Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Síða 27
LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001________________________________________________________________
3>V___________________________________________________________________________Helgarblað
Er ástin drepur ættingja
- hugleiðingar um ást, búferlaflutninga og ættarmorð
Já, ástin umsnýr verstu lygö
og einskis veröri smœó í háa dyggö.
Ástin er blind á augum, skyggn í
hjarta,
svo Amor sjónlaus þenur vœnginn
bjarta.
W. Shakespeare, Draumur á Jónsmessunótt.
Frá upphafi mannkyns hafa foringj-
ar þess, hvort sem þeir stjóma litlum
hópum eða þjóðum, reynt að koma á
kerfi til þess að halda jafnvægi í hópi
sínum og helst að tryggja stöðu sína
sem ráðandi öfl. Sumir hafa fengið
guði í lið með sér en aðrir hafa starf-
að sjálfstætt. Mannlegt eðli hefur hins
vegar alltaf þvælst fyrir stjómendum.
Óvissuþættir mannlegs eðlis eru
margir en einna mestur er nokkuð
sem gengur undir nafninu ást.
Ástsjúki prinsinn
Ástin vill oft gleymast 1 daglegu
amstri. Við vorum þó rækilega minnt
á það að ástin er ekki bara í skáld-
verkum þegar krónprins Nepals,
Dipendra Bir Bikram Shah Dev, tók
sig til og skaut Qölskyldu sína með
tveimur hríðskotabyssum. Hann var
ástfanginn. Hann mátti ekki kvænast
þeirri sem hann elskaði.
Færa má sannfærandi rök fyrir því
að ákvörðun Dipendra hafi ekíd verið
rétt. Hann hafi ekkert grætt á því að
drepa fjölskyldu sína. Hann hefði
fremur átt að láta sig hafa það að lifa
í ástlausu hjónabandi. En það gerði
hann ekki.
í Draumi á Jónsmessunótt segir:
„Brjálað fólk, einnig elskendur og
skáld, er gert úr tómri ímyndun". Með
þessum orðum gerir Shakespeare ást-
ina jafngilda brjálæðinu. Ástin er hug-
arástand sem ekki er gott að treysta á.
Dipendra var langt leiddur af hvoru
Astríðumorð í Nepal
Ástin vill oft gleymast í daglegu amstri. Viö vorum þó rækilega minnt á þaö
að ástin er ekki bara í skáldverkum þegar krónprins Nepals, Dipendra Bir
Bikram Shah Dev, tók sig til og skaut fjölskyldu sína meö tveimur hríöskota-
byssum. Hann var ástfanginn.
myndina. Hvenær kemur að því í um-
ræðum um flóttann frá landsbyggð-
inni að Davíð Oddsson segi: „sko,
þessi flótti frá landsbyggðinni er ill-
viðráðanlegur. Fólk leitar að ástinni
og ríkið getur ekki hjálpað því að
flnna hana og ég verð síðasti maður-
inn til að koma í veg fyrir að það flnni
hana“. Dálítið banalt dæmi en ágætt.
Því hvað veldur því að fólk flykkist til
Reykjavíkur? Stjórnmálamenn hafa
10.000
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
4.000
3.000
Fjöldi
Ast á þrítugsaldrí
- stærð aldurshópa eftir staðsetningu -
Landsbyggðin
Höfuðborgarsvæði (annað en Rvík)
0-4 ára 5-9 ára 10-14 ára 15-19 ára 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára
tveggja en skáldið kemur líka við
sögu. Dipendra krónprins var skáld og
hafði gefið út ljóð sín. Eitt Ijóðanna frá
árinu 1999 heitir Hermaður og segir í
því frá þvi er ástriku og ástríðufuilu
samþandi er fórnað fyrir skyldustörf
og gefið í skyn að samúræinn sé reiðu-
búinn að deyja fyrir land sitt: „Blóði
mun ég dreifa / Jörðina mun ég
hrista“.
Maöur er ástsjúkur
Dipendra er langt frá því að vera sá
eini sem hefur tekið heimskulegar
ákvarðanir í ástarbríma. Flestir
þekkja til fjölskyldna sem hafa sundr-
ast vegna ástar. Ástin er í mörgum til-
fellum eins og kókaín; fólk fyllist rang-
hugmyndum og telur sig hafa stjóm á
öllu lífi sínu. Fólk tekur áhættu sem
oft reynist afdrifarik.
Og talandi um kókaín þá verða
sumir flknir í ást. Þeir þrá hana heit-
ar en nokkuð annað og sá hópur er
stór. Gott ef við erum ekki öll drifin
áfram af leitinni að ástinni. ÖE okkar
menningarlega umgjörð er gegnsósa af
ást. Farið í leikhús, bió, listasöfn, óp-
eru og tónleika; allt í kringum okkur
er ást, heit og miskunnarlaus. Engin
kvikmynd er án ástar og sá sjónvarps-
þáttur er vandfundinn sem ekki fjallar
um ástina að einhverju leyti. Þar er
Maður er nefndur síst undan skilinn.
Rás 2 og ástin
Ástin er því gríðarlega stór hluti af
lífi okkar. Á Alþingi er litið fjallað um
hana þótt hún skekki alla reglugerða-
oft talað um sértækar aðgerðir svo
fólk vilji frekar búa úti á landi. Snýst
þá umræðan oftar en ekki um pen-
inga. En málið er bara flóknara en
það. Þegar Rás 2 hóf útsendingar þá
voru skilyrði til móttöku úti á landi
oft slæm. Þá gerðist það sums staðar
að heilu rúntarnir lögðust af og bilar
sáust í hnapp á einhverjum útnesjum.
Það voru ekki eiturlyf, áfengi eða kyn-
líf sem dró fólkið út af götunum. Það
var nýja útvarpsstöðin sem náðist
bara á þessum eina punkti í bæjarfé-
laginu. Fólk var reiðubúið að breyta
margra ára hefð svo það gæti hlustað
á Spandau Ballet.
Er ást á Mars?
Einu sinni átti ástin heima i sveit-
inni. Allir sveitarómanarnir sýndu
rómantíkina blómstra i sveitinni.
Núna býr ástin í borginni. Allar bió-
myndirnar, sjónvarpsþættirnir, skáld-
sögurnar og tímaritin fjalla um róm-
antíkina 1 borginni. Við erum full-
vissuð um að þar er ástin alltaf. Því er
ekki haldið fram að í sveitinni sé eng-
in ást, það er ekki talað um sveitina.
Og þegar maður leitar einhvers þá
byrjar maður þar sem líklegast er að
flnna. Það er ekki fyrr en seinna sem
maður leitar að vatni á Mars.
Alla ævi leitar fólk að ástinni en á
einu æviskeiði er beinlínis ætlast tO
þess að fólk sé á veiðum. Ástleitnasta
tímabil ævinnar hefst yfirleitt rétt fyr-
ir tvítugt og stendur í tíu tO fimmtán
ár. Á því tímabili finnur fólk yfirleitt
þann sem það viO eyða ævinni með. Á
þessu skeiði er fíOk yfirleitt hvorki
mjög jarðbundið né með miklar skuld-
bindingar. Tölur Hagstofunnar frá ár-
inu 1999 sýna líka að á þessum tíma
flytur fólk úr sveitinni í borgina, þar
sem tækOærin eru - og ástin.
Ást og refsiréttur
Ástin er ekki mikið kennd í háskól-
um. I guðfræðinni er öaUað um kær-
leikann en í fögum eins og lögfræði og
hagfræði er lítið spekúlerað í þessum
drOkrafti mannsins. Ég spurði lög-
fræðistúdíu hvort eitthvað væri talað
um ástina í lagadeOd og hún svaraði:
,já, já. Það er aðeins fjaUað um hana í
refsirétti".
Flestir hafa orðið ástfangnir og vita
að þá breytist forgangsröðunin í lífinu.
Veraldlegir hlutir skipta ekki jafn-
miklu máli og áður og fólk er tUbúið
að gera einkennUegustu hluti. Áður
fyrr fórnuðu menn lífi sniu í einvigj-
um en núna reyna menn frekar að
drepa einhverja aðra án formlegheita.
Sú hagfræði sem er ríkjandi hér á
landi og kennd er við Keynes gerir ráð
fyrir því að fólk sé skynsamt í ákvörð-
unum sinum. Ókei, ég hef kynnst fólki
sem er afskaplega skynsamt en tekur
einstaklega óskynsamlegar ákvarðan-
ir. Það hefur orðið ástfangið; kosið
skrýtna stjórnmálaflokka, keypt hús á
einkennilegum stöðum og keyrt sig út
á yfirdrætti til að fjármagna ástalífið.
Og það er nákvæmlega ekkert skyn-
samlegt við það.
Óskynsamir íslendingar
Skynsemi felst í þvi að taka ekki
áhættu, lifa reglusömu lífi og hugsa
um framtiðina. Fimmtungur íslend-
inga reykir, enn fleiri drekka og stór
hópur neytir eiturlyfia. Við getum því
gert ráð fyrir því að í það minnsta
20-25% íslendinga séu óskynsöm.
Hvernig er hægt að koma böndum
skynseminnar á þetta fólk? Neytenda-
samtökin berjast við þetta. Af hverju
kaupa ekki aUir inn í Bónusi? Af
hverju kaupir fólk Lexus-jeppling á
átta mUljónir en ekki Kia á rúmar
tvær? Er þetta enúiver skynsemi? Nei,
og hún er ekki mjög veigamikUl þáttur
í hegðun okkar þegar kemur að slíkum
ákvörðunum. Sum vörumerki hafa
nefnOega þá stöðu að fólk verður ást-
fangið af þeim; það skapast ímynd í
kringum þau sem vegur upp fjárhags-
legan og tæknUegan mun. Harley-Dav-
idson mótorhjól eru klassísk og marg-
ir sækjast mjög eftir því að eignast
slíka gripi. Eins má nefna Apple-tölv-
ur. Fólk kaupir sér þessa hluti og það
er ekki að spá í tæknilegu hliðina. Eru
Harley-Davidson hjólin betri en önnur
og er i-Mac hraðvirkari en PC? Það
skiptir ekki öUu máli, það sem skiptir
máli er að „ástin“ er fundin.
Við vUjum vera skynsöm og ástfang-
in, en er það hægt? Vonandi. Því eins
og segir í Hamlet: „Óráð er þetta, en
sinna er í því samt“. -sm
Ameriskir nuddpottar með öllu - Landsins mesta úrval
Vatnsnudd, tjós og höluðpúöar. Ozintor og hreinsitæki. Einföld uppsetning.
Full einangraðir. Pottarnir koma með
vandaðri Irégrind og loki.
M
METRO
Skellan 7 • Slml 625 0800
0PfflðUI(VðUITILKL21
27
Notaðir bílar hjá
Suzuki bílum hf.
Suzuki Ignis Ltd 4WD,
bsk. Skr. 12/00, ek. 2 þús.
Verð kr. 1410 þús.
Suzuki Jimny JLX,
3 d., ssk. Skr. 7/99, ek. 20 þús.
Verð kr. 1220 þús.
Suzuki Wagon R+4WD
Skr. 8/00, ek. 12 þús.
Verð kr. 1090 þús.
Suzuki Vitara JLX,
5 d., ssk.Skr. 10/92, ek. 135
þús. YV-818 mynd á Neti
Suzuki Baleno GL,
3 d., ssk.Skr. 3/89, ek. 53 þús.
Verð kr. 750 þús.
Suzuki Baleno GLX,
4 d., ssk. Skr. 6/96, ek. 73 þús.
Verð kr. 730 þús.
Fiat Punto Sport,
3 d., bsk.Skr. 12/97, ek. 41 þús.
Verð kr. 780 þús.
Daihatsu Terios SX,
bsk. Skr. 5/99, ek. 42 þús.
Verð kr. 1090 þús.
Mazda 323F,
5 d., ssk.Skr. 12/99,
ek. 21 þús.
Verð kr. 1370 þús.
Nissan Almera SLX,
5 d., bsk.Skr. 11/96, ek. 77 þús.
Verð kr. 710 þús.
Sjáðu fleiri á suzukibilar.is
$SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF.
Skeifunni 17, sími 568-5100