Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2001, Side 56
Helgason hf. FRETTASKOTID SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Rammstein: Trylltist í anddyrinu Nítján ára piltur, fullur af áfengi og eftirvæntingu, trylltist í anddyri Laugardalshallarinnar skömmu áður en tónleikar Rammstein hófust þar í gærkvöldi. Braut hann rúðu og stilltist ekki fyrr en fjórir dyra- verðir höfðu hann undir og héldu þar til liðsauki barst frá lögreglu. Pilturinn var vistaður í fanga- geymslu með Rammstein-miðann sinn í vasanum. -EIR Veðrið 17. júní: Blaut þjóðhátíð Veðurstofa íslands spáir rigningu um allt land á sunnudag, þjóðhátíð- ardag íslendinga, og hitastigið verð- t~1+ ur frá 7 til 12 stig yfir daginn, hlýj- ast á Austíjörðum en kaldast norð- austanlands. Veðurfræðingur á vakt sagði síðdegis á föstudag að víðast mætti búast við skúrum. Helst geta íbúar á suðausturhorni landsins gert sér vonir um að fagna 57 ára af- mæli lýðveldisins án vætunnar. Yfir landinu hefur verið lægðar- drag í tengslum við aðra lægð sem er við Nýfundnaland en breyting á henni kann að valda því að það dragi úr skúrum víða. íslendingar skemmta sér því væntanlega á þjóð- hátíðardaginn í regnfatnaði. -GG Sjá veður bls. 4 Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 Verð frá 35.500 EVRÓ Allar stærðir Mikil spenna ríkti fyrír utan Laugardalshöllina í Reykjavík viö upphaf tónleika þýsku hljómsveitarinnar Rammstein í gærkvöldi þar sem íslenska hljómsveitin Ham hitaöi upp. Eftirvænting skein úr hverju andliti og mörg hundruö metra biöröö myndaöist áöur en byrjaö var aö hleypa inn. - Sjá mynd af rööinni á bls. 2. Krökkt á Rammstein Afleiðingar verkfalls þroskaþjálfa æ þungbærari: Við björgum hverjum deginum fyrir sig - segir móðir fjölfatlaðrar og flogaveikrar 11 ára stúlku „Við verðum bara að treysta á að- standendur og bjarga hverjum degi fyr- ir sig,“ segir Jórunn Magnúsdóttir, móð- ir 11 ára stúlku, Rögnu SiQar, sem er fjölfötluð og flogaveik. Ragna Sif hefur verið í dagvist á Lyngási. Vegna verk- falls þroskaþjálfa á sjálfseignarstofnun- um er hún nú heima hjá fiölskyldu sinni allan sólarhringinn. Jórunn og eiginmaður hennar, Sig- urður Kristjánsson, eiga tvær dætur, Rögnu Sif og Karen Rós, sem er 8 ára. Jórunn er komin átta mánuði á leið. Hún lenti raunar inni á spítala í vik- unni þar sem útlit var fyrir að nýja barnið ætlaði að koma mánuði of snemma í heiminn. Úr því varð þó ekki svo Jórunn fékk að fara af spítalanum í gær. Þau hjónin verða að fá aðstoð, þar sem Ragna Sif þarf manninn með sér allan sólarhringinn. Samkvæmt tilmæl- um læknis á mamma hennar að liggja sem mest fyrir og má ekki lyfta henni né reyna að öðru leyti á sig. „Ef verkfallið dregst á langinn verð- um við að grípa til þess ráðs að Sigurð- ur taki frí,“ segir Jórunn. „Það getur þó orðið snúið því barnið kemur í heiminn í næsta mánuði og enginn veit hversu lengi verkfallið varir. Það þarf að að- stoða Rögnu Sif við allar athafnir hins daglega lífs. Hún hefur verið í þétt skip- aðri dagskrá á Lyngási og fengið fram- úrskarandi þjálfun sem hefur aukið andlegan og líkamlegan þroska hennar eins og tök eru á. Það hefur tekið lang- an tíma að byggja hana upp en hún verður fljót að hrynja ef langt hlé verð- ur á þjáifúninni. Við foreldramir reyn- um að gera eins og við getum en við erum ekki þroskaþjálfar og komum ekki í stað þess færa fagfólks sem vinnur á Lyngási." Ragna Sif var mikið veik á siðasta ári. Hún var hætt að geta matast. Það hefur tekið þrotlausa vinnu frá því í fyrrasumar að koma því í lag. Að und- anfömu hefur hún verið vel hraust. DV-MYNDIR TEITUR Verkfallsbarn Ragna Sif er ellefu ára. Hún hefur veriö í dagvist á Lyngási en er nú heima allan sólarhringinn vegna verkfalls þroskaþjálfa. Henni fer aft- ur hvern þann dag sem hún nýtur ekki þjálfunar. Hér er hún ásamt móður sinni, Jórunni Magnúsdóttur, og systur sinni, Karen Rós. Hún er með spelkur á öðmm fæti en hann hefur tilhneigingu til að kreppast. Þroskaþjáifar, ásamt sjúkraþjáifa, á Lyngási hafa komið í veg fyrir það með æfmgum. En fóturinn krepppist á fáein- um dögum ef æfmgunum er hætt. Nú liggja þær niðri. „Ragna Sif verður að hafa allt í föst- um skorðum," segir Jómnn. „Dagamir verða henni svo miklu erfiðari ef það breytist. Hún fyllist óöryggi, verður óró- legri og grætur meira með hverjum deg- inum sem líður með óhefðbundnum hætti. Mín skoðun er að það ætti að semja við þroskaþjálfa um almennileg laun. Það þarf alltaf að borga fyrir að hafa gott fólk sem er ánægt í starfi. Það er gott að hafa „stórt hjarta" eins og ein- hver orðaði það við mig um daginn þeg- ar rætt var um störf þroskaþjálfa. En það liflr enginn af því einu saman ef launin em smánarleg eins og staðreynd- in er hjá þroskaþjálfum." -JSS Sigur Rós í The Economist - líkt við náttúruundur á menningarsíðu blaðsins Hið virta breska viku- blað, The Economist, fjall- ar um hljómsveitina Sigur Rós og reykvíska dægur- menningu á heilli síðu en blaðið kemur út i dag. Þar er Sigur Rós líkt við nátt- úraundur sem eigi sér hvorki hliðstæðu né fyrir- mynd. The Economist spá- ir því að hljómsveitin leysi Björk af hólmi innan tíöar sem „frægasta íslenska fyrirbærið". „Tónlist Sigur Rósar er Sigur's saga The Economist „Sigur’s saga - once a home of Nordic bards, lceland is now exþorting rock bands. “ hlaðin því- líkri fegurð að nærri ligg- ur sturlun," segir í grein- inni og því bætt við að meðlimir hinnar heims- þekktu hljómsveitar, Radiohead, hafi orðið svo hriínir af Sigur Rós að þeir hafi boðið henni að hita upp fyrir sig í tvígang. Um forsprakka Sigur Rósar, Jónsa Birgisson, segir svo í The Economist: „Þó herra Birgisson sé aðeins 25 ára hefur hann í sér fólgna alla þá þætti sem gera tónlistarmann að súperstjömu. Hann líkist helst andhetju úr víkinga- sögu; létbyggður, klæddur í stíl við Tinna, blindur á öðm auga, viöurkenndur hommi og síðast en ekki síst, græn- metisæta. Þegar blaðamaður The Economist biður Jónsa að skilgreina tónhst Sigur Rósar verður fátt um svör í fyrstu. En svo segir hann: „Ég get það ekki en eigum við ekki að kalla hana einlæga?" The Economist segir að í Reykjavik Jónsi Náttúruundriö. búi 280 þúsund manns og þar sé menningarlífið í óvenju miklum blóma þrátt fyrir fá- mennið; fimm atvinnuleikhús, þjóðarópera, nútímalegur dansflokkur og svo Björk sem hefur heillað hálfa heims- byggðina með sérstæðri rödd sinni. í lok greinarinnar í The Economist segir að næsta verk- efni strákanna i Sigur Rós sé að vinna með íslenskum bónda sem kveði rímur að þjóðlegum sið. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.