Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 26
26 Helgarblað LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 DV Við krýningu í Feguröarsamkeppni íslands í vor. Ragnheiöur Guönadóttir fyrir miöju á myndinni - en hjá henni standa nöfnurnar íris Björk Árnadóttir og íris Dögg Árnadóttir. Feguröardrottningar brosa í gegnum tárin. Ungfrúin sem varð ófrísk - en er ekki ómissandi Ungfrú ísland er kona vikunnar. Árni Johnsen átti sviöið í fyrri viku. Nema hvað þingmaðurinn, sem bráðum er fyrrverandi, getur ekki líífræðilega séð verið eigi ein- samall - og tekið brátt jóðsótt. Sú er hins vegar raunin með Ragnheiði Guðnadóttur, ungfrú ísland 2001. Hún er ófrísk og eru því allar bjarg- ir bannaðar með frekari þátttöku, svo sem í alþjóðlegri keppni um feg- urstu konur landa og álfa. En eng- inn er ómissandi, ekki einu sinni ungfrú Island. Við hlutverki Ragn- heiðar taka þær íris Björk Áma- dóttir og íris Dögg Oddsdóttir en þær urðu í 2. og 3. sæti þegar keppt var um það á liðnu vori hver væri fegursta kona landsins. DV heilsaði upp á nöfnurnar og stöllurnar bráð- fallegu nú í vikunni. -sbs. MYND: EINAR J. Ungfrú ófrísk Ragnheiöur Guönadóttir, feguröardrottning ísiands, er komin fjóra mánuöi á leiö. Hún er tveggja manna maki í fegurö. I DV-MYND EINAR J Hin íöifagra Iris Björk „Kannski er þaö broslegt aö stúlkur sem taka þátt í feguröarsamkeppni eigi svo margar þennan draum. En felst ekki í flugfreyjustarfinu eitthvaö þaö sem allar stúlkur þrá? Þaö aö feröast um heiminn og sjá eitthvað framandi. “ Stúlkan á skiptiborðinu í öðru sæti: Bamagæla grillar - íris Björk Árnadóttir á sér draum um hamingju í hjónabandi „Eins og hjá hverri annarri stúlku eru draumar mínir og vænt- ingar í lífmu auðvitað helst þær að eignast böm, giftast hamingjusam- lega, eiga fallegt heimili og komast í vinnu sem ég er sátt við,“ segir íris Björk Ámadóttir. Hún varð í vor í 2. sæti sem ungfrú ísland. Og nú þegar fegurðardrottning Islands er úr leik þarf íris að hlaupa í skarðið og sinna nokkram af skyldum hennar, svo sem að taka þátt í keppninni um ung- frú Skandinavíu. „Það á þó enn eftir að koma nákvæmlega í ljós hvemig þetta allt mun verða en margar af þessum keppnum sem um ræðir eru á svipuðum tíma og gætu kannski rekist á,“ segir ungfrúin - sem utan þessa fæst við fyrirsætustörf fyrir fyrirtækið Oroblu. Þarf þeirra starfa vegna í haust að fara suður til Spán- ar að sýna sokkabuxur og undirfót. Reyndar er Iris þaulvön í fyrirsætu- störfunum, hefur gripið í þau alltaf öðru hvom síðan hún var þrettán ára. Ég er mikil barnagæla íris Björk stendur á tvítugu. Hún víkur sér fimlega undan sígildum spumingum blaðamanns til fegurð- ardrottningar um hver sé kærastinn ef einhver er. „Þarf ég nokkuð að svara þessu?“ segir hún. Ungfrúin starfar sem skiptiborðsdama hjá Securitas og er reyndar farin aö ská- skjóta sér einnig inn í bókhaldsstörf- in, það er að stemma af reikninga og fleira slikt. Hugur Irisar stendur raunar til frekari starfa á þessu sviði og ætlar hún einmitt þess vegna i bókhaldsnám í haust. Engu að síður kveðst hún ótrauð stefna á nám í bamasálfræði í náinni framtíð. „Ég er voðalega mikil bamagæla í mér og mér flnnst gaman að passa,“ segir íris Björk. Foreldrar írisar Bjarkar era þau Ámi Guðmundsson, einn eigenda og stjómenda Securitas, og Sigríður Huld Konráðsdóttir sem er kennari við Kópavogsskóla. „Mamma kennir stærðfræði og það er fullt af reikn- ingshausum í ættinni minni. Tvö eldri systkini mín eru til dæmis við nám i rekstrarfræði við Tækniskól- ann þar sem er mikil stærðfræði. Systir mín sem er yngri en ég er að læra kokkinn og tvö yngstu systkini mín eru enn í grunnskóla." Draumur flugfreyjunnar Eins og íslensk fegurðardrottning á íris Björk sér hinn sígilda draum þeirra allra. Hún stefnir að því að verða flugfreyja. „Jú, kannski er þaö broslegt að stúlkur sem taka þátt í feg- urðarsamkeppnum eigi svo margar þennan draum. En felst ekki í flug- freyjustarfmu eitthvað það sem allar stúlkur þrá? Það að ferðast um heim- inn og sjá eitthvað framandi," segir íris og brosir. Hún segir að undirbún- ingur fyrir störf á þessum vettvangi hafi meöal annars verið spænskunám- skeið sem hún sótti nú í sumar á Malaga á Spáni og em hún og Sigur- björg Helgadóttir, vinkona hennar, raunar nýlega komnar heim úr þeirri Bjarmalandsfór. „Við Sigurbjörg eram ákaflega nán- ar vinkonur, höfum verið það alveg síðan í grunnskóla. Hún var algjör klettur í hafinu fyrir mig í veikindum sem ég lenti í þama úti. Ég á auðvitað margar fleiri vinkonur en hana og við geram margt skemmtilegt saman. Höldum matarboð, fórum mikið í úti- legur út á land - og skemmtilegast er auðvitað að grilla úti í rigningu," seg- ir íris. Hún kveðst einnig gera mikið af því að fara út að hreyfa sig, fer í sund á nánast hverju kvöldi eða í gönguferðir um Nauthólsvíkina sem hún segir vera mikla útivistarparadís með iðandi mannlífl. Eða þá um Kópa- vogsdalinn, þaðan er stutt að fara úr Smárahverfinu þar sem íris býr ásamt foreldram sínum og systkinum. Öryggistrix og Ámamál Fegurðardrottningin á skiptiborð- inu hjá Securitas er hvergi hrædd við þau meindýr samfélagsins sem fyrir- tækið sem hún starfar hjá er til höfuðs. „Eins og aðrir sem starfa hjá þessu fyr- irtæki er ég búin að fara á sjálfsvam- amámskeið. Að vísu ætla ég að vona að ég þurfi aldrei að nota þær aðferðir sem ég lærði þar við að verjast. Örygg- isverðimir sem starfa hjá okkur hafa hins vegar lent í ýmsu,“ segir íris Björk. Aðspurð um pólitíkina í landinu segir fris hana alla vera að koma til. Um Árnamálið segir fegurðardísin þokkafulla að öllum geti orðiö á mis- tök „... og ég ætla ekki að dæma Áma. Svona lagað byrjar smátt og sem fikt en verður að flkn. Mér finnst illa hafa verið farið með Áma - en ef til vill fór hann verst með sig sjálfur". -sbs í,„; I I i h •s-^r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.