Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 Helgarblað Svíar og Finnar svíkja íslendinga á ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins: Einelti í hvalveiðiráði Engar veiöar Hvalveiðar Islendinga hafa legið niðri um árabil og ekki er að sjá að þær hefjist á næstunni. Ársfundur Alþjóða hvalveiði- ráðsins, sá 53., hófst í London sl. mánudag. Á fundinum voru í fyrstu greidd atkvæði um það hvort fundurinn hefði vald til þess að ákvarða um inngöngu íslands í ráðið með fyrirvara um 0 kvóta. Féll atkvæðagreiðslan þannig að 19 ríki greiddu atkvæði með því að fundurinn hefði tilskilið vald en 18 ríki greiddu atkvæði gegn því. Að því loknu voru greidd at- kvæði um það hvort íslandi skyldi veitt innganga í Alþjóða hval- veiðiráðið og féllu atkvæði þannig að þau 19 ríki sem greitt höfðu at- kvæði með þvi að fundurinn hefði tilskilið vald greiddu atvæði gegn fyrirvara íslands, þrjú ríki sátu hjá og önnur ríki tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Alþingi sam- þykkti árið 1998 að stefnt skyldi að því að hefja hvalveiðar en þær hafa ekki hafist, m.a. vegna hót- ana Bandaríkjamanna um að Is- lendingar verði beittir efnahags- legum þvingunum ef þeir umgang- ist hvali með öðrum hætti en að sýna þá ferðamönnum. Margir líkja aðförinni gegn íslendingum á ársfundi hvalveiðiráðsins við einelti. Áheyrnarfulltrúar Eftirtalin 19 ríki greiddu at- kvæði með því að Alþjóða hval- veiðráðið gæti greitt atkvæði um aðild íslands með fyrirvara: Argentína, Ástralía, Brasilía, Bandaríkin, Chile, Finnland, Ind- Geir A. Guðsteinsson blaðamaður land, Þýskaland, írland, Ítalía, Mexíkó, Mónakó, Nýja-Sjáland, Holland, S-Afríka, Spánn, Svíþjóð, Bretland og Óman. Eftirtalin ríki töldu að Alþjóða hvalveiðiráðið hefði ekki hæfl til aö hafna aðild íslands með fyrirvara: Kína, Dan- mörk, Dóminíska lýðveldið, Frakkland, Grenada, ísland, Jap- an, Kórea, Marokkó, Noregur, Panama, Sviss, Gínea, Solomon- eyjar, St. Vincent, St. Lucia, Antigua & Barbuda og St. Kitts & Nevis. Fulltrúi Austurríkis var fjarverandi. Þegar borin var upp tillaga um að hafna fyrirvara ís- lands um að ekki sé samþykkt fyr- ir ákvörðun ráðsins um að leyfa engar hvalveiðar í hagnaðarskyni greiddu sömu 19 ríki atkvæði með tillögunni og höfðu greitt atkvæði um aðild Islands. Austurríki, Frakkland og Sviss sátu hjá en hin 16 ríkin tóku ekki þátt vegna ólögmætis atkvæðagreiðslunnar. I kjölfarið var íslendingum boðið að vera áheymarfulltrúar án at- kvæðisréttar. Síðar i vikunni var svo skipuð nefnd til það kanna kjörbréf Ind- lands. Enginn vafi var talinn leika á því að þau væru gild en einhver vafi lék á því viðkomandi fulltrú- ar hefðu kosningarétt. Hvert ríki tilnefnir einn aðalfulltrúa og vara- mann fyrir hann og aðeins þeir mega kjósa. Vafi leikur á því hvort Indverjinn sem kaus gegn íslandi á mánudag hafi haft til þess tilskilið leyfi. Þess má geta að Rússar sitja fundinn án atkvæðis- réttar, þar sem þeir hafa ekki greitt félagsgjöld, en þeir eru tald- ir fylgjandi íslandi og þá hefði til- laga Ástrala og Bandaríkjamanna um aö hafna fyrirvara íslands um hvalveiðar í hagnaðarskyni fallið á jöfnu. Líta á sig sem fullgilt ríki íslendingar líta á sig sem full- gildan aðila og hafa í samræmi við það tekið þátt í umræðum og atkvæðagreiðslum á ársfundinum þó sendinefndin telji það algjör- lega óviðunandi. I samræmi við áðurnefnda atkvæðagreiðslu er nafn íslands ekki lesið upp í nafnakalli í atkvæðagreiðslum en fulltrúar íslands hafa ævinlega til- kynnt hvemig þeir greiða atkvæði og tilkynna formanninum að láðst hafi að lesa upp nafn íslands í nafnakallinu. Þannig hefur verið tvöfalt bókhald í atkvæðagreiðsl- um á fundinum. Annars vegar hef- ur formaður ráðsins, Svíin Bo Fernholm, ekki talið íslensku at- kvæðin með, en í kjölfarið hafa ýmis ríki lýst því yflr að þau við- urkenni ekki talningu formanns- ins heldur bætt við atkvæðum ís- lands og álíta það niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar. Sjávarútvegsráðherra, Árni M. sjávarútvegsráö- son alþingismaö- herra. ur. Mathiesen, hefur sagt að það séu vonbrigði að mörg evrópsku ríkj- anna skuli vera svo öfgasinnuð í hvalveiðimálum að þau láti sig engu varða rétt eða rangt. Því hafi stuðningur Frakklands, Sviss og Austurríkis komið á óvart en að sama skapi mikil vonbrigði að Svíþjóð og Finnland skyldu snúast gegn íslandi. Ráðherra segir þjóð- réttarfræðinga telja það skýlausan rétt íslendinga einna að taka ákvörðun um fyrirvarann, slíkt vald sé 1 höndum einstakra aðild- arríkja, og í öðru lagi sé ákvörðun ráðsins efnislega röng þar sem fyrirvari íslands sé í fullu sam- ræmi við tilgang og markmið hvalveiðisamningsins. Fleiri ríki hafa gegnum tíðina birt fyrirvara við hvalveiðar, s.s. Argentína árið 1960, Chile og Perú árið 1979 og Ekvador árið 1991, en Alþjóða hvalveiðiráðiö hefur aldrei greitt atkvæði um þá fyrirvara. Utanrík- isráðherrar Norðurlanda ræddu málið fyrir ársfundinn en afstaða Svía og Finna bendir til að utan- ríkisráðuneyti viðkomandi rikja komi allt of lítiö að málinu, af- staða ríkjanna mótist af afstöðu umhverfisráðuneytanna, en ný- lega var samþykkt samhljóða yfir- lýsing Norðurlandanna um sjálf- bæra þróun. Hvalveiðiráöið hefur sett nlður Stefán Ásmundsson, þjóðréttar- fræðingur og formaður íslensku sendinefndarinnar, segir að engar stórar ákvarðanir verði teknar á þinginu, til þess þurfi 75% at- kvæða, og hvorki hvalafriðunar- sinnar né hvalveiðisinnar hafi þann tilskilda meirihluta. Hval- friðunarsinnar hafi þó meirihluta og því samþykktar ályktanir eins og gagnrýni á vísindaveiðar Jap- ana, hvalveiðar Norðmanna, en ekkert sé bindandi. „Það sem kann að sitja eftir eru samþykktir um griðasvæði hvala, áskorun á Japana og Norðmenn að hætta hvalveiðum og ákvörðun Breta að hindra vísindarannsókn- ir Norðmanna í breskri lögsögu sem þeir telja að þjóni ekki þeim tilgangi að vernda hvalastofnana. Sú ákvöröun Breta var mjög gagn- rýnd, ekki síst vegna þess að það er áratuga hefð á samvinnu Breta og Norðmanna. Það er mjög útbreiddur miskiln- ingur hér aö íslendingar séu að hefja hvalveiðar. Jafnvel halda sumir því fram að við séum að veiða hvali, en við notum hvert tækifæri til að leiðrétta þann mis- skilning. Fjöldi félagasamtaka, eins og t.d. Greenpeace, eru með áheyrnarfulltrúa, og þau dreifa gögnum á ganginum framan við þingsal, og það gera einnig hval- veiðisinnar. Á fimmtudag var svo samþykkt að framlengja bann við hvalveiðum í ágóðaskyni um eitt ár. Þar með fór út um þúfur til- raun Japana og Norðmanna að fá aflétt 15 ára hvalveiðibanni. Til- laga um hvalavemdarsvæði í Suð- ur-Kyrrahafi var felld. Mér finnst í lok þessa ársfundar að Alþjóða hvalveiðiráðið hafi sett töluvert niður, ekki síst vegna þeirrar ákvörðunar að setja okkur hjá, sem við álítum algjörlega ólöglega. Hún er tekin á pólitísk- um forsendum, ekki lögfræðileg- um eða vísindalegum. Ég vil þó ekki halda því fram að þessi sam- tök séu gagnslaus eða búin. Við trúum enn að okkur verði hleypt inn, kannski strax á næsta árs- fundi í Japan,“ segir Stefán Ás- mundsson. Hvalveiðar ekki líklegar á næstunni „Þetta far sem Alþjóða hval- veiðiráðið er i er greinilega það að engar hvalveiðar verði leyfðar og þeir sem mynda meirihlutann eru greinilega mjög óvandir að meðul- um, fara ekki eftir reglum í al- þjóðasamskiptum. Það er ills viti. Ég átti samt ekki von á því að menn mundu ganga svo hart fram gegn okkar aðildarumsókn og taldi að við gætum gengið inn á þessum fyrirvara. Þetta töldu lög- spekingar, ég trúði því, en við erum reynslunni ríkari núna. Menn geta deilt um formið og lagaumhverfið sem þarna ætti að hafa í heiðri en ekki var gert. Við verðum að vera í þessum samtök- um en ég fagna því að það var þó tekin skynsamleg ákvörðun um að farið yrði í mat á áhrifum hvala- stofna á nytjastofna og ég trúi ekki öðru en niðurstaðan verði staðfesting á verulegum áhrifum á nytjastofna og skynsemin verði látin ráða. Þetta fólk í hvalveiði- ráðinu lítur meira á hnöttinn sem eina heild og það er ekki hægt að þræta fyrir það að hvalastofnar eru aðeins svipur hjá sjón í heild- ina miðað við fyrri tíma. Ég tel að ekki sé líklegt að viö veiðum hvali í atvinnuskyni á næstunni; þessi ráðstefna kippti okkur svolítið niður á jörðina með það. Við þyrftum þá að éta sjálfir hvalaaf- urðirnar og fiskmarkaðir gætu verið í hættu, þó svo Norðmenn hafi ekki tapað mörkuðum vegna hrefnuveiða," segir Jóhann Ár- sælsson, þingmaður og nefndar- maður í sjávarútvegsnefnd Al- þingis. Bundin skip Hvalbátarnir verða áfram verkefnalausir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.