Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.2001, Page 43
51 LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 2001 I>V Tilvera Hrært í pottunum Helgi Hrannarr Jónsson er matgæöingur hjá okkur aö þessu sinni. Lyktin af kjöt- inu var alveg ótrúlega sterk - en ég hugsaði bara með mér „no pain, no game“, opnaði gluggann á bílnum og andaði djúpt að mér fersku lofti Það er Helgi Hrannarr Jónsson sem er matgæðingur hjá okkur að þessu sinni. Það er mikið að gera hjá þessum sjarmerandi unga dreng því hann er við nám i Bandaríkjun- um og stoppar því aðeins stutt á ís- landi - það er aðeins mánuður þang- að til hann heldur aftur til Flórída til þess að klára nám í alþjóða við- skiptafræði. Að sögn vina Helga er alltaf eitthvað að gerast hjá honum og vinirnir því fegnir að fá þennan stuðbolta heim. Lesendur DV fá þessa vikuna að heyra eina af mörg- um skemmtilegum sögum sem þessi ungi strákur lumar á. Homy-stemning með félögum „Ég hef haldið því fram í mörg ár að ég sé snillingur í eldhúsinu og þó svo að það séu ekki margir sem not- ið hafa snilli minnar er ég þó sann- færður um að þeir sem það hafa gert hafa ekki verið sviknir. - Nema ef vera skyldi í eitt skipti þegar ég ákvað að leggja út í eitthvað stór- tækara en hakk og spagettí. Þannig er mál með vexti að ég bý erlendis og þar sem vinahópurinn minn úti er ansi fjölþjóðlegur förum við oft- ast saman út að borða á frí- og helgi- dögum því þá er auðveldara að gera öllum til geðs áður en haldið er út á líflð. Rétt fyrir einn slíkan ákvað ég fyrir hönd okkar félaganna aö viö skyldum elda heima og hafa „homy“-stemningu „a la mama“ áður en við máluðum bæinn rauð- an.“ No pain, no game „Þarna voru saman komnir strákar frá mismunandi löndum þannig að ég þurfti að finna eitthvað sem allir gætu nú borðað. Eins og fLestir vita er hægt að finna nánast allt á Netinu þannig að ég settist rólegur við tölv- una og hóf að leita. Mér til mikillar mæðu fann ég ekki neitt og þar sem ég hafði þegar tilkynnt foreldrum mínum á íslandi að ég væri að gerast kokkur þá ákvað ég að fara frekar út í búð og reyna að finna einhverja uppskriftabók heldur en að hringja í mömmu - maður verður nú einhvern tíma að verða sjálfstæður. Eftir að hafa farið í allar helstu matvörubúð- imar sá ég að það myndi aldrei ganga að kaupa kjöt í þessum búðum þar sem það lítur allt út fyrir að vera steraræktað og passar einna helst inn í Flinstones-fjölskyldumálsverð. Ég ákvað að fara inn í eina af fínni kjöt- vöruverslunum borgarinnar því ég hafði heyrt að þar fengist dýrindis kjöt ásamt ráðleggingum sem koma sér mjög vel fyrir unga og óreynda kokka eins og mig. Eigandinn að versluninni var hinn viðkunnanlegasti í útliti og brosti út að eyrum þegar hann sá mig koma inn. Mér leið strax betur, reyndar svo miklu betur að það pirraði mig mjög takmarkað að ég skildi nánast ekkert af því sem hann sagði. Það gladdi mig þó þegar honum tókst að koma út úr sér á skiljanlegu ensku máli að mexíkóskur matur væri mjög vinsæll hjá unga fólkinu í dag og hann væri eitthvað sem höfðaði til allra. Eftir þessi ummæli hans peppaðist ég allur upp og ákvað að kaupa nokkrar mexíkóskar nautalundir hjá honum og hafa þetta grand. Þegar ég var til- búinn til þess að yfirgefa verslunina tók hann utan um mig (mér til mikill- ar undrunar) og rétti mér lítinn kryddstauk sem mér skildist að inni- héldi nokkurs konar töfrakrydd sem hafði verið í ætt hans frá örófi alda. Með þetta í farteskinu hélt ég heim á leið og var hæstánægður með að þurfa ekki að hafa samband við for- eldrana til þess að ráða fram úr þessu, nú var ég loksins orðinn sjálf- stæður einstaklingur. Reyndar fannst mér lyktin af þessu kjöti alveg ótrú- lega sterk en þar sem ég var fullviss um að ég myndi slá í gegn með þetta krydd í fararbroddi skrúfaði ég bara niður rúðumar, andaði djúpt að mér fersku lofti og hugsaði með mér „no pain, no game“,“ sagði þessi ungi strákur með bros á vör. Töfrakryddið og tíöar klósettferðir „Ég rauk spenntur inn í eldhús til þess að virða fyrir mér góðgætið sem ég hafði keypt. Ég skoðaði kryddstaukinn sem maðurinn í búð- inni hafði gefíð mér ásamt ein- hverri olíu og ég gat ekki annað en brosað út að eyrum, þetta gæti ekki verið einfaldara, bara krydda kjötið og skella því á pönnuna. Þegar ég tók kjötið úr pokunum fyllti sterka lyktin íbúðina á sekúndubroti. Ég verð að segja mér til málsbóta að mig grunaði að búið væri að krydda kjötið, en það sást bara ekkert krydd á kjötinu og maðurinn hafði nú gefið mér kryddið þannig að ég stráði því og olíunni yfir þær 10 sneiðar sem ég hafði keypt." Með þetta hráefni getur ekkert klikkað „Ég var mjög sæll maður þegar ég heyrði dyrabjölluna hringja því ég gat varla beðið eftir því að sýna vin- um mínum þessa nýju' hlið á mér, já kokkahliðina. Mér til mikilla von- brigða sá ég að þeim var vægast sagt brugðið við þá lykt sem fyllti íbúðina mína en ég benti þeim ein- faldlega á að allur mexíkóskur mat- ur væri svona sterkur og það væri ástæðan fyrir þvi að fólki fyndist hann góður. Þar sem kjötið átti að vera snöggsteikt og grænmetið létt- steikt hófst matseldin ekki fyrr en allir voru komnir og á meðan gönt- uðust þeir með að e.t.v. væri heppi- legast að reyna að panta borð á ein- hverjum veitingastaðnum áður en það væri of seint. Ég hló bara að þeim enda viss um að með þetta hráefni i höndunum gæti ekkert klikkað. Þegar loksins kom að því að borða varð öllum ljóst að eftir einn bita af þessum mat fengirðu ekki flensu út árið. Menn báru sig þó mannalega og unnu á matnum og allflestir kláruðu sneið (sem var mjög mikið miðað við hversu sterkt kjötið var). Þegar leið á kvöldið urðu klósettferðir manna tíðari en gengur og gerist og næstu daga voru allir sem höfðu svo mikið sem kom- ið inn í íbúðina hálfaumir í magan- um. Ég verð að viðurkenna aö ég var hvorki vinsæll hjá félögunum, sem höfðu sýnt hversu mikil hörku- tól þeir voru meö því að klára af diskunum því sú fórn varð einungis til þess að þeir komust ekkert út um kvöldið, né hjá kennurum því þetta matarboð olli þó nokkrum veikinda- dögum hjá einhverjum af félögun- um og ekki síst mér í skólanum," sagði Helgi og það fer ekki á milli mála að honum er mjög skemmt þegar hann rifjar upp þetta minnis- stæða kvöld. Framvegis fer ég út að borða „Seinna meir kom á daginn að það sem maðurinn var að útskýra fyrir mér í kjötbúðinni var að það væri búið að krydda þetta kjöt og að kryddstaukinn vildi hann gefa mér þar sem ég væri ungur og að byrja feril minn í eldhúsinu. Kryddstauk- urinn átti að duga í a.m.k. fimm sambærilegar veislur eða á rúmlega 50 nautalundir. Eftir þessa reynslu mína ákvaö ég að á meðan ég væri í námi í Banda- ríkjunum færi ég út að borða á frí- og helgidögum. Þar sem íslenska útgáfan af þess- um „rétti“ mínum hefur ekki verið prófuð mæli ég með því að menn kaupi bara tilbúnar mexíkóskt kryddaðar nautalundir (ath.! sleppi því að bæta við kryddi) smelli þeim á grillið og sleppi öllu tilstandinu sem ég lagði á mig,“ sagði Helgi Hrannarr að lokum. -Saga Lambafilet með papriku og rauðu karríi Fyrir 4 800 g lambafilet (í fjórum 200 g steikum) 3 msk. matarolía tO steikingar Scdt og pipar Papriku- og karrísósa 5 paprikur (græn, gul og rauð- gul) 1 laukur 2-3 msk. karrí, rautt 2 dl kjúklingasoð (vatn og 1/2 Knorr-teningur) 2 msk. apríkósumarmelaði 2-3 msk. matarolía 4-5 msk. smjör salt og pipar Meðlæti 12-16 kartöflur, smáar Snöggsteikið lambafilet á vel heitri pönnu, bragðbætið með salti og pipar. Stingið í 200" C heitan ofn í 6 mín., takið úr ofninum og hvílið steikurnar í 3 mín. Setjið aftur i ofn- inn i aðrar 3 mínútur. Skerið í fjóra jafna bita og berið fram með papriku- og karrísósunni og soðn- um kartöflum. Papriku- og karrísósa Skerið paprikuna í teninga, lauk- inn í sneiðar, léttsteikið í olíunni og bætið svo karriinu út í. Blandið vel saman, bætið síöan kjúklingasoði, marmelaði og smjöri saman við. Bragðbætiö með salti og pipar Meðlæti Borið fram með soðnum kartöfl- um. Uppskriftir Hörpuskel Carpaccio Fyrir 4 400 g hörpuskelfiskur 24 cherrytómatar 4 tómatar 6-8 radísur Nýkaup Þcir semferskleikinn býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. tómatana í tvennt, tómatana og radísurnar í sneiðar, sax- ið hvítlauksrif og lauk. Blandið óreglulega á diska, vætið með balsamediki og hvítlauksolíu (sitt á hvað). Annað meðlæti Berið fram með grófu brauði. 4 hvítlauksrif 2 skallotlaukar salt og pipar úr kvörn 1 dl balsamedik 1 dl hvítlauksolía (ldl matar olía og 6 marin hvítlauksrif, látið standa í nokkra tíma) Skerið skelfiskinn og cherry- Sá safaríki Þarf smáundirbúning. Sósan er ýmist borin fram heit eða köld 1/4 vatnsmelóna 1/2 gul melóna 2 appelsínur 20 græn vínber 1 ferskur ananas 1-2 msk. sítrónusafi Sósa 1 dl vatn 130 g sykur 1 vanillustöng 1/2 msk. sítrónusafl 2 dl appelsíusafi Skerið alla ávextina niður í bita og blandið vel saman. Sósan: Sjóðið rólega sam- an vatn og sykur með vanillustönginni í ca. 7-10 mín. (107-110" C). Setjið svo sítrónusafann saman við, hreinsið innan úr vanillu- stönginni. Setjið appelsínusafann saman við, blandiö vel saman, sós- an er góð hvort sem hún er heit eða köld. Mjög gott er að setja smá- dreitil af Grand marnier í sósuna en það er ekki nauðsynlegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.