Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Side 6
6
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001
Fréttir ÐV
Karlakórinn Fóstbræður hlaut
gullverðlaun á evrópsku móti 15
kóra sem nýlokið er í Prag í Tékk-
landi.
Fimmtiu og fimm Fóstbræður
sungu sig þar inn í hugi og hjörtu
dómnefndarmanna og urðu sjálfir
hissa þegar þeir unnu:
„Við komum, sáum og sigruð-
um, okkur sjálfum að óvörum,“
sagði Jón Þorsteinn Gunnarsson,
formaður Fóstbræðra, þar sem
hann sat ásamt félögum sínum í
langferðabifreið á leið til Vínar í
Austurriki í gærkvöldi. Þar ætla
þeir félagar að halda tónleika í
kvöld.
Á kóramótinu í Prag sungu Fóst-
bræður á ýmsum tungumálum:
frönsku, tékknesku, latínu og svo á
íslensku þjóðlagið „Það var barn í
dalnum“ í útsetningu Áma Harðar-
sonar, stjómanda kórsins.
„Það var tékkneskur kór þama
sem reyndist okkur skeinuhættur
en við tókum hann á endasprettin-
um.
Þessi verðlaun setja okkur á stall
Fóstbræður
Á stall meö bestu kórum í Evrópu.
með bestu kórum i Evrópu,“ sagði
Jón Þorsteinn.
Fóstbræður fóru einnig til Búda-
pest þar sem þeir sungu fyrir 800
gesti í einni bestu tónleikahöll álf-
unnar. Hljómburðurinn var þvílík-
ur að Árna Harðarsyni stjórnanda
varð að orði: „Ég vissi ekki að við
værum svona góðir.“ -EIR
Fóstbræður leggja
Evrópu að fótum sér
- hrepptu gullið á kóramóti í Prag
Skallaður í Lækjargötu
Karlmaöur varð fyrir árás í Lækj-
argötu i Reykjavík í fyrrinótt. Ann-
ar veittist þar að honum og skallaði
hann í andlitið með þeim afleiðing-
um að sá er fyrir árásinni varð léit-
aði aðhlynningar á slysadeild.
Lögreglan hafði vitneskju um
hver þama var að verki og fann
kauða skömmu síðar þar sem hann
var hinn rólegasti í biðröð fyrir
utan skemmtistað skammt frá og
hugöist halda „djamminu" áfram.
Hann var hins vegar handtekinn og
fluttur í fangageymslu. -gk
Fyrsti laxinn úr Elliðaánum
- Jón Þ. Júlíusson fékk sjö punda fiskinn á maðk
„Það var gaman að veiða fyrsta
laxinn í ánum, hann tók á Breiðunni
og þetta er 7 punda lax,“ sagði Jón Þ.
Júlíusson í samtali við DV í gær.
Jón veiddi fyrsta laxinn í Elliðaán-
um á þessu sumri, aðeins höfðu
veiðst urriðatittir í ánni fyrir þenn-
an tíma. „Fiskurinn tók maðkinn.
Ég var með hann á i nokkrar mínút-
ur og það voru fleiri laxar þama,“
sagði Július skömmu eftir að hann
landaði fyrsta laxi sumarsins í
ánum í gær.
Vonandi fer veiðin að glæðast í
Elliðaánum og fleiri laxar að láta sjá
sig í straumi hennar, tíminn er alla
vega kominn.
Það er kannski skýring á fáum
löxum í ánni. Laxinn hefur farið
upp vestari kvísl Elliðaánna og þar
hefur hann það fint, enda má ekki
veiða þar. Þangað gætu verið komn-
ir á milli 15 og 20 laxar. Laxveiðin
gengur frekar rólega, Norðurá er
komin yfir 100 laxa og Blanda hefur
geflð 90 laxa, Laxá í Aðaldal 35, Laxá
á Ásum 10 laxa og Laxá í Kjós 20
laxa. Veiðin byrjar í Korpu á mið-
vikudaginn og sú byrjun gæti orðið
góð, laxar hafa sést í ánni og alla
vega einn verulega vænn.
-G. Bender
DV-MYND JÞJ
Jón Þ. Júlíusson meö fyrsta laxinn sem fékkst úr Elliöaánum í gær
Aöeins höföu veiðst urriöatittir áöur. Þetta var 7 punda fiskur og var hann
grálúsugur þegar hann kom upp á bakkann.
Útgerðarmenn, bændur,
verktakar og aðrir
VÍR
fyrirLYFTUR
tæki og vélar
Höfum ávallt á lager
ýmsar gerðir víra.
• Stálvír
■ Kranavír
• Riðfrír vír
Göngum frá endum
í samræmi við óskir
kaupenda
, - # vS'Tb/
: '' * |
Netagerð Jóns Holbergssonar ehf
Hjallahraun 11, 220 Hafnarfjörður
sími: 555 4949
Umsjón: Hörður Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Með kollhúfu
Trillukarlar á Vestfjörðum hugsa
hlýlega til ráðamanna þjóðarinnar ef
dæma má af viðtökum sem forsætis-
ráðherrann Davíð ,
Oddsson fékk á [
Hrafnseyri, fæð- [
ingarstað Jóns
Sigurðssonar, 17.1
júní. Þar mættu [
trillukarlar í sínu |
finasta pússi en all-
ir með bláar der-
húfur. Voru þeir prúðir í fasi og af-
henti Hálfdán Kristjánsson, trillu-
karl á Flateyri, forsætisráðherranum
húfu að gjöf, líkt og öðrum gestum.
Víst er að húfan kemur að góðum
notum í rigningunni syðra en óvíst
hvort þetta verður uppáhaldshöfuð-
fat Davíðs. Á hana var nefnilega letr-
aður smásannleikur um mikilvægi
smábátaútgerðar fyrir atvinnulífið
vestra. Fremur ólíklegt er því talið
að Davíð mæti með húfuna á fund
með Árna M. Mathiesen þegar
kvótanefndin skilar af sér...
Litlir kallar
Sagt er að lítið hafl orðið úr íslenk-
um olíufurstum Olíufélagsins Esso,
Skeljungs og Olís þegar fregnir bárust
um að íslensk
blómarós væri að
f ganga í það heilaga
með aðalerfmgja Ir-
ving- olíurisans í
Kanada. Margir
minnast þess þegar
Irving-bræður
reyndu að festa sér
land undir oliustarfsemi hér á landi
við litla hrifningu íslensku olíufyrir-
tækjanna. Nú hefur fyrrum íslensk
flugfreyja, íris Lana Birgisdóttir,
skotið þessum peningamönnum ref fyr-
ir rass er hún giftist Irving olíufursta í
Fríkirkjunni á laugardag. Veldi Irving-
hölskyldunnar er mikið, svona rétt
eins og þrefóld íslensku fjárlögin. Flug-
freyjunni fyrrverandi myndi því vera
hægðarleikur að kaupa upp íslenska
olíufursta með húð og hári ef henni
bara dytti það í hug...
Óþarfi aö örvænta...
Steingrímur J. Sigfússon og Össur
Skarphéðinsson eru vart sagðir ná
upp í nef sér fyrir bræði þessa dagana.
Þeir hafa margsinn-
is varað við því að
þjóðarskútan væri
að sligast undir
rangri hleðslu ríkis-
stjómarinnar og
dallurinn að sigla í [
kaf. Margt bendir og |
til að þeir hafi nokk-
uð til síns mál, sér í lagi ef litið er á
vaxandi verðbólgu. Reiði Steingríms og
Össurar er þó ekki vegna þess að þeir
hafi klikkað á nokkrum hlut, heldur
hinu að fjármálaráðherrann, Geir H.
Haarde, lætur sér fátt um fmnast og
Davíð Oddsson líka. Þeir gefa gagn-
rýnendum langt nef og segja óþarfa að
mála skrattann á vegg þó aðeins gefi á
daliinn...
Guð býr í...
„Vertu mér samferða inn í blóma-
landið, amma“ er ein af sigildum
perlunum á fyrstu plötu Megasar, sem
út kom 1972. Fyrir
j tuttugu og sjö
árum, eða árið
11974, tók Ríkissjón-
varpið upp þátt
með kappanum
ásamt tónlistar-
mönnunum Böðvari
Guðmundssyni og
Erni Bjarnasyni. Útvarpsráð þvertók
fyrir að þátturinn yrði sýndur á sín-
um tíma, þar sem hann gæti farið fyr-
ir brjóstið á biskupi og fleira góðu
fólki. Nú er öldin önnur og þjóðin
búin að kyrja þennan slagara Megas-
ar i hart nær 30 ár. Þar segir að guð
búi í garðslöngunni, glötuninni,
galeiðunni, gúmmíinu, girðingunni,
gjaldheimtunni, gasbindinu, gengis-
hruni og gaddavímum. Eftir allan
þennan tíma hefur loks verið ákveðið
að sýna megi þáttinn og hann þá
væntanlega ekki lengur guðlast. Enda
Megas kominn á stall með sjálfu Pass-
íusálmaskáldinu...