Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Síða 39
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 47 smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11 Tækifæri til aö stofna eigiö fyrirtæki i búslóöaflutningum. Til sölu Benz 614,1998, trailer, 33 rúmmetra kassi. Minnaprófsbíll sem þarf ekki stöðvar- leyfi, Uppl, 895 0900, Hafsteinn, Vömbílar Getum útvegaö erlendis frá alls konar krókbíia ásamt alls konar vinnutækjum: krönum, vögnum, alls konar vörubíla, einnig getum við útvegað alls konar grindur og fleira sem tilheyrir krókbíl- um, svo sem götusópa, krana o.fl. Að- stoðum við Ijármögnun hjá Glitni, 25 ára reynsla. Amarbakki hf., s. 568 1666, 892 1 0005. Til sölu er tengivagn meö gámalásum, árg. ‘95, á loftfjöðrun. Einnig flutninga- j kassi með alopnum hliðum báðum meg- in. Nánari uppl. í s. 898 4044. s IJrval - gott í hægindastólinn Byggðasafnið í Skógum: Gömul járnsmiöja endurbyggð^, Hjá Byggðasafninu í Skógum stendur nú yfir endurbygging gam- allar smiðju Tómasar Þórðarsonar, föður Þórðar Tómassonar, safn- stjóra í Skógum. Tómas flutti að Skógum 1959 frá bænum Vallnatúni í sömu sveit. Tómas hafði átt góða járnsmiðju í Vallnatúni þar sem hann sat löngum stundum við steðj- ann og hamraði skeifur og aðra nytjahluti úr járni. Hann undi illa aðgerðaleysi í Skógum og vinir hans, bræðurnir Bárður og Tómas Magnússynir frá Steinum undir Eyjafjöllum, byggðu honum smiðju í fornum stíl með grjóthlöðnum veggjum og helluþaki. Var smiðjan orðin mjög hrörnuð og orðin í vegi fyrir nútímaframkvæmdum í Skóg- um. Nú var ákveðið að endurbyggja smiðjuna og flytja hana að torfbæ Byggðasafnsins. Á fyrri tímum var smiðja á hverju sveitaheimili svo hér er hús sem sómir sér vel í húsa- safninu í Skógum og mun vekja at- hygli safngesta. Bændurnir Viðar Bjarnason og Kolbeinn Gissurason tóku að sér þetta verkefni og hafa sannað það að Eyfellingar eiga enn í dag hleðslumenn sem kunna vel til verka. Viðar er ekki óvanur að fást við grjóthleðslur fyrir Byggðasafnið því hann hlóð á sínum tíma kirkju- garðsveggina í Skógum. S.K.H. Samgöngusafn á Skógum Viöar Bjarnason og Kolbeinn Gissurarson vinna við aö endurbyggja grjóthlaðna járnsmiðju Tómasar Þórðarsonar frá Vallnatúni í Skógum. I baksýn má sjá einn hluta afgömlu brúnni á Jökulsá á Sólheimasandi, brúin var byggð árið 1921 og kemur í framtíðinni til með að gegna hlutverki fyrir safngesti nýja Samgöngusafnsins í Skógum. Á hjólabát Lagt er af stað frá Dyrhólum og ekiö eftir flæðarmálinu að Dyrhólaey þar sem gatið á tónni blasir við. Útsýnis- ferðir að Dyr- » hólaey Þorsteinn Gunnarsson, bóndi á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, hefur hafið útsýnisferðir með leiðsögn á stórum hjólabát eftir fjörunni í Dyr- hólahverfí í Mýrdal. Lagt er af stað frá Dyrhólum og ekið eftir flæðar- málinu að Dyrhólaey þar sem gatið á tónni blasir vel við, við Dyrhólaey er fjölskrúðugt fuglalíf og gott út- sýni til Mýrdalsfjallanna. Að lok- inni ferð er boðið upp á kaffi og ný- steikta ástarpunga. Ferðin tekur u.þ.b. l.klst og verðið er kr.1200 á mann. * — Innköllun vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. Straumur FJÁRPBSTINGABÞÉLAG Kirkjusandi 2,155 Reykjavik, s. 560 8900 Mánudaginn 15. október 2001 verða hlutabréf í Fjárfest- ingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Veróbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórn- ar Fjárfestingarfélagsins Straums hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf i fyrir- tækinu í samræmi við ákvæðí laga og reglugerðar um raf- ræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf i Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. tekin til rafrænnar skráningar. Þau eru gefin út á nafn hluthafa og útgáfudags er getið é hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur hlutabréfa í félaginu sem teija nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé rétti- lega fært í hlutaskrá Fjárfestingarfélagsins Straums hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Fjár- festingarfélagsins Straums hf., Kirkjusandi 2,155 Reykjavík eða i sfma 560 8900. Komi í Ijós við slíka könnun að eig- endaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönn- ur á þau gagnvart féiaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð rétt- indi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildar- samning við Verðbréfaskráningu íslands hf., fyrir skrán- ingardag. Athygli hluthaía er vakín á að hin áþreifanlegu hiutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli raf- rænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikn- ingsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikn- ingsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni við- komandi hluthafa. Stjórn Fjárfestingarfélagsins Straums hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.