Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Side 28
28 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 DV Helgarblað reglur þá gengur það fyrir sig með ákveðnum hætti. Málið er rannsak- að af hlutlausum aðilum og síðan fellur dómurinn. í máli Árna hefur þetta tvennt þegar gerst. Menn hafa þóst hafa sjálfskapað umboð til að rannsaka málið og þeir hafa dæmt. Árni hefur þegar tekið út stærri refsingu en aðrir menn fá að jafnaði fyrir slík brot. Menn sem hafa eitthvað annar- legt i farteskinu tala um það í tengslum við þetta mál að opna þurfi bókhald og fjármál stjórn- málaflokka. Það skiptir engu máli þótt bókhald stjórnmálaflokks sé opið, menn geta stolið úti í bæ. En mér er á hinn bóginn fyrirmunað að skilja hvers vegna stjórnmálafor- ingjar, sem þykjast tala fyrir opnun á bókhaldi flokkanna, gefa ekki gott fordæmi og birta bókhald síns flokks. Það er ekkert sem bannar það. Gerðu þeir það yrði þetta tal þeirra trúverðugt." - Nú hafa heyrst raddir um að Björn Bjarnason verði aó axla ábyrgð í málum Árna Johnsens. Helduróu aó þetta mál veiki Björn? „Það held ég ekki. Hann hefur tekið mjög vel og fast á þessu máli. Honum varð jafn mikið um og öll- um öðrum. Þetta mál er allt mjög sérkennilegt. Fjölmiðlamenn hafa farið i innhverfa íhugun og öallað endalaust og á barnalegan hátt um frammistöðu sína í málinu Tökum fyrsta málið sem snýr að BYKO. Enn þá hefur ekkert endanlegt kom- ið fram um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað þar. Saknæmt athæfi virðist hafa komið fram í öðrum viðskiptum Árna en ekki með óyggj- andi hætti um innkaupin í BYKO sem fyrstu fréttir byggðust á. Ég veit ekki hver niðurstaðan verður en menn ættu að fara varlega í full- yrðingar." - Þér finnst þá að Björn Bjarna- son eigi ekki aó taka ábyrgð á þessu máli? „Ef þú færir í Hagkaup á vegum DV til að taka viðtal og styngir ein- hverju inn á þig í leiðinni ætti Óli Björn Kárason þá að segja af sér rit- stjórastarfi á DV. Finnst þér það?“ - Nei, mér flnnst það ekki. „Það getur enginn búið til óskeik- ult kerfi sem útilokar svona óheilla- atvik. Kerfið er ekki þannig og verð- ur aldrei þannig að menn geti ekki tekið neina hluti ófrjálsri hendi en það eru á hinn bóginn yfirgnæfandi líkur á að eftir nokkra mánuði eða misseri, þegar endurskoðunin og bókhaldið fer í gang, þá komist slík atferli upp. Það er bara spuming um tíma. Tók það ekki nærri tvö ár að koma upp um kjólakaup Guðrún- ar Helgadóttur fyrir peninga Al- þingis og þá endurgreiddi hún með nákvæmlega sama hætti og Árni Johnsen. Hún sagði ekki af sér. Jón Baldvin gaf manni úti í bæ áfengi sem var skrifað á ríkið. Hann end- urgreiddi. Ekki sagði hann af sér. Formaður Alþýðubandalagsins tók á sínum tíma sem fjármálaráðherra veð sem allir sáu að var blekking til að afstýra því að vinir hans misstu húsin sin. Ríkið tapaði tugum millj- óna. Ekki sagði hann af sér. Gísli S. Einarsson, sem slær sér upp á því nú að sparka í liggjandi mann, með- an hann kallar hann vin sinn og fé- laga í hverju orði, skrifaði bréf út af bílaumboði og notaði stöðu sina og Alþingis til aö styrkja málarekstur sinn og nefndi þar hvergi að hann væri eingöngu að draga taum fjöl- skyldu sinnar. Hann sagði ekki af sér. Enginn þessara manna gerði - Hver eru stœrstu framtíðarverk- efni? „Ég held að mikilvægasta verk- efnið núna sé að skapa hér alþjóð- legt viðskiptaumhverfl. Það er eina stóra leiðin til að við séum ekki háð, á sama hátt og áður, örfáum stoðum í efnahagslífinu. Þess vegna eigum við líka að forðast að binda okkur í tollabandalög og varnar- bandalög í efnahagsmálum eins og Evrópusambandið. Við eigum að skapa skilyrði svo að hingað sæki menn með fjárfestingar sínar, skrái sín fyrirtæki hér á landi og reki starfsemi sína héðan af því hér sé gott efnahagslíf, traust stjómvöld og réttlát lög í landinu. Þannig gæt- um við búið okkur til stöðu sem væri varanleg og ekki háð sveiflum i verði á afla, sveiflum í þorskstofni eða þvi að setja álver í hvern ein- asta fjörð." - Telurðu aó á þeim tíu árum sem þú hefur verió forsœtisráöherra hafi ytri aóstœður í þjóðfélaginu verió þér hliöhollar? „Ekki hefur það alltaf verið en menn eru fljótir að gleyma. Árin 1992-1993 var hér á landi mikil nið- ursveifla. Þáverandi formaður Al- þýðubandalagsins kom á skrifstofu mína óg sagði að nú væri ekkert annað hægt að gera en að mynda þjóðstjórn, allt væri að fara á verri veg og augljóst væri að ísland hefði aldrei gengið i gegnum aðra eins kreppu síðan 1930. Þetta var hans mat og ég held að það hafi ekki ver- ið rangt. Af þjóðstjórn varð ekki en þetta var erfiður tími. Menn gleyma tímabili eins og þessu og segja að ég hafi verið svo lánsamur að hafa alltaf vind í seglin.“ - Hver eru mestu vonbrigöin á þín- umferli? „Ég gæti nefnt ýmislegt sem ég hefði viljað gera öðruvísi. Ég kýs samt að gera það ekki því þá þyrfti ég að útskýra hvað gerðist og færi að nefna til sögu menn sem mér fannst hafa spillt fyrir niðurstöðu. Vel gæti verið að það væri ekki rétt mat hjá mér þvi maður hefur til- hneigingu til að ímynda sér að hlut- imir séu fremur öðrum að kenna en manni sjálfum. Fjölmargt hefur gengið öðruvisi en maður ætlaði en í stærstum dráttum hefur þetta gengið bærilega. Ætli það að hlut- irnir hafa gengið sæmilega sé ekki meginskýringin á því að menn hafa sætt sig svo lengi við forystu sama mannsins." Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur setið lengur en nokkur annar í forsætisráðuneytinu. f viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur ræðir Davíð um mál Árna Johnsens, framtíðina og pólitíska andstæðinga. - Staöa ríkissjóös er ekki eins hag- stœö og búist var viö, krónan sígur og vextir eru háir. Stefnir í óefni í efnahagsmálum? „Nei, þetta stefnir allt mjög vel. Sum merki sem virðast neikvæð eru jákvæð, það á til dæmis við um ríkissjóð. Við uröum að auka út- gjöld á sumum sviðum vegna kjarasamninga, öryrkjadóms og fleira. Svo gerist það að tekjur rík- issjóðs dragast saman vegna þess að fólk er byrjað að spara við sig. Krónan er að styrkjast dag frá degi, bensín hefur lækkað og gjald- eyrisinnstreymi eykst. Þenslan mun minnka. Allt er þetta mjög já- kvætt.“ - Þrálátar sögur hafa lengi gengið um aö þú sért að hverfa úr stjórn- málum - enn eina ferðina, er eitt- hvað til í þessu? „Nei, nei, en það er fyrirsjáanlegt að einhvern tíma rætast þessar spár. Fjallasprangarar segja að það sé puð að klífa upp á tindinn. Þar geti verið gaman að vera um stund en þar blási úr öllum áttum og sé ekki til langtímadvalar. Tíu ár í starfi þykir ekki stórbrotið í öllum öðrum störfum en i þessu starfi þyk- ir það mikið. Það er vegna þessa lögmáls; það næðir um og staðurinn er ekki ætlaður til langtímadvalar. Ég hef öðru hvoru gefið andstæðing- um mínum þokkaleg færi á að koma mér héðan en þeir hafa ekki notað þau tækifæri. Hitt er annað mál að mér finnst þeir menn þekkja mig illa sem telja að þegar aðeins blæs á móti, eins og í efnahagsmálum nú, þá ýti það undir tilfinningar hjá mér að nú skuli ég koma mér burt. Það er þvert á móti. Það væri á skjön við allan minn feril að flýja af hólmi þegar gustar örlítið á móti.“ Innhverf íhugun fjölmiöla - Víkjum aó málum Árna Johnsens. Teluröu aö í tengslum við þaó mál sé nauósynlegt að setja stjórnmálamönnum siöareglur? „Þetta mál kemur stjómmálum ekkert við. Maður tekur sér fé sem hann á ekki. Það gerist alls staðar í þjóðfélaginu. Sem betur fer mjög sjaldan þegar stjórnmálamenn eiga í hlut, held ég. Þess vegna vekur þetta meiri athygli. Oftast þegar mönnum verður illa á og brjóta leik- Flý ekki þótt gusti - Nú erum vió hunsuö af Alþjóða hvalveiöiráöinu, hver eru vióbrögö þín vió því? „Þeir geta ekki hent okkur út. Þessi regla að menn geti komið sam- an og greitt atkvæði til þess að drepa fyrirvara einnar þjóðar stenst ekki. Það getur bara hver og ein þjóð mótmælt fyrir sig. Vandamálið við Alþjóða hvalveiðiráðið er aö það fer hvorki eftir lögum né vísindaleg- um leikreglum. Af hverju erum við þá að sækja í slíkan klúbb? Skýring- in er sú að við gætum ekki selt okk- ar vörur nema vera aðilar að Visindaveiðar eru nauðsynlegar en þær skapa okkur engar tekjur. Atvinnuveiðar þurfa að koma til. Út frá visindalegu sjónarmiði ættu þær að geta hafist fljótlega ef menn vildu. En við þurfum að vera raun- sæ og við erum ekki búin að vinna þann markað sem við þurfum til að geta selt hvalaafurðir. En mér sýn- ist að ýmislegt sé að snúast í átt til okkar." DV-MYND GVA Mál Arna Johnsens Menn hafa þóst hafa sjálfskipað umboð til að rannsaka málið og þeir hafa dæmt. Árni hefur þegar tekið út stærri refsingu en aðrir menn fá að jafnaði fyrir slíkt brot. Flý ekki af hólmi þegar gustar á móti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.