmörg hús
önnur skemmdust. Við Skeiðavegamót
fór vegurinn allur í sundur - og ótrú-
lega myndir af heljargjá mikilli sem
myndaðist þar skammt frá. Voru
myndir af henni og öðrum afleiðingum
þessara náttúruhamfara sendar til
alira helstu ijölmiðla heimsins. ísland
var í heimsfréttunum.
„Stöndum í sömu sporum og áður“
í vikunni greindi DV frá óánægju
hjónanna Margrétar Eggertsdóttur og
Þórðar Guðnasonar í Köldukinn í
Landsveit sem telja sig ekki hafa feng-
ið þær bætur frá Viðlagatryggingu
vegna jarðskjálftans sem þeim ber.
Ummæli þeirra hjóna eru efnislega um
margt lík því sem Sveinbjöm Jónsson
reifar hér að ofan; að hið opinbera og
stofnanir þess hafi ekki verið í stakk
búnar að takast á við að veita fólki lög-
bundna þjónustu í kjölfar skjálftanna.
„í níu mánuði hefur maður verið send-
ur á milli staða og útkoman er sú að
við stöndum í sömu sporum og áður.
Það vantaði ekki að eftir að jarðskjáift-
amir gengu yfir komu þingmennimir
æðandi hér í halarófu og hétu því ...
fólkinu yrði hjálpað. Síðan hefur ekki
heyrst í neinum.“
Þá var hér í blaðinu einnig rætt við
Anders Hansen, hrossabónda á Ár-
bakka í Holta- og Landsveit, en hús
hans gjöreyðilögðust í jarðskjálftan-
um. „Vegna þess hversu gamalt bruna-
bótamatið var þá nam það ekki nema
um einum þriðja af endurbyggingar-
kostnaði húss af sömu stærð. í raun og
vera höfum við beðið núna í heilt ár
eftir því að ríkisstjómin kæmi með
viðbótarframlag til þess að gera okkur
mögulegt að byggja hús aftur. Við
reiknum auðvitað með því að þetta
framlag komi, en því er ekki að neita
að við hefðum ekki trúað því fyrir ári
að þetta yrði ekki komið núna,“ hafði
blaðið eftir hrossabóndanum á Ár-
bakka.
Viölagatrygging greitt út tvo
milljaröa
Aðrir Sunnlendingar sem blaðið
ræddi við tóku hins vegar allt annan
pól i hæðina. Sögðu að starfsmenn Við-
lagatryggingar, líkt og aðrir sem sinnt
hafa málefnum þess fólks sem fyrir
búsifium varð í skjálftunum, hefðu
staðiö sína plikt með prýði. Að segja
annað væri ósanngjamt.
Eins og staðan var nú í vikunni hef-
ur Viðlagatrygging greitt út bætur
vegna jarðskjálftanna sem nema
tveimur milljörðum og nítján milljón-
um betur og málin sem komið hafa til
afgreiðslu eru alls 1.850 talsins, að sögn
Ásgeirs Ásgeirssonar, framkvæmda-
stjóra stofnunarinnar. Hann segir að í
nokkrum þessara mála hafi ekki kom-
ið til þess að Viðlagatrygging greiddi
út bætui' þar sem tjón hafi ekki farið
upp fyrir lágmarks eigin áhættu, en
hún nam 51.600 kr. hjá hverjum vá-
tryggingataka.
Ásgeir segir að strax þann 19. júní i
fyrra hafi Viðlagatrygging sent verk-
fræðinga og tæknifræðinga austur fyr-
ir fiall til þess að meta tjón á húseign-
um og næstu mánuði hafi verið unnið
að því að greiða fólki út þær bætur
sem því bar. Þeir sem fyrir mestu tjóni
urðu fengu greiddar út bætur að hluta
til strax - og síðan meira eftir því sem
á leið. Viðlagatrygging setti upp tjóna-
skoðunarmiðstöðvar á Hellu og Sel-
fossi og alls unnu um 30 manns við
tjónamatið þegar mest var auk mats-
manna vátryggingafélaganna sem
mátu skemmdir á innbúi. „Við vissum
af tjónum á 807 stöðum í júlíbyrjun, en
þau vom orðin 1.700 í október," segir
Ásgeir sem telur að Viðlagatrygging
hafi ekki verið lengur að afgreiða mál
þess fólks sem fyrir búsifium varð í
þessum miklu náttúruhamfórum en
ætla heföi mátt.
-sbs