Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Page 23
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001
ÐV
23
Helgarblað
Þjóðhátíðarsjóður úthlutar 2,2 milljónum króna:
Verndun arnarins
meðal verkefna
Ekki
karlkyns
útgáfa
af Díönu
Spencer Jarl, bróðir Díönu
prinsessu, kveðst vona að ekki
verði litið á Vilhjálm prins sem
karlkyns útgáfu af móður sinni.
Jarlinn tók fram í sjónvarpsviðtali
að fólk hefði á orði að Vilhjálmur
líktist mjög móður sinni. Það væru
gullhamrar og yndislegt að tekið
væri eftir því hvað þau væru lík.
Spencer lagði áherslu á að Vilhjálm-
ur yrði að feta sína eigin braut.
Jarlinn gat þess einnig að Vilhjálm-
ur og Harry væru líkir móður sinni
að þvi leyti að þeir bæru virðingu
fyrir samferðamönnum sínum, hver
svo sem bakgrunnur þeirra væri.
Þeir væru langt frá því að vera
snobbaðir.
Fjölmörg og fjölbreytt verkefni
víða um land fengu náð fyrir aug-
um stjórnar Þjóðhátíðarsjóðs
sem nýlega hefur lokið úthlutun
styrkja í sjóðnum fyrir þetta ár.
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs-
ins er tilgangur sjóðsins að veita
styrki til stofnana og annarra
þeirra sem hafa það verkefni að
vinna aö varðveislu og vernd
verðmæta lands og menningar
sem núverandi kynslóð hefur
tekið í arf. Formaður sjóðsins er
Hulda Valtýsdóttir blaðamaður
sem er skipuð af forsætisráð-
herra. Til úthlutunar í ár koma
allt að 2,2 milljónir króna og
barst í ár 91 umsókn um styrki
að fjárhæð um 71,1 milljón króna.
Þeim sem Þjóðhátiðarsjóður
gaukaði að aurum þetta árið er
Félag um þjóðlagasetur á Siglu-
firði sem fékk 200 þúsund krónur
til umbóta á þjóðlagasetri sr.
Bjarna Þorsteinssonar og til að
færa það í upprunalegt horf. Hús-
ið er það elsta á Siglufirði, byggt
árið 1883. Kaupfélag Hrútfirðinga
á Borðeyri fékk einnig 200 þús-
und krónur til áframhaldandi
endurbyggingar Riis-húss á Borð-
eyri sem byggt var 1862. Héraðs-
skjalasafnið á ísafirði fékk sömu
upphæð til kaupa á filmuskanna
til að skanna litfilmur í eigu
safnsins frá 6. og 7. áratug 20.
aldarinnar.
Önnur verkefni sem styrki
fengu voru meðal annars Minja-
vörður Austurlands sem fékk 140
þúsund krónur til að endursmíða
kross er stendur í Njarðvíkur-
skriðum milli Njarðvíkur og
Borgarfjarðar eystra. Örnefna-
stofnun íslands fékk styrk til að
vinna örnefnakort yfir Skeiða-
hrepp í Árnessýslu. Landvernd
fær peningaupphæð til að merkja
staði í Árneshreppi á Ströndum
sem hafa sögulegt gildi eða eru
merkar náttúruminjar. Fugla-
verndarfélag íslands 100 þúsund
krónur til verndunar íslenska
arnarins. Skútustaðahreppur
fékk styrk til göngustígagerða og
íleira í Dimmuborgum og Fá-
skrúðsfirðingar fá aura til að lag-
færa aðkomu að franska graf-
reitnum þar I kauptúninu. -GG
Örninn flýgur fugla hæst
/ forsal vinda flýgur örninn en er sjaldséöur og því ekki að ástæðulausu að
nokkrum krónum sé nú varið til verndunar hans.
Vill ekki
fjölmiðla-
brúðkaup
Ofurfyrirsætan Christy Tur-
lington mun á áringu ganga upp að
altarinu með leikaranum Edward
Burns. Christy hefur tekið það fram
að hún vilji engan fjölmiðlasirkus í
kringum brúðkaupið. Hún ætlar að
minnsta kosti ekki að selja press-
unni myndir af brúðkaupinu.
Turtildúfurnar langar báðar til að
fjölskyldan stækki sem fyrst.
Christy getur hugsað sér að eignast
fjögur börn en hefur ekkert á móti
því að þau verði fleiri.
frábær
staðsetning,
gott inni- og
útipíáss
vantar bíla
á staðinn
Nissan 300ZX TWin
Turbo.árg. 1995, sjálfskiptur,
ekinn 34 þús. km.
Verð. 2.600 þús.
Subaru Impreza 1,6 LX,
4WD,á skrá 09/98, ekinn 57
þús. km.
Verð 990 þús.
Ford Focus, beinskiptur.á skrá
02/99, ekinn 31 þús. km.
Verð. 1.350 þús.
Renault 19 RN, árg. 1995,
ekinn 148 þús. km.
Verð 390 þús.
BMW325I árg. 1995,
sjálfskiptur, ekinn 172 þús. km.
Verð 1.450 þús.
Isuzu IVooper, 38 tomma, á
skrá 02/99, ekinn 77 þús. km.
Verð 3.450 þús.
Ný bílasala - ferskir sölumenn
BlLASALA.NET BÍLAMIÐSTÖÐIN
v/ Funahöföa - sími 540 5800