Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Side 9
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001 DV Fréttir f r h • r. 9 Fiskmarkaðurinn Suðureyri: Bátum í föstum við- skiptum fjölgar DV, SUDUREYRI:__________________ Arni Arnason kom upphaflega til Suöureyrar til að smíða, enda læröi hann trésmíðar á sínum tíma. „En fiskurinn og lífið kringum höfnina heillaði mig og síðustu tvö ár hef ég eingöngu sinnt rekstri Fiskmarkað- arins Suðureyri," segir Árni sem lætur vel af aflabrögðum undanfar- ið, um þrjú til fjögur tonn á bát á dag, ágætis fiskur. Afla af 10-12 bát- um er landað hjá fiskmarkaðnum sem sér um slægingu, sölu og flutn- ing til kaupanda. „Það sem er nýtt hjá okkur núna er að stór hluti handfærabátanna hér hefur komið sér í fóst viðskipti við okkur,“ segir Árni. Mun þetta vera vegna þess að menn eru hræddir við sveiflur sem kunna að koma á mörkuðum ef mikill afli berst að landi. Þar að auki hefur veiðidögum á handfærum fækkað verulega vegna samdráttar veiði- heimilda. Þegar svo er verða menn aö hafa fast land undir fótum varð- andi ýmsar skuldbindingar tengdar útgerðinni. Fara þessi viðskipti þannig fram í flestum tilvikum að markaöurinn sér um alla þjónustu, þ.e.a.s. löndun, slægingu og af- greiðslu hráefnisins. Sem dæmi um verð má nefna að UV-MYNU VALUIMAK HKtlUAKbbUN Stjórnar fiskmarkaönum Árni Árnason, forstöðumaður Fiskmarkaðarins Suður- eyri, við kar fullu af þorski af Vestfjarðamiðum. nú eru fóst verð á markaðnum á Suð- ureyri 120 krónur fyrir allan óslægðan fisk sem nær máli og 75 krónur fyrir óslægðan undir- málsfisk. Kaupandi tekur á sig allan kostnað við löndun og frágang hráefnis- ins. Verð á þorski á fiskmarkaði hefur nú síðustu daga ver- ið frá 106 krónum upp í 180 krónur. Hjá Fiskmarkaðn- um Suðureyri starfa nú 7 manns að meö- altali og fleiri þegar vel veiöist. „Fólk á landsbyggðinni er kvíðið vegna stefnu stjórnvalda í fisk- veiðimálum og það gleður okkur lands- byggðarfólk að finna stuðning höfuðborg- arbúa við okkur í þessu máli,“ sagði Árni að lokum. -VH litýtt hla9 ullt áríð Tálgað í tré Jónína Bjartmarz Vorið og fuglarnir Grindverk og pailar Einar Logi grasalæknir Vín og matur smeila saman Kolonihave í Kaupmannahöfn Askriftarsími 586 8005 Útgefandi: Rit & Rækt ehf, Háholti 14,270 Mosfellsbæ, www.rit.is, rit(®rit.is Sterk stóriöja í fallegu umhverfi á Akranesi: Sjá árið 2007 í hillingum PV, AKRANESI:_________________________ Atvinnumálanefnd Akraness hefúr lagt fram stefnumótun í atvinnumál- um til ársins 2007. Stefnan var unnin undir handleiðslu Iðntæknistofnunar. Það vekur athygli að nú jtegar ástand atvinnumála er þokkalegt leggja Skagamenn fram stefhumótun i at- vinnumálum en sjáifsagt er þeim í fersku minni mikið atvinnuleysi fram eftir tíunda áratug síðustu aldar. Stóriðja, matvælaiðnaður, verktaka- iðnaður og smáiðnaður eru megin- þunginn í atvinnustefnunni. Lögð er áhersla á að stóriðjufyrirtækin á Grundartanga nýti þau tækifæri sem þau hafa í sátt við umhverfið. Atvinnu- stefnan tekur einnig til annarra þátta í samfélaginu á Skaganum tfl stuðnings atvinnulífinu. Það er ljóst samkvæmt henni að menn ætla sér stóra hluti í heflbrigðismálum enda er sjúkrahúsið á Akranesi eitt það öflugasta utan Reykjavikur. Efla á sjúkrahúsið og stækka markaðssvæði þess út fyrir hefðbundið upptökusvæði. Akranes á að verða miðstöð íþróttalífs á íslandi DV-MYND DANÍEL V. ÖLAFSSON Stefnumótunln afhent Kar/ Friöriksson, framkvæmdastjóri hjá iöntæknistofnun, Björn S. Lárus- son, rekstrarráðgjafi og verkefnis- stjóri, afhendir Guðna Tryggvasyni, formanni Atvinnumálanefndar Akra- neskaupstaðar, stefnumótun í at- vinnumálum til ársins 2007. og bærinn er sterkur sem aðdráttarafl ferðamanna með íþróttir, sögu og ýmsa afþreyingarmöguleika. Það er ljóst að Skagamenn ætla sér áfram stóra hluti í atvinnumálum en bærinn hefur verið í kröftuguri uppsveiflu undanfarin ár. -DVÓ Ólafsfjörður: Nýtt skip í flotann DV, DALVlK: Nýr Guðmundur Ólafur ÓF 91 kom tfl heimahafnar á dögunum og kemur í stað eldra skips með sama nafni. Dag- inn eftir var haldin móttaka og veisla fyrir áhöfn, fjölskyldur skipverja og raunar alla sem lögðu leiö sína um borð. Nýja skipið er glæsflegt í afla staði, rúmgott og nýtískulegt. Hannes Garð- arsson hélt stutta tölu fyrir hönd fjöl- skyldu Garðars Guðmundssonar og áhafnarinnar. Hann rakti sögu fyrir- tækisins allt frá siðari hluta 19. aldar. Hann útskýröi að nafn skipsins tengd- ist ættinni óijúfanlegum böndum, bæði Guðmundamafnið og ekki síður Ólafs- nafnið, það vísaði bæði til Ólafs og Ólafar. Þórður Jónsson, forstjóri SR-mjöls, hélt einnig stutta tölu. í máli hans kom fram að hann væri ánægður með að viðræður við Garðar Guðmundsson hf. um samvinnu hefðu tekist, og það hefði verið sigur beggja aðila. Siðan var gest- Glæsileg skip Hinn nýi Guðmundur Ólafur í höfn í Ólafsfirði, hið gtæsiiegasta skip eins og sjá má. um boðið upp á kaffl og veitingar. Fjöldi manns lagði leið sína til að skoða skipið. Guðmundur Ólafur gamli liggur við landfestar í Siglufjarðarhöfn. Nýja skipið er stálskip, smiðað í Noregi árið 1990, en það kom tfl íslands árið 1999 og hét þá Sveinn Benediktsson SU-77. Það er 56 metra langt og 11 metra breitt, alls 1.230 brúttólestir. Guðmundur Ólafur ÓF 91 hélt á veiðar á mánudagskvöld. -hiá Nú hlöðum við vopnabúrið AEG BOSCH AEG ^ BOSCH Úrvalið af handverkfærum hjá okkur, fyrir hinn handlagna heimilismann, jafnt sem lengra komna, er slíkt að líkja má við vopnabúr. Og það engin smá tæki, Bosch og Atlas Copco frá AEG, margreynd verkfæri f höndum fslenskra afreksmanna til sjávar og sveita. Nú höfum við tekið ærlega til á lagernum og bjóðum af því tilefni til verkfæraveislu. — AEG K; mm VOPNABUR AF HANDVERKFÆRUM BS2E 12T 12w- hleðsluborvél 8.600 SBE 570R Bor- og skrúfvél m/höggi og hraðastilli í rofa 4.900 STEP 570X Stingsög - 570w 8.700 Gott úrval Verð frá Borvélar 8.600 Bandslípivélar 9.900 Juðarar 6.785 Stingsagir 8.700 Slípirokkar 11.900 Borhamrar 16.900 Sverðsagir 17.900 Hjólsagir 15.985 Fræsarar 13.685 Kassann þarf að fylla daglega, þvi varan stoppar stutt við. Ástæðan er: 50-70% afsláttur BOSCH HÚSIÐ BRÆÐURNIR ORMSSON Lágmúla 9, sími 530-2801

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.