Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Síða 20
20
Helgarblað
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
I>V
R-listinn er þrýstihópur
Júlíus segir R-Ustann vera þrýstihóp þar sem allir kreljist þess aö fá sem mest.
R-listi í blekkingaleik
Júlíus Vífill Ingvarsson er
framkvœmdastjóri Bil-
heima og Ingvars Helga-
sonar, fyrirtœkis sem fað-
ir hans stofnaði fyrir
rúmum fjörutíu árum.
Hann er einnig borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins og landsþekktur óp-
erusöngvari sem hefur nú
að mestu lagt sönginn á
hilluna. í viðtali við Kol-
brúnu Bergþórsdóttur
rœðir hann meðal annars
um söng, fyrirtœkjarekst-
ur og pólitík
- Nú ólstu ekki upp hjá foreldrum
þínum heldur fósturforeldrum. Af
hverju?
„Þegar mamma og pabbi hófu
sinn búskap á Hávallagötunni
bjuggu í næsta húsi hjón sem voru
komin á sextugsaldur. Ég hændist
mjög að þeim og varð eftir hjá þeim
þegar foreldrar minir fluttu á Lyng-
hagann með systkini mín. Mörgum
finnst þetta skrýtið og hnjóta um
þetta. En þetta var átakalaust. Þaö
var góður samgangur á milli þessa
heimilis og heimilis foreldra minna.
Við systkinin vorum átta og eitt
barnanna var í langri heimsókn. Ég
tel mig heppinn að hafa fengið að
vera með fósturforeldrum mínum
en jafnframt heppinn að hafa ekki
þurft að vera fjarri foreldrum mín-
um og systkinum."
- Vaknaði áhugi þinn á söng
strax i æsku?
„Fósturforeldrar mínir voru
fæddir um aldamótin 1900. Þau
höfðu hreinan og einlægan áhuga á
listum eins og margt það fólk hafði
sem upplifði sjálfstæðisbaráttuna.
Þjóðin eignaðist á þessum tíma
listamenn sem sköruðu fram úr í
öllum listgreinum. Fósturforeldrar
mínir sóttu mikið listviðburði, með-
al annars man ég eftir að hafa farið
meö þeim á tónleika hjá Stefáni ís-
landi. En það var ekki fyrr en í
menntaskóla sem áhugi minn á
óperutónlist vaknaði til fullnustu.
Þá hlustaði ég samtímis á Led Zepp-
elin, Deep Purple og Enrico Caruso.
Mér hefur alltaf fundist klassísk
tónlist og dægurtónlist vera eitt en
ekki eitthvað sem er aðskilið."
Ekki erfitt aö sieppa
- Þú stundaðir óperusöng um
nokkurn tíma en segja má að þú
hafir fórnað honum vegna annarra
starfa. Var það ekkert erfitt?
„Margir sem hafa kynnst söng-
listinni, hafa mikla söngþrá, en hafa
ekki stigið skrefið til fulls hafa kom-
ið til mín og spurt: „Hvemig gastu
hætt að syngja?" En þegar maður
hefur starfað við sönginn eins og ég
gerði þá horfir maður nokkuð öðru-
vísi á hlutina og um leið er ekki svo
erfitt að sleppa. Ég söng á annað
hundrað óperusýningar og var jafn-
framt að vinna við fyrirtækið. Þeg-
ar maður vann allan daginn og söng
svo á sviði á kvöldin varð maður
mjög þreyttur. Þetta var of mikið og
ég ákvað að taka mér hlé. Þetta er
orðið langt hlé.“
- Hverja myndirðu nefna sem
þína eftirlætisóperusöngvara?
„Af þessum gömlu kempum
finnst mér sérlega gaman að hlusta
á danskan söngvara sem heitir
Helge Rosvaenge. Hann er ekki mik-
ið þekktur og þar er ekki síst um að
kenna að hann söng í Þýskalandi
fyrir stríð og í stríðinu og var vegna
þess stimplaður nasisti. Fyrir vikið
naut hann ekki mikilla vinsælda.
En hann var mikill og sérstakur
listamaður. Af ungu mönnunum
finnst mér Bryn Terfel afar finn.“
- Nú taka allir óperuunnendur
afstöðu til þess hver af tenórunum
þremur þeim þyki bestur, Carreras,
Domingo eða Pavarotti. Hver þeirra
er þitt uppáhald?
„Þegar ég var úti á Ítalíu var ég í
námi hjá Arrigo Pola sem kenndi
Pavarotti á sínum tíma og hann
sagði mér sögur af honum. Mér
finnst Pavarotti vera langmesti
tekniker af þeim sem komið hafa
fram á sjónarsviðið eftir Jussi Björl-
ing. Það sýnir sig líka að Pavarotti
ætlar að eldast vel. Hann er að nálg-
ast sjötugt og er enn að syngja og
það er með ólíkindum hvað hann
getur enn þá gert.“
Júlíus Vífill, borgarfull-
trúi Sjálfstœðisflokksins,
er harðorður í garð
R-listans.
- Hvert er þá eftirlætisóperutón-
skáldið?
„Minn uppáhaldsóperuhöfundur
hlýtur að vera Puccini. Það er
ákveðin þróun frá Rossini og Verdi
til Puccinis sem er óskaplega
skemmtileg. En því miður hef ég
aldrei sungið í Puccini-óperu á sviði
og á það sennilega ekki eftir."
Meö mörg járn í eldinum
- Þú ert lögfræðimenntaður og
ert í bisness? Ertu praktískur í
hugsun?
„Ég ákvað alla vega að ljúka
praktísku námi áður en ég fór
óskiptur í listnámið. Ég hef enga trú
á stjörnumerkjum en ég er í tví-
burunum. í bók sem Gunnlaugur
Guðmundsson stjörnuspekingur
skrifaði um stjörnumerkin tók hann
mig sem dæmi um týpískan tvíbura,
þar sem ég væri alltaf með að
minnsta kosti tvö járn í eldinum
samtímis.
Við systkinin erum flest alin upp
með fyrirtæki pabba. Hann hóf
reksturinn árið 1956 og fyrirtækið
óx jafnt og þétt. Strax tólf ára gam-
all var ég farinn að þeytast um bæ-
inn á hjólinu mínu og rukka. Fyrir-
tækið hefur alltaf staðið mér mjög
nærri. Þetta er fjölskyldufyrirtæki i
þeirri mynd sem maður þekkir best.
Það er merkilegt að öll bílafyrirtæki
landsins, kannski að einu undan-
skildu, eru fjölskyldufyrirtæki þar
sem önnur kynslóð sér nú um rekst-
urinn. Þessi tilfinning fyrir því að
fyrirtækið sé fiölskyldufyrirtæki á
sinn þátt i að gera þessi viðskipti
heillandi og skemmtileg.“
- Hefurðu mikinn áhuga á pen-
ingum?
„Ekki í þeim skilningi að ég lesi
til dæmis mikið tímarit og fræði-
greinar um peninga og viðskipti."
- Þú ert borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins. Er þessi stuðningur eitt-
hvað sem þú ólst upp við, pabbapóli-
tík kannski?
„Það vissu nú fáir hvar pabbi
stóð í pólitík. Hann kom úr Sam-
vinnuskólanum og átti aðallega við-