Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 11
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 11 Vera kann, ef ég er alveg hreinskilinn, að þær hafi réttilega ályktað að ég myndi aldrei panta mér tíma hjá fegrunarlœkni. inn nefið rétt í þessu. „Það er fint, ég þoli ekki bólur á köllum.“ Það hvarfl- aði ekki að þeim mæðgum að ég hefði eitthvað um málið að segja. Ég var hreinlega sendur. Vera kann, ef ég er alveg hreinskilinn, að þær hafi rétti- lega ályktað að ég myndi aldrei panta mér tíma hjá fegrunarlækni. Því þyrfti að taka af skarið. Sem betur fer var nokk- ur tími þar mér var gert að mæta í andlitslyft- inguna. Því reyndi ég mitt besta til að gleyma þessu böli. Það varð til þess að ég hrökk við er síminn hringdi fyrr í vikunni og óm- þýð konurödd til- kynnti að mér bæri að gefa mig fram við téðan lækni næsta morg- 1 un. Ég svaf illa og sá fyrir mér hvít- klæddar verur með stórar sprautur og hnífa. Ég var folur og fár þegar stund- in rann upp. Læknirinn tók mér alúðlega og ég reyndi að bera mig karlmannlega. „Konan sendi mig,“ sagði ég til þess að afsaka það að trufla mann í fullri vinnu fyrir svona smáræði. „Jú,“ sagði læknirinn. „Ekki veit ég hvernig karl- kynið færi að ef ekki væru konur til þess að hafa vit fyrir þeim.“ Ekki var samúðar að leita hjá þessum kynbróð- ur mínum. „Kemst ég í vinnuna?“ spurði ég. „Auðvitað," svaraði læknir- inn, eins og það væri smámál að fegra mann á mínum aldri. „Get ég haldið fund með mínu fólki?" spurði ég aftur. | ) / ) „Þó nú væri,“ svaraði læknirinn, „ég afgreiði þig á korteri. Leggstu bara á bekkinn." Lengur með leikarann Ég sá út undan mér að doktorinn mundaði sprautu og hnif. Hjartað ólm- aðist í brjósti mér. Ég gaf mér að hann skæri mig milli eyma til þess að lyfta andlitinu en létti þegar hann deyfði mig aðeins hjá meintri bólu og Qar- lægði hana snarlega. „Þetta er búið,“ sagði iæknirinn, eiginlega áður en hann byrjaði. „Er ég þá orðinn fallegur?" spurði ég og leit í spegil á læknastofunni. „Það em þín orð,“ sagði læknirinn. „Ætli það sé ekki rétt að þú spyrjir konuna. Það var víst hún sem sendi þig.“ „Þú yrðir lengur með Redford," sagði ég um leið og ég gekk út með plástur á dofnu nefinu. Ég er samt ekki viss um að læknirinn hafi fattað kommentið. Kastró fagnar af- maeli byitingaiinnar En auðvitað er gott að grípa einn snærisþjóf og hengja í þeirri von að tréð sem hann dinglar í muni skyggja á allan skóginn. það ráðslag sem er á hlutum þar mætti ætla að jólavísan góða: „Allir fá þá eitthvað fallegt, í það minnsta...“ eigi vel við. Peningum er ausið í allar áttir og aðalatriðið er aö kjördæmapotarar fái sínu framgengt. Þar með fá þeir atkvæði sem aftur gefur vald. Alþingismenn sem misnota fjár- veitingavald sitt eru margir hverjir sem þjófar í paradís. Brú þar, vegur og jarðgöng hér og svo framvegis. Reikningurinn er sendur á ríkissjóð en fjármálaráðherra seilist síðan í vasa landsmanna til að fjármagna bruðlið. Þar fara upphæðirnar sem skipta máli úr ríkissjóði. Én auðvitað er gott að grípa einn snærisþjóf og hengja í þeirri von að tréð sem hann dinglar í muni skyggja á allan skóginn. ____________________Skoðun Forgjöf íslands Ein af mikilvægari samþykktum seinni tíma í umhverfismálum náði fram að ganga í vikunni þegar aðildar- ríki Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Bonn undirrituðu pólitiskt samkomulag þar sem kveðiö var á um útfærsluatriði á hinni víðfrægu Kyoto- bókun um losun gróðurhúsaloftteg- unda. Það spillir þó aðeins fyrir að ekki tókst að ganga frá ýmsum tækni- legum atriðum samkomulagsins en búast má við að á næstu ráðstefnu, sem haldin verður í Marokkó í haust, verði tilbúinn formlegur samningur á öllum tungumálum og þá geti menn líka gengið frá þeim lausu endum sem út af stóðu í Bonn núna. I hnotskurn gengur samningurinn út á að ríki heimsins reyni að stemma stigu við útblæstri hinna svokölluðu gróður- húsalofttegunda, einkum koltvísýr- ings, sem sagðar eru mynda hjúp um jörðina og virka eins og gróðurhús sem loka hitann inni. Hækkandi hita- stig muni síðan hafa gríðarlegar lofts- lagsbreytingar í fór með sér með til- heyrandi röskun fyrir lífríkið og mannkynið, ekki síst okkur íslendinga sem eigum allt okkar undir viðkvæmu jafnvægi hafstraumanna. Því hefur hin almenna niðurstaða orðið sú að það sé beinlínis siðferðileg skylda okk- ar að draga úr útblæstri til þess að börn okkar og barnaböm eigi betri möguleika á mannsæmandi lífi á jörð- inni að okkur gengnum. Vissulega hef- ur þessi kenning þó verið dregin í efa og til eru þeir vísindamenn sem með trúverðugum hætti hafa haldið því fram að útblásturinn skipti ekki sköp- um í þessum efnum og því sé óþarfi að grípa til dramatískra og dýrra ráðstaf- ana. Umhverfissóði Þessi síðari tónn hefur einmitt ver- ið áberandi í umræðu manna sem standa nærri Bush Bandaríkjaforseta, en hann hefur sem kunnugt er lýst því yfir að Bandaríkin muni ekki taka þátt í Kyotobókuninni. Fyrir vikið hef- ur forseti Bandarikjanna áunnið sér nafnbótina umhverfissóði í flestum upplýstum ijölmiðlum og félögum á vesturhveli jarðarinnar. Sýnu merki- legri er því samstaða annarra en Bandaríkjanna um samninginn og sýnir að þrátt fyrir allt eru riki heims ekki tilbúin til að fórna framtíð barna sinna bara vegna þess að hættan gæti hugsanlega verið ofmetin. Hrossakaup En þegar gleðilátum linnir og fagn- aðarhrópin eru þögnuð í Bonn fara menn að íhuga samninginn örlítið betur og gera sér grein fyrir að samkomulagið kost- aði sitt - leitin að einum sam- nefnara þýddi að menn urðu að teygja sig nokkuð hátt eft- ir honum. Undanþágur og eft- irgjöf varð þannig meiri en hörðustu umhverfisvinir vonuðust eftir. í Kyoto var markmiðið sett við 5,6% minnkun útblásturs miðað við 1990 en eftir Bonn-fund- inn er þetta markmið komið niður í tæplega 3% minnkun. Eins og við er að búast, þegar miklir hagsmunir eru í húfi, hafa farið fram mikU hrossa- kaup á síðustu dögum og vik- um. Þar tókust á stórþjóðir sem losa mikið magn gróður- húsalofttegunda og hver um sig taldi sína stöðu sérstaka. Ákvæði um að gamlir skógar teldust geta aukið á losunar- kvóta þjóða vegna bindingar skóganna á koltvísýringi eru dæmi um þetta sem skiluðu löndum eins og Japan, Kanada og Rússlandi tugum miiljóna tonna i aukinni losun. Og þessi dans var sannkallaður trölla- dans í samanburði við þá hagsmuni og þær stærðir sem ísland tók með sér tU fundarins. Þó þykir okkur nóg um því það 1,6 miUjóna tonna þak, sem „ís- lenska ákvæðið" felur í sér. er talið vera um 1,8 mUljarða króna virði á ári, samkvæmt frétt í DV í vikunni, og í ekki stærra samfélagi en okkar mun- ar um minna en það. Hlutfallslega er stærðargráða íslenska ákvæðisins ekki mUíil og þó að það hafi ekki náð að afgreiðast á ráðstefnunni i Bonn í gær, eins og áformað var, þá er mjög ólíklegt að menn fari að agnúast út í slíkt „smotterí" eftir það sem á undan er gengið! En auðvitað er málið ekki í höfn fyrr en það hefur fengið af- greiðslu. Golfiö Um daginn var einn kunningi minn að reyna að fá mig til að stunda golf og benti þá á að í golfinu væru í gangi merkar reglur sem gerðu spUur- Samkomulagið sem menn hafa nú náð snýst um að jafna út þennan mismun og koma mönnum áfram á lofts- lagsgolfvellinum. Þróunarrik- in hafa mikla forgjöf enda ástandið verst þar. Aðrir axla ábyrgð af losun sinni eftir því sem hœgt er og aðilar ná sam- komulagi um. En niðurstað- an virðist hins vegar augljós- lega sú að allir, stórir og smá- ir, hafa knúið fram forgjöf, hvort sem það eru Kanada- menn, Japanar, Rússar. um á ólíku getustigi kleift að spila hver við annan á jafnréttisgrundveUi. Þetta átti greinUega að vera hvatning til mín, því ég þoli Ula að tapa í leikj- um og íþróttum, og þarna átti ég sem byijandi að geta leikið við hann á jafn- réttisgrunni. Golf er sem kunnugt er íþrótt þar sem menn slá kúlu með kylfu efir sérstökum brautum og eiga að koma kúlunni ofan í holu við enda brautarinnar. Fyrir fram er ákveðið hversu mörg högg er eðlUegt að nota á hverri braut en þeir sem eru lagnir nota fá, hinir nota fieiri. Reglan sem hann vísaði tU snýst um svokaUaða forgjöf. Samkvæmt sérstöku kerfi fá spUarar svo og svo mörg högg í forgjöf þannig að þeir sem eru góðir hafa minni forgjöf en þeir sem lakari eru. Þessi forgjöf jafnar síðan að verulegu leyti út getumuninn og menn hafa meira gaman af leiknum fyrir vikið. Mér fannst þessi lýsing kunningja mins minna um margt á loftslagsráð- stefnur Sameinuðu þjóðanna, ekki síst þá síðustu í Bonn. Þar hafi menn ver- ið ná saman reglum um forgjöfina. Að- Udarríkin mæta jú tU leiks í misjöfnu ástandi og með mismunandi aðstæður. Samkomulagið sem menn hafa nú náð snýst um að jafna út þennan mismun og koma mönnum áfram á loftslags- golfvellinum. Þróunarríkin hafa mikla forgjöf enda ástandið verst þar. Aðrir axla ábyrgð af losun sinni eftir því sem hægt er og aðilar ná samkomulagi um. En niðurstaðan virðist hins vegar augljóslega sú að allir, stórir og smáir, hafa knúið fram forgjöf, hvort sem það eru Kanadamenn, Japanar eða Rússar. íslenska ákvæðið ísland hefur, eins og aðrir, óskað eftir því að fá nokkur högg í forgjöf. Það hefur sumum hér heima fundist frekar snautlegt af spilara sem er jafn þróaður og raun ber vitni. Ekki má gera lítið úr heilbrigðum metnaði en í samanburðinum virðist þessi forgjöf þó ekki hafa stungið samstarfsþjóðir okkar í augu. Og auk þess eru það ein- faidlega gild rök í hnattrænu sam- hengi að álver á Íslandi þjónar mark- miðum Kyotobókunarinnar betur en álver í einhverju þróunarlandanna vegna þess að ál á íslandi er framleitt með endumýjanlegum orkugjöfum. En þó sumum kunni að þykja það metnað- arlaus spilamennska að knýja fram forgjöf mega menn ekki halda að eftir- leikurinn verði auðveldur íslending- um. Undanþága okkar dugar vissulega fyrir þeirri stóriðju sem áformuð er um þessar mundir, svo framarlega sem notaðar verði umhverfisvænstu aðferðir sem þekkjast, eins og segir í íslenska ákvæðinu. En aðhaldið er engu að síður tii staðar, það er jú þak á þeim útblæstri sem taka má út fyrir sviga í útblástursbókhaldinu og hin al- mennu ákvæði um 10% aukningu mið- að við 1990 setja okkur þröngar skorð- ur. Þá er líka ljóst að ef við viljum ná fram enn meiri almennri viðbótarlos- un þarf að stórefla landgræðslu með æmum tilkostnaði til aö ná þeim kvót- um sem við höfum samið um vegna bindingar. Island væri því þrátt fyrir islenska ákvæðið að munstra sig inn á talsvert strembinn 18 holu útblásturs- völl með því að staðfesta Kyotobókun- ina. ísland er með? Það sem mestu máli skiptir þó er að ísland verður að öllum líkindum með í leiknum en lendir ekki utangarðs með Bandaríkjamönnum. Sú niöur- staða yrði jafnframt mikill sigur fyrir rikisstjórnina, og kannski sérstaklega fyrir umhverfisráðherrann sem hefur verið sakaður um að vilja fórna Kyoto fyrir ál. Ef hins vegar svo ólíklega vildi til að Islendingar dyttu út úr þessu samstarfi vegna þess að islenska ákvæðið fengist ekki samþykkt yrði það gríðarlegt áfall fyrir stjómvöld og setti alla umræðuna um stóriðju á ís- landi í nýtt samhengi. Sem betur fer em þó litlar likur til þess enda heppi- legast fyrir alla að umræðan um rétt- mæti stóriðju á íslandi fari fram á sín- um eigin forsendum, frekar en því hvemig tekst að lenda íslenska ákvæð- inu á loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna þar sem það er hvort sem er talið vera hálfgerð afgangsstærð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.