Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Síða 10
10 DV LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Hjalti Jönsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, simi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Álver og lífeyrissjóðir Uppbygging stóriðju, hvort heldur er álvers eða annarra orkufrekra fyrirtækja, er í eðli sínu áhættuíjárfesting. Þeir sem leggja fram fé til uppbyggingar slíkrar starfsemi eru því að taka verulega áhættu - mun meiri áhættu en tekin er í flestum öðrum atvinnurekstri. Hugmyndir nokkurra stærstu lífeyrissjóða landsins um þátttöku í uppbyggingu álvers á Reyðarfirði verða að skoð- ast í ljósi þeirrar áhættu sem tekin er með slíkri fjárfest- ingu. Á undanfórnum árum hafa lífeyrissjóðir náð góðri ávöxtun með fjárfestingum á innlendum hlutabréfamark- aði þó að sú ávöxtun hafi ekki verið sem skyldi á undan- förnum misserum. Tilgangur lífeyrissjóðanna með kaupum á hlutabréfum er ekki annar en sá að ávaxta fjármuni sjóð- félaganna. Ef ávöxtunin sem er í boði er ekki viðunandi með tilliti til áhættunnar ber sjóðunum skylda til að leita á aðrar slóðir. Fjárfesting lífeyrissjóðanna í íslenskum fyrirtækjum er langt frá því að vera sjálfsögð og á komandi árum verður nauðsynlegt að setja ákveðnar skorður við þátttöku þeirra í íslensku atvinnulífi, ekki síst þegar gríðarlegir fjárhagsleg- ir yfirburðir sjóðanna eru hafðir í huga og á meðan upp- bygging flestra sjóðanna er þannig að sjóðfélagar eiga litla möguleika á aö hafa bein áhrif á stjórn þeirra, eins og bent var á í leiðara DV 28. febrúar 2000. Þar sagði einnig orðrétt: „Til greina kemur að setja sérstakt hámark á eignarhluti líf- eyrissjóða í almenningshlutafélögum, jafnt hvað varðar hlut hvers og eins sjóðs og samanlagðan eignarhlut lífeyrissjóð- anna. Með svipuðum hætti er nauðsynlegt að huga að því að takmarka atkvæðisrétt lífeyrissjóðanna jafnt á aðalfundum og í stjórnum félaga. Raunar er fullkomlega vafasamt að líf- eyrissjóðir eigi fulltrúa í stjórn fyrirtækja í krafti hlutafjár- eignar. Með því að taka þátt í stjórnum félaga kann það mikilvægasta - arðsemi fjárfestingarinnar - að falla í skugg- ann fyrir öðrum sjónarmiðum sem hafa ekkert með framtíð sjóðfélaga að gera.“ Hugmyndir forráðamanna lífeyrissjóðanna um fjárfest- ingu í álveri á Reyðarfirði mega ekki litast af löngun manna til að styrkja atvinnulíf á landsbyggðinni heldur því einu að væntanleg ávöxtun sé ásættanleg út frá áhættunni sem tekin er. Ráði önnur sjónarmið en arðsemi eru stjórn- endur lífeyrissjóðanna að bregðast þúsundum íslenskra launamanna sem treysta því að lífeyrir þeirra sé ávaxtað- ur af skynsemi og fyrirhyggju. Trúverðugleiki Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins var ekki ein- huga um þátttöku sjóðsins í undirbúningi að byggingu ál- vers á Reyðarfirði. Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins er Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfmgarinnar - græns framboðs. Ögmundur Jónasson hefur tekið opinberlega þátt í um- ræðum um uppbyggingu stóriðju og tekið þátt í að móta stefnu stjórnmálaflokks sem hefur lagst gegn stóriðjufram- kvæmdum á Austurlandi og tilheyrandi virkjunum. Enginn þeirra lífeyrissjóða sem ákveðið hafa að taka þátt í undirbúningi að álverinu hefur tekið endanlega ákvörðun um fjárfestinguna. Sú ákvörðun hlýtur að mótast af fýsi- leika fjárfestingarinnar. Slík vinnubrögð eru til fyrirmynd- ar en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, með Ögmund Jónasson í fararbroddi, hefur aðrar hugmyndir. Ögmundur Jónasson hlýtur að skýra út hvar raunveru- leg skil milli stjórnmálamannsins og formanns lífeyrissjóðs liggja. Oli Björn Kárason Væg andlitslyfting Elli kerling tekur sinn toll af öllum. Þau sannindi blöstu viö enn og aftur á forsíðu Moggans í gær. Blaöið birti þar mynd af byltingarforingjanum Fidel Castro þar sem hann fagnaði nær hálfrar aidar afmæli byltingar- innar á Kúbu. Castro var með brött- ustu mönnum og hefur haldið vel út sem marka má af því að hann hefur haldið dampi þetta lengi þótt nágrann- inn voldugi í norðri hafi beitt hann, og eyjarskeggja alia, efnahagsþvingun- um æ síðan. Bandaríkjastjórn vinnur sem sagt ekki á Castro en það gerir ellin. Þótt hann hafi farið fyrir skrúðgöngu millj- ónar manna í Havana í tilefni upp- reisnardagsins þrumaði hann ekki yfir lýðnum sem fyrr. Hann var að vísu í sínum hefðbundna græna her- mannagalla en eitthvað var samt skrýtið við leiðtogann. Þegar betur var að gáð kom í ljós hvert stílbrotið var. Foringinn var ekki i hermanna- klossum heldur strigaskóm og þeim ekki venjulegum. Eflaust er tískan á Kúbu nokkrum árum á eftir því sem við þekkjum enda var fótabúnaðurinn líkt og sá gamli hefði komist i feitt á kaupfélagsútsölu hér á landi, með fullri virðingu þó fyrir kaupfélögum þessa lands. Byltingartúttur Það eru ekki bara bjúkkar og ká- dilljákar sem eru orðnir hrörlegir og úr sér gengnir á Kúbu. Byltingarfor- inginn er það líka og það að vonum. Hann hefur staðið vaktina lengi. Hann var því aðeins sem svipur af sjálfum sér á Moggamyndinni þar sem hann stóð með fána, eins og barn á þjóðhá- tíð. Þegar ég horfði aftur á myndina af Castro mundi ég á hvað hinn aldni leiðtogi minnti mig. Ég sá fyrir mér Sigríði Hagalín í óborganlegu hlut- verki sínu í Börnum náttúrunnar þar sem hún strauk af elliheimilinu með Gisla Halldórssyni. Hún var í svona strigaskóm og gott ef ekki Gísli líka. Friðrik Þór áttaði sig á því sama og Castro að undarlegir strigaskór eru góðir fyrir gamalmenni. Þeir fara vel með líkþorn og skakkar tær. Þeir eru líka myndrænir. Það sá Friörik Þór og var tilnefndur til óskarsverðlauna fyr- ir. Ekki veit ég hvort Kúbuleiðtoginn verður verðlaunaður fyrir skófatnað- inn. Byltingartútturnar sem hann trampaði á ganga nefnilega næst tékk- nesku gúmmískónum sem allir strák- ar áttu hér á árum áður og sumir eiga jafnvel enn til brúks i sveitinni. Það jafnast eiginlega ekki neitt á við það tau með hvítu botnunum. Við Redford Ellin vinnur raunar á fleiri sjarm- örum en Castro. Þannig sá ég nýlega mynd af hjartaknúsaranum Robert Redford. „Ansi er hann orðinn grófur í andliti, blessaður," sagði ég við kon- una, vitandi það að henni þótti hann ansi sætur hér á árum áður. Maður keppir að vísu ekki við Hollywood- stjörnur en þykir þó vænt, í léttri af- brýði, að koma höggi á slík ofur- menni. „Sjáðu,“ sagði ég við konuna og benti á myndina af Redford, „þyrfti hann ekki að láta fjarlægja af sér þess- ar bólur og þykkildi?" Ég veit það núna að þetta hefði ég átt að láta ósagt því konan var fljót til. Grófleikinn framan i leikaranum snerti hana ekki en sömu einkenni á eiginmanninum stóðu henni nær. „Þú þarft endilega að láta taka af þér þessa bólu," sagði hún og horfði djúpt í aug- un á mér. „Hvaða vitleysa er þetta í þér, elskan," sagði ég, „sérðu ekki að ég er sléttur í framan eins og barns- rass.“ Ég lokaði á Hollywood-stjörnuna i þeirri von að konan gleymdi þessu en þvi var ekki að heilsa. Nokkrum dög- um síðar tilkynnti hún mér að ég ætti að mæta til læknis og láta fjarlægja af mér bólu, svipaða þeim mörgu sem gera Robert Redford svona sexí. „Ertu að meina þetta?“ sagði ég í forundran. „Hvaða duldu merkingar eru í þessari ósk þinni? Þessi bóluræfill, sem varla stendur undir nafni, er hann fyrirsláttur? Er það meiningin að senda mig til lýtalæknis i andlits- lyftingu undir þessu yfir- skini? Eru þetta sam- antekin ráð þin og þessa læknis? Viti borna kyniö „Ætlarðu að láta taka bóluna af pabba?“ sagði gjafvaxta dóttir okkar sem rak Þjófar í paradís Umræður um íjármál íslenska ríkisins hafa sprottið upp í fram- haldi af gripdeildum Árna Johnsens alþingismanns sem tók út efnivið ýmiss konar og lét senda reikninginn óbeint á ríkissjóð. Brotum Árna, sem uppi eru á borðinu, má jafna við kláran búð- arþjófnað þar sem hann er nánast gripinn með góssið. í BYKO eru nógir til vitnis um að í tvígang voru vörur skráðar á Þjóðleikhúsið þannig að ætla má að brotavilji hafi ráðið fór. En Árnamálið varpar ekki ein- göngu ljósi á breyskleika Árna Johnsens alþingismanns sem lýst hefur því yfir að hann muni axla ábyrgð á gjörðum sínum meö af- sögn. Málið allt er nefnilega talandi dæmi um það aö fjárhirslur ríkis- ins eru galopnar þeim sem eru í réttri aöstöðu til að nýta sér þá möguleika að krækja sér í verð- mæti. Engar viðurkenndar viðvörunar- bjöllur klingdu í máli Árna heldur voru það óbreyttir starfsmenn BYKO sem létu sína yfirmenn vita að eitthvað undarlegt væri á seyði. Framkvæmdasýsla ríkisins hafði farið höndum um alla reikninga byggingarnefndar Þjóðleikhússins án þess að gera nema smávægileg- ar athugasemdir varðandi reikn- inga sem nefndarformaðurinn hafði skrifað upp á. Að vísu hafði framkvæmdastjór- inn, að sögn, borið sig upp við millistjórnendur í menntamálaráðuneyt- inu en það virðist hafa verið eins konar kaffi- spjall og hann vísar frá sér ábyrgð á reikning- unum og segist aðeins eiga að kvitta og flokka. Vandinn er sá að þeg- ar hann er búinn að kvitta opnast ríkissjóð- ur og peningarnir streyma út. Framkvæmdasýslan er undir hatti fjármála- ráðherra sem ber þannig ábyrgð á mönn- um þar. Enn hefur ráð- herra fjármála ekkert sagt um frammistöðu stofnunar sinnar og raunar liggur í loftinu að enginn beri ábyrgð. Þar með stoppar enginn af ruglið og allt væri í rólegheitum ef BYKO- menn hefðu ekki staðið vaktina. En mál Árna og bygg- ingarnefndar Þjóðleik- hússins er smámál ef litið er til þess hvað er aö gerast á grösugum lendum ríkissjóðs. Stóra málið er að sjáifsögðu með- ferð fjárveitingavaldsins á al- mannafé þar sem milljörðum króna er blygðunarlaust ausið í gælu- verkefni. Fjárlaganefnd er ágætt dæmi um það hvernig farið er með sjóð allra landsmanna. Þar kemur reyndar Árni Johnsen einnig við sögu en alls ekki einn. Miðað við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.