Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 DV Helgarblað Snjallir svindl- arar og auðtrúa fórnarlömb Svikahrappar eru ávallt að störf- um einhvers staðar og og komast sum- ir upp með hrekki sina en aðrir eru gripnir og dæmdir. Þeir snjöllustu nást aldrei, aðrir stunda iðju sína og komast upp með ótrúlegustu klæki en eru gripnir um síðir. Þá eru dæmi um að menn og fyrirtæki kæra ekki þá sem hafa haft af þeim fé með ólögleg- um hætti, þar sem það þykir mikil skömm að sjá ekki við hröppunum. Sumir bófanna lifa hátt og láta berast mikið á og nota gjaman það lífsmynst- ur til að svindla og svíkja, því allir vOja lána eða gefa þeim ríku. Aðrir láta fara lítið fyrir sér en laumast til að láta afhenda sér peninga og muni und- ir ýmiss konar yfirskini og hverfa af sjónarsviðinu þegar þeim best hentar en þeir sem prettaðir eru sitja eftir með sárt ennið, oft févana en í öðrum tilvikum með skömmina eina fyrir að sjá ekki við þeim sem plötuðu. Hér verður sagt frá nokkrum hröpp- um sem tókst vel að svíkja en misjafn- iega að fela. Skítblankur milli f marsmánuði 1999 var Robert nokk- ur Barwick, 50 ára gamall Englending- ur, dæmur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa svikið út samtals 600 þúsund pund af þrem konum. Hann var trúlof- aður þeim öllum samtímis og er óþarfi að taka fram, að engin kvennanna vissi af hinum. Barwick sagði þeim öll- um sömu söguna, að eignir hans næmu 2 milljónum punda og að meðal nánustu vina hans væru tónskáldið Lloyd Webber og Bryan Robson, fram- kvæmdastjóri fótboltaliðsins Middles- brough. í raun var hann mislukkaður fjáraflamaður sem fór á hausinn með viðgerðarverkstæði rafvéla i Man- chester. Nokkrum mánuðum eftir fyrri dóm- inn var Barwick aftur fyrir rétti og var hann dæmur til að greiða konum aftur 450 þúsund pund, eða fangelsisvist hans framlengdist um tvö og hálft ár. John Drewe dró listaheiminn á asnaeyrunum og kom yfir 200 fölsuöum málverkum í umferð. En þá hafði ekki tekist að fmna eitt einasta pund af þeim 600 þúsund sem hann var búinn að svikja út af sparifé þriggja unnusta sinna. En hrappurinn sagðist ekkert eiga, hann væri búinn að eyða hverju pundi í mislukkaðar fjárfestingar, skemmtisiglingar, hótel, spilavíti og gjálífar konur. Hann viður- kenndi að eiga ekki neitt og að það væri tóm lygi sem hann hefði sagt kærustunum, að hann ætti íbúð á Mallorca, Bentley- og Ferraribíla og enn síður ætti hann von á vænum arfl eftir ömmu sína. Karlinn viðurkenndi að allur veraldarauður sinn væri 8,20 pund sem geymd væru í bankaútibúi. Óborganlegur munaður Lundúnabúinn Jonathan Kem var ekki mikið betur stæður en Barwick þegar hann fékk bílaverksmiðju til að afhenda sér Lotus Esprit, 70 þúsund punda virði. Hann kvaðst vera tíma- ritaútgefandi og þyrfti á þessum fma sportbil að halda í sambandi við myndatökur. Kem ók dýrgripnum beint til Costa Del Sol og þar og á frönsku Ríviíerunni hafði hann það huggulegt i tvo mánuði. Þegar breskir rannsóknarlögreglu- menn og Interpol þefúðu Kem loks uppi fundu þeir hann með tveim gleði- konum í hótelherbergi. Allan kostnað á dýmstu hótelum við Miðjarðarhaflð greiddi hinn 45 ára gamli Kem með stolnum krítarkortum. Mellurnar höfðu lítið fyrir sinn snúð nema ánægjuna, ef einhver var. Kem var dæmdur í þriggja ára fang- elsi árið 1999. Svikull tengdasonur En Kem er ekki annað en smábófi við hliðina á hinum 35 ára gamla John Dolley sem hafði 1,5 milljónir punda út úr tengdamóður sinni og eyddi því í kókaín, hátt líf og dýr hótel. Hvernig tókst honum að plata sjálfa tengdamóð- ur sína svona illilega? Hann taldi henni trú um að hann væri sérfræð- ingur í fjárfestingum og með skipu- lögðum hætti tæmdi hann bankainn- stæður tengdó og plataði vænan bunka af verðmætum hlutabréfum úr úr henni. Þegar bankabækumar vor tæmdar og hlutabréfm seld fékk hann konuna til að selja verðmæta fomgripi, mál- Enn veit enginn til hvers maðurinn var að panta öll þessi tæki og safna þeim. Þau eru öll í íbúðinni í litla þorpinu í Belgíu eða í hlöðum og útihúsum í nágrenninu. Birgðimar em minnst 25 milljón dollara virði. Kannski var þetta bara allt gert í gamni. verk og aðra ættargipi. Fyrir vikið var Dolley dæmdur i fimm ára og átta mánaða fengelsi 1999. Tengdamóðirin frá Allen sagðist hafa trúað tengdasyni sínum þegar hann kvaðst eiga milljón punda virði í Svikahrappurinn gjafmildi, Baba. Biái sirkusinn eftir Marc Chagall langtimafjárfestingu, sem ætti eftir að gefa vel af sér en sig skorti aðeins fjár- magn til að komast fyrir nokkra hjalla á fjármálabrautinni. Ekta falsanir og óekta Og listaheimurinn trúði John Drewe þegar fræg söfn og uppboðs- fyrirtæki keyptu af honum fjökia falsaðra verka. Hann lék sér að því að plata sérfræðinga uppboðsfyrir- tækjanna Sothebys og Christies og listfræðinga heimsþekktra safna. Virtir kaupendur listaverka beggja vegna Atlantshafsins létu blekkjast. Myndimar sem Drewe seldi þeim voru málaðar af fátækum listkenn- ara að nafni Myatt. Sá fyrmefndi keypti myndimar á 250 pund stykkið af kennaranum sem framleiddi myndir í stíl við verk Albertos Gia- cometti, Jeans Dubuffets, Marcs Chagalls, Grahams Sutherlands, Bens Nicholsons og Nicholas de Stael. Hann hitti Drewe eftir að hafa sett auglýsingu í tímaritið Private Eye þar sem hann bauð „ekta 20. ald- ar falsanir fyrir 150 pund.“ 1999 kærði fyrrverandi kærasta Drewes hann fyrir lögreglunni og list- fræðing nokkum var einnig farið að gmna margt og fór fram á rannsókn. En það var ekki í fyrsta skiptið sem lögreglan og Drewe höfðu samband. Árið 1994 hafði hann samband við rannsóknarlögreglumenn í London og sagðist hafa upplýsingar um málverk sem Mafian hafði stolið. Það gerði hann til að villa um fyrir lögreglu og málverkasölum svo að auðvelt yröi að koma fólsuðum myndum í verð síðar. Drewe varð sér úti um leyfi til að fá að rannsaka gögn í helstu listasöfnum í London. Þar falsaði hann eigendasög- ur málverka og kom ljósmyndum af þeim fyrir í skjölum safnanna. Þegar hann fór síðar að setja fólsuðu myndimar i sölu kom í Ijós að þeirra var getið sem pottþéttra verka í skjala- söfnum virtra liststofnana. Þar lágu sönnunargögnin fyrir því að myndim- ar sem fátæki kennarinn málaði og seldi fyrir slikk sem ekta falsanir væra í raun eftir þekkta og rándýra málara. Drewe var dæmdur í sex ára fang- elsi fyrir svikin en sjáMúr falsarinn Myatt fékk eitt ár og er nú laus en hinn situr inni. Ekki hefur hafst uppi á nema 60 af þeim 200 fólsunum sem vitað er að Drewe seldi. Hinar eru í söfnum eða í einkaeign í Englandi, Frakklandi og Bandaríkjunum og guð má vita hvar. Allt í gamni Anthony Marsden fór vítt og breitt um veröldina þegar hann sveik út dýr- mæt tæki frá stórfyrirtækjum. Sem Lamar Reid ofursti fékk hann marga helstu rafeindatækjaframleiðendur í Bandaríkjunum, Japan og Evrópu tO að senda sér sýnishorn af síðustu upp- götvunum og framleiðsluvörum án þess að gjald kæmi fyrir, En hvemig? Ofurstinn sagðist vera Nató til ráðgjafar um kaup á tækjum fyrir milljarð dollara. Hann sendi fyr- irtækjunum símbréf og bað um að fá send nýjustu tæki þeirra til prófunar. Hann tók fram að tækin yrðu ekki end- ursend þar sem reynt yrði einnig á endingu þeirra og þau prófuð til hlítar. Hann fékk sendar tölvur, radartæki í gervihnetti, skanna, vídeótæki og myndavélar, allt af fullkomnustu gerð. Öll fyrirtækin vora beðin að senda tækin til Oud Rekem, smáþorps í Belg- íu, þar sem aðalstöðvar Lamar Reids vora sagðar vera. Það gerðu þau svika- laust í þrjú ár. En svo fór einhvem hjá Sony að gruna margt. Sendur var einkaspæjari til Oud Rekem þar sem hann fann íbúð sneisafulla af dýrmæt- um tækjum en engan ofursta. Tækniþekking Reids var í góðu lagi og hann sendi fyrirtækjunum þakkir fyrir sendingamar og benti jafnframt á hvemig mætti endurbæta tækin. Eitt fyrirtækjanna sagði rannsóknarmönn- um að ef þeir fyndu ofurstann væri hann vinsamlegast beðinn að hafa samband. Honum stæði góð staða til boða. Enn veit enginn til hvers maðurinn var að panta öll þessi tæki og safna þeim. Þau era öll i íbúðinni i litla þorpinu í Belgíu eða í hlöðum og úti- húsum í nágrenninu. Birgðirnar era minnst 25 milljóna dollara virði. Kannski var þetta bara allt gert í gamni. Gjafmildur stórsvindlari Annar svikahrappur gengur laus og hefur það gott. Baba heitir fullu nafhi Foutanga Dit Babani Sissoko og er frá Gambíu. Honum tókst að ná 150 millj- ónum dollara út úr Dubai Ismalic Bank 1998 og hefur ekki sést síðan. Bankastjóri lánaði honum upphæðina án þess að lántakandinn gerði neina fullnægjandi grein fyrir sér en sagðist vera í viðskiptum í heimalandi sínu og hefði auðgast á viðskiptum með dem- anta, olíu, timbur og vefnaðarvöra. Bankastjórinn og aðalendurskoð- andi bankans, sem sáu um lánveiting- una, bera því einu við að Baba hafl beitt þá göldram og fengið þá til að samþykkja þessa ótrúlegu lánveitingu og afhenda honum féð. Aurana sagðist hann ætla að nota til fjárfestinga í heimalandi sinu. Það vakti athygli þegar Baba gaf 736 þúsund dollara til heimilislausra í Mi- ami á Florida en þar náði hann út pen- ingunum. Þrátt fyrir mikla eftir- grennslan hafa ekki komið í leitimar nema 1,8 milljónir dollara af upphæð- inni sem Baba sveik út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.