Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2001, Qupperneq 15
14 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001 MÁNUDAGUR 18. JÚNÍ 2001 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.vislr.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrl: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskiiur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Verðbólga og rekstur Gamall draugur hefur aftur látið kræla á sér. Á síð- ustu vikum og mánuðum hefur verðbólga verið meiri en ásættanlegt er. Skýringarnar eru fyrst og fremst veik staða krónunnar sem hefur lækkað meira en efnislegar ástæður eru til og þar með hefur verð á innfluttum vör- um hækkað sem og framleiðslu- og fjármagnskostnaður fyrirtækja. Griðarlega mikilvægt er að Seðlabankanum takist að hemja verðlag og halda verðbólgu innan þeirra marka sem stefnt er að og raunar gott betur. Allt bendir til að hækkun verðlags að undanförnu sé tímabundin og að hækkanir geti jafnvel gengið að einhverju leyti til baka á komandi mánuðum, en það má lítið út af bera. Launa- liðir kjarasamninga gætu komið til endurskoðunar ef ekki tekst að ráða niðurlogum verðbólgunnar og for- sendur rekstraráætlana fyrirtækja eru einnig í hættu. Verðbólgan er gamall óvinur okkar íslendinga - óvin- ur sem flestir stóðu í góðri trú um að væri fallinn fyrir fullt og allt. Þróun síðustu vikna sýnir hins vegar að það má aldrei sofna á verðinum, hvorki nú eða í fram- tíðinni. Verst er þó að sjálfstraust fyrirtækja og almenn- ings virðist ekki vera það sama og áður og trúin á fram- tíðina hefur veikst. Þó höfum við allar forsendur til að sækja fram á flestum sviðum, sé rétt á spilum haldið. Taugaveiklun og svartsýni gera ekki annaö en auka á erfiðleikana. Mikilvægast á komandi mánuðum er að tryggja stöðugt gengi íslensku krónunnar. Á síðustu mánuðum hefur staða hennar verið að veikjast, sem var nauðsyn- legt þó veiking hennar hafi verið langt umfram það sem efnahagslegar forsendur gáfu tilefni til. Öfugt við það sem var fyrir nokkrum mánuðum þegar krónan var of hátt skráð er verðmæti hennar nú undir eðlilegum mörkum. Gengissveiflur hafa mikil áhrif á rekstur íslenskra fyrirtækja og gera þeim á margan hátt erfitt fyrir, ekki síst þegar kemur að því að skipuleggja framtíðina. Það er fullkomlega eðlileg krafa frá hendi forráðamanna at- vinnulífsins að stjórnvöld tryggi stöðugleika í efnahags- málum og þá ekki síst að gengi íslensku krónunnar sé stöðugt. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, undir- strikaði þessa kröfu í ræðu á fundi Sambands ungra sjáifstæðismanna í liðinni viku og sagði: „Og sem stjórnandi í fyrirtæki á íslandi er krafa mín alveg skýr. Ég vil, að íslensku atvinnulífi séu búin jafngóð eða betri starfsskilyrði en gerist og þekkist á meðal helstu þjóða sem við skiptum við. Þá má mig einu gilda hvort gjald- miöillinn, sem við búum við, heitir íslensk króna, evra eða dollar.“ Þetta er kjarni málsins. Margir forystumenn í ís- lensku viðskiptalífi virðast hafa misst trú á íslensku krónuna og í angist sinni reynt að telja öðrum trú um að það sé lífsnauðsynlegt fýrir íslenskt efnahagslíf að evran - sameiginlegur gjaldmiðill flestra ríkja Evrópusam- bandsins - verði tekin upp. Þessi hugsun er röng enda byggir hún á misskilningi. Krafan á miklu fremur að vera sú að stöðugleiki sé tryggður í efnahagsmálum og þar meö á gengi krónunnar og jafnvel að íslenskum fyr- irtækjum verði leyft að miða skattalegt uppgjör við þá gjaldmiðla sem þau telja þjóna best sínum hagsmunum. Óli Björn Kárason Skoðun Happdrættisþ j óðf élag „í okkar þjóðfélagi verða menn að geta treyst því að þeir starfi í sœmilega öruggu lagaumhverfi. Menn verða að geta treyst því að stjómvöld kippi ekki grunn- inum undan öllu sem þeir hafa gert ígóðri trú“. Þegar lögum og reglu- gerðum er breytt þarf að gæta þess sérstaklega að breytingin verði ekki íþyngjandi fyrir einhvem hóp manna sem verið hefur löghlýðnir borgarar og hag- að störfum sínum í sam- ræmi við gildandi lög og reglugerðir. Nýlega gaf sjávarútvegs- ráðherra út yfirlýsingu um frjálsar veiðar á steinbít. í blöðum kemur síðan fram að nokkrir aðilar hafa keypt steinbítskvóta dýrum dómum, nefnd dæmi um kaup fyrir 50 m.kr. og nú er kvótinn verðlaus. Þetta þarf ekki aö koma neinum á óvart, kvóta- kaup eru í fullum gangi. Hitt er auð- vitað alvarlegra að menn geti ekki starfað eftir gildandi lögum með áætlanir sínar vegna þess að snögg inngrip stjórnvalda geta kippt grunn- inum undan öllu saman. Þegar Áhugahópur um auðlindir í almannaþágu lagði fram tillögur sín- ar um kvóta á markað, var reiknað með aðlögunartíma, ákveðinn hund- raðshluti færi á markað á hverju ári, þannig að það tæki ákveðinn ára- fjölda að setja allan kvóta á markað. Þannig fengju menn aðlögunartíma að breyttum aðstæðum, gætu afskrifað eign sína með eðli- legum hætti. Snöggar og ófyrirsjáanlegar lagabreyt- ingar stjómvalda eiga ekki að geta valdið löghlýðnum borgurum stórtjóni. Smábátadeilan Ákvarðanir stjórnvalda í málefnum smábáta geta haft margvíslegar breytingar í för með sér. Menn hafa keypt króka- báta miðað við ákveðnar aöstæður. Nú breytast þær. Fyrir byggðalögin getur kvótasetningin haft gríðarleg áhrif. í sumum byggðarlögum byggj- ast veiðar og vinnsla á smábátum. Kvótinn hefur verið seldur burt. Þegar kvóti kemur á smábátana verður freisting margra trillukarla mikil að selja hann burt úr byggðar- laginu til stórútgerða. Eitt tonn af þorski getur farið á eina milljón kr. í varanlegri sölu. Sumir, ef ekki marg- ir, munu hugsa sig tvisvar um. Mögulegt er að fá milljónatugi í vas- ann og mætt áhættusömum og erfið- um rekstri. Þannig gæti enn þrengst um atvinnumöguleika í sumum byggðum. Vandinn við þetta allt er að þetta bitnar oft mest á þeim sem síst skyldi. Aögæslu er þörf Nýlega urðu miklar umræður um nauðsyn þess að vanda til lagasetn- ingar á Alþingi. Þá var mest rætt um að lög löggjafarsamkundunnar stöng- uðust ekki á við stjórnarskrá. Hitt er ekki síður mikilvægt að kanna þjóð- félagsleg áhrif lagasetningar. Lög geta sett löghlýðna borgara í verulegan vanda. í okkar þjóðfélagi verða menn að geta treyst því að þeir starfi í sæmilega öruggu lagaumhverfi. Menn verða að geta treyst því að stjómvöld kippi ekki grunninum undan öllu sem þeir hafa gert í góðri trú. Lagastöðugleiki er mikilvægur Annars starfa menn í happdrætt- isþjóðfélagi þar sem menn fá stór- vinning eða tapa stórfé eftir því hvemig hjól lukkunnar veltur, án þess að geta haft nein áhrif á það sjálfir. Fyrir suma geta breytingam- ar verið svo miklar að það skiptir sköpum. Þá eru leikreglur þjóðfélags- ins orðnar eins og rússnesk rúlletta. Stjómvöld bera ábyrgð á því að þjóð- félagsþegnamir geti byggt áætlanir sínar með sæmilegu öryggi á gild- andi lögum og leikreglum. Guðmundur G. Þórarinsson Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Pukursamfélag Það kvað vera til marks um virkt lýðræðissamfélag, að allt sem lýtur að opinberum ákvörðunum og fram- kvæmdum, hvort heldur er á vegum ríkisvalds eða sveitarstjórna, sé til- gengilegt almennum borgurum, en ekki sveipað dularhjúpi fyrirsláttar og leyndarbralls. Samkvæmt þessum skilningi á heilbrigðu lýðræði hefur íslenskt samfélag lengi verið illa á vegi statt og virðist síst vera að hressast. Þegar stjómvöld hófu þann loddaraleik að gera ríkisstofnanir að hlutafélögum, þótt þær væru áfram í eigu ríkisins, var tilgangurinn einfaldlega sá að losa þær undan þeirri skyldukvöð að „Tjáningarfrelsi eftirlitsmanna og rétt- ur neytenda til að fá upplýsingar um stöðu mála á matvœlamarkaði eru fyr- ir borð borin, afþví það kynni að skaða atvinnustarfsemi umhverfissóða á ein- hverju svœði að skýra heiðarlega frá málavöxtum!“ gera Alþingi grein fyrir rekstri sín- um, meðal annars launakjörum yfir- manna, sbr. íslandspóst vansællar minningar. Ríkiskaup hafa ítrekað neitað að gefa tæmandi upplýsingar um tilboðsgjafa við útboð á ríkisjörð- um, og telur lögfræðingur stofnunar- innar að tilboð í ríkisjarðir sé „einka- mál viðkomandi tilboðsgjafa". Á pappírnum er upplýsingaskylda stjórnvalda lögbundin, en það veldur í senn furðu og blöskmn hve naskir opinberir aðilar eru aö finna laga- króka sem hver heilvita maður sér að eru hreinn fyrirsláttur. Þorsteinn Siglaugsson hefur nýlega með óyggj- andi rökum sýnt frammá fyrirsjáan- legt stórtap á virkj- unum á hálendinu. Talsmenn Lands- virkjunar þykjast sitja inni meö upp- lýsingar sem hnígi í aðra átt, en þær vilja þeir alls ekki birta vegna „viðskipta- hagsmuna"! Ríkinu er semsé ætlað að taka á sig ábyrgðir sem nema hundruð- um milljarða króna, en þeir sem brúsann eiga að borga, skatt- greiðendur, mega éta það sem úti frýs. Hugsjónamaður áreittur Nefna mætti ótal önnur dæmi um það hugarfar pukurs og baktjaldamakks sem opinberir aðilar hafa tamið sér svo lengi sem elstu menn muna, og má segja að leyndarhjúpurinn sem lagður hefur verið yfir fjárreiður og fjármögnun stjórnmálaflokkanna sé eitt gressilegasta sýnið. En hér skal einungis fjallað um lítið tilvik sem sýnir svosem i hnotskum þankaganginn sem gagnsýrir opinbera geirann. Heiðarlegur og samviskusamur embættis- maður, Birgir Þórðarson heilbirgðisfulltrúi Heilbrigð- iseftirlits Suðurlands, hefur um langt skeið staðið í stappi við pólitiskt skip- aða Heilbrigðisnefnd Suðurlands vegna klögu- og kæmmála eftirað fjöl- miðlar fjölluðu um mikla campylobacter-mengun í kjúklingum frá Reykjagarði og átak í umhverfis- málum á Suöurlandi. Birgir varð fyr- ir stöðugu áreiti af hálfu nefndarinn- ar vegna viðtals um sunnlensk um- gengnismál sem DV tók við hann fyr- ir réttu ári. Yfirmaður Birgis, Matth- ías Garðarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, hefur lýst yfir heilshugar stuðningi við hann í þessari baráttu, enda eru þeir greinilega báðir hugsjónamenn og telja sig vera að vinna fyrir fólkið í landinu án tillits til hinna pólitísku skuggabaldra. Kotnaöarsamar nornaveiðar Síðan viðtalið birtist hefur heil- brigðisnefndin gert bókun um það á hverjum einasta fundi, en síöast var einungis bókað að „önnur starfs- mannamál" væru færð í sérstaka „trúnaðarmálabók" sem nefndarfor- maður kveður ekki vera op- inbert gagn! Síðan í október hafa Birgi borist sex bréf ífá nefndinni þarsem hann er krafinn svara um, á hvaða heimild ákvörðun hans um að veita viðtalið hafi verið byggð. Orð Birgis sjálfs segja það sem máli skiptir um nöturlegan málarekstur- inn: „Það er ótrúlegt að op- inber nefnd skuli hafa svig- rúm til að standa í svona málavafstri á tímum mikill- ar umhverfisvakningar. En ég tel að markmiðið sé að koma mér úr starfi. Það hefur verið reynt eftir bestu getu að ýta mér til hliðar og hvert tækifæri notað til að setja mig niður. Ég hef ekki þótt tækur á fundi. Það er erfitt að verjast, því fólk felur sig bak við nefndamafnið og fundi heilbrigðisnefndarinnar. [...] En þess- ar nornaveiðar nefndarinnar hljóta að kosta sitt.“ Viðskiptaleg og pólitísk hagmuna- gæsla í þessu ömurlega máli er bæði auðsæ og ótrúleg. Tjáningarfrelsi eft- irlitsmanna og réttur neytenda til að fá upplýsingar um stöðu mála á mat- vælamarkaði eru fyrir borð borin, af- því það kynni að skaða atvinnustarf- semi umhverfissóða á einhverju svæði að skýra heiðarlega frá mála- vöxtum! Hversvegna er verið að burð- ast með eftirlit, ef það á að vera háð geðþótta þeirra sem hafa einhverja annarlega hagsmuni að verja? Þetta örlitla dæmi segir mikla sögu um tíð- aranda og viðhorf ráðandi afla til lýö- ræðislegra vinnubragða í íslenska lýðveldinu. Sigurður A. Magnússon Gríðarleg fjárfesting „Kárahnjúka- virkjun, álbræðsla og rafskautaverk- smiðja á Austur- landi er gríðarleg fjárfesting. Fram- kvæmdin kostar um 300 milljarða sem er tæpur helm- ingur af þjóðarauðsmati allra ibúða og bifreiða landsmanna. Meö virkj- uninni eykst orkugeta Landsvirkj- unar um 60%. Það er því eins gott að menn vandi sig við slíkar áætl- anir. Það er búið að verja tæpum 400 milljónum króna til undirbún- ings og rannsókna. Mikið fé lífeyris- sjóðanna binst með eignarhaldi en við íslendingar höfum hingað til ekki átt í álverksmiðjum." Ágúst Einarsson prófessor á heimasíöu sinni Óskynsamlegt „Snemma árs 1995 fór utanríkis- málanefhd Alþingis í kynnisferð til Washington og hitti embættismenn og stjómmálamenn. Var ásetningur ís- lendinga um að hefja aö nýju hvalveiðar meðal ann- ars ræddur. Engin dró í efa að utan Alþjóðahvalveiðiráðsins væri óskyn- samlegt, ef ekki ókleift að hefja hvalveiðar. Ég minnist þess að reyndur stjómarandstöðuþingmaður sagði þá að kúvendinguna í afstöðu til Alþjóðahvalveiðiráðsins yrði að taka hægt og í mjög stórum sveig.“ Björn Bjarnason menntamálaráöherra á heimasíöu sinni. Spurt og svarað____Er þjóðhátíðardagurinn sami hátíðisdagur í hugum þjóðarinnar og fyrrum? Aðalsteinn Bergdal leikari: Enginn fiðringur „Bamsminnið mitt segir nei. Það er með 17. júní eins og marga aðra daga að það er búið að fletja þetta allt saman út i hugum fólks- ins. Það er orðið svo margt sem glepur flesta daga þannig að 17. júní er ekki orðið neitt merkilegri en hver annar sunnudagur, því miður. Það eru margir famir að rugla þessum degi saman við einhverja aðra hátíðisdaga og vita auk þess ekki af hverju er verið að halda þennan dag hátíðlegan. Það vita t.d. ekki margir af hverju er verið að flagga á afmælis- degi forseta íslands. Það sama má t.d. segja um sjó- mannadaginn. Ég varð fyrir miklum vonbirgðum en áður fann maður fiðringinn á þeim degi í loftinu sem og 17. júní.“ Gísli Helgason flautuleikari: Ávarp fjallkonunn- ar hállœrislegt Það held ég ekki. Þetta er fyrst og fremst hátíðisdagur af því að menn fá frí og geta dottið í það, borðað góðan mat og skemmt sér. Þessu veldur þessi ógnarhraði á öllu. Kannski blundar það í undirmeðvitund þjóðarinnar að þennan dag hafi íslendingar ákveðið að verða sjálf- stæð þjóð. Af því að 17. júní ber upp á sunnudag taka menn helgina bara snemma eins og á þjóð- hátíðinni í Eyjum. Ég geri ráð fyrir að enn sé kennt í skóla hvers vegna sé verið aö halda daginn hátíðlegan og því viti það flestir íslendingar. En ávarp fjallkonunnar finnst mér á margan hátt hall- ærislegt vegna þess að þetta er ekki nútímavætt og ekki i þjóðarmeðvitundinni í dag.“ Jón Helgi Þórarinsson, prestur Langholtssóknar: Fyrst og fremst skemmtanagildi „Því miður held ég að svo sé ekki því fólk lítur í dag meira á sjálfstæðið og lýðveldið sem sjálfsagðan hlut heldur en var hjá kynslóðinni sem er komin yfir sextugt og ólst upp með lýðveldinu og þekkti það. 17. júní var virkilega stór dagur enda þekkti þetta fólk þessa baráttu fyrir lýðveldinu. Hátíðarhöldin bera þess merki í dag að fyrst og fremst er lögð áhersla á skemmtanagildið enda hefur yngra fólkið takmarkaða þolinmæði fyrir ræðum sem minna á daginn. En þetta er tímanna tákn og kannski eðlilegt en eftir sem áður er dagurinn hátíðisdagur í hugum langstærsta hluta íslensku þjóðarinnar." Valgerður Sverrisdóttir iðnadar- og viðskiptaráðherra: Vekur þjóðemis- kennd „Já. Svo langt sem ég man hefur 17. júní alltaf verið hinn sami. Ég hef orðið var við það á mínum stjórnmálaferli að það fólk sem man eftir sjálfstæðisbaráttunni og upp- lifði hana lítur hana öðrum augum en við hin sem höfum lesið um hana. Sjálfstæði þjóðarinn- ar er þessu fólki miklu meira tilfinningamál. Þetta kemur nú betur í ljós þegar rætt er um EES-samninginn og hefur áhrif þegar fjallaö er um Evrópusambandið. Þá sjá menn betur mikil- vægi þess að vera sjálfstæð þjóð og óttinn við það að sjálfstæðið sé skert vaknar, einnig við gerð annarra alþjóðasamninga." 0 Hátíöarhöld vegna afmælis íslenska lýöveldisins mlnna sífellt minna á sjálfstæðisbráttu forfeöranna. Heimsbyggðin heimtar refakjöt Það er náttúrlega ekki spuming að íslendingar eiga að hefja hvalveiðar og það fyrr en seinna og helst áður en of seint er í hvalrassinn gripið. Öll rök mæla með hvalveiðum en fá á móti. Fyrir það fyrsta þá eru hvalskepnumar náttúrlega lítið skárri en homgrýtis trillukallamir hvað það varð- ar að ganga á nýtanlega fiski- stofha, rýra þannig kvóta og draga um leið úr arðsemi stór- útgerðarfyrirtækja á Islandi sem síðan veldur lækkun á gengi hlutabréfa í viðkomandi fyrir- tækjum þannig að margir þjóð- þrifabraskarar, velviljaðir stjóm- völdum, missa verulegan spón úr aski. Þessar staðreyndir kalla auðvitaö á það að samfara þróttmiklum hval- veiðum verði gefin út veiði(skot)leyfi á trillukalla en gæta þarf þess auö- vitað að útrýma ekki þessum stofn- um báðum því þá fengjum við bágt fyrir hjá alheimsnáttúmverndar- mafíunni. En því miður þarf vænt- anlega að slá á frest ákvörðun um að gefa veiðar á trilluköllum frjálsar því á þessu stigi mun málið ekki njóta meirihlutafylgis á Alþingi, en það stendur vonandi til bóta. Hins vegar viðurkenna það auðvit- að allir, svona innst inni, að hvalir og trillukallar eru um þessar mund- ir einna mestir vargar í véum ís- lensks sjávartútvegs (ekki fiskifræðingar eins og sumir halda fram) og því brýn nauðsyn að hamla vexti og viðgangi þessara stofna sníkju- dýra. Gríöartekjur Önnur meginröksemd- in fyrir því að hefja hval- veiðar er, eins og tals- menn hvalveiða hafa ít- rekað bent á, hin gríðar- lega eftirspurn eftir hvalaafurðum í heimin- um. Þessi mikla ásókn heimsbyggð- arinnar í hvalkjöt og spik hefur það auðvitað í för með sér aö markaðs- setning verður nánast óþörf, verð á afurðunum verður í hámarki í fyrir- sjáanlegri framtíð og tekjur íslend- inga af hvalveiðum munu nema svimandi upphæðum. Vissulega hefur verið bent á hættu á að í kjölfar hvalveiöa lokist mark- aöir fyrir rækju, þorsk og eldislax vegna tilfinningatengsla hvala við óupplýsta Ameríkana og aðra nátt- úruverndarafglapa. En hinar hrika- legu tekjur af hvalveiðunum ættu auðveldlega að nægja til að mæta hugsanlegu tapi í öðrum útflutnings- greinum sjávarútvegs. Og sömuleið- is þurfa hvalaskoðunarfyrirtækin, sem nú flytja árlega 30-40 þúsund túrista tfl að sjá lifandi hvali en ekki dauða, að fá einhverjar bætur ef þau verða fyrir samdrætti eftir aö hval- veiöar hefjast. En þar ætti líka aö vera fjárhagslegt borð fyrir báru, ef marka má talsmenn hvalveiða. Minkur í raspi Hvalveiðisinnar hafa að vísu ekki til þessa upplýst nákvæmlega um staðsetningu á hinni ógurlegu spum eftir hvalkjöti og spiki þannig að ekki liggur alveg fyrir hvar markað- urinn er gráðugastur. En engin ástæða er þó til að efast um að millj- ónir manna einhvers staðar í veröld- inni bíði um þessar mundir slefandi eftir vænu hvalstykki á grillið sitt og eru tilbúnar til að borga það sem upp er sett fyrir bitann. Á sama hátt er óþarfi að efast um að talsmenn stórfelldra refa-, minka- og fálkaveiða séu að fara með fleipur þegar þeir halda því fram að heims- byggðin þrái ekkert heitar en ís- lenskt refa-, minka- og fálkakjöt. Því ber Alþingi, um leið og það samþykkir hvalveiðar og útflutning á hvalkjöti á uppsprengdu verði á óþreyjufulla sælkeramarkaði, að heimila óheftar veiðar á vörgum og útflutning á refakjöti í neytendaum- búðum, fálkakjöti á fæti og minkakarbónaði í raspi. Þvi svo skemmtilega vill til að á hinum miklu og dularfullu mörkuð- um hvalkjötsins í heiminum, er eft- irspurn einmitt ekki minni eftir minka-, fálka- og refakjöti. En engin ástœða er þó til að efast um að milljónir manna einhvers staðar í veröld- inni bíði um þessar mundir slefandi eftir vœnu hvalstykki á grillið sitt og eru til- x- búnar til að borga það sem upp er sett fyrir bitann. - Myndin er tekin við hvalbátana sem liggja í Reykjavíkurhöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.