Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001
Skoðun dv
Spurning dagsins
Hvernig finnst þér að
búa í Grafarvogi?
(Spurt í Grafarvogi)
Sólveig Magnúsdóttir
héraðsskjalavöröur:
Mjög fínt, svo er ég aö vinna
í Mosfellsbæ.
Ingibjörg Þorbjörnsdóttir, 10 ára:
Bara fínt, mikiö af skemmtilegum
krökkum sem búa hér.
Óskar Erlendsson verslunarmaöur:
Bara mjög fínt, róieg hverfin hér.
Guömundur Rafn Guðmundsson,
7 ára:
Þaö er rosalega gaman, hér er
svo mikiö af börnum.
Jóhanna Þorgeirsdóttir:
Ég hef búiö hér í 4 ár og þaö hefur
hvergi veriö betra.
Guömundur Kristján Guömundsson:
Yndislegt, rólegt og gott. Besti
staöur sem viö hjónin höfum
búiö á hingaö til.
Skuggi græðginnar yfir oss
^ Það er ofarlega í
jÆKgBmi endurminningunni
þegar maður
T ^orfði úr landi á
bátaflotann frá
4, Keflavik aö kvöld-
lagi bíða þess í
Garðsjónum, upp
' — undir landstein-
Andersen mega fara
blm. skrifar: af staö á miðin.
það var J^pp í sjó-
mönnunum að komast sem fyrst af
stað, vera framarlega í röðinni til að
fá gott rými viö lögnina. Og þá eins
og nú voru sumir bátar aflahærri
en aðrir, og menn á aflaskipunum
nutu þess í afkomu.
Ég man samt ekki eftir að sá
„súperafli“ hafi gefið mönnum á
viðkomandi báti í aðra hönd mánað-
arlaun annarra stétta á einum degi.
Þetta skaust í gegnum hug mér
eftir að hafa lesið í frétt að háseta-
hlutur á íjölveiðiskipunum hér væri
um eða yfir 100 þúsund krónur á
dag. Dæmi var tekið af síldveiðum.
Og annað dæmi þar sem hásetar
labba i land með 1,6 milljónir eftir
túrinn, tæpan hálfan mánuð. Þegar
maður les þessar fréttir er aðeins
ein spurning sem kemur upp í hug-
ann: Hvernig er staðið að þessari
verðlagningu? - Og svo: Er ekki
betra minna og jafnara?
Þegar einstaka stétt manna getur
halað inn þessi fim af peningum
hlýtur hún að vera í góðum málum
flárhagslega. Með skattaívilnunum.
En er þetta ekki starfsstéttin sem er
að kvarta um að ekki hafi verið
samið við í meira en áratug? Þarf
eitthvað að semja þegar svona er
staöan? Árslaun hinna og þessara
starfsstétta tekin á einum mánuði?
Hér dugar ekki hót að blanda
saman „vinnunni að baki tekjun-
um“ eða hinni margívitnuðu „fjar-
veru frá fjölskyldunni". Heldur ekki
Á grálúöunni
Topptekjur og skattafsláttur.
„Þegar einstaka stétt
manna getur halað inn
þessi firn af peningum hlýt-
ur hún að vera í góðum
málum fjárhagslega. En er
þetta ekki starfsstéttin sem
er að kvarta um að ekki
hafi verið samið við í meira
en áratug?“
„fast þeir sóttu sjóinn-versinu“, því
þetta eru bara allt aðrar Ellur. Ég er
einfaldlega að ýja að endemis
hræsninni og yfirdrepsskapnum
sem viðgengst í afstöðunni til hinna
rangnefndu „undirstöðuatvinnu-
vega“, svo og hinni góðkunnu
græðgi sem menn verða slegnir þeg-
ar þeir fara að finna fyrir alls óverð-
skuldaðri velgengni, byggðri á
sjálftökuhugtakinu í skammtafræði
kaups, kjara og fríðinda.
En græðgin er náskyld grunn-
hyggninni. Vel má vera að góðærið
sem hér hefur gengið yfir eins og
eldur í sinu hafi brennt sig svo inn
í huga fólks að því finnist ekki
nema sjálfsagt að hrifsa það sem
næst og láta svo slag standa hvern-
ig umhorfs verður þegar „allir“ hafa
fengið sitt og ekkert verður eftir. Og
þau teikn eru einmitt á lofti nú að
skuggi græðginnar færist yfir of
margan atvinnuveginn. Nema sjó-
menn og útveginn, þar sem fall
krónunnar þýðir „gróði“ en tap fyr-
ir alla aðra. - Og hver reisir krón-
una við?
Ólíkar fréttir um fiskveiðimál
„Hagsmunaárekstrar eru
augljósir þegar kemur að
því að breyta lögum um
fiskveiðar. Fœreyingar virð-
ast hafa haldið rétti sínum
fyrir þjóðina og haldið út-
gerðarmönnum utan við
eignarréttinn. “
Þegar fylgst er
með fréttum frá
Færeyjum og Is-
landi um fiskveiði-
mál er áberandi
hvað þær fréttir eru
ólíkar. Færeyingar
báru gæfu til að
varpa fyrir róða
kvótakerfl sem var
líkt okkar kerfl og
virðast þeir hafa
haft full umráð yfir kerfinu. Hjá
okkur er ekki því að heilsa þvi búið
er að taka eignarrétt þjóðarinnar á
fiskveiðiheimildinni og veðsetja
hana í þágu útgerðarinnar.
Nú segjast þingmenn ætla að end-
urskoða fiskveiðikerfið. Ekki er
augljóst hvemig þeir ætla að fram-
kvæma breytingar á kerfinu, því
þeir stóðu að því aö gefa það á sin-
um tíma. Þingmenn margir hverjir
eru vanhæfir til þess að fara með
fiskveiðimál fyrir hönd þjóðarinnar
vegna skyldleika við fiskveiðiheim-
ildir og arfsréttar í þeim.
Hagsmunaárekstrar eru augljósir
þegar kemur að þvi að breyta lögum
um fiskveiðar. Færeyingar virðast
hafa haldið rétti sínum fyrir þjóðina
og haldið útgerðarmönnum utan við
eignarréttinn. Það hafa þeir gert
með því að úthluta veiðiheimildum
einu sinni á ári. Og gilda þær að-
eins það fiskveiðiárið. Ekki virðast
því neinir sægreifar í Færeyjum og
væri betur að þannig væri það
hérna.
Ef þingmenn gerðu tilraun til
þess að koma svona lagi á fiskveiði-
heimildirnar héma færu útgerðar-
menn og bankar fram á skaðabætur
því þeir vildu að þjóðin keypti
heimildirnar af þeim. Þaö er því
augljóst að þingmenn hafa unnið
mikið óhappaverk þegar þeir komu
málum svona fyrir og geta þeir
aldrei lagað það. - Skaðinn er var-
anlegur.
Garri
Fullar forsetadætur
Garri er með böggum hildar þessa dagana yfir
fréttaflutningi íslenkra fjölmiðla af meintu
fyllirii bandarísku forsetadætranna, þeirra
Jennu og Barböru. Þessar lífsglöðu stúlkur af
Runnaætt mega varla líta inn á pöbb í villta
vestrinu og fá sér þar Egils pilsner án þess að
ijölmiðlar hér norður á hjara fjalli ítarlega um
það í máli og myndum. Vissulega lepja hérlendir
miðlar þetta upp eftir erlendum fréttamiðlum en
það breytir ekki öllu og er engin afsökun fyrir
svo umfangsmikilli umfjöllun um unglinga-
drykkju i útlöndum.
Garri hefur ekki síst áhyggjur af því að þegar
íslensk ungmenni lesa um öldrykkju Jennu og
Barböru, sem eru einkar hraustlegar og búldu-
leitar stúlkur, langi þá til að fara og gjöra hið
sama, þ.e. fá sér einn öllara. Þessi fréttaflutning-
ur af þeim Runnasystrum getur því virkað sem
jákvæð umfjöllun um áfengi og jaðrar við áróð-
urs- og auglýsingastarfsemi. Og varðaði auðvitað
fljótlega við lög ef verið væri að fjalla um að
Jenna og Barbara væru farnar að reykja í laumi.
Öls víð pel
Það má líka spyrja hvort okkur hér uppi á ís-
landi komi það yfirleitt nokkurn skapaðan hlut
við þó tilteknar tvíburasystur í Texas sitji annað
veiflð „öls við pel“ eins og Hallgrímur sálugi
Pétursson orðaði það. En ef svo er, liggur þá
ekki beinna við að fjalla ítarlega um öldrykkju
nafntogaðra íslenskra unglinga, svona rétt til
þess að hafa þetta á þjóðlegu nótunum? Þurfum
við sem sé að óttast að islenskir fjölmiðlar fari
að greina ítarlega frá því ef íslensku forsetadæt-
urnar fá sér bauk af Thule í góðra vina hópi? Að
ekki verði látið nægja, eins og hingað til, að
nefna þær í dálkinum „Hverjir voru hvar?“ held-
ur einnig að taka fram hvað þær drukku og
hvað mikið?
Jón og Sir John
Nú hefur Garri ekki hugmynd um hvort for-
setadæturnar íslensku drekka bjór eður ei, enda
kemur honum það ekki við og þjóðinni ekki
heldur. Enda væru þær heldur ekki að brjóta
nein lög með ölkneyfi hér eins og Barbara og
Jenna í Texas. Og þó svo íslensk forsetabörn
kæmust í kast við lögin með einum eða öðrum
hætti þá væri heldur ekki ástæða til að geta
þessa sérstaklega i fjölmiðlum, fremur en ef aðr-
ir og „óbreyttir" unglingar ættu í hlut.
En í íslenskum fjölmiðlum hefur lengi gilt að
það er ekki sama séra Jón og Sir John. Þess
vegna er birting á hneykslissögum úr einkalífl
erlends frægðarfólks yfirleitt aðeins uppbót fyrir
þær krassandi sögur af einkalífi nafntogaöra Is-
lendinga sem þegjandi samkomulag er um meðal
hérlendra fjölmiðla að birta ekki.
Garri
Við Dauöahafiö
77/ lækninga, ekki dauöa.
Húðsjúkdómar og
Gamla testamentið
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
I fréttabréfi Samtaka psoriasis- og
exemsjúklinga (júníhefti 2001) var
upplýst að í Gamla testamentinu hefði
fólki með húðsjúkdóma verið ráðlagt
að halda sig „utan samfélagsins“.
Þetta sýnir aumingjaskap Gyðinga.
En Jesús Kristur, sá sanni ísraelski
þjóðernissinni, hafði óbeit á Gamla
testamentinu, en var krossfestur af
strangtrúuðum Gyðingum. Kristur
var ekki bara þjóðemissinni, heldur
heimssinni. I dag viðurkenna ísraels-
menn ekki tilvist Krists á jörðinni. Ég
verð þó að segja að ísraelsmenn hafa
komið sér upp ágætisstöðum fyrir fólk
með húðsjúkdóma, t.d. á bökkum
Dauðahafsins. - Þetta gátu þeir.
Þakkir til Íslandssíma
Margrét Jónsdóttir skrifar:
Ég vil koma á framfæri þakklæti
fyrir frábæra þjónustu Íslandssíma.
Ég er ekki mikið fyrir biðraðir eða að
hlaupa eftir tilboðum. En í síðustu
viku var hringt í mig frá Íslandssíma
og mér boðið að skipta heimilissíma
og GSM yfir frá Landssímanum, til
sparnaðar. Það sem mér kom á óvart
var hve auðvelt þetta var. Auk þess að
halda gamla heimilisnúmerinu kom
ungur maður frá Íslandssíma heim og
skipti út GSM-kortinu gamla fyrir
nýtt. Þarna þurfti ég ekki einu sinni
að fara i verslun. Toppurinn var síðan
að gömlu símanúmerin voru áfram í
símanum þar sem Íslandssími afritaði
þau öll á nýja kortið.
Bush í höfuöstöövum NATO
Hlýlegar móttökur hvarvetna.
Vinsæll í Evrópuferð
Páll Sigurösson skrifar:
Það er eins og sumir islenskir fjöl-
miðlamenn, jafnvel þeir sem eru er-
lendis, eins og á vegum RÚV, vilji allt
til vinna að koma að fréttum um mis-
heppnaða heimsókn Bush Bandaríkja-
forseta til Evrópu. Þannig sagði frétta-
ritari Bylgjunnar á Spáni í hádegis-
fréttum t.d. frá „óforfrömuðum" Bush
í heimsókn í Madríd. Einhverjir hafa
svo reynt að kasta rýrð á Evrópu-
heimsókn forsetans. En það versnar í
því fyrir þá því Bush hefur fengið
hlýjar móttökur hvarvetna, utan hvað
sænskir atvinnumótmælendur standa
enn í fjandskaparmálum. Sennilega
endar heimsókn Bush til Evrópu
þannig að hann snúi leiðtogum ríkj-
anna til fylgis við flestar hugmyndir
sínar, þ.m.t. um nauðsyn hins nýja
eldflaugavamakerfis og aukna þátt-
töku Evrópuríkjanna í eigin vömum.
Ekiö á gangstéttum
Kona í Grafarvogi skrifar:
Við götuna Logafold, þ.e. á göngu-
stígum fyrir neðan, eru einhverjir
vinnuhópar að störfum. Vinnubrögðin
eru þó ekki burðugri en svo að þarna
aka ungir drengir, sýnilega úr vinnu-
flokknum, á pallbílum eftir göngustígn-
um, eins og fjandinn sé á hælunum á
þeim, á móti krökkum á hjólum, og
öskra að þeim að hypja sig frá bílnum.
Ég hef reynt að komast að því á hvaða
vegum vinnuhópur þessi er (hringt í
Vinnuskólann, embætti gatnamála-
stjóra o.fl.) en án árangurs. Mér finnst
þetta vera ófyrirgefanlegt athæfi.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.