Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Side 29
37 LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2001 DV___________________________________________________________________________________________________Helgarblað Meö dætrunum tveimur imur, þeim Katrínu og Anítu sem er eldri. „Ég ákvaö aö búa einn um tíma og komst aö þeirri niðurstööu aö ég vildi skilja en ég vildi ekki missa dætur mínar frá mér. Þaö voru mér mjög erfiö skiþti aö hafa alltaf veriö í faömi fjöiskyidunnar og vera svo allt í einu einn. “ var að gerast innra með mér. Ema er söngkona og skilur því vel umhverfi og aðstæður tónlistarmanna og studdi mig alltaf í því sem ég var að gera. Þessi vanlíðan sem ég fann fyrir fór með sófasettinu og trommunum í gáminn þegar við fluttum út og beið eftir að ég gerði hreinskilið uppgjör við sjáifan mig. Mín mistök voru að taka ekki á málunum áður en ég flutti frá íslandi því það er gríðarlegt álag garnir reynslulausir nýgræöingar... Viö hefö- m hvernig bransinn virkaöi. “ fyrir alla að flytjast búferlum. Það að aðlagast í nýju umhverfi og koma sér fyrir er meira en að segja það. Katrín litla var ekki orðin tveggja ára og þurfti þvi mikla ummönnun og það var mál að byrja að koma sér að og skapa sér verkefni. Ég átti stundum erfitt með að gefa fjölskyldunni þann forgang fram yfir vinnuna sem hún átti skilið og mér fórst ekki vel að axla þá ábyrgð sem fylgdi fjölskyldulífmu. Ég er mjög vinnusamur og sæki mina orku í tónlist og tónlistarsköpun. Það hefur oft valdið því að jafnvægið á milli fjölskyldunnar og vinnunnar ruglast hjá mér,“ segir Gulli og heldur frásögn sinni áfram. Rústaði allt „í þeirri vanlíðan sem fylgdi þess- um pælingum kynntist ég annarri konu. í stað þess að tala og útskýra fyr- ir fjölskyldunni minni hvemig mér leið þagði ég og gaf engar almennileg- ar skýringar, sem voru stærstu mis- tökin hjá mér. Ég hélt ég væri að hlífa fólki við sársauka og gerði mér enga grein fyrir því þá að ég var að særa fjölskylduna mína meira en nauðsyn- legt var. Ástæðan var kannski sam- bland af óuppgerðum málum hjá sjálf- um mér og hlutum sem ég hafði ekki kraft eða kjark til að takast á við og þvi að ég var búinn að týna sjálfum mér. Þegar ég opnaði á að önnur kona kæmi inn í líf mitt fór ég að hugsa um hvað væri i gangi og hvemig mér leið í raun og vem, hvort ég vildi vera í mínu hjónbandi og hvort það gæti gengið upp. Ég ákvað að búa einn um tíma og komst að þeirri niðurstöðu að ég vildi skilja en ég vildi ekki missa dætur mínar frá mér. Það vom mér mjög erfið skipti að hafa alltaf verið í faðmi fjölskyldunnar og vera svo allt í einu einn. Sú kona sem ég kynntist gafst upp á mér og fannst eins og hún hefði verið flóttaleið fyrir mig úr hjónabandinu. Þegar Ema ákvað síðan að flytja til íslands með Katrínu hellt- ist yfir mig þessi tilfmning að ég væri búinn að rústa allt í kringum mig og særa þá sem mér þykir vænst um. Mér fannst ég aleinn og yfirgefinn í þessari grimmu borg sem London getur verið og ég hafði það líka á samviskunni að hafa tvístrað fjölskyldunni og skilið systumai' að og Anítu frá mömmu sinni. Þetta er mér enn þungur baggi að bera og sektarkenndin hefur verið mikil en ég sá það ekki fyrr en allt var yfirstaðið og mæðgurnar famar heim til íslands hversu erfiðar aðstæður ég setti fjölskylduna í á mínu flugi um himingeiminn í leit að sjálfum mér. Ég var heppinn að kynnast Clive á þessum tíma og hann vantaði leigj- anda í kjallarann hjá sér. Hann hefur haldið vel utan um mig og stutt mig mikið í þessu brölti mínu. Ég er líka þakklátur foreldram mínum og þeim sem reyndust okkur Emu raunveru- legir vinir í gegnum súrt og sætt. Það var hins vegar ólíklegasta fólk sem lét sig hverfa og vildi ekki þekkja mann lengur. Svona skilnaður skapar mikla vanliðan fyrir báða aðila og fyrir böm- in líka og ég tók þetta mjög nærri mér. Ég er búinn að vera lengi að greiða úr þeirri flækju sem ég kom mér í en sem betur fer virðist mér ætla að takast það smátt og smátt og við Erna og stelpumar eram í mun betra sam- bandi núna sem er gleðilegt." Stoltur faöir Gulli veit að fram undan er spenn- andi tími, ekki bara hjá honum í nýj- um verkefnum heldur líka hjá dóttur hans, Anitu Briem, sem nýverið komst inn i hinn þekkta leiklistarskóla RADA í London. Það lifnar yfir Gulla þegar hann er spurður hvort hann sé stoltur af stelpunni. „Ég er afskaplega stoltur af Anítu. Hún er að láta drauma sina og þrár rætast og hefur með miklum sannfæringarkrafti og hæfileikum tekist vel að byrja að fóta sig á þeirri erfiðu braut sem leiklistin er. Sjálfur hiakka ég til að fá tækifæri til að fylgjast með henni í leiklistinni i London og er sannfærður um að hún á eftir að plumma sig.“ Gulli hefur ekki verið þekktur sem lagasmiður í Mezzoforte og það er því forvitnilegt að heyra meira um þessa nýju hlið sem trommuleikarinn er bú- inn að draga fram í sjálfum sér. „Ég var aldrei sáttur við að vera bara trommuleikari en leit aldrei á mig sem lagahöfund í Mezzoforte. Spáðu í það hvað það er í rauninni fáránlegt starf að vera að beija húðir þegar maður er að nálgast fertugt. Ég verð að treysta því að þetta sé það sem skaparinn ætl- aði mér en ég sé sjálfan mig í öðra ljósi núna. Þegar ég var yngri var ég aútaf fullkomlega ánægður á bak við trommusettið mitt og þótt ég væri að semja eitthvað smávegis einn með sjálftim mér hafði ég aldrei trú á að það efni kæmi út undir mínu eigin nafni. Þetta er efni sem ég hef verið að dunda mér við að semja yfir nokkuð langt tímabil og var í raun farið að rykfalla uppi í hillu hjá mér. Eftir allt það uppgjör sem ég fór í gegnum þá leit ég i spegilinn og spurði sjáifan mig að þvi hvað það væri sem mig langaði virkilega til að gera. Svarið kom strax og ég byrjaði á að dusta rykið af því sem ég átti og fór að leggja á ráðin. Tónlistin er líka besti tjáningarmátinn fyrir mig og í henni get ég leyft tilfmn- ingunum að flæða.“ Upptökur í myllu „Clive Martin hefur unnið með listamönnum á borð við Stereophonics og Sting ásamt því að hafa stjómað upptökum með Le Négresses Vertes. Við náum afskaplega vel saman og skiljum hvor annan vel. Ég bar það undir hann hvort hann vildi koma eitt- hvað að upptökunum og hann var strax boðinn og búinn til þess. Við bók- uðum stúdíóið „The Granery", sem vinur Clives rekur, í þrjá daga í maí. Þetta er gömul mylla, sem hefur verið breytt í stúdíó, í sveitinni í Kent. Ég fékk tii liðs við mig afbragðshljóðfæra- leikara sem komu allir með mikilvægt innlegg. Gítarleikarinn heitir Kevin Armstrong og ég kynntist honum þeg- ar ég var að gera plötu með Ruth Reg- inalds í fyrra. Kevin var tónlistarstjóri hjá David Bowie um tíma og rekur sína eigin hljómsveit sem hann kallar Sacret People. Með honum í þeirri hljómsveit er bassaleikarinn Soul sem kom líka til liðs við mig eftir að ég sá hann spila í klúbbi í Norður-London. Þeir komu báðir með nálgun sem mér finnst bæði sérstök og gefandi fyrir það sem ég er að gera. Eyþór Gunnars- son, vinur minn, kom og spilaði á hljómborð og ég er honum þakklátur fyrir að hafa gefið sér tíma til að koma hingað út. Þó ég sé búinn að spila með mörgum af bestu hljómborðsleikurun- um hér i London er Eyþór einn af mín- um uppáhaldstónlistarmönnum. Ég kann að meta hæfileika hans og hon- um tekst alltaf að galdra fram ómetan- legt framlag í þeim verkefnum sem hann kemur nálægt. Óskar Guðjóns- son saxófónleikari, sem býr í London, kom með innlegg í nokkur lög og ég hef gaman af þvi. Óskar hefur þennan hæfUeika til að þyrla upp í kringum sig og kemur með ákveðinn ferskleika með sér.“ Auglýst eftir útgefanda Það er greinilegt að verkefnið er mikið kappsmál fyrir Gulla og hann hlakkar orðið til að geta kynnt íslensk- um aðdáendum sínum það. „Ég vona að ég eigi eftir að ná hljómsveitinni saman til að koma með mér og spila á íslandi. Það skiptir mig miklu máli að fá viðbrögð við því sem ég er að gera frá íslendingum. Ég sæki ákveðna orku í það.“ Um útgáfufyrirtæki segir hann ekk- ert ákveðið enn. „Ég gef þetta kannski út sjálfur eða nota bara tækifærið og auglýsi hér með eftir útgefanda á ís- landi og einhverjum til að hjálpa mér að klára þetta.“ Gulli segir að Mezzo- forte-samböndin hjálpi mikið núna og hann sé að leggja á ráðin með góðu fólki í Skandinavíu og Þýskalandi um útgáfuplön. „Ég verð líka með lag á safndiski frá kjuðaframleiðandanum mínum, Vic Firth, sem verður geílð út í 50.000 eintökum á heimsvísu þannig að markaðssetningaráætlanir era á góðri leið hjá mér.“ Þetta er óg Gulla bíöa mörg spennandi verk- efni. Hann fær stöðugt meira að gera og hefur nýverið forritaö tón- list fyrir tónlistarmennina Mark Owen, Sarah Jane Morris og Ric- hard Derbyshire. Tónlistin sem hann semur sjálfur er hins vegar hans ferðalag. „Ég hef alltaf verið dálítið fljótandi í geimnum og er bú- inn að vera lengi að reyna að flnna mjúka lendingu. Ég lenti svolítið harkalega í þessu brölti mínu und- anfarin tvö ár. Það má eiginlega segja aö flugvélin hafl hrapaö log- andi til jarðar en nú er ég búinn að gera við hana og kominn í loftiö aft- ur og sækist þessi ferð ágætlega. Ég leyfi tónlistinni að ráða hvaða stefnu ferðalagið tekur, hvort sem það er til Austurlanda, Tyrklands, Arabíu eða írlands. Mér finnst gam- an að heyra þessi ólíku áhrif í tón- listinni minni og reyni ekkert að spoma við þeim. Þeir sem þekkja mig eiga eftir að heyra mig í gegn- um þessa tónlist og það er það sem þetta snýst um; að vera hreinskil- inn og heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum og tónlistinni sinni. Þetta er það sem ég er búinn að vera að læra á undanfomum árum. Það sem skiptir máli er að gera hlutina af heilindum og frá hjart- anu. Þess vegna get ég kannski bara útskýrt þessa tónlist mína með því að segja þetta er ég.“ Og með þessum einlægu oröum kveð ég Gulla Briem. Um leið og ég rölti um götur stórborgarinnar fram- kallast forvitnileg tónlist hans í huga mér og ég er þegar byrjuð að hlakka til að heyra og sjá meira frá honum þeg- ar líður á árið. Anna Hildur Hildibrandsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.